Morgunblaðið - 05.12.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.12.2001, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NORÐURLANDAMÓTIÐ í samkvæmisdönsum fór fram í Laugardalshöll sl. laugardag. Keppt var í fjórum flokkum og komu kepp- endur frá öllum Norðurlöndunum. Þetta var í annað skipti sem Norð- urlandamót í samkvæmisdönsum er haldið á Íslandi og heppnaðist það mjög vel í alla staði. Hið eina sem á skyggði voru of fáir áhorfendur. Þeir sem komu fengu svo sannar- lega að njóta þessarar fallegu íþróttar, því: „Dansinn sameinar með einstæðum hætti list og hæfni, tækni og ögun, einbeitingu og mýkt. Tónlistin bregður töfraljóma á hátt- bundna hreyfingu og við hrífumst af framgöngu þeirra sem leikandi létt sýna erfið spor og flétta þau saman í heilsteyptan dans,“ segir í kveðju frá hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, sem birtist í leikskrá keppninnar. Íslendingar áttu að sjálfsögðu keppendur í öllum flokk- um og stóðu þeir sig með stakri prýði. Norðurlandamót í samkvæmis- dönsum hefur breyst svolítið síð- ustu ár á þann veg að nú er mótið opið öllum þeim keppendum sem búa einhvers staðar á Norðurlönd- unum, en ekki einungis tveimur pörum frá hverju landi, eins og áður var. Þetta finnst mér góð breyting, vegna þess að þetta gefur fleiri áhugasömum pörum möguleika á að spreyta sig í nokkuð sterkri keppni. Ég held að það sé mikilvægt að halda áfram að taka þátt í Norð- urlandamótum og halda þannig sambandi við frændur okkar og ná- granna, eins held ég að keppendur kynnist svolítið innbyrðis og njóti þess á keppnum á erlendri grundu. Öll umgjörð keppninnar var hin glæsilegasta í alla staði, Laugar- dalshöllin fallega skreytt og jólaleg. Dómarar keppninnar voru Peder Dan Rigaard frá Danmörku, Carola Tuokko frá Finnlandi, Karianne Stensen Gulliksen frá Noregi, Mia Öhrmann frá Svíþjóð, Kara Arn- grímsdóttir frá Íslandi, Hans Galke frá Þýskalandi og Frank Venables frá Englandi. Yngsti keppendahópurinn var flokkurinn Unglingar I og voru 11 pör skráð til leiks. Í þessum flokki var raunar aðeins eitt erlent par, en hin pörin íslenzk. Fór svo að Jón- atan Arnar og Hólmfríður vörðu Norðurlandameistaratitil sinn frá því á síðasta ári. Þau dönsuðu geysi- lega vel á laugardaginn, sérstaklega sígildu samkvæmisdansana, mér fannst þau ekki alveg jafn kraftmik- il og venjulega í suður-amerísku dönsunum, sem voru engu að síður mjög vel dansaðir. Jónatan og Hólmfríður eru ákaflega glæsilegt par á velli, sem dansar af mikilli inn- lifun. Í öðru sæti kom einnig ís- lenzkt par þau Þorleifur og Ásta. Þau komu mjög sterk til leiks, sér- staklega í suður-amerísku dönsun- um. Þar voru þau kraftmikil og ná- kvæm og mjög „töff“ í nær alla staði. Mér fannst þau ekki alveg jafn nákvæm og vandvirk í sígildu samkvæmisdönsunum, sem er von- andi bara eitthvað tímabundið. Í þriðja sæti komu svo Danirnir Emilian og Benedicte, prýðisgóðir dansarar, þó mun betri í sígildu dönsunum. Í flokki Unglinga II voru 12 pör skráð til leiks, þar af helmingurinn frá Íslandi. Norðurlandameistarar í þessum flokki komu frá Noregi Tom Erik og Pia. Tom og Pia eru mjög sterkt par, sérstaklega í sígildu samkvæmisdönsunum þar sem þau eru tæknilega mjög sterk. Mér fannst valsinn þeirra sérstaklega vel dansaður, mikil dýpt og fætur notaðir til hins ýtrasta, eins var foxtrottinn mjög glæsilega dansað- ur. Í öðru sæti komu Damien og Claudia frá Danmörku. Þau eru einnig mjög sterk og voru jöfn Tom og Piu að stigum að lokinni keppni, svo það þurfti að nota reglu 11 til að finna sigurvegara. Damien og Claudia eru nokkuð jafnara par en Tom og Pia og eru einnig tæknilega mjög sterkt par. Í þriðja sæti urðu Davíð Gill og Helga, einungis einu stigi á eftir 1. og 2. pari. Þau döns- uðu gríðarlega vel á laugardaginn, besti dans sem ég hef séð til þeirra saman. Þau eru greinilega að ná að stilla sig saman og voru þau án efa sigurvegarar í suður-amerísku dönsunum, a.m.k. að mínu mati. Þau þurfa aðeins að pússa sig betur saman í sígildu dönsunum og þá er þetta komið. Einstaklega heillandi og vaxandi par. Flokkur ungmenna var einnig mjög spennandi en þar voru 8 pör skráð til leiks, þar af 2 íslenzk. Það er skemmst frá því að segja að Norðurlandameistarar urðu þau Ísak og Helga Dögg frá Íslandi. Það var allt annað að sjá til þeirra núna en síðast þegar ég sá þau. Þau voru Tveir titlar til Íslands Ljósmynd/Jón Svavarsson Norðurlandameistarar, Ísak Halldórsson Nguyen og Helga D. Helgadóttir. DANS Laugardalshöllin NORÐURLANDAMEISTARAMÓT FÉLAGSSTARF Aðalfundur Hverfafélags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, miðvikudaginn 12. desember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur fundarins: Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi. Fundarstjóri: Hannes Þ. Sigurðsson. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Skíðadeild Fram Aðalfundur deildarinnar verður haldinn miðviku- daginn 12. desember klukkan 20:00 í íþróttahús- inu við Safamýri. ● Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Norðurgata 14, efri hæð, þingl. eig. Magnús Ólafsson og Esther Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 10. desember 2001 kl. 13.25. Fossvegur 11, efri hæð, þingl. eig. Sigríður Sigurjónsdóttir og Reynir Gunnarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður Norð- urlands og sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudaginn 10. desember 2001 kl. 13.15. Hávegur 9, efri hæð og ris, þingl. eig. Hörður Bjarnason, gerðarbeið- andi Sparisjóður Hafnarfjarðar, mánudaginn 10. desember 2001 kl. 13.20. Hverfisgata 17, n.h., þingl. eig. Óli Brynjar Sverrisson, gerðarbeiðend- ur Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf., Lífeyrissjóður Norðurlands og sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudaginn 10. desember 2001 kl. 13.25. Þormóðsgata 26, þingl. eig. Júlíus Árnason, gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður og Lífeyrissjóður Norðurlands, mánudaginn 10. desember 2001 kl. 13.25. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 4. desember 2001, Guðgeir Eyjólfsson. TIL SÖLU Vinnuvélar til sölu Cat 438 C, árg ´97, ekin 4.100 tíma. Verð 3,200.000 án vsk. Cat 438 AWS, árg ´95, ekin 6.700 tíma. Verð 2.900.000 kr. án vsk. Valment 900 4x4, árg ´98, með ámoksturstækjum. Verð 2.300.000 kr. án vsk. Massey Ferguson, árg ´89, ekin 6.800 tíma. Verð 1.200.000 kr. án vsk. Fiat Agri 80 90, árg. '90, með ámoksturstækjum, ekin 5.000 tíma. Verð 650.000 kr. án vsk. Daewoo 170 Solar, með 1.2 tonna MSB vökvafleyg, árg ´00. Verð 7.900.000 kr. án vsk. Frauehauf malarvagn, árg. 1991. Verð 1.000.000 kr. án vsk. Piacenza malarvagn, árg. 1998. Verð 1.400.000 kr. án vsk. VVS malarvagn, árg ´99. Verð 2.400.000 kr. án vsk Nánari upplýsingar í síma 565 2727. TILBOÐ / ÚTBOÐ Tilbodsflutningar.is Þar sem þú færð ódýran flutning Tilbodsflutningar.is Þar sem allir geta boðið í flutning Tilbodsflutningar.is Þar sem allir geta óskað eftir tilboði í flutning ókeypis Tilbodsflutningar.is Þar sem slagurinn um flutningana er TILKYNNINGAR Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutn- ings á ostum frá Noregi Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 3. desember 2001, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutn- ings á smurostum (0406.3000) framleiddum í Noregi. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00—16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnað- arráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 mánudaginn 10. desember nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 4. desember 2001. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.