Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 49 Tilboð dagsins fiskfars 2 fyrir 1 Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Fiskur er okkar fag bre Stór humar Óbreytt fiskverð Glæný línuýsa, þorskur og lúða saltsíld - kryddsíld Frá Óskari í Hnífsdal Skata - hákarl - harðfiskur BORGARRÁÐ hefur tekið þá ákvörðun að leyfa akstur um þann hluta Hafnarstrætis sem hefur verið lokaður undan- farin fimm ár. Þessi ákvörðun er tekin vegna þrýstings frá þeim eina versl- unareiganda sem býr við þennan hluta götunnar, og sem hefur lengi talið að bíla- umferð muni auka hjá sér verslun þótt ekki sé þetta aktu-taktu verslun. Áður en fjarlægðar verða þær hindranir sem nú standa í veginum fyrir bílum í Hafnarstræti vil ég mót- mæla – og það kröftuglega. Á árun- um 1994-1996 sat ég sem varamaður í stjórn SVR og var stundum kölluð á fundi. Á einum þessara funda var upplýst um slys á barni sem orðið hafði við strætisvagnaleiðina um Hafnarstrætið, sem þá hafði aftur verið opnað öllum bílum eftir tíma- bundna lokun. Í kjölfar þeirra upp- lýsinga samþykkti stjórn SVR ein- róma að fara þess á leit við borgaryfirvöld að Hafnarstræti yrði lokað á þessum kafla. Ekkert okkar treysti sér til þess að axla þá ábyrgð sem fylgir því að stefna fólki á öllum aldri á stað þar sem slysahætta er veruleg. Borgarstjórn samþykkti sem betur fer þessa tillögu stjórn- arinnar og Hafnarstræti hefur verið lokað á þessum kafla síðan. Á þeim fimm árum sem liðin eru hefur bílaeign borgarbúa stóraukist. Þar með hefur slysahætta á gang- andi vegfarendum líka aukist. Við Hafnarstætið hefur Strætó tekist að byggja upp ágæta aðstöðu fyrir marga vagna sína og skapað farþeg- um öruggt skjól. Þetta skjól á nú að taka af farþegum og stefna þeim út í óvissu umferðaröngþveitis sem óhjá- kvæmilega skapast þar sem stræt- isvagnar þurfa að athafna sig innan um einkabíla. Við erum mörg sem þurfum eða kjósum að spara okkur verulegar fjárhæðir á ári hverju með því að ferðast með Strætó til og frá vinnu og jafnvel meira en það. Tæpast er hægt að segja að skipulag borgar- innar hafi verið hagstætt almenn- ingsfarartækjum. Þvert á móti hafa yfirvöld skipulagsmála kappkostað að þenja borgina út og skipuleggja íbúðabyggð og verslunarsvæði sem víðast og breiðast um borgina. Þrátt fyrir þetta hefur að mestu tekist vel til hjá stjórnendum SVR og nú áStrætó að halda í horfinu og bæta inn leiðum. Það hefur ekki alltaf ver- ið auðvelt verk. Á allra síðustu árum hafa augu margra vaknað fyrir því hversu óhagkvæmur þessi vöxtur er og nær sé að þétta byggð og styðja almenn- ingssamgöngur. Umferð einkabíla í Reykjavík er margfalt meiri en um- ferð í sambærilegum borgum er- lendis og mengunin eftir því. Al- menningssamgöngur verða hins vegar að vera bæði tíðar og umfram allt öruggar til þess að standa undir nafni og laða til sín fleiri farþega. Einn liður í því var lokun Hafnar- strætis að hluta á sínum tíma. Ég skil vel áhyggjur verslunareigand- ans í Hafnarstræti vegna minnkandi verslunar, en beini þeim tilmælum til hans og borgaryfirvalda að endur- skoða afstöðu sína í þessu máli. Eða hver vill bera ábyrgð á slysi? AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR, stjórnmálafræðingur og strætisvagnafarþegi. Hin vonda ákvörðun borgarstjórnar Frá Auði Styrkársdóttur: Auður Styrkársdóttir MORGUNBLAÐIÐ birti fyrir nokkru athyglisverða frétt af ís- lenskri konu sem rann í hundaskít og datt við Kirkjubæ í Færeyjum. Kon- an leitaði réttar síns samkvæmt færeyskum lög- um, vann mál og fékk þokkalegar bætur vegna miska sem hún varð fyrir. Þetta var fyrir tveimur árum. Fyrir rúmum fimm árum lenti und- irritaður í alvarlegu slysi í Færeyjum, eins og konan sem rann í hundaskítn- um. Munurinn var sá að ég féll 12 til 15 metra niður í steinsteypt bryggju- gólf í Þórshöfn eftir að gámaspredd- ari gaf sig. Ekki geri ég lítið úr því að renna í hundaskít, eða afleiðingum þess, en er þó þeirrar skoðunar að af- leiðingar 12 til 15 metra falls séu mun alvarlegri til langs og skemmri tíma litið en það sem gerðist á hinum forn- fræga Kirkjubæ. Þetta er þó ekki eini munurinn á tilvikunum tveim. Siðferði frændþjóða Færeyskt siðferði og færeyskar reglur virðast vernda og tryggja rétt konunnar með allt öðrum hætti og greinilegri en þær íslensku reglur og það íslenska siðferði lögmanna, at- vinnurekenda og tryggingafyrir- tækja sem hefur áhrif á afgreiðslu míns máls. Sú afgreiðsla þvælist ennþá fram og aftur milli lækna, lögmannsstofu, tryggingafyrirtækis og skipafélags og öll skrefin sem stigin eru virðast hafa það eina markmið að teygja og toga málið fram og aftur. Einn kafli var runninn undan rifjum fyrirbæris sem kallaði sig í desember 1999 Counsel Office, Established 1907, og ritaði skipafélaginu leiðbeiningar sín- ar á enskri tungu. Ráðin sem hið virðulega Counsel Office, Established 1907, veitti skipafélaginu gengu út á að gera tilraun til að grafa undan rétti mínum og hafna bótakröfu minni. Umhugsunarefni Konan sem rann í hundaskítnum í Færeyjum átti sinn sjálfsagða rétt og gat sótt hann án þess að þurfa að ótt- ast að af hlytist kostnaður og áralöng óþægindi. Það er hins vegar til um- hugsunar fyrir okkur sjómenn, eða al- mennt íslenskt verkafólk, hversu langt fyrirtæki eins og Eimskipa- félagið seilist til að koma í veg fyrir að þeir sem í hlut eiga nái rétti sínum eftir alvarleg slys án áralangra lög- fræðideilna. Vel má vera að þeir stjórnendur skipafélagsins sem bera ábyrgð á millljarðatapi síðustu miss- era hafi lagt línur í þessu máli og fremur kosið að nota aðstöðu skipa- félagsins til að fjárfesta í nýja hag- kerfinu sem nú er að mestu gjald- þrota en afgreiða sjálfsögð bótamál starfsmanns sem hefur unnið hjá fé- laginu í áratugi. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir hluthafana að félagið skuli fremur kjósa að eyða milljónum í lögfræðikostnað í mála- rekstur gegn starfsmanni sínum en viðurkenna bótakröfur hans. Hún rann í hundaskít konan við Kirkjubæ og fékk þessar sjálfsögðu bætur sínar. Eftir rúmlega fimm ára streð velti ég því fyrir mér hvort framvinda málsins hefði orðið önnur og hvort aðrir siðferðis- og réttlæt- ismælikvarðar hefðu verið notaðir ef ég hefði runnið í hundaskít á hafn- arbakkanum í Þórshöfn sem fær- eyska landstjórnin ber ábyrgð á. Í ljósi atburðanna á Kirkjubæ tel ég líklegt að ég væri löngu búinn að ná rétti mínum án dýru lögmannanna. Ég hallast að því að færeysk lög og færeyskar hefðir hefðu tryggt rétt minn betur en íslenskar, eða kannski er það þannig þegar Ísland á í hlut að menn þurfi að renna í bananahýði til að ná eyrum þeirra sem ráða. JÓHANN PÁLL SÍMONARSON sjómaður. Að renna í hundaskít Frá Jóhanni Páli Símonarsyni: Jóhann Páll Símonarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.