Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skömmu var Sveinn Ein- arsson rithöfundur kosinn í stjórn UNESCO, menntunar-, vísinda og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á allsherjarráðstefnu UNESCO í París. Sveinn hefur verið formaður íslensku UNESCO- nefndarinnar í sjö ár, en aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur átt sæti í stjórn stofnunarinnar, þegar Andri Ísaksson sat þar á árunum 1983–87. Stjórnarsetan er til fjögurra ára og býst Sveinn við því að þurfa að dvelja í París að störfum fyrir stofnunina í einn til tvo mánuði á ári næstu ár. Að- dragandi þess að Íslendingar sóttust eftir stjórnarsetu er nokkuð langur. „Upphaf þess að við leituðumst eftir að komst í stjórnarnefnd UNESCO má rekja til Sverris Hauks Gunn- laugssonar ráðuneytisstjóra í utan- ríkisráðuneytinu, sem var áður sendi- herra okkar í París og um leið sendiherra hjá UNESCO. Hann vann mjög vel að málefnum stofnunar- innar, þannig að hin Norðurlöndin öf- unduðu okkur talsvert af. Hann vakti máls á þessum möguleika fyrir nokkrum árum, en þá kom þetta ekki til greina vegna þess að ég var þá með Listahátíð á mínum herðum og þetta fór ekki saman. Við höfðum reynt áður að komast inn, en ekki tekist það. Það er eftirsótt að komast í stjórnarnefndina, og það krefst gíf- urlegrar vinnu að komast að. Norð- menn reyndu til dæmis að komast inn fyrir tveimur árum, með mjög fram- bærilegan frambjóðanda, en hún var óþekkt innan UNESCO og komst ekki að. En núna var samstaða Norð- urlandanna mikil og sagt var við okk- ur, að ef við vildum fara fram, þá fengjum við stuðning allra Norður- landanna. Þau boð bárum við hingað heim við Guðný Helgadóttir, ritari ís- lensku UNESCO-nefndarinnar, og ef ég á að segja eins og er þá drógum við heldur úr, því það er mikið fyrirtæki og vinna og alls ekki gefið að við hefð- um erindi sem erfiði. Við ræddum þetta á raunsæislegum nótum við ráðherra: hann tók þessu vel og skildi okkar sjónarmið. Síðan fórum við á fund formanna og ritara norrænu nefndanna í Kaupmannahöfn, og þá hringdi Björn Bjarnason og segist hafa tekið málið upp í ríkisstjórn, og að þar hafi verið vilji til að láta á þetta reyna. Þetta væri þá liður í viðleitni okkar að vera virkari í alþjóðlegu samstarfi. Við erum ekki stikkfrí lítil þjóð á hjara veraldar, við erum rík og höfum ýmsu að miðla, ekki síst á þeim sviðum sem UNESCO fjallar um, og okkur er ekki siðferðilega stætt á því lengur að vera ekki þátttakendur í þeirri hnattvæðingu sem nú á sér stað. Við þurfum að leggja þar okkar af mörkum.“ Samkeppni um sæti í stjórn Þrjú ráðuneyti unnu saman að því að koma Íslandi í stjórn UNESCO, forsætisráðuneytið, utanríkisráðu- neytið og menntamálaráðuneytið, og segir Sveinn að fyrsta „herfor- ingjaráðið“ hafi verið skipað ráðu- neytisstjórum ráðuneytanna þriggja. Málefnafundir um aðild Íslands að stjórn UNESCO voru svo í framhald- inu haldnir í París, enda segir Sveinn að ljóst hafi verið að það myndi mæða mikið á fastanefndinni þar og ís- lenska sendiráðinu. Fundir voru einn- ig haldnir í utanríkisráðuneytinu þar sem rætt var um það hvernig bar- áttan skyldi lögð upp. Sendiráð Ís- lands í öðrum löndum voru virkjuð og segir Sveinn að Norðurlöndin hin hafi hjálpað til í þeim löndum þar sem Ís- land á ekki sendiráð. Að fyrirmynd annarra, sem staðið hafa í sömu kosn- ingabaráttu, var opnuð skrifstofa í Miolliesbyggingu UNESCO í París, og ráðinn starfsmaður, Bryndís Kjartansdóttir. Þetta segir Sveinn að hafi gert baráttu Íslands fyrir sæti í stjórninni sýnilega, og að miklu hafi munað um að hafa skrifstofu sem op- in var daglega, til að sinna þessum málum. Sveinn segir að Sigríður Snævarr sendiherra hafi með glæsi- legri framgöngu sinni átt stóran þátt í þessum sigri, sem og Helgi Gíslason sem er einnig gagnkunnugur málum UNESCO. Íslenska UNESCO nefndin lagði líka sitt af mörkum, ekki síst Guðný Helgadóttir sem þekkir UNESCO til margra ára. „Þetta var harðsvírað lið, sem lagði sig fram um að gera þetta að veru- leika. Við fórum hreinlega í læri um það hvernig ætti að standa að þessu og ég held að okkur hafi tekist það með sóma. Það er ekki lokað fyrir framboð fyrr en 48 tímum fyrir kosn- ingu, og Kanadamenn stóðu til dæmis á þröskuldinum allan tímann. Ég býst við því að það hafi ráðið úrslitum hvað við fórum snemma af stað og stóðum svona myndarlega að þessu. Á end- anum fengum við 148 atkvæði af 167 mögulegum og Senegal sem hlaut flest atkvæði fék 155.“ Ólæsi og fáfræði forgangsmál UNESCO leggur í dag mesta áherslu á menntamálin, vegna þess að þar eru brennandi vandamál. Fá- fræði og fátækt skapa enn mjög mörg vandamál í heiminum. Ólæsi vegur þar þyngst sem og mismunur kynjanna á aðgengi að námi. 700 milljónir manna eru ólæsar í heim- inum í dag og um 130 milljónir barna eiga ekki vísa skólavist. „Það spyrja margir um tilgang þess að vera með stofnun eins og UNESCO ef árang- urinn er ekki meiri en þetta. En fólk verður að gera sér grein fyrir því að á fimmtíu árum hefur mannkynið nán- ast tvöfaldast, þannig að þetta er gríðarlegur varnarsigur. Það hefur saxast á ólæsið og í mörgum löndum hefur náðst umtalsverður árangur og oft með styrk frá UNESCO. Mitt svar við spurningunni er því að spyrja á móti hvar við værum hefði UNESCO ekki notið við.“ UNESCO vinnur að þessum mál- um með mörgu móti, bæði í að- alstöðvunum og í undirstofnunum sem sinna ákveðnum verksviðum. IIEP, International Institute for Educational Planning, starfar í París, og vinnur að uppbyggingu skólakerfa hér og hvar í heiminum og nýtir þá reynslu sem skapast, milli landa, til dæmis með gagnabönkum, kennslu kennara og fleiru. Alnæmisvandinn er því miður orðinn skelfilegt stór- mál, því sjúkdómurinn herjar svo á yngri kynslóðina, þar á meðal kenn- ara. Þarna dugir lítið annað en kynn- ingar- og forvarnarstarf, en þó eru fleiri ljón á veginum. Lyfjaframleið- endur hafa einkaleyfi á sínum lyfjum sem eru of dýr fyrir fátækustu þjóð- irnar. Það eru í gangi dómsmál þar sem reynir á það hvort fátækar þjóðir fái að kaupa ódýrari lyf sem ekki eru framleidd af einkaleyfishöfum. Lífsleikni eftir aðstæðum Önnur stofnun menntamála heitir IBE, International Bureau of Education, og hefur aðalstöðvar í Genf, og þar er aðallega fjallað um innihald kennslu og hvað við á á hverjum stað. Eitt af því sem hæst ber þar núna er það sem kallast þegn- kennsla, eða civic education, og svipar til lífsleiknikennslu hér. Þetta snýst um það hvernig fólk nýtir sér það sem samfélagið hefur upp á að bjóða og hvernig fólk þroskast í sinni lýð- ræðislegu hugsun til að nýta sér það kerfi sem ríkir á hverjum stað og fólk lærir að sameina það praktíska í kringum sig þeim hugsjónum sem eiga að búa að baki. Danir kostuðu eitt verkefni af þessum toga þar sem kennslugreinum var raðað upp eftir aðstæðum á staðnum. Það var í Namibíu. Þar varð garðyrkja efst á blaði yfir kennslugreinar, fjöl- skyldumál í öðru sæti, kennsla um mannréttindamál og lýðræði í þriðja sæti og fræðsla um alnæmi í því fjórða. Þannig er námið hannað eftir aðstæðum á hverjum stað, eftir því hvar þjóðfélagið er statt á þessari svokölluðu þróunarbraut. Grasrót- arsamtök á kennslusviðinu aðstoða líka við verkefni af þessu tagi, og þetta nám nær til allra stiga mennt- unar. Allt tengist þetta baráttunni gegn ólæsi.“ Sveinn segir að á ráð- stefnu, sem haldin var nýlega í Dakar í Senegal um ólæsið í heiminum, hafi komið fram talsverð vonbrigði með það hve litlu hefði verið áorkað á ára- tug, frá því að slík ráðstefna var hald- in síðast í Jomtien í Taílandi þar sem skorin var upp herör gegn ólæsi. Í Dakar var samin yfirlýsing þar sem hver einasta þjóð er hvött til að skoða hvernig eigið menntakerfi stæðist þær kröfur sem þar eru settar fram um menntun. Annars vegar var hver einasta þjóð beðin um að skila skýrslu um ástandið í sínu landi, hins vegar að gera tillögur um sameiginlegar úr- bætur á heimsvísu. Norræna ráð- herranefndin hefur annast þetta verkefni á Norðurlöndunum, en Þró- unarsamvinnustofnunin á Íslandi hef- ur staðið að slíkum málum, til dæmis í Afríku. Sveinn segir að Íslendingar hafi gert meira í þessum málum en fólk almennt geri sér grein fyrir, með aðstoð í mennta-, sjávarútvegs- og jafnréttismálum í þróunarríkjunum. Með aðstoð Íslendinga og fleiri á Grænhöfðaeyjum hafi náðst árangur sem hafi skilað þeirri þjóð upp fyrir lágmarksmörk, og þá hafi tekið við aðstoð við þjóðir eins og Malaví, Namibíu, Mósambik og Úganda, þar sem farið verður inn á nýtt svið þró- unaraðstoðar, þar sem í Úganda finn- ist jarðhiti. Íslendingar reka Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og nemendur hans á liðnum árum hafa komið víða að, og dreift sér til baka víðs vegar um heiminn að námi loknu. Nú hafa Íslendingar einnig tekið að sér menntun í haffræðum fyrir Sam- einuðu þjóðirnar og segir Sveinn að það nám muni vonandi skila sér jafn- vel og jarðhitanámið til þeirra sem þurfa á slíkri menntun að halda. Ís- lendingar borga rekstur þessara skóla að mestum hluta, og segir Sveinn framlög til þróunaraðstoðar hafa tvöfaldast á síðustu árum. „Margt af þessu hefur glatt mitt litla hjarta, eins og það, að við höfum rek- ið skóla í Malaví þar sem konum sem aldrei hafa fengið grunnmenntun er kennt á morgnana. Meðan á þeirra námi stendur eru börn þeirra í gæslu, en seinni part dagsins er þessum kon- um gert að kenna börnum sínum það sem þær lærðu um morguninn.“ Vatnsskortur, umhverfismál og vísindasiðferði eru hitamál Á vísindasviðinu er unnið að marg- víslegum verkefnum, bæði á raunvís- inda- og hugvísindasviði, sem sum hver tengjast einnig menntastofn- unum samtakanna. Þekktust vís- indastofnana UNESCO, að sögn Sveins, er Alþjóðahaffræðistofnunin, eða IOC, en Íslendingar hafa tekið þátt í starfi þeirrar stofnunar, og hafa átt þar starfsmann, prófessor Unn- stein Stefánsson, sem var jafnframt fyrsti íslenski starfsmaður UNESCO. Stofnanir á sviði jarð- skjálftafræði, jarðfræði, vatnafræði og orkufræði eru starfræktar undir hatti UNESCO, en Sveinn segir að orku- og vatnsmál séu þau verkefni sem þurfi hvað mest að huga að. „Sumar þjóðir búa við stöðugan vatnsskort. Það er mikil mengun í vatnsbólum víða, og þetta er vanda- mál sem er tekið á af mikilli festu. Þarna er gæðum heims mjög mis- skipt. Aðgangur að nothæfu vatni er slíkt stórmál, að sumir heimsósóma- menn spá því að komi til stórra styrj- alda á þessari öld þá verði þær ekki síður til að berjast um vatnsból en vegna trúarbragða. Hvað orkumálin varðar er það ljóst að víða er enga orku hægt að beisla nema sólarorku, og á virkjun hennar er lögð æ meiri áhersla. Mig langar líka að minnast á sérstakt verkefni sem unnið er á vís- indasviði UNESCO og heitir MAB, Man and Biosphere, eða Maðurinn, lofthjúpurinn og lífríkið. Í ljósi aukins skilnings á umhverfisvernd er þar unnið að rannsóknum og uppfræðslu um mikilvægi þess að maðurinn verndi umhverfi sitt með öllum til- tækum ráðum. Kyoto-sáttmálinn er viðleitni til að hvetja þjóðir heims til að taka þessi mál alvarlega og mikið hefur áunnist á síðustu árum, þótt þjóðir sem hefðu þurft þess, hafi ekki enn gengið að sáttmálanum. Í hugvísindum er starfrækt deild í heimspeki og siðfræði og þar er stórt verkefni í gangi sem heitir MOST þar sem unnið er að félagslegri og sjálf- bærri þróun. Það er mjög mikil áhersla lögð á það hjá UNESCO að efla sjálfbæra þróun og draga úr því að þjóðir verði háðar styrkjum. Fjöl- margar stofnanir Sameinuðu þjóð- anna vinna að þessu, eins og Þróun- arstofnunin og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, en reyndin er, að mörg þróunarríkin eru stórskuldug og þurfa aðstoð við að koma sér út úr vítahring styrkja og lánveitinga.“ Fyrir fjórum árum var sett á lagg- irnar nefnd sem kallast COMEST og hefur lotið forystu Vigdísar Finn- bogadóttur. Að sögn Sveins er verk- efni þessarar nefndar að skerpa á sið- ferðilegri ábyrgð í vísindarannsóknum. Verksvið nefnd- arinnar er fjórskipt og undirnefndir sinna hver sínu sviði, sem eru vatn, orka, lofhjúpurinn og netheimar. Nefndin hefur að sögn Sveins gefið út mjög aðgengilega pésa þar sem vandamálin sem við blasa eru skil- greind, þar er greint frá því hvar við stöndum í dag; hvaða úrbætur við ráðum við að gera og hvaða vandamál við höfum ekki á valdi okkar að ráða við, enn sem komið er. „Dæmi um þetta get ég nefnt geiminn. Við höld- um gjarnan að það hljóti að vera allt í sómanum þarna uppi, en það er ekki svo. Þarna liggja núna brautir sam- skipta og gervihnatta og allt þarf þetta að lúta einhverri stjórn. Menn hafa líka verið að stunda geimrann- sóknir og ekki alltaf séð fyrir þær af- leiðingar sem þær geta haft. Vigdís hefur sjálf sagt að þarna sé allt vað- andi í geimrusli sem er á stjórnlausu floti þarna uppi og enginn hefur neitt yfir því að segja. Annað dæmi er vatnið sem ég var að nefna áðan, en „Við lifum öll í sama þorpinu“ Sveinn Einarsson, rithöfundur og leikstjóri, var kosinn fyrir Íslands hönd til setu í stjórnarnefnd UNESCO. Hér segir hann Bergþóru Jónsdóttur frá aðdraganda þess að Ísland komst til þessara metorða og frá fjölbreyttum verkefnum á sviði menntunar-, vísinda- og menningarmála. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenska UNESCO-nefndin. Í fremri röð við hlið Sveins Einarssonar situr Guðný Helgadóttir, ritari nefnd- arinnar og starfsmaður menntamálaráðuneytisins. Í efri röð eru Hafliði Gíslason prófessor, Margrét Leósdóttir læknir, Sigrún Jónsdóttir, starfsmaður nefndarinnar í hlutastarfi, og Elín Hirst fréttamaður. Á myndina vantar Estrid Brekkan, fulltrúa utanríkisráðuneytisins í nefndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.