Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRANDI hf. og Hvalur hf. gerðu í gær með sér samning um að Grandi kaupi af Hval frystitogarann Venus HF 519 og þær aflaheimildir sem skipinu eru tengdar, en þær eru um 2.900 þorskígildistonn. Kaupverðið er samtals 1.621,5 milljónir króna. Ennfremur hafa Grandi hf. og Ís- félag Vestmannaeyja hf. samið svo um, að Ísfélagið kaupi af Granda frystitogarann Snorra Sturluson RE 219 ásamt aflaheimildum í karfa og úthafskarfa, sem eru 1.045 tonn þorskígilda. Söluverðið er 878,4 milljónir króna og skal það greitt með hlutafjáraukningu í Ísfélaginu. Eignarhlutur Granda verður 11,5% og verður fyrirtækið þannig annar stærsti hluthafi Ísfélagsins. Sam- kvæmt báðum samningum eru kaupin og þar með afhending eigna miðuð við byrjun árs 2002. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Granda hf., næst með þessum viðskiptum betra samræmi milli aflaheimilda Granda og veiðigetu skipa félagsins. Hann segir að Venus HF verði áfram gerður út en aflaheimildir skipsins samanstandi af þorsk-, karfa- og grálúðukvóta, auk þess sem skipinu fylgi 0,5% loðnukvótans, einn síld- arkvóti og um 2.000 tonna úthaf- skarfakvóti. Brynjólfur segir að Grandi hafi allt frá árinu 1992 keypt hlutafé í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum og átt í samstarfi við þau. Auk þess að eiga nú eignarhlut í Ísfélagi Vest- mannaeyja á Grandi auk þess eign- arhluti í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., Þormóði ramma-Sæbergi hf. á Siglufirði, Hraðfrystihúsinu Gunn- vöru hf. í Ísafjarðarbæ og Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Þá á Grandi sjávarútvegsfyrirtækið Faxamjöl hf. í Reykjavík. Með kaupunum á Snorra Sturlu- syni RE er Ísfélagið komið í frysti- togaraútgerð í fyrsta skipti í sögu félagsins, sem varð 100 ára í síðustu viku. Snorri Sturluson RE og Venus HF eru áþekk skip, bæði smíðuð á Spáni árið 1973 og hefur báðum skipum verið breytt töluvert, þau m.a. verið lengd og skipt um aðal- vélar í þeim. Grandi kaupir Venus HF með öllum aflaheimildum Frystitogarinn Snorri Sturluson RE hefur nú verið seldur til Ísfélags Vestmannaeyja. Snorri Sturluson RE seldur til Ísfélags Vestmannaeyja ● GENGI krónunnar lækkaði um 1% í gær í tæplega 3 milljarða króna við- skiptum. Vísitala krónunnar endaði í 148,55 en byrjaði í 147,00. Geng- ishækkun undanfarna daga er því að nokkru leyti gengin til baka, en samt sem áður hefur gengi krónunnar hækkað um tæp 2% frá lægsta gildi sínu í síðustu viku. Lítil viðskipti eru að baki lækk- unarinnar í gær og samkvæmt upp- lýsingum frá millibankaborði Íslands- banka er ljóst að þó nokkur skortur var á gjaldeyri. Fastlega megi gera ráð fyrir gjaldeyrisinnstreymi þegar vísitalan dregur nær 150, og að sama skapi virðist nokkur eftirspurn vera eftir gjaldeyri í kringum vísitölu- gildið 147. Krónan lækkar um 1% LANDSBANKINN-Landsbréf spá- ir því að verðbólga innan ársins 2001 verði 8,7% í ljósi þess að gengið hef- ur gefið eftir um rúm 4% frá byrjun október og að verðbólgan verði 6,6% milli ára. Þá gerir ný verðbólguspá Landsbankans-Landsbréfa, sem birt var í gær, ráð fyrir 4,9% verðbólgu innan ársins 2002 og 6,7% milli ára 2001 og 2002. Forsendur í spánni eru að krónan styrkist nokkuð á fyrri hluta ársins. Ennfremur er gert ráð fyrir að nokkuð verði um verðhækkanir til- komnar vegna gengisfallsins á þessu ári, en þær verði að mestu yfir- gengnar um mitt árið. Þá er gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni lítið hækka og að kjarasamningar haldi. Spá Landsbankans-Landsbréfa er nokkru hærri en 3,4% spá Þjóðhags- stofnunar fyrir verðbólgu innan árs- ins frá því í byrjun október og 4% spá Seðlabankans fyrir verðbólgu innan ársins frá því í byrjun nóvem- ber. Tekið er fram í verðbólguspá Landsbankans-Landsbréfa að vegna gengisfallsins í október og nóvember séu þó forsendur í báðum spánum aðrar en spá Landsbankans-Lands- bréfa og líklegt að nýjar spár frá Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun verði meira í takt við ofangreindar tölur. Spáir 0,4% hækkun á vísitölu milli mánaða Landsbankinn-Landsbréf spáir 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs milli nóvember og desember. Gangi spáin eftir verður vísitala neyslu- verðs miðað við verðlag í desem- berbyrjun 219,3 stig og mun vísital- an þá hafa hækkað um 8,5% síðustu 12 mánuði. Þeir þættir, sem helst hafa áhrif á spá um vísitöluna eru lækkun bens- íns um 1,50 krónur og vegur það til 0,08% lækkunar á vísitölunni. Gert er ráð fyrir 0,3% hækkun á húsnæði en það er minni hækkun en meðaltal undanfarinna ára enda sýna síðustu mælingar að dregið hef- ur úr verðhækkunum á húsnæðis- markaði. Krónan veiktist um 2,5% í mánuðinum og gerir spáin ráð fyrir að eitthvað af þeirri veikingu hafi skilað sér um mánaðamótin í hækk- un á innfluttri vöru og þá helst mat- vöru. Landsbankinn-Landsbréf spáir 8,7% verðbólgu innan ársins 2001 Gerir ráð fyrir 4,9% verðbólgu innan næsta árs TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN keypti í gær 3% hlut í Íslandsbanka að nafnverði 300 milljónir. Við- skiptin fóru fram í einu lagi í gær á genginu 3,95 og er kaupverðið því 1.185 milljónir króna. Eign- arhlutur Tryggingamiðstöðv- arinnar í Íslandsbanka fyrir þessi viðskipti nam 1,31% en nemur 4,31% eftir viðskiptin. Hreinn Loftsson, stjórnar- formaður Tryggingamiðstöðv- arinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki séu áform um að Trygg- ingamiðstöðin auki enn hlut sinn í Íslandsbanka en félagið verður fjórði stærsti hluthafinn í Ís- landsbanka við kaupin. „Við höfum skoðað þetta um nokkurn tíma en það sem fyrst og fremst ligg- ur að baki er að eignast verðmætan hlut sem við teljum að sé góð fjárfesting. Við höfum mikla trú á Íslandsbanka. Tryggingamiðstöðin fjárfestir í traustum undirstöðufyrirtækjum, fyrst og fremst í sjávarútvegi, en við höfum mikla trú á að þetta sé verðmæt og góð eign. Að mínu mati er hag- stætt að kaupa í traustum und- irstöðufyrirtækjum um þessar mundir,“ segir Hreinn. Mikil viðskipti hafa átt sér stað með bréf Íslandsbanka allt frá 21. nóvember sl. þegar við- skiptin námu 1.547 milljónum króna. 23. nóvember námu þau 1,2 milljörðum og í gær voru heildarviðskipti með bréf Íslandsbanka fyrir 1.281.212 milljónir króna. Lokagengið 3,92. Á þessu tímabili hafa viðskiptin þó ekki farið yf- ir flöggunarskyld mörk samkvæmt reglum Verð- bréfaþings Íslands, þ.e. 5%. Svo var ekki heldur í gær. En að sögn Finns Sveinbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra VÞÍ, þótti þó rétt að birta frétt um þessi viðskipti þar sem um stór viðskipti var að ræða og þau talin á mörkum þess að vera inn- herjaviðskipti. Finnur segir að VÞÍ líti þó ekki svo á að viðskiptin séu innherjaviðskipti. Nöfn viðkomandi innherja í félaginu voru birt með fréttinni í kerfi VÞÍ, þ.e. Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, stjórnarmanns í báðum félögum, og Gunnars Felixsonar, forstjóra TM og varamanns í bankaráði Íslandsbanka. Þá jók Íslandsbanki-FBA eignarhlut sinn í Baugi í gær í 10,15% með því að kaupa hlutabréf að nafnvirði 5.000.000 í félaginu. Eignarhlutur bankans í Baugi er því 172.186.775 að nafnvirði, en var áður 9.86% eða kr. 167.186.775 að nafn- virði. Af 10,15% eignarhlutnum hafa kr. 104.939.281 að nafnvirði eða 6,19% verið seld framvirkt. Tryggingamiðstöðin fjórði stærsti hluthafi í Íslandsbanka ● HLÝSJÓRINN að sunnan fyrir Vest-urlandi er enn vel heitur, eins og hann hefur verið á þessum tíma árs undanfarin 5 ár. Seltan er aftur á móti lægri en hún hefur verið sl. fjögur ár. Þetta eru helstu nið- urstöður mælinga Hafrann- sóknastofnunarinnar á ástandi sjáv- ar á miðunum í kringum landið. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson fór í rannsóknaleiðangur dagana 5.–27. nóvember til mæl- inga á ástandi sjávar á miðunum umhverfis landið. Önnur verkefni leiðangursins voru könnun á ástandi loðnustofnsins og mælingar á smá- síld í Eyjafirði og á Skjálfandaflóa. Í tilkynningu segir að hið hlýja veð- urfar í haust endurspeglist í því að enn gæti ekki kælingar frá landinu, eins og venja er á þessum árstíma, og var t.d. hiti við innanverðan Faxa- flóa yfir 8 gráður á Celsíus. Enginn ís var í Grænlandssundi og fannst hann ekki fyrr en vel uppi á grænlenska landgrunninu. Yf- irborðssjór var aftur á móti vel fersk- ur út undir mitt sund og því skilyrði fyrir snögga nýísmyndun fyrir hendi þegar veður kólnar. Almennt var streymi hlýsjávarins að sunnan í nóvember í góðu með- allagi og áhrifa hans gætti inn á norðurmið allt austur fyrir Langanes en þó heldur minna á sama tíma í fyrra. Skilin við kalda sjóinn að norð- an voru tiltölulega nálægt landi fyrir Vestfjörðum en aftur á móti djúpt undan Norðurlandi. Í köldum Austur- Íslandsstraumnum var hitinn í efstu hundrað metrunum vel yfir 0°C en seltan var undir 34,7. Því gæti mikil vetrarkæling valdið nýísmyndun á svæðinu. Enn mikill sjávarhiti ÍSLENSKIR aðalverktakar hf, ÍAV, NCC International AB og Hochtief hafa undirritað sam- starfssamning um þátttöku í forvali vegna tilboðs í byggingu Kárahnjúkavirkjunar. NCC International AB leiðir tilboðs- gerð verksins. NCC Internat- ional AB starfar við fasteigna- og mannvirkjagerð á Norður- löndum og í Eystrasaltsríkjun- um með heimamarkaði í Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Póllandi. Hjá fyrir- tækinu starfa yfir 26 þúsund starfsmenn að verkefnum víða um heim og var velta fyrirtæk- isins um 4 milljarðar Banda- ríkjadala, tæplega 430 milljarð- ar íslenskra króna, í fyrra. Hochtief var stofnað árið 1875 og er stærsta verktakafyrir- tæki Þýskalands, samkvæmt upplýsingum frá ÍAV, og eitt það stærsta í Evrópu. Unnið var að verkefnum fyrir tæplega 10 milljarða Bandaríkjadala í fyrra og voru 20% í Þýskalandi en 80% víðs vegar annars stað- ar í heiminum. Hochtief hann- ar, fjármagnar, byggir og starf- rækir mannvirki af öllum gerðum. Um 39 þúsund starf- menn vinna hjá fyrirtækinu. Nýjustu verkefni ÍAV í bygg- ingu virkjana eru Hágöngu- miðlun sem afhent var Lands- virkjun árið 1998 og síðan er ÍAV um þessar mundir að ljúka við nýjustu virkjun Landsvirkj- unar, þ.e. Vatnsfellsvirkjun. Íslenskir aðalverk- takar, NCC og Hochtief í samstarf Tilboð í byggingu Kára- hnjúka- virkjunar STUTTFRÉTTIR BJÖRN Jónasson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Siglufjarðar, hefur látið af störfum að eigin ósk. Ólafur Jónsson, skrifstofu- stjóri SPS, tekur við starfi sparisjóðsstjóra tímabundið og gegnir því fram að næsta aðal- fundi sparisjóðsins. Þetta kom fram í tilkynningu frá spari- sjóðnum í gær. Unnið hefur verið að fjár- hagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Siglufjarðar, sem nú sér fyrir endann á, með þátt- töku nokkurra sparisjóða og Kaupþings. Björn hefur ákveð- ið að draga sig í hlé á þessum tímamótum en hann hefur starfað hjá sparisjóðnum frá árinu 1968, þar af sem spari- sjóðsstjóri frá 1979. Sparisjóður Siglufjarðar er elsta starfandi bankastofnun á Íslandi, stofnaður árið 1873. Starfsmenn sparisjóðsins eru 23 talsins. Sparisjóðs- stjóri lætur af störfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.