Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR um að tvítugur Banda- ríkjamaður, John Phillip Walker Lindh, hefði barist með talibönum í Afganistan hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og fólk sem þekkti hann er forviða á þessum tíðindum. Bandaríkjamaðurinn er í haldi bandarískra hermanna eftir að hafa fundist meðal tuga fanga sem lifðu af blóðuga uppreisn í virki nálægt borginni Mazar-e-Sharif í norður- hluta Afganistans í vikunni sem leið. Hundruð erlendra liðsmanna talibana og al-Qaeda, samtaka Osama bin Ladens, létu lífið í upp- reisninni. Tók íslamska trú sextán ára Bandarískir sérsveitarmenn tóku þátt í átökunum við fangana og einn af útsendurum bandarísku leyni- þjónustunnar CIA beið bana. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að talið væri að tveir aðrir bandarískir ríkisborgarar væru á meðal fanganna sem komust lífs af. Bandaríski fanginn, sem notaði eftirnafn móður sinnar, Walker, snerist til íslamskrar trúar þegar hann var sextán ára. Hann hafði fengið kaþólskt uppeldi. Eftir nám í framhaldsskóla ná- lægt heimabæ Walkers, Fairfax í Kaliforníu, hélt hann til Jemens þar sem hann lærði arabísku. Hann hóf síðan nám í íslömskum trúarskóla í Bannu í Pakistan fyrir ári. Faðir hans, Frank Lindh, kvaðst síðast hafa talað við hann í maí og hann hefði þá sagst ætla að dvelja í fjallahéraði í Pakistan yfir sumarið. „Ég hafði enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því að hann myndi hætta lífi sínu með því að fara til Afganistans,“ sagði Frank Lindh. „Múslímar leggja mikla áherslu að þeim beri að hlýða foreldrum sín- um. John hafði ekki samband við mig til að óska eftir leyfi til að fara til Afganistans þar sem hann vissi að ég myndi ekki samþykkja það.“ Lindh kvaðst hafa ráðið lögfræð- ing til að gæta réttar sonar síns. Til- skipun Bandaríkjaforseta um að færa eigi meinta hryðjuverkamenn fyrir herrétt nær ekki til banda- rískra borgara. Samkvæmt banda- rískum lögum er hins vegar hægt að svipta Bandaríkjamann ríkisborg- ararétti hafi hann gengið til liðs við hersveitir ríkis sem á í stríði við Bandaríkin. Lindh kvaðst ætla að taka vel á móti syni sínum þegar hann kæmi til Bandaríkjanna en skamma hann fyrir að fara til Afganistans. „Eigum við að fyrirgefa honum?“ Walker var helsta umræðuefni íbúa Fairfax eftir að skýrt var frá því að hann hefði barist með talib- önum. „Hafi hann miðað byssu á einhvern vina minna í hernum á að draga hann fyrir rétt,“ sagði Rus- sell Decker, 51 árs gítarleikari. „Hafi hann ekki gert það á að setja hann á geðsjúkrahús í Bandaríkj- unum.“ Annar tónlistarmaður í Fairfax kvaðst líta á ferð Walkers til Afgan- istans sem „trúarlega leit“. „Ég trúi því ekki að hann sé óþjóðrækinn. Ég tel að hann hafi annaðhvort villst á þessari leið eða fundið sjálf- an sig.“ Bob Sharpe, 56 ára rithöfundur, kvaðst búast við lagalegri deilu um hvað gera ætti við Walker. „Á Bandaríkjastjórn að ákveða örlög hans eða Norðurbandalagið? Eig- um við að fyrirgefa honum? Ég tel að það þurfi að handtaka og yfir- heyra hann. Þetta ræðst að miklu leyti af afstöðu hans.“ Walker sagði eftir að hann var tekinn til fanga að hann hefði farið til Afganistans með það að mark- miði að aðstoða talibana við að byggja upp „hreint íslamskt ríki“. Móðir hans, Marilyn Walker, kvaðst telja að talibanar hefðu heilaþvegið hann. „Hann er bara krakki. Hann veit ekki hvað hann er að gera.“ Foreldrar Walkers, sem skildu fyrir nokkrum árum, og gamlir vin- ir hans sögðu að hann hefði aldrei sýnt áhuga á stjórnmálum eða hernaði. „Ég tel ekki rétt að kalla hann „bandaríska talibanann“,“ sagði Bill Jones, vinur Lindhs. „Ég lít á hann sem bandarískt fórnarlamb talib- ana. Hann var bara góður strákur sem lenti í slæmum félagsskap.“ Hreifst af Malcom X John Phillip Walker Lindh var skírður eftir Bítlinum John Lenn- on. Walker tók íslamska trú eftir að hafa hrifist af sjálfsævisögu Mal- colms X, leiðtoga bandarísku blökkumannasamtakanna Nation of Islam. Walker fór oft í mosku nálægt Fairfax og hóf nám í Kóraninum við Íslömsku miðstöðina í San Franc- isco. Hann tók þá upp nafnið Sul- ayman al-Faris. Í Afganistan gekk hann hins vegar undir nafninu Abd- ul Hamid. Eftir dvölina í Jemen hélt hann náminu áfram í skóla íslömsku hreyfingarinnar Tablighi Jamaat í Pakistan, en hún sneri bresku poppstjörnunni Cat Stevens, sem heitir nú Yusuf Islam, til íslamskrar trúar. Hreyfingin er ekki talin póli- tísk en samkvæmt fréttum frá Pak- istan eru nokkrir forystumanna hennar taldir tengjast róttækum íslömskum hreyfingum. Tvítugur Bandaríkjamaður er barðist með hersveitum talibana tekinn til fanga í Afganistan AP Faðir Johns Walkers, Frank Lindh, í viðtali í þætti Larry King á CNN-sjónvarpsstöðinni. AP Bandaríkjamaðurinn John Walker, öðru nafni Abdul Hamid, sem barðist með talibönum og er nú í haldi bandarískra hermanna. Kveðst hafa barist fyrir „hreinu ísl- ömsku ríki“ Fairfax, San Anselmo. AP, Los Angeles Times. ’ Hann var baragóður strákur sem lenti í slæmum félagsskap ‘ BANDARÍSKAR leyniþjónustu- stofnanir hafa komist að þeirri nið- urstöðu, að Osama bin Laden og al- Qaeda-hryðjuverkasamtökin hafi verið komin lengra áleiðis en áður var talið með smíði geislasprengju. Samkvæmt áætlununum átti að nota venjulegt sprengiefni til að dreifa geislavirkum efnum yfir stórt svæði. Er þetta haft eftir heimildamönnum í Bandaríkjunum og erlendis. Sumt af þessum upplýsingum hef- ur komið fram við yfirheyrslur yfir félögum í al-Qaeda eða samstarfs- mönnum þeirra og sumt má lesa úr þeim gögnum, sem fundist hafa í bækistöðum hryðjuverkamannanna í Afganistan. Þar að auki eru til heimildir um fund á síðasta ári þar sem einn samstarfsmanna bin Lad- ens veifaði framan í hann hylki með geislavirku efni til marks um, að áætlunin um smíði geislasprengj- unnar væri í fullum gangi. Stórhert eftirlit á landamærum Bandaríkjastjórn fór fram á það í síðasta mánuði við helstu bandalags- ríki sín, að þau könnuðu hvort um- ræddur samstarfsmaður bin Ladens hefði komið þangað og þá hugsan- lega með geislavirk efni. Vegna þessa hefur eftirlit við landamæri verið stórhert og meðal annars eru notuð við það tæki, sem mæla geisl- un. Það eru engar sannanir enn fyrir því, að bin Laden ráði yfir geisla- sprengju en mörg ár eru síðan hann lýsti opinberlega yfir áhuga sínum á því. Takist bin Laden og mönnum hans að sprengja geislasprengju yrði það gífurlegt áfall í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og þess vegna er nú allt gert til að koma í veg fyrir það. Sagt er, að þessar áhyggjur séu hluti af þeirri viðvörun, sem Banda- ríkjastjórn lét frá sér fara í fyrradag, þar sem fólk var hvatt til að vera á varðbergi vegna hugsanlegs hryðju- verks. Bandarískir leyniþjónustumenn leita ekki aðeins að vísbendingum um, að hryðjuverkamennirnir hafi reynt að smíða geislasprengju, held- ur einnig hvort þeir hafi reynt að koma saman frumstæðri kjarnorku- sprengju. Geislasprengju, sem líka er kölluð „skítuga sprengjan“, er unnt að smíða með því að setja sam- an í einn pakka notaða eldsneytis- stöng úr kjarnorkuveri og venjulegt sprengiefni. Er þá tilgangurinn ekki sá að valda miklu tjóni með sjálfri sprengingunni, heldur hinn að geislamenga ákveðið svæði, til dæm- is stóran borgarhluta. Afleiðingar raunverulegrar kjarnorkuspreng- ingar yrðu að sjálfsögðu miklu meiri. Fullyrt er, að teikningar af geisla- sprengju hafi fundist í bækistöðvum al-Qaeda á síðustu vikum og mikið af skjölum um kjarnorkuvopn almennt. Slíkar upplýsingar má þó fá eftir ýmsum leiðum, til dæmis á Netinu. Úran frá Suður-Afríku Vitað er, að bin Laden hefur lengi látið sig dreyma um að komast yfir kjarnorkuvopn. Jamal Ahmed, Súd- ani, sem vann fyrir bin Laden í níu ár, skýrði frá því fyrir rétti í febrúar sl., að al-Qaeda hefði reynt að kom- ast yfir geislavirk efni allt frá því snemma á síðasta áratug. Sagði hann, að bin Laden hefði skipað sér að kaupa úran af fyrrverandi for- ingja í súdanska hernum en hann kvaðst hafa komist yfir það í Suður- Afríku. Átti söluverðið að vera um 160 millj. ísl. kr. Fadl gekk frá samningi um kaupin og fékk greiddar fyrir rúmlega millj- ón ísl. kr. Hann segist þó ekki vita hvort af kaupunum varð. Kom þetta fram þegar Fadl bar vitni í réttar- höldum yfir fjórum liðsmönnum al- Qaeda en þeir voru sakaðir um aðild að sprengjuárásunum á bandarísk sendiráð í Afríku í ágúst 1998. Bin Laden sagði í viðtali við pak- istanskan blaðamanna í síðasta mán- uði, að hreyfing hans réði jafnt yfir efna- sem kjarnorkuvopnum. Hann kvaðst þó ekki mundu beita þeim nema Bandaríkjamenn beittu slíkum vopnum að fyrrabragði. 1998 sagði hann, að það væri „trúarleg skylda“ að komast yfir gjöreyðingarvopn. „Ef ég ræð yfir þeim, þá er guði svo fyrir að þakka,“ sagði hann. Stjórnvöld í Pakistan tóku nýlega tvo kjarneðlisfræðinga til yfir- heyrslu, menn, sem áttu þátt í að gera Pakistan að kjarnorkuveldi og hafa lengi verið í sambandi við talib- ana og al-Qaeda. Kváðust þeir aðeins hafa unnið að hjálparstörfum í Afg- anistan og var þá sleppt en nýlega voru yfirheyrslur yfir þeim hafnar að nýju. Annar mannanna er Sultan Bashiruddin Mahmood, sérfræðing- ur í öllu, sem lýtur að plútóni, sem notað er í flestar kjarnorkusprengj- ur. 1999 lýsti hann opinberlega yfir, að Pakistanar ættu að aðstoða önnur múslímaríki við að koma sér upp kjarnavopnum og lýsti að auki yfir stuðningi við talibana. Var hann þá látinn hætta vinnu við kjarnorku- áætlun stjórnarinnar og fengið skrif- stofustarf. Reyndu að komast inn í kjarnorkugeymslur Líklegast þykir, að al-Qaeda hafi reynt að komast yfir geislavirk efni í Rússlandi eða Pakistan. Hafa rúss- neskir embættismenn sagt frá mörg- um tilraunum til að stela auðguðu úrani eða plútóni frá 1990 og í síðasta mánuði sagði rússneskur herforingi, að hryðjuverkamenn hefðu nýlega gert tvær tilraunir til að komast inn í háleynilegar kjarnorkugeymslur, svokallaðar „S-geymslur“. Óttast að bin Laden ráði yfir geislasprengju Washington. Los Angeles Times. Bandarískir leyniþjónustumenn afla meiri upplýsinga um fyrirætlanir al-Qaeda um vopnasmíði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.