Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 38

Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gam- anmál. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 562 2755. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulest- ur, bænastund, kaffiveitingar og samræð- ur. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17.30. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.-3. bekk. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30 und- ir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætl- aður börnum úr 4.-6. bekk. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10- 15.30 ætlaður börnum í 1.-4. bekk. 12 spora hópar komi saman kl. 20. Ath. óvenjulegan fundartíma. Síðasta samvera fyrir jól. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í 2. bekk velkomin. Skráning í síma 511-1560. Opið hús kl. 16. Spjallað yfir kaffi og meðlæti. Fræðsla um Davíðssálma kl. 17 í umsjón sr. Franks M. Halldórssonar. Bænamessa kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- spil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmál- tíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldr- aða frá kl. 13-16. Kirkjuprakkarar kl. 17- 18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Foreldrar eru velkomnir að koma og taka þátt í samveru fram udnir hádegi með börn- um sínum. Helgistund kl. 11. Unglingadeild Digraneskirkju og KFUM&K, 13-16 ára kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 18-19. Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn 8.-9. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT- starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Litlir lærisveinar í Lindaskóla kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf með 10-12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13- 16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15- 14.30. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ásta Sigurðar- dóttir, cand. theol. Æfing Kórs Keflavíkur- kirkju frá kl. 19.30-22.30. Stjórnandi Há- kon Leifsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar fimmtu- dag kl. 20 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurð- ardóttur guðfræðings. Farið verður í Jó- hannesarguðspjall. Fyrirbænasamvera fimmtud. kl. 19. Fyrirbænaefnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl. 10-12 í síma 421 5013. Spilakvöld aldraðra fimmtudag kl. 20. Síðasta skiptið á þessu ári. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. Kl. 18 Litlir læri- sveinar, æfing barnakórs Landakirkju. Kl. 20 Aglow-fundur í safnaðarheimilinu. Kl. 20 Opið hús æskulýðsfélagsins í KFUM&K húsinu við Vestmannabraut. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladeflía. Fjölskyldu- samvera kl. 18 sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 2-12 ára, unglingafræðsla fyrir 13-15 ára unglinga, fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára. Þá er grunnfræðsla en þar eru kennd undirstöðuatriði kristinnar trúar. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og vitnisburðarstundir. Það eru allir hjartan- lega velkomnir að koma og vera með okkur. SÍK, kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58. Fundur í kvöld kl. 20. Jóhannes Ingibjarts- son talar. Allir velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Jólakort Safnaðarfélags Grafarvogskirkju GLERLISTAVERKIÐ „Kristni- takan“ eftir Leif Breiðfjörð, sem talað er um sem eina af þjóðargersemum okkar Íslend- inga, prýðir jólakort Safn- aðarfélagsins aftur í ár. Jóla- kortin seldust upp í fyrra en eru nú til sölu í kirkjunni, Bókabúð Grafarvogs í Torginu við Hverafold, Bókabúðinni Grímu, Spönginni 21, og Versl- uninni Kíron, Brekkuhúsum 1. Kortin er einnig hægt að fá textalaus í kirkjunni og henta þau vel við hin ýmsu tækifæri. Aðventukvöld í Skeiðflatarkirkju í Mýrdal AÐVENTUKVÖLD verður í Skeiðflatarkirkju í Mýrdal föstudagskvöldið 7. des. nk. kl. 20.30. Kór Skeiðflatarkirkju syngur undir stjórn Kristínar Björns- dóttur, organista. Hjónin Zolt- án og Krisztina Szklenár leika saman á orgel og horn. Jóla- saga verður lesin og síðast en ekki síst munu kirkjugestir taka þátt í stundinni með al- mennum söng. Að venju efnir kvenfélag Dyrhólahrepps til sölu veitinga í Ketilsstaðaskóla eftir sam- veruna og rennur ágóði hennar til Skeiðflatarkirkju. Fjölmenn- um og tökum með okkur gesti. Sóknarprestur. Kyrrðarstund á aðventu NÚ þegar aðventan er orðin staðreynd, er gott að nema staðar og eiga kyrrðarstund við aðventuljós. Kyrrðarstundir í Grafarvogs- kirkju eru á miðvikudögum kl. 12 með altarisgöngu og fyr- irbænum. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Þegar Bryndís kon- an mín hringdi laugar- daginn 24. nóvember og sagði að pabbi sinn hefði dáið þá um nótt- ina, þá minntist ég síðustu stund- arinnar sem við áttum saman, þegar við Bryndís heimsóttum hann á Landakot fimmtudagskvöldið 22. nóvember. Jóhann lá í rúmi sínu og var frekar slappur. Ragna dóttir hans sat við hlið hans og var að hjálpa honum að borða. Það var vont veður þennan dag og hann vissi að ég væri að fara í langa veiðiferð og kæmi ekki aftur fyrr en 21. desem- ber. Hann hafði hlustað á veðurspá og sagði mér að veðrið gengi niður um kvöldið. Þetta var hans eigin- leiki, hann fylgdist vel með öllu og hafði áhuga á því sem hver var að gera. Og þegar ég kvaddi hann voru síðustu orðin sem hann sagði við mig: Vertu blessaður, Bragi minn, og hafðu það alltaf sem best. Er ég minnist tengdaföður míns kemur margt upp í hugann. Það var á vordögum 1970 sem ég hitti Jó- hann í fyrsta skipti, er ég kom með JÓHANN HELGASON ✝ Jóhann Helgasonvar fæddur á Neðranúpi í Miðfirði í V-Hún. 14. septem- ber 1914. Hann and- aðist á Landakots- spítala 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 4. desember. Bryndísi dóttur hans í heimsókn í Drápuhlíð, en þangað höfðu Jó- hann og Jóhanna Dag- björt flutt er þau hættu búskap í Hnausakoti í Austurárdal í Miðfirði haustið 1968. Með okk- ur Jóhanni tókst mikil vinátta og áttum við margt sameiginlegt, báðir bændasynir frá harðbýlum stöðum sem höfðu mótað okkur mikið í æsku. Þótt ald- ursmunur væri 37 ár voru minningar frá uppvexti og vinnu við bústörf nánast þær sömu, allt var unnið með hand- afli, enda komu vélar ekki við sögu fyrir vestan og norðan fyrr en um og eftir 1960. Jóhann var vel lesinn og stálminnugur, fylgdist vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu og í fjölskyldunni. Hann var einstakur fjölskyldumaður sem naut mikils trausts allra sem þekktu hann. Fjöl- skyldan og Hnausakot í Austurárdal skipuðu stærstan sess í hjarta hans. Umhyggjan fyrir öllum sínum af- komendum var mikil, og voru þau Jóhann og Jóhanna samtaka um að láta öllum líða vel sem voru í návist þeirra. Það voru margar stundirnar sem við ræddum saman um þær breyt- ingar og framkvæmdir sem áætlað var að gera á hverju sumri í Hnausa- koti, allar áætlanir hans miðuðust við að gera sumarhúsið að þægileg- um samverustað fjölskyldunnar, því hann vissi að þannig mynduðust traustustu fjölskylduböndin. Framkvæmt var hvert sumar eins og hægt var, og það voru stoltir fjöl- skyldumeðlimir sem létu vita hvern- ig gengi að framkvæma verkið. Þeg- ar farið var í vinnuferð að vori var hringt í Jóhann og honum sagt frá hvernig hefði gengið. Og þegar framkvæmdir stóðu yfir á sumar- leyfistíma, var gaman að finna fyrir áhuga hans á verkinu. Jóhann var mikill náttúruunn- andi, en hafði af því miklar áhyggjur þegar til stóð að virkja á Fljótsdals- heiði og sökkva Eyjabökkum undir miðlunarlón, það var honum óskilj- anlegt hvað ráðamenn voru skamm- sýnir og hlustuðu ekki á nein rök. Hann notaði öll þau sambönd sem hann hafði til að reyna það sem hann gæti til að bjarga náttúruperlu Austfjarða, og þegar ákveðið var að hætta við að sökkva Eyjabökkunum, varð hann mjög glaður og sú gleði var sönn. Tónlistin var hans helsta tóm- stundagaman. Hann hafði sungið í kórum í yfir 50 ár, hafði lært á orgel sem ungur maður, og á efri árum söng hann með börnunum sínum níu og tengdasyni við hátíðleg tækifæri. Þetta var einstakt að heyra kórinn syngja, og líklega einsdæmi að faðir syngi með börnunum sínum níu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég sendi tengdamóður minni og allri fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. Bragi. Elsku afi. Þegar við settumst niður til að skrifa þessar minning- ar um þig þá vissum við bara einfaldlega ekki á hverju við ættum að byrja. Það er svo margt gott sem við gætum sagt um þig og svo margar skemmtilegar sögur sem þú hefur sagt okkur krökkunum í gegnum tíðina. Eins og söguna um græna kött- inn sem bjó uppi á lofti hjá þér, sem TRAUSTI BJÖRNSSON ✝ Trausti Björns-son fæddist í Brennu í Nesi í Norð- firði 6. júlí 1925. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 12. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Norðfjarð- arkirkju 19. nóvem- ber. þú sagðir okkur aftur og aftur og okkur þótti hún alltaf jafn skemmtileg. Enn varstu að segja yngstu barnabörnunum þessa sögu sem þú sagðir okkur þegar við vorum litlar og þau voru jafn spennt og við yfir henni. Alltaf þótti okkur gaman að fá þig í heimsókn, því ætíð varstu að segja okkur frá fólki sem þú hafðir dáleitt og sýndir okkur alls konar töfrabrögð. Eins og þeg- ar allt í einu var tíkall á bak við eyr- að á þér eða í skónum. Okkur þótti það nú líka aldeilis flott að þú gætir hreyft eina tönnina þína upp og nið- ur. Það vildum við sjá aftur og aft- ur. Alltaf varstu eitthvað að gantast í okkur og stríða og það þótti okkur nú aldeilis ekki leiðinlegt. Þegar það voru matarboð eða jólaboð og þú búinn að borða alltof mikið þá fórstu að trimma og alltaf vorum við krakkarnir komin á eftir þér í röð að trimma í stofunni. Allar sögurnar sem þú ert búinn að segja í gegnum ævina eiga eftir að lifa og fólk á eftir að segja þessar sögur margoft. Það er sko ekki hægt að segja að þú hafir ekki lifað lífinu lifandi, því þúi gerðir það svo sannarlega. Allt það sem þú hafðir upplifað og allar ferðirnar með togurunum til útlanda og fleira sem þú sagðir okk- ur frá. Þú kvartaðir aldrei þótt eitthvað væri að hjá þér, ekki einu sinni þeg- ar þú varst sem veikastur, þá varstu sterkur allan tímann og við erum öll stolt af þér. Elsku afi, þín er sárt saknað af okkur öllum hér og við söknum þess að fá ekki að hitta Trausta afa okk- ar lengur, en við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna og við elsk- um þig öll. Sigurveig, Sara Lind og Sandra Sif. Mig langar til að minnast góðs vinar og velgjörðarmanns Ás- geirs í Sindra. Við Ásgeir kynnt- umst fyrir um 40 árum í gamla íþróttahúsinu að Háloga- landi, hann í forustusveit Hand- knattleiksdeildar KR en ég að stíga mín fyrstu spor í forustusveit Vals- manna. Strax tókust með okkur góð kynni sem síðan leiddi til vinskapar, þrátt ÁSGEIR EINARSSON ✝ Ásgeir Einarssonfæddist í Reykja- vík 22. febrúar 1927. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 6. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Grens- áskirkju 16. nóvem- ber. fyrir talsverðan aldurs- mun, enda gerði Ásgeir engan mannamun. Síðar þegar ég var starfsmaður Vegagerð- ar ríkisins en hann framkvæmdastjóri Sindrasmiðjunar, þá endurnýjuðum við fyrri kynni. Árið 1980 hóf ég störf hjá Ásgeiri í Sindra. Fáir vanda- lausir hafa sýnt mér og fjölskyldu minni jafn mikið vinarþel og Ás- geir. Ásgeir hafði stórt og gott hjarta, sem og allt það fólk Einars Ásmundssonar og frú Jakob- ínu sem ég hef kynnst. Mig langar að kveðja þennan höfð- ingja með nokkrum erindum úr ljóði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Höfðingi smiðjunnar. Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar í brennandi kolum. Í belgnum er stormahvæs. Í smiðjunni er ryk og reykur, og ríki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur stálið glóandi rautt. Hér er voldugur maður að verki, með vit og skapandi mátt. Af stálinu stjörnur hrökkva. Í steðjanum glymur hátt. Málmgnýinn mikla heyrir hver maður, sem veginn fer. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hörð og æðaber. Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Sigurður Sn. Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.