Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Íslenskt handverks- og listagallerí Skólavörðustíg 17 Þóra Trausti Harpa Hrönn Ólöf LJÓS VORU tendruð á Hamborgartrénu svokall- aða á laugardaginn á Mið- bakka Reykjavíkurhafnar. Það er Hamborgarhöfn í Þýskalandi sem gefur tréð og er þetta í 36. sinn sem Reykjavíkurhöfn þiggur tré að gjöf frá Hamborg. Ýmsir lögðu hönd á plóg- inn til að tréð kæmist á leiðarenda, fyrstan má nefna skógarhöggsmanninn Karl Konrad, en úr hans hendi tók þýski herinn við trénu og flutti það til hafn- ar í Hamborg og að lokum var það Eimskipafélag Ís- lands sem að venju flutti tréð endurgjaldslaust til Ís- lands. Dr. Jürgen Sorgen- frei, forstjóri markaðssviðs hafnarinnar í Hamborg, og dr. Henrik Dane, sendi- herra Þýskalands á Íslandi, afhentu forsvarsmönnum Reykjavíkurhafnar tréð á laugardaginn. Í ár eru liðin 36 ár frá því fyrsta Hamborgartréð kom til landsins. Árleg af- hending trésins er þakklæt- isvottur til íslenskra sjó- manna fyrir matargjafir til barna í Hamborg sem þeir færðu stríðshrjáðum börn- um borgarinnar eftir síðari heimsstyrjöldina. Upphafs- menn þessarar hefðar voru Hermann Schlünz og Warn- er Hoenig sem minntust rausnarskapar Íslendinga og ákváðu árið 1965 að minnast hans með þessum hætti. Þeir stóðu að skipu- lagningu og undirbúningi við gjöfina frá upphafi en síðari ár hefur markaðssvið Hamborgarhafnar, Reykja- víkurhöfn og Þýsk-íslenska verslunarráðið tekið við því starfi. Margmenni var á Mið- bakka er kveikt var á jóla- ljósunum á trénu og Kór Kársnessskóla söng við at- höfnina undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur. Þýska Hamborgartréð afhent í 36. sinn á hafnarbakkanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Þakklæt- isvottur við ís- lenska sjómenn Þetta jólabarn fylgdist með þegar ljósin voru tendruð á Hamborgartrénu ásamt fjölda annarra gesta. Miðborg LISTAFÓLKIÐ Tolli, Hildur og Palli eru öll með vinnuaðstöðu í Ála- fosskvosinni í Mosfellsbæ. Þar sem áður suðuðu verksmiðjuvélar gömlu Álafossverksmiðjunnar og heims- frægar lopapeysur urðu nánast sjálf- krafa til fyrirfinnast nú þrjár líflegar vinnustofur, hver með sínu sniði. Listafólkið hefur nú tekið saman höndum og opnað heimasíðu. Á síð- unni, sem kallast „Þríbýlið í Álafoss- brekkunni“, er hægt að skoða mynd- ir frá vinnustofum þeirra Tolla, Hildar og Palla. Á síðunni kemur ennfremur fram að vinnustofurnar verði opnar gestum og gangandi um helgar í desember fram að jólum. Í heimsókn í vinnustofurnar er hægt að skoða málverk Tolla í mótun, teikningar Hildar og handverk Palla verða til. Slóðin á heimasíðuna er www.heimsnet.is/una/. Listamenn í Álafossi Mosfellsbær SAMÞYKKT var á fundi Fræðsluráðs Reykjavíkur á mánudag að leggja áherslu á styrkveitingu til móðurskóla í þróun kennsluhátta og móðurskóla í fjölmenningar- legri kennslu auk annarra þróunarverkefna. Forstöðu- maður þróunarsviðs lagði á fundinum fram tillögur um áherslur í auglýsingu vegna styrkveitinga úr Þróunar- sjóði grunnskóla Reykjavík- ur þar sem fyrrgreindar áherslur eru m.a. lagðar til. Hlutverk móðurskóla er að vera frumkvöðull á sínu sviði og gegna ráðgjafahlut- verki gagnvart öðrum skól- um Reykjavíkur meðal ann- ars með því að halda fræðslufundi, taka á móti kennurum sem áhuga hafa á að kynna sér kennslu eða starfshætti og með kynn- ingu í öðrum skólum sé þess óskað. Þeir skólar sem áhuga hafa á að verða móð- urskólar í fjölmenningarleg- um kennsluháttum og í þró- un kennsluhátta geta sótt um styrk úr sjóðnum. Þegar er búið að ráðstafa 2,1 millj- ón króna til móðurskóla í foreldrasamstarfi og móður- skóla í tungumálakennslu sem nú eru starfandi. Til ráðstöfunar úr sjóðnum eru því 8,9 milljónir ef gert er ráð fyrir óbreyttri upphæð í sjóðnum, þ.e. 11 milljónum. Samkvæmt upplýsingum Fræðsluráðs má gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sex móðurskóla sem þegar eru starfræktir sæki um fram- haldsstyrk en upphæð fram- haldsstyrkja fyrir yfirstand- andi skólaár er 600 þúsund krónur. Áhersla á fjölmenning- arlega kennsluhætti Reykjavík BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar samþykkti á fundi sín- um nýverið forvarnaáætlun fyrir sveitarfélagið. Í áætlun- inni er kveðið á um þá þjónustu og starfsaðferðir sem viðhafð- ar skulu við stuðning við fjöl- skylduna, skólabekkinn, skól- ann, skólahverfið og bæinn. Samkvæmt henni skal sett saman ítarleg forvarnahand- bók, starfrækt skal vímu- varnanefnd, forvarnahópur embættismanna skipaður og rituð ferli þar sem sagt er fyrir um hvernig embættismönnum Hafnarfjarðarbæjar ber að bregðast við þegar þeir standa frammi fyrir ýmsum vanda- málum og áföllum sem upp kunna að koma í bæjarfélag- inu. Með fornvarnaáætluninni er stefnt að samfélagi í Hafn- arfirði þar sem markvissar fornvarnir komi í veg fyrir nið- urrífandi lífsmáta og afleiðing- ar hans, eins og segir á heima- síðu bæjarins. Í forvarnaáætluninni segir að Hafnarfjarðarbær mun hafa það að hornsteini í stefnu- miðum bæjarins varðandi upp- byggingu og skipulag, að búa til umhverfi sem hlúir að upp- fyllingu þarfarinnar „að til- heyra“. Stefnt er að því að öll ungmenni bæjarins tilheyri einum eða fleiri uppbyggjandi hópum svo sem í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samkvæmt áætluninni á að vinna mark- visst gegn útskúfun í hvaða mynd sem hún birtist. Í inn- gangi að fornvarnahandbók bæjarins segir að „með sam- eiginlegu átaki og sífelldri vinnu er hægt að lyfta grett- istaki. Starfandi er nefnd á vegum bæjarins með þátttöku lögreglu, heilsugæslu, Skóla- skrifstofu, félagsþjónustu og æskulýðs- og tómstundaskrif- stofu. Áhrif forvarna er erfitt að mæla og meta, en á síðustu árum hafa margar vísbending- ar fundist um hvað það er í for- varnastarfi sem hefur jákvæð áhrif og hvað ekki. Samhliða öllu forvarnastarfi þarf að vinna vísindalega að athugun- um á áhrifum ýmissa úrræða og breyta áherslum í samræmi við niðurstöður. Forvarnir eru skynsamleg og nauðsynleg leið til að gera það sem hægt er til að fyrirbyggja þann harmleik sem er staðreynd í lífi allt of margra í dag.“ Markvissar forvarnir til framtíðar Hafnarfjörður SMÁIR fingur og tærar barnsraddir fengu sérstak- lega að njóta sín á jólafönd- urdegi sem haldinn var um síðustu helgi í Breiðholts- skóla. Þar var kynslóðabilið brúað því börnin mættu til leiks ásamt foreldrum sínum og ömmur og afar létu sig heldur ekki vanta. Dagskráin snérist ekki eingöngu um að klippa, skera og líma því eldri barnakór Breiðholtsskóla söng fyrir gesti og töfraði fram jólastemmningu. Boðið var upp á kakó og kleinur en margir vildu jafn- framt spreyta sig sjálfir í bakstrinum og bökuðu og skáru út í laufabrauð. Börn- in skreyttu jólakort og kerti og gerðu merkispjöld úr birki. Sum máluðu á leir- platta og eldri nemendur seldu kökur til fjáröflunar í ferðasjóð. Að skera út í laufabrauð er mikil list og gott að hafa einhvern sér til halds og trausts sem kann til verka. Föndrað fyrir jólin Breiðholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.