Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 19

Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 19 Framtíðin hefst ....núna! Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is Super A nti-Alia s Filter 540 lín ur TOSHIBA DVD • SD 100 er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. Önnur TOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14“-61“ 29“-33“ eða 37“ 100HZ DIGITAL SCAN TOSHIBA heimabíó Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur m/glerhurð og 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2 x 2 bakhátalarar FJÖLDI fólks var viðstaddur þá há- tíðlegu stund er kveikt var á ljósum jólatrésins við Grunnskóla Sand- gerðis í fyrrakvöld. Athöfnin var á afmælisdegi Sandgerðis. Að loknu ávarpi Óskars Gunn- arssonar, forseta bæjarstjórnar, kveikti Margrét Rós Ægisdóttir, sex ára, á jólaljósunum á trénu sem er það stærsta sem sett hefur verið upp á staðnum. Nýstofnaður barnakór Hvals- neskirkju söng ásamt kirkjukórn- um nokkur jólalög undir stjórn Pál- ínu Skúladóttur og að venju komu jólasveinar með góðgæti í pokum sínum. Mikið er um jólaskreytingar í bænum og lífgar það upp á um- hverfið og léttir skammdegið. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Barnakór og kirkjukór Útskálakirkju sungu við tendrun jólaljósanna. Kveikt á ljósum stærsta trésins Sandgerði Reykjanes - Fræðslufundur verður haldinn á Bókasafni Reykjanesbæjar á morgun, fimmtudag, klukkan 20. Fjallað verður um fornminjar á Suð- urnesjum og ferðamennsku í tengslum við þær. Á Reykjanesi má finna marg- ar merkilegar minjar um liðna tíð. Nýverið var gefin út skýrsla um fornleifaskráningu sem Ragnheiður Traustadóttir forn- leifafræðingur gerði fyrir varn- arliðið. Ragnheiður mun kynna skýrsluna á fundinum í Bóka- safni Reykjanesbæjar og fjalla almennt um fornminjar á Suð- urnesjum. Kristín Huld Sigurðardóttir sem nýlega tók við embætti for- stöðumanns Fornleifaverndar ríkisins mun kynna starfsemi stofnunarinnar. Þá mun Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suðurnesja, fjalla um gildi fornminja í ferða- mennsku. Fræðslu- fundur um fornminjar Garður - Lögreglan í Keflavík var kölluð út í Garði fyrir helgi vegna handalögmála sem til komu í kjölfar þess að snjóbolta var kastað í bíl. Piltur var flutt- ur á spítala vegna meiðsla sem hann varð fyrir. Tilkynnt var um umferðarslys við Gerðaveg í Garði seint síð- astliðið fimmtudagskvöld. Þegar lögreglan kom á staðinn var sjúkrabíll kominn á staðinn og flutti hann fimmtán ára pilt á Sjúkrahús Reykjavíkur. Pilt- urinn var með áverka á höfði og líkama en líkur er taldar á að það sé vegna átaka sem urðu á staðnum en ekki umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er ekki búið að yfirheyra alla aðila og vitni og því ekki vit- að nákvæmlega hvað gerðist. Þó liggur fyrir að kastað var snjó- bolta úr hópi unglinga, í bíl sem ekið var suður Garðabraut. Öku- maðurinn bílsins, 19 ára gamall, ók upp á túnið, vestan götunnar, og á eftir unglingunum. Allir hlupu í burtu nema einn piltur. Kom til átaka milli þeirra tveggja og lauk þeim með því að yngri pilturinn lá eftir, slasaður. Pilturinn er kominn aftur í skólann og hefur hann kært ökumann bílsins fyrir líkams- árás. Í handa- lögmálum eftir snjó- boltakast Njarðvík - Lögreglan í Keflavík lýsir eftir bifreiðinni RT-619 sem er grá Land Rover Discov- ery, jeppabifreið, árgerð 1998. Jeppanum var stolið af bílastæði við Bílasölu Keflavíkur, Bolafæti 1 í Njarðvík að kvöldi miðviku- dagsins 28. nóvember eða að- faranótt 29. nóv. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um bifreiðina eru beðnir um að hafa samband við lögregl- una í Keflavík í síma 4202400 eða 112. Lýst eftir bifreið Reykjanesbraut - Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á Reykjanes- braut í Hvassahrauni síðdegis síð- astliðinn laugardag. Ekki er ljóst um tildrög slyss- ins, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík, málið er í rannókn. Tvennt hlaut minnihátt- ar meiðsl og tvær bifreiðar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið. Þrír bílar í árekstri Reykjanesbraut - Lögreglan í Keflavík biður ökumann dökkrar pallbifreiðar, líklegast MC L-200, sem ók Reykjanesbraut í átt til Keflavíkur laugardaginn 1. des- ember um kl. 16.30 að hafa sam- band við sig. Ökumaðurinn missti tímabund- ið stjórn á bifreið sinni sökum hálku þannig að bifreiðin snerist á veginum. Ökumaður gefi sig fram BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur samþykkt stefnumótun í vina- bæjamálum. Mest áhersla verður lögð á samskipti við sveitarfélög sem eiga aðild að vinabæjakeðju fimm norrænna sveitarfélaga, minni áhersla verður lögð á samskipti við tvö önnur og vinabæjasamskiptum við þrjú sveitarfélög sagt upp. Í stefnunni felst að vinabæjasam- skiptum verður skipt upp í tvo flokka eftir vægi. Í fyrsta flokki er vina- bæjakeðja fimm norrænna sveitarfé- laga: Hjörring í Danmörku, Troll- hättan í Svíþjóð, Kristiansand í Noregi og Kerava í Finnlandi, auk Reykjanesbæjar. Hún er talin hafa meira vægi fyrir stjórnsýslu Reykja- nesbæjar. Formleg tengsl á sveitar- stjórnarstiginu eru í föstum skorð- um milli þessara bæja og um þau hefur verið gerður sérstakur samn- ingur. Haldin eru vinabæjamót ann- að hvert ár og ýmis önnur samskipti á milli stofnana og íbúa bæjanna. Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjar- stjórnar, segir að með samþykktinni sé verið að fá einbeittari áherslur í þessum málaflokki og gera sam- skiptin sem allra árangursríkust. Í öðrum flokki, sem talinn er hafa minna vægi en sá fyrsti, eru Orlando í Bandaríkjunum og Midvangur í Færeyjum. Orlandoborg hefur verið vinabær Keflavíkur og síðar Reykja- nesbæjar í tíu ár. Tilgangurinn var meðal annars að stuðla að auknum viðskiptum. Gagnkvæmar heim- sóknir bæjarfulltrúa og/eða embætt- ismanna hafa verið einu sinni á ári. Ætlunin er að viðhalda formlegum tengslum við Orlandoborg á sviði op- inberrar stjórnsýslu. Einnig við Midvang þegar Færeyingar óska en samskiptin hafa legið niðri um tíma. Hins vegar er ætlunin að segja upp formlegum vinabæjasamskipt- um við Pandrup í Danmörku, Bright- on í Englandi og Hem í Frakklandi. Lítil samskipti hafa verið við þessa bæi síðustu árin og í sumum tilvikum einungis að nafninu til, að því er fram kemur í greinargerð með tillögu meirihluta bæjarstjórnar sem sam- þykkt hefur verið samhljóða í bæj- arráði. Fitjar í Noregi, sem voru í vinabæjasamstarfi við Reykjanesbæ og þar áður við Njarðvík, eins og Pandrup, hafa sagt þessum sam- skiptum upp með formlegum hætti. Breyta samskiptum við erlenda bæi Lögð áhersla á vinabæjakeðjuna Reykjanesbær FJÓRAR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Gerðaskóla en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Enginn sótti um stöðu aðstoðarskólastjóra en einn umsækjendanna um skóla- stjórastöðuna sótti um þá stöðu til vara. Umsóknirnar verða kynntar á hreppsnefndarfundi í dag. Stöðurnar voru auglýstar eftir að núverandi skólastjóri og aðstoðarskólastjóri sögðu upp störfum vegna óánægju með áhrif síðustu kjarasamn- inga skólastjóra og sveitarfé- laganna. Höfðu þeir í för með sér launalækkun. Skólastjórinn lætur af störf- um um áramót og aðstoðar- skólastjórinn þí lok febrúar. Umsóknirnar verða kynntar á hreppsnefndarfundi í Garði í kvöld. Sigurður Jónsson sveit- arstjóri telur að í hópi umsækj- enda séu álitlegir kostir. Hann reiknar þó ekki með að ákveðið verði með ráðningu í dag, um- sóknirnar fari væntanlega fyrst til umfjöllunar í skólanefnd. Fjórir sækja um embætti skólastjóra Garður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.