Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 19 Framtíðin hefst ....núna! Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is Super A nti-Alia s Filter 540 lín ur TOSHIBA DVD • SD 100 er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. Önnur TOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14“-61“ 29“-33“ eða 37“ 100HZ DIGITAL SCAN TOSHIBA heimabíó Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur m/glerhurð og 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2 x 2 bakhátalarar FJÖLDI fólks var viðstaddur þá há- tíðlegu stund er kveikt var á ljósum jólatrésins við Grunnskóla Sand- gerðis í fyrrakvöld. Athöfnin var á afmælisdegi Sandgerðis. Að loknu ávarpi Óskars Gunn- arssonar, forseta bæjarstjórnar, kveikti Margrét Rós Ægisdóttir, sex ára, á jólaljósunum á trénu sem er það stærsta sem sett hefur verið upp á staðnum. Nýstofnaður barnakór Hvals- neskirkju söng ásamt kirkjukórn- um nokkur jólalög undir stjórn Pál- ínu Skúladóttur og að venju komu jólasveinar með góðgæti í pokum sínum. Mikið er um jólaskreytingar í bænum og lífgar það upp á um- hverfið og léttir skammdegið. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Barnakór og kirkjukór Útskálakirkju sungu við tendrun jólaljósanna. Kveikt á ljósum stærsta trésins Sandgerði Reykjanes - Fræðslufundur verður haldinn á Bókasafni Reykjanesbæjar á morgun, fimmtudag, klukkan 20. Fjallað verður um fornminjar á Suð- urnesjum og ferðamennsku í tengslum við þær. Á Reykjanesi má finna marg- ar merkilegar minjar um liðna tíð. Nýverið var gefin út skýrsla um fornleifaskráningu sem Ragnheiður Traustadóttir forn- leifafræðingur gerði fyrir varn- arliðið. Ragnheiður mun kynna skýrsluna á fundinum í Bóka- safni Reykjanesbæjar og fjalla almennt um fornminjar á Suð- urnesjum. Kristín Huld Sigurðardóttir sem nýlega tók við embætti for- stöðumanns Fornleifaverndar ríkisins mun kynna starfsemi stofnunarinnar. Þá mun Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suðurnesja, fjalla um gildi fornminja í ferða- mennsku. Fræðslu- fundur um fornminjar Garður - Lögreglan í Keflavík var kölluð út í Garði fyrir helgi vegna handalögmála sem til komu í kjölfar þess að snjóbolta var kastað í bíl. Piltur var flutt- ur á spítala vegna meiðsla sem hann varð fyrir. Tilkynnt var um umferðarslys við Gerðaveg í Garði seint síð- astliðið fimmtudagskvöld. Þegar lögreglan kom á staðinn var sjúkrabíll kominn á staðinn og flutti hann fimmtán ára pilt á Sjúkrahús Reykjavíkur. Pilt- urinn var með áverka á höfði og líkama en líkur er taldar á að það sé vegna átaka sem urðu á staðnum en ekki umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er ekki búið að yfirheyra alla aðila og vitni og því ekki vit- að nákvæmlega hvað gerðist. Þó liggur fyrir að kastað var snjó- bolta úr hópi unglinga, í bíl sem ekið var suður Garðabraut. Öku- maðurinn bílsins, 19 ára gamall, ók upp á túnið, vestan götunnar, og á eftir unglingunum. Allir hlupu í burtu nema einn piltur. Kom til átaka milli þeirra tveggja og lauk þeim með því að yngri pilturinn lá eftir, slasaður. Pilturinn er kominn aftur í skólann og hefur hann kært ökumann bílsins fyrir líkams- árás. Í handa- lögmálum eftir snjó- boltakast Njarðvík - Lögreglan í Keflavík lýsir eftir bifreiðinni RT-619 sem er grá Land Rover Discov- ery, jeppabifreið, árgerð 1998. Jeppanum var stolið af bílastæði við Bílasölu Keflavíkur, Bolafæti 1 í Njarðvík að kvöldi miðviku- dagsins 28. nóvember eða að- faranótt 29. nóv. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um bifreiðina eru beðnir um að hafa samband við lögregl- una í Keflavík í síma 4202400 eða 112. Lýst eftir bifreið Reykjanesbraut - Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á Reykjanes- braut í Hvassahrauni síðdegis síð- astliðinn laugardag. Ekki er ljóst um tildrög slyss- ins, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík, málið er í rannókn. Tvennt hlaut minnihátt- ar meiðsl og tvær bifreiðar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið. Þrír bílar í árekstri Reykjanesbraut - Lögreglan í Keflavík biður ökumann dökkrar pallbifreiðar, líklegast MC L-200, sem ók Reykjanesbraut í átt til Keflavíkur laugardaginn 1. des- ember um kl. 16.30 að hafa sam- band við sig. Ökumaðurinn missti tímabund- ið stjórn á bifreið sinni sökum hálku þannig að bifreiðin snerist á veginum. Ökumaður gefi sig fram BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur samþykkt stefnumótun í vina- bæjamálum. Mest áhersla verður lögð á samskipti við sveitarfélög sem eiga aðild að vinabæjakeðju fimm norrænna sveitarfélaga, minni áhersla verður lögð á samskipti við tvö önnur og vinabæjasamskiptum við þrjú sveitarfélög sagt upp. Í stefnunni felst að vinabæjasam- skiptum verður skipt upp í tvo flokka eftir vægi. Í fyrsta flokki er vina- bæjakeðja fimm norrænna sveitarfé- laga: Hjörring í Danmörku, Troll- hättan í Svíþjóð, Kristiansand í Noregi og Kerava í Finnlandi, auk Reykjanesbæjar. Hún er talin hafa meira vægi fyrir stjórnsýslu Reykja- nesbæjar. Formleg tengsl á sveitar- stjórnarstiginu eru í föstum skorð- um milli þessara bæja og um þau hefur verið gerður sérstakur samn- ingur. Haldin eru vinabæjamót ann- að hvert ár og ýmis önnur samskipti á milli stofnana og íbúa bæjanna. Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjar- stjórnar, segir að með samþykktinni sé verið að fá einbeittari áherslur í þessum málaflokki og gera sam- skiptin sem allra árangursríkust. Í öðrum flokki, sem talinn er hafa minna vægi en sá fyrsti, eru Orlando í Bandaríkjunum og Midvangur í Færeyjum. Orlandoborg hefur verið vinabær Keflavíkur og síðar Reykja- nesbæjar í tíu ár. Tilgangurinn var meðal annars að stuðla að auknum viðskiptum. Gagnkvæmar heim- sóknir bæjarfulltrúa og/eða embætt- ismanna hafa verið einu sinni á ári. Ætlunin er að viðhalda formlegum tengslum við Orlandoborg á sviði op- inberrar stjórnsýslu. Einnig við Midvang þegar Færeyingar óska en samskiptin hafa legið niðri um tíma. Hins vegar er ætlunin að segja upp formlegum vinabæjasamskipt- um við Pandrup í Danmörku, Bright- on í Englandi og Hem í Frakklandi. Lítil samskipti hafa verið við þessa bæi síðustu árin og í sumum tilvikum einungis að nafninu til, að því er fram kemur í greinargerð með tillögu meirihluta bæjarstjórnar sem sam- þykkt hefur verið samhljóða í bæj- arráði. Fitjar í Noregi, sem voru í vinabæjasamstarfi við Reykjanesbæ og þar áður við Njarðvík, eins og Pandrup, hafa sagt þessum sam- skiptum upp með formlegum hætti. Breyta samskiptum við erlenda bæi Lögð áhersla á vinabæjakeðjuna Reykjanesbær FJÓRAR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Gerðaskóla en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Enginn sótti um stöðu aðstoðarskólastjóra en einn umsækjendanna um skóla- stjórastöðuna sótti um þá stöðu til vara. Umsóknirnar verða kynntar á hreppsnefndarfundi í dag. Stöðurnar voru auglýstar eftir að núverandi skólastjóri og aðstoðarskólastjóri sögðu upp störfum vegna óánægju með áhrif síðustu kjarasamn- inga skólastjóra og sveitarfé- laganna. Höfðu þeir í för með sér launalækkun. Skólastjórinn lætur af störf- um um áramót og aðstoðar- skólastjórinn þí lok febrúar. Umsóknirnar verða kynntar á hreppsnefndarfundi í Garði í kvöld. Sigurður Jónsson sveit- arstjóri telur að í hópi umsækj- enda séu álitlegir kostir. Hann reiknar þó ekki með að ákveðið verði með ráðningu í dag, um- sóknirnar fari væntanlega fyrst til umfjöllunar í skólanefnd. Fjórir sækja um embætti skólastjóra Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.