Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 21 S: 564-4120 BRILLIANT Í S L E N S K H Ö N N U N H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Staðgreiðsla - traustir kaupendur Traustir kaupendur óska nú þegar eftir verslunar-, skrifstofu- og hvers kyns atvinnuhúsnæði sem er í útleigu. Rýmin mega kosta 20-100 millj. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veita Óskar, Stefán Hrafn og Sverrir. Lækjasmári - glæsileg íbúð Glæsileg 4ra herbergja u.þ.b. 115 fm íbúð á 3. hæð í lyftublokk á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í þrjú rúmgóð herbergi, sjónvarpshol, baðherbergi og eldhús. Sérþvottahús í íbúð. Mjög vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Blokkin er byggð árið 2000 og er hún álklædd. Eign í sérflokki. V. 14,5 m. 1996 Kelduland 2ja herbergja 43 fm íbúð á jarðhæð með sérgarði, í litlu fjölbýli. Parket á gólfum og hús í góðu ástandi. V. 7,0 m. 1987 FJÁRSJÓÐUR NÚTÍMANS Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Hrafnhildur Bernharðsdóttir — Silfurskottan sem þrífur með þér! Severin Electronic 1400 watta ryksugan er hlaðin kostum: + Létt og handhæg + Stór hjól + Stillanlegur sogkraftur + Stillanleg lengd á röri + Haus fyrir teppi og parket + 4 föld ryksía + 2 lítra rykpoki + Fótrofar Verð aðeins kr. 7.490 stgr. TILGANGINUM með verslunar- miðstöðinni Smáralind hefur verið náð, að mati Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, forstjóra Baugs, en hann segir tilganginn hafa verið að ná heim erlendri verslun. „Við höfum orðið vör við það í nóvember að sala á fatnaði virðist vera að færast mikið til landsins. Einnig hefur kreditkortanotkun er- lendis dregist stórlega saman. Okk- ar kannanir sýna að verðlag á fatn- aði á heimamarkaði er orðið mjög sambærilegt við erlendar stórborg- ir“, sagði Jón Ásgeir á kynningar- fundi Baugs í gær. Þá sagði hann októbermánuð hafa verið óvenju hagstæðan félaginu, sem skýrðist af góðu gengi rekstrar í Smáralind og aukinni sölu sérvöru. Horfurnar fram að áramótum sagði hann einnig góðar. Sala matvörusviðs jókst um 24% Árni Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri matvörusviðs Baugs, fór á fundinum yfir stöðu og horfur sviðsins sem rekur nú 51 matvöru- verslun, þ.a. eru Bónusverslanir 17 talsins, 10–11 verslanir eru 21, þá er ein Nýkaupsverslun og 12 lyfjabúðir reknar undir merkjum Lyfju og Apóteksins. Auk þess heyra inn- kaup, vöruhús og dreifing í nafni Aðfanga undir sviðið. Í erindi Árna Péturs kom fram að heildarsala á matvörusviði Baugs hefði aukist um 24,1% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið áður en alls voru reknar 54 verslanir á tímabilinu. Heildarsala að frátöldum nýjum verslunum jókst um 18% frá fyrra ári og veltuhraði birgða jókst um 14%. Alls fjölgaði verslunarfermetr- um um 8,9% og sala á hvern fer- metra jókst um 14,3%. Af einstökum verslunarkeðjum jókst sala Bónusverslana mest, eða um 42,1%, miðað við sama tíma í fyrra. Sala að frátöldum nýjum verslunum jókst um 14%, aukning fermetra nam 21,4% en sala á hvern fermetra jókst um 17%. Gert er ráð fyrir að veltuaukning Bónusversl- ana á næsta ári nemi 20% og hana megi fyrst og fremst rekja til nýrra verslana í Kringlunni og á Smára- torgi. Samdráttur einungis hjá Nýkaupi Sala 10–11 verslana jókst um 7,2% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma árið 2000. Þeg- ar nýjar verslanir eru frátaldar nemur aukningin 2%. Fermetrum fækkaði um tæpt 1% en sala á hvern fermetra jókst um 8,2% miðað við fyrra ár. Stefnt er að 5% veltuaukn- ingu 10–11 á næsta ári þrátt fyrir að verslunum hafi fækkað um tvær. Aðeins í Nýkaup dróst salan sam- an á milli ára, um 0,7% og gert er ráð fyrir að veltan minnki um 9% á næsta ári. Í Lyfju- og Apóteksverslunum jókst sala á milli ára um 16,6%, en 14,8% að frátöldum nýjum verslun- um. Fermetrafjöldi jókst um 18,8% en sala á hvern fermetra dróst sam- an um 3,4%. Gert er ráð fyrir 25% veltuaukningu Lyfju á næsta ári. Árni Pétur sagði horfurnar góðar fyrir matvörusviðið á síðasta árs- fjórðungi. Sagði hann söluna í októ- ber og nóvember hafa aukist um 25% miðað við sömu mánuði árið 2000. Sérvörusala jókst um 28,4% Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri sérvörusviðs Baugs, fór á svipaðan hátt yfir stöðu horfur sérvörusviðs en því tilheyra átta Hagkaupsverslanir, ein Deben- hams, dreifingarmiðstöð og 12 sér- vöruverslanir á borð við TopShop, Útilíf, Zara og Dótabúðina. Sala sérvörusviðs í heild jókst um 28,4% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið 2000. Sala að nýjum verslunum und- anskildum jókst um 10% en alls voru reknar 13 verslanir á tíma- bilinu. Veltuhraði birgða dróst sam- an frá fyrra ári um 31%. Þá fjölgaði fermetrum verslana um 31,5% og sala á hvern fermetra jókst um 41,7%. Hagkaupsverslanir seldu 27,7% meira á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra en matvara nemur rúmlega helmingi af veltu Hagkaups. Sala að frátöldum nýjum verslunum jókst um 1,3% á tímabilinu, fermetrafjöldi jókst um 31,5% en sala á hvern fermetra dróst saman um 2,9%. Gert er ráð fyrir 5,8% veltuaukningu og er það aðallega vegna Hagkaups í Smára- lind. Þá er unnið að frekari upp- byggingu eigin vörumerkja Hag- kaups en að sögn Jóns á Hagkaup í dag yfir 20 sérvörumerki sem það þróar, hannar, framleiðir og selur. Tvöföldun sölu tískuverslana Sala TopShop og Miss Selfridge verslana á Íslandi og Svíþjóð jókst um 117% frá fyrra ári en 36,4% að frátöldum nýjum verslunum. Fer- metrafjöldi þeirra verslana jókst um 44% á tímabilinu og sala á hvern fermetra um 51%. Á næsta ári verða opnaðar sjö nýjar verslanir í Svíþjóð og þegar hefur verið gerður leigusamningur fyrir fjórar þeirra. Auk þess verður fyrsta verslunin opnuð í Kaup- mannahöfn. Af smærri einingum var einungis Útilíf í rekstri á fyrstu níu mán- uðunum. Þar jókst salan um 3,5% frá fyrra ári og sala á hvern fer- metra jókst um 37,7% en fermetr- um fækkaði frá fyrra ári. Um stöðu verslana Baugs í Smáralind nú, eftir tveggja mánaða starfsemi, sagði Jón að söluaukning Hagkaups í Smáralind hefði verið 21,5% en fermetrabreytingin er 26,3%. Þá væri aukning TopShop og Miss Selfridge 69,1% á þessum tveimur mánuðum og 42,8% fer- metraaukning. Jón var, líkt og Jón Ásgeir, bjartsýnn á sölu í desem- bermánuði og sagði horfurnar góðar á sérvörusviði fyrir næsta ár. Að sögn Jóns Ásgeirs verður ekki um frekari stórfjárfestingar Baugs að ræða á íslenskum markaði næstu þrjú árin. Þó muni einhverjar versl- anir bætast við, þá sérstaklega á matvörusviði en áhersla verði nú lögð á uppbyggingu erlendis. Söluaukning á matvöru- og sérvörusviðum Baugs Sala fatnaðar að færast til landsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sala Bónusverslana jókst um 42,1% á fyrstu níu mánuðum ársins, borið saman við sama tímabil í fyrra. AÐ mati Lyfjahóps Samtaka versl- unarinnar er tilhæfulaust að bendla markaðsstarf á Íslandi sérstaklega við lyfjaverð, enda séu það yfirvöld sem ákveða hámarksverð lyfja á Ís- landi en ekki lyfjafyrirtækin. Þetta kemur m.a. fram í bréfi Lyfjahóps SV til Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur, alþingismanns Samfylk- ingarinnar, þar sem m.a. er svarað staðhæfingu hennar um að meira fé sé varið í markaðssetningu lyfja en í rannsóknir og þetta fari óhjá- kvæmilega út í lyfjaverðið. Í bréfinu til þingmannsins segir einnig: „Því fer fjarri að hlutfall kostnaðar við markaðssetningu á móti kostnaði við rannsóknir og þróun sé hærra hjá lyfjafyrirtækj- um en gengur og gerist meðal fyr- irtækja almennt í samfélaginu. Þvert á móti ver engin starfsgrein jafnháu hlutfalli tekna til rannsókna og þróunar.“ Og síðar kemur fram að hámarksverð lyfja í heildsölu sem Tryggingastofnun tók þátt í að greiða hefði lækkað um 8,2% á tímabilinu 1997–1999. Gengislækk- un krónunnar hefði þó leitt til ein- hverrar hækkunar á ný. Undir bréfið ritar Hjörleifur Þórarinsson, formaður Lyfjahóps SV, og þar er fjórum staðhæfingum Ástu Ragn- heiðar úr útvarpsfréttum 31. októ- ber sl. svarað. Hinar þrjár staðhæfingarnar lúta að utanferðum lækna í boði lyfja- fyrirtækja, umbunarkerfi og meint- um mútuferðum. Í bréfi Lyfjahóps- ins kemur fram að ásakanir um mútuferðir séu alvarlegar, þær jaðri við atvinnuróg og megi túlka sem lítilsvirðingu. Eftirfarandi er útdráttur úr samkomulagi Lækna- félags Íslands og Lyfjahóps SV: „Læknar geta þegið ferðastyrki til að sækja erlenda fræðslufundi sem þjóna eðlilegum markmiðum við- halds og endurmenntunar. Í slíkum ferðum í boði lyfjafyrirtækja er eðlilegt að útlagður kostnaður sé greiddur vegna ferðar og gistingar. Veitingar á vegum fyrirtækjanna skuli verða hóflegar. Ekki er við hæfi að bjóða eða þiggja ferðir sem hafa að höfuðmarkmiði að koma framleiðslu fyrirtækjanna á fram- færi. Ekki er við hæfi að greiddur sé kostnaður maka eða annarra ferðafélaga lækna.“ Svar Lyfjahóps SV til Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Tilhæfulaust að bendla markaðsstarf við lyfjaverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.