Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 21 S: 564-4120 BRILLIANT Í S L E N S K H Ö N N U N H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Staðgreiðsla - traustir kaupendur Traustir kaupendur óska nú þegar eftir verslunar-, skrifstofu- og hvers kyns atvinnuhúsnæði sem er í útleigu. Rýmin mega kosta 20-100 millj. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veita Óskar, Stefán Hrafn og Sverrir. Lækjasmári - glæsileg íbúð Glæsileg 4ra herbergja u.þ.b. 115 fm íbúð á 3. hæð í lyftublokk á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í þrjú rúmgóð herbergi, sjónvarpshol, baðherbergi og eldhús. Sérþvottahús í íbúð. Mjög vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Blokkin er byggð árið 2000 og er hún álklædd. Eign í sérflokki. V. 14,5 m. 1996 Kelduland 2ja herbergja 43 fm íbúð á jarðhæð með sérgarði, í litlu fjölbýli. Parket á gólfum og hús í góðu ástandi. V. 7,0 m. 1987 FJÁRSJÓÐUR NÚTÍMANS Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Hrafnhildur Bernharðsdóttir — Silfurskottan sem þrífur með þér! Severin Electronic 1400 watta ryksugan er hlaðin kostum: + Létt og handhæg + Stór hjól + Stillanlegur sogkraftur + Stillanleg lengd á röri + Haus fyrir teppi og parket + 4 föld ryksía + 2 lítra rykpoki + Fótrofar Verð aðeins kr. 7.490 stgr. TILGANGINUM með verslunar- miðstöðinni Smáralind hefur verið náð, að mati Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, forstjóra Baugs, en hann segir tilganginn hafa verið að ná heim erlendri verslun. „Við höfum orðið vör við það í nóvember að sala á fatnaði virðist vera að færast mikið til landsins. Einnig hefur kreditkortanotkun er- lendis dregist stórlega saman. Okk- ar kannanir sýna að verðlag á fatn- aði á heimamarkaði er orðið mjög sambærilegt við erlendar stórborg- ir“, sagði Jón Ásgeir á kynningar- fundi Baugs í gær. Þá sagði hann októbermánuð hafa verið óvenju hagstæðan félaginu, sem skýrðist af góðu gengi rekstrar í Smáralind og aukinni sölu sérvöru. Horfurnar fram að áramótum sagði hann einnig góðar. Sala matvörusviðs jókst um 24% Árni Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri matvörusviðs Baugs, fór á fundinum yfir stöðu og horfur sviðsins sem rekur nú 51 matvöru- verslun, þ.a. eru Bónusverslanir 17 talsins, 10–11 verslanir eru 21, þá er ein Nýkaupsverslun og 12 lyfjabúðir reknar undir merkjum Lyfju og Apóteksins. Auk þess heyra inn- kaup, vöruhús og dreifing í nafni Aðfanga undir sviðið. Í erindi Árna Péturs kom fram að heildarsala á matvörusviði Baugs hefði aukist um 24,1% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið áður en alls voru reknar 54 verslanir á tímabilinu. Heildarsala að frátöldum nýjum verslunum jókst um 18% frá fyrra ári og veltuhraði birgða jókst um 14%. Alls fjölgaði verslunarfermetr- um um 8,9% og sala á hvern fer- metra jókst um 14,3%. Af einstökum verslunarkeðjum jókst sala Bónusverslana mest, eða um 42,1%, miðað við sama tíma í fyrra. Sala að frátöldum nýjum verslunum jókst um 14%, aukning fermetra nam 21,4% en sala á hvern fermetra jókst um 17%. Gert er ráð fyrir að veltuaukning Bónusversl- ana á næsta ári nemi 20% og hana megi fyrst og fremst rekja til nýrra verslana í Kringlunni og á Smára- torgi. Samdráttur einungis hjá Nýkaupi Sala 10–11 verslana jókst um 7,2% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma árið 2000. Þeg- ar nýjar verslanir eru frátaldar nemur aukningin 2%. Fermetrum fækkaði um tæpt 1% en sala á hvern fermetra jókst um 8,2% miðað við fyrra ár. Stefnt er að 5% veltuaukn- ingu 10–11 á næsta ári þrátt fyrir að verslunum hafi fækkað um tvær. Aðeins í Nýkaup dróst salan sam- an á milli ára, um 0,7% og gert er ráð fyrir að veltan minnki um 9% á næsta ári. Í Lyfju- og Apóteksverslunum jókst sala á milli ára um 16,6%, en 14,8% að frátöldum nýjum verslun- um. Fermetrafjöldi jókst um 18,8% en sala á hvern fermetra dróst sam- an um 3,4%. Gert er ráð fyrir 25% veltuaukningu Lyfju á næsta ári. Árni Pétur sagði horfurnar góðar fyrir matvörusviðið á síðasta árs- fjórðungi. Sagði hann söluna í októ- ber og nóvember hafa aukist um 25% miðað við sömu mánuði árið 2000. Sérvörusala jókst um 28,4% Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri sérvörusviðs Baugs, fór á svipaðan hátt yfir stöðu horfur sérvörusviðs en því tilheyra átta Hagkaupsverslanir, ein Deben- hams, dreifingarmiðstöð og 12 sér- vöruverslanir á borð við TopShop, Útilíf, Zara og Dótabúðina. Sala sérvörusviðs í heild jókst um 28,4% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið 2000. Sala að nýjum verslunum und- anskildum jókst um 10% en alls voru reknar 13 verslanir á tíma- bilinu. Veltuhraði birgða dróst sam- an frá fyrra ári um 31%. Þá fjölgaði fermetrum verslana um 31,5% og sala á hvern fermetra jókst um 41,7%. Hagkaupsverslanir seldu 27,7% meira á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra en matvara nemur rúmlega helmingi af veltu Hagkaups. Sala að frátöldum nýjum verslunum jókst um 1,3% á tímabilinu, fermetrafjöldi jókst um 31,5% en sala á hvern fermetra dróst saman um 2,9%. Gert er ráð fyrir 5,8% veltuaukningu og er það aðallega vegna Hagkaups í Smára- lind. Þá er unnið að frekari upp- byggingu eigin vörumerkja Hag- kaups en að sögn Jóns á Hagkaup í dag yfir 20 sérvörumerki sem það þróar, hannar, framleiðir og selur. Tvöföldun sölu tískuverslana Sala TopShop og Miss Selfridge verslana á Íslandi og Svíþjóð jókst um 117% frá fyrra ári en 36,4% að frátöldum nýjum verslunum. Fer- metrafjöldi þeirra verslana jókst um 44% á tímabilinu og sala á hvern fermetra um 51%. Á næsta ári verða opnaðar sjö nýjar verslanir í Svíþjóð og þegar hefur verið gerður leigusamningur fyrir fjórar þeirra. Auk þess verður fyrsta verslunin opnuð í Kaup- mannahöfn. Af smærri einingum var einungis Útilíf í rekstri á fyrstu níu mán- uðunum. Þar jókst salan um 3,5% frá fyrra ári og sala á hvern fer- metra jókst um 37,7% en fermetr- um fækkaði frá fyrra ári. Um stöðu verslana Baugs í Smáralind nú, eftir tveggja mánaða starfsemi, sagði Jón að söluaukning Hagkaups í Smáralind hefði verið 21,5% en fermetrabreytingin er 26,3%. Þá væri aukning TopShop og Miss Selfridge 69,1% á þessum tveimur mánuðum og 42,8% fer- metraaukning. Jón var, líkt og Jón Ásgeir, bjartsýnn á sölu í desem- bermánuði og sagði horfurnar góðar á sérvörusviði fyrir næsta ár. Að sögn Jóns Ásgeirs verður ekki um frekari stórfjárfestingar Baugs að ræða á íslenskum markaði næstu þrjú árin. Þó muni einhverjar versl- anir bætast við, þá sérstaklega á matvörusviði en áhersla verði nú lögð á uppbyggingu erlendis. Söluaukning á matvöru- og sérvörusviðum Baugs Sala fatnaðar að færast til landsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sala Bónusverslana jókst um 42,1% á fyrstu níu mánuðum ársins, borið saman við sama tímabil í fyrra. AÐ mati Lyfjahóps Samtaka versl- unarinnar er tilhæfulaust að bendla markaðsstarf á Íslandi sérstaklega við lyfjaverð, enda séu það yfirvöld sem ákveða hámarksverð lyfja á Ís- landi en ekki lyfjafyrirtækin. Þetta kemur m.a. fram í bréfi Lyfjahóps SV til Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur, alþingismanns Samfylk- ingarinnar, þar sem m.a. er svarað staðhæfingu hennar um að meira fé sé varið í markaðssetningu lyfja en í rannsóknir og þetta fari óhjá- kvæmilega út í lyfjaverðið. Í bréfinu til þingmannsins segir einnig: „Því fer fjarri að hlutfall kostnaðar við markaðssetningu á móti kostnaði við rannsóknir og þróun sé hærra hjá lyfjafyrirtækj- um en gengur og gerist meðal fyr- irtækja almennt í samfélaginu. Þvert á móti ver engin starfsgrein jafnháu hlutfalli tekna til rannsókna og þróunar.“ Og síðar kemur fram að hámarksverð lyfja í heildsölu sem Tryggingastofnun tók þátt í að greiða hefði lækkað um 8,2% á tímabilinu 1997–1999. Gengislækk- un krónunnar hefði þó leitt til ein- hverrar hækkunar á ný. Undir bréfið ritar Hjörleifur Þórarinsson, formaður Lyfjahóps SV, og þar er fjórum staðhæfingum Ástu Ragn- heiðar úr útvarpsfréttum 31. októ- ber sl. svarað. Hinar þrjár staðhæfingarnar lúta að utanferðum lækna í boði lyfja- fyrirtækja, umbunarkerfi og meint- um mútuferðum. Í bréfi Lyfjahóps- ins kemur fram að ásakanir um mútuferðir séu alvarlegar, þær jaðri við atvinnuróg og megi túlka sem lítilsvirðingu. Eftirfarandi er útdráttur úr samkomulagi Lækna- félags Íslands og Lyfjahóps SV: „Læknar geta þegið ferðastyrki til að sækja erlenda fræðslufundi sem þjóna eðlilegum markmiðum við- halds og endurmenntunar. Í slíkum ferðum í boði lyfjafyrirtækja er eðlilegt að útlagður kostnaður sé greiddur vegna ferðar og gistingar. Veitingar á vegum fyrirtækjanna skuli verða hóflegar. Ekki er við hæfi að bjóða eða þiggja ferðir sem hafa að höfuðmarkmiði að koma framleiðslu fyrirtækjanna á fram- færi. Ekki er við hæfi að greiddur sé kostnaður maka eða annarra ferðafélaga lækna.“ Svar Lyfjahóps SV til Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Tilhæfulaust að bendla markaðsstarf við lyfjaverð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.