Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í MEIRA en einn og hálfan áratug höfum við stjórnað fiskveiðum okkar eftir kvótakerfi. Nokkur meginatriði lágu til grundvallar þeirri ákvörðun að taka þetta kerfi upp. Við vildum varðveita fiskistofnana og hámarka þannig veiðarnar, við vildum koma á aukinni hagkvæmni við veiðarnar þannig að sem mestur arður fengist með lágmarksfjárfestingu. Fleiri at- riði komu inn í þessa umræðu. Nú hefur þetta kerfi verið það lengi í notkun að fyllilega er réttlætanlegt og tímabært að meta árangurinn. Fiskveiðarnar Árangurinn af varðveislu stofn- anna veldur vonbrigðum. Þegar kerfið var sett á voru þorskveiðar komnar niður fyrir 300 þ. tonn á ári en höfðu um árabil þar á undar verið milli 4 og 500 þ. tonn árlega. Nú eru heimilaðar þorskveiðar undir 200 þ. tonnum og um 35% minni en við upp- haf tímabilsins og virðist leyfilegur afli hafa minnkað nokkuð reglulega allt tímabilið. Ýsuaflinn lá við upphaf tímabilsins við 50 þ. tonn á ári en er nú um 30 þ. tonn. Minnkun um 40%. Ufsaaflinn var við upphaf tímabils- ins um 60 þ. tonn á ári en er nú rúm 20 þ. tonn. Minnkun um nær 60%. Stærð fiskiskipastóls Mér hefur ekki gengið nógu vel að sundurliða fiskiskipaflotann eftir tegundum. Myndin hér að neðan sýnir flotann í heild og stækkun flot- ans fyrir uppsjávarfiska er sennilega veruleg. Eigi að síður bendir allt til að áætluð hagræðing í minnkun flot- ans hafi ekki skilað sér. Við þetta er að bæta að vélarafl flotans hefur aukist verulega og veiðarfæri hafa tekið miklum framförum á tíma- bilinu. Með stærri flota, öflugri vélum og stór- bættum veiðarfærum veiða menn mun minna en áður. Skuldir sjávarútvegs Eins og sjá má af myndinni hafa skuldir sjávarútvegs aukist mjög á föstu verðlagi. Einkum hafa þær auk- ist frá 1995 og má ætla að kvótakaup valdi þar miklu. Í fréttum hefur nú komið fram að skuldir sjávarútvegs séu nú um stundir um 60 milljarðar umfram eignir. Hér virðist um mjög alvar- lega þróun að ræða. Eiginfjárstaða hefur stórlega versnað (sjá mynd). Framleiðniaukning Því hefur verið haldið fram að framleiðniaukning hafi verið í út- gerðinni. Ég fæ ekki séð að um geti verið að ræða framleiðniaukningu fjármagns. Fjárþörf í útgerð hefur stóraukist með kvótakerfinu og veiðar minnkað. Varla er um að ræða fram- leiðniaukningu fiski- skipastólsins. Hann hefur vaxið og veiðar minnkað. Því hefur ver- ið haldið fram að eðlileg fjárbinding í útgerð sé 150–170 milljarðar, skip, tæki, byggingar o.s.frv. Nú er líklegt að fjárþörf útgerðar verði 300–350 milljarðar með tilkomu kvótakaup- anna eða enn meiri. Áhrif á byggðarlög Áhrif kvótakerfisins á byggðarlög við sjávarsíðuna hafa verið veruleg. Fólk sem hefur sett sig niður mann fram af manni við sjávarsíðuna vegna þess að þar er unnt að draga fisk úr sjó situr eftir með sárt ennið. Kvótinn flyst, byggðin hefur ekki rétt til veiða, eignir verða verðlausar og atvinna minnkar. Hér er um að ræða atriði sem er gríðarlegt um- hugsunarefni. Eignatilfærsla Hrikaleg eignatilfærsla hefur átt sér stað. Einstaklingar hafa getað selt kvóta sem er samkvæmt lögum þjóðareign og gengið út úr útgerð með hundruð milljóna og jafnvel milljarða króna. Talsverður hluti þessara fjármuna hefur runnið úr landi en vaxta- og afborgana- greiðslur sitja eftir hjá útgerðinni. Söluhagnaður af kvóta hefur lítt ver- ið skattlagður. Kvótakerfið gengur ekki upp Guðmundur G. Þórarinsson Kvótinn Ljóst er, segir Guðmundur G. Þórarinsson, að árangurinn af kerfinu er dapurlegur. S kólarnir eiga við fjár- hagsvanda að stríða og ein lausnin er að selja auglýsingapláss á göngunum. Hugurinn reikar víða við þessi tíðindi, meðal annars út fyrir gufuhvolfið eins og eðlilegt er og oft gerist. Eftir 50 ár verður enn deilt hart um margt af því sem menn og þjóðir berjast núna um, auðlindir eins og orku, vatn og land til að búa í. En eign- arrétturinn á fleiri fyrirbærum, sem ekki er búið að setja neina verðmiða á enn þá, getur líka orð- ið tilefni deilna og átaka. Fyrir nokkrum árum var sagt frá því að alþjóðlegur gos- drykkjaframleiðandi hefði hug á því að setja upp stórt aug- lýsingaskilti úti í geimnum, þar er gott pláss sem enginn nýtir, þarna er hægt að gera út í friði. Hver á geiminn? Ekki íslenska ríkið, svo mikið er víst. Við eigum hann öll þó að ekki séu ákvæði þess efnis í nokkurri stjórn- arskrá. Tæknin er enn eitthvað að stríða mönnum en nú er að verða til alþjóðleg geimstöð sem nota á til hvers kyns gagnlegra vísinda- rannsókna. Þekkingin sem aflað er verður líka notuð til umdeildari starfa. Við getum verið viss um að einhvern tíma, kannski eftir hálfa öld eða enn fyrr, verður hægt að skjóta upp aragrúa af til þess gerðum málmplötum sem síðan verður raðað saman í óteljandi fermetra af upplýstu auglýs- ingaskilti, með vörumerki og slag- orðinu fræga: Pepcid eyðir and- remmunni! Hægt verður að láta þessi tign- arlegu spjöld svífa að staðaldri umhverfis allan hnöttinn svo að enginn verði út undan. Blásnauð- um hirðingjum í Mongólíu og góð- glöðum nátthröfnum í auðmanna- hverfum London yrði gert jafnhátt undir höfði. Fleiri fyr- irtæki munu hasla sér völl í tóm- inu og ástfangin pör geta ekki horft lengur á stjörnurnar, þær hverfa í tifandi auglýsingum gegn vágestinum andremmu. Líklega er þetta nokkur svart- sýni en erfitt er að sjá hvernig al- þjóðasamstaða um að setja tak- mörk við framtakinu myndi nást. Hagsmunir þeirra sem berjast á markaðnum eru of miklir. Sumar þjóðir myndu hagnast á því að taka að sér skjóta upp flaugunum, aðrar á því að smíða skiltin og svo frv. Ekki má gleyma því að inn í umræðuna myndu fléttast mis- munandi viðhorf til einkarekst- urs, opinberrar afskiptasemi og afnota af almenningi eins og geimnum. Nú er ég á hálum ís. Eitt af ein- kennum þeirra sem vilja öðrum vel og hafa af því atvinnu er ein- mitt óttinn um að almenningur sé að verða hálfvitlaus af hamslausri innrætingu framleiðenda sem ekki taka tillit til annars en gróð- ans. Við séum öll auðsveipar leik- brúður í höndum samsærismanna alþjóðlegra risafyrirtækja sem ætli sér að eyðileggja okkur og byrji á því að ráðast á eina varn- arvopnið okkar, tennurnar. Auðvitað er sjálfsagt að vera á varðbergi gagnvart öllum einhliða áróðri, reyna að gleypa ekki hvað sem er og bægja versta óhroð- anum frá sér og sínum. Auglýs- ingar geta verið svo heimskulegar að friðsamir menn velti fyrir sér ofbeldislausnum. En oftast getum við ráðið því sjálf hvað þær angra okkur mikið, við getum slökkt eða sleppt því að lesa. Sumar af brýn- ingunum sem við heyrum eru líka orðnar svo þreytulegar og gam- alkunnar að maður getur freistast til að vísa þeim á bug eins og hverju öðru úreltu vinstraglamri. En þótt viðvaranir og hrakspár séu sumar af vondum hug- myndafræðilegum ættum er ekki þar með sagt að stundarhags- munir sölumennskunnar séu allt- af skásti vegvísirinn. Þeir sem fullyrða það eru orðnir jafnmiklir hugmyndafræðilegir dellukarlar og þeir sem nú klóra sér i höfðinu yfir rústunum í Austur-Evrópu eða neita að viðurkenna nið- urstöðuna. Viðskipti lúta sínum lögmálum og stundum rekast þau á önnur gildi. Sumir ágætir liðsmenn einka- framtaksins eru einfaldlega svo aðgangsharðir að við myndum hvergi fá frið fyrir boðskap þeirra ef ekki væru settar skorður. Ein- hverjir þeirra myndu ekki hika við að ræna frá okkur róm- antískum stjörnuhimninum og virkja hann eins og hvert annað óspjallað hálendi ef þeir sæju sér það fært. Og vandinn er að enginn getur sett slíkar skorður nema þing og ríkisvald. Blessað ríkið. Svona getur það verið síðasta hálmstráið í neyð okkar. Hvað kemur þetta fjölbrauta- skólum í Reykjavík við? Satt að segja er alls ekki víst að fáeinar auglýsingar á afmörkuðum stöð- um á veggjum skólahúss þurfi að vera slæm leið til að afla auka- tekna. Nemendurnir eru vanir auglýsingum og gæti fundist stofnunin heimilislegri fyrir vikið. Allt snýst þetta um hófsemi, hvort hætta sé á að menn fari offari og hvergi verði friður fyrir uppá- þrengjandi hvatningum um að kaupa hitt eða þetta. Engin þörf er á að kenna nemendum að kaupa, skólinn á að vera staðurinn þar sem við lærum að finna til og hugsa og þekkja muninn á sætu og súru, ekki bara að smjatta. Fótboltamenn eru ekkert síður nauðsynlegir en kennarar en hlut- verkið er annað. Þess vegna er engin goðgá að á skyrtunum þeirra sé eitthvað fleira en nafn og númer, til dæmis auglýsingar. En ef liðin semja um að stöðva leikinn á stundarfjórðungs fresti til að hrópa auglýsingatuggur með aðstoð gjallarhorns er eitt- hvað að. Þá er verið að ganga á rétt okkar hinna sem viljum fyrst og fremst sjá þá fást við boltann. Og fari kennarar að ganga með auglýsingar á bakinu í starfi sínu er ljóst að eitthvað hefur farið úr- skeiðis. Vonandi fá engir slíkar hugmyndir þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð. Ítroðsla í skólanum Fleiri fyrirtæki munu hasla sér völl í tóminu og ástfangin pör geta ekki horft lengur á stjörnurnar, þær hverfa í tif- andi auglýsingum gegn vágestinum andremmu. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Í heilbrigðisþjón- ustu er margs konar upplýsingum safnað. Á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislækn- um er safnað upplýs- ingum um heilsufar fólks og fjölskyldna. Hjá sérfræðilæknum er safnað upplýsing- um um tiltekna þætti í heilsufari fólks sem til þeirra leita. Á sjúkra- húsum og hjúkrunar- stofnunum er stöðugt safnað upplýsingum um þá sem þar dvelja. Helsta markmið með upplýsingasöfnun þessara aðila er að veita einstak- lingum betri þjónusu. En það eru fleiri sem safna heilsufarsupplýs- ingum. Tryggingastofnun ríkisins safnar upplýsingum um heilsufar einstaklinga sem tengdar eru kostnaði. Þau gögn eru m.a. notuð til að ákveða skiptingu kostnaðar og greiða fyrir heilbrigðisþjónustu. Landlæknisembættið safnar upp- lýsingum um heilsufar einstaklinga og hópa fólks sem notaðar eru til eftirlits með gæðum heilbrigðis- þjónustu í landinu og við útgáfu heilbrigðisskýrslna. Ýmsir aðilar safna heilsufarsupplýsingum í rannsóknaskyni. Má þar t.d. nefna Hjartavernd, Krabbameinsfélagið, Íslenska erfðagreiningu og Urði, Verðandi, Skuld. Á heilli mannsævi safnast mikið magn upplýsinga um heilsufar ein- staklings og kostnað vegna þeirrar þjónustu sem notið er. Upplýsingar sem varða heilsufar og sjúkdóma eru varðveittar í sjúkraskrám sem læknum og öðrum heilbrigðis- starfsmönnum er skylt að færa. Þessar upplýsingar kallast sjúkra- gögn. Sjúkragögn geta verið í rit- uðu máli, myndir, þ.m.t. röntgen- myndir, línurit eða upptökur sem gerðar hafa verið með hjálp tækni- búnaðar. Sjúkraskrár er heimilt að tölvufæra sé þess gætt að um er að ræða upplýsingar um einkahagi fólks. Lögum samkvæmt er skylt að varðveita öll gögn sem safnast hafa í sjúkraskrár þeirra sem látn- ir eru. Öll sjúkragögn eru á end- anum varðveitt í Þjóðskjalasafni. Öryggi sjúkragagna Til að bæta þjónustu og gera hana auðveldari eru sjúkragögn í æ ríkari mæli tölvuskráð og geymd í rafrænum gagnasöfnum. Öðrum þræði hefur tölvuvæðing heilbrigð- isþjónustu og beiting nýjustu upp- lýsingatækni aukið vernd sjúkra- gagna. Flókin tölvunet og samtenging tölvukerfa margra að- ila hafa hins vegar einnig gert upp- lýsingar viðkvæmari en fyrr. Það er vegna þess að öryggi kerfa byggist í æ ríkari mæli á sérhæfðri tækniþekkingu fárra, minni mið- stýringu og nýjum stöðum þar sem hægt er að brjótast inn í kerfi. Á Íslandi eru í gildi lög sem tryggja eiga réttindi sjúklinga, en sjúklingar eru lögum samkvæmt þeir sem nota heilbrigðisþjónustu. Í lögunum segir m.a. „að þess skuli gætt við aðgang að sjúkraskrám að þær hafa að geyma viðkvæmar per- sónuupplýsingar og að upplýsingar í þeim eru trúnaðarmál“. Enn fremur að „sjúkraskrár skulu geymdar á tryggum stað og þess gætt að einungis þeir starfsmenn sem nauðsynlega þurfa hafi aðgang að þeim“. Í lögunum er ekki sér- staklega getið um form sjúkra- gagna en Landlæknisembættið hefur gefið út tilmæli þar sem sú viðmiðun er höfð, að varðveisla sjúkragagna í tölvum sé í engu lak- ari en varsla slíkra gagna á pappír. Mikilvægt er að skýr stefna sé mörkuð í öryggismálum, bæði varðandi aðgangs- og rekstrarör- yggi. Skilgreina þarf mælanleg markmið tengd ytra öryggi, innra öryggi og öryggi gagna. Ytra öryggi Ytra öryggi varðar aðgengi starfsmanna, þjónustuaðila og ut- anaðkomandi aðila að húsnæði og vélbúnaði (tölvum og fylgihlutum þeirra) heilbrigðisstofnunar. Ytra öryggi er t.d. tryggt með útgáfu lykla, aðgangskorta, umgengnis- reglum og viðvörunarkerfum. Innra öryggi Innra öryggi varðar aðgengi- leika fyrir starfsmenn, þjónustuað- ila og aðra aðila innan heilbrigð- isstofnunar að hugbúnaði og Sjúkragögn í tölvum Guðmundur Sigurðsson Svana Helen Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.