Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 37 SAMKVÆMT lög- um frá 1998 eiga bæt- ur almannatrygginga að breytast í sam- ræmi við þróun launa, en hækka þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Lífeyrisþegar hafa krafist þess að tekið sé mið af kaupmætti lágmarkslauna verka- manna. Á samráðs- fundum fulltrúa ellilíf- eyrisþega og ráð- herranefndar hafa ráðamenn fallist á að lífeyrisgreiðslur yrðu í samræmi við þær kröfur, enda sanngjarnt. Nokkrar deilur hafa risið um þessi hlutföll og hafa ráðamenn birt aðrar tölur en kom- ið hafa fram hjá fulltrúum ellilíf- eyrisþega. Eins og oft vill verða á Íslandi eyða menn mestum tíma í deilur um staðreyndir. Líkt og veðurfræðingar deildu í hverjum veðurfarstíma um hvort vænta mætti norðangarra eða sunnan- golu! Sannleikurinn Nú hefur sannleikurinn opinber- ast með ársskýslu Tryggingastofn- unar ríkisins fyrir árið 2000, en stofnunin sér um greiðslur ellilíf- eyris og er því best í stakk búin til að reikna réttar tölur og hlutföll. Eins og sjá má þar hefur kaup- máttarvísitala lágmarkslauna verkamanna hefur á sl. sex árum aukist um 30–50% (fer eftir eingreiðslum) en kaupmáttarvísitala líf- eyrisgreiðslna aukist um 10–12%. Ekki hafa stjórnmálamennirnir staðið við samkomu- lagið. Niðurstöður TR koma algjörlega heim og saman við tölur ellilífeyrisþega, er þeir hafa borið á borð allt frá dögum fyrir síðustu kosningu. Forsætisráðherra, sem er raunsær mað- ur, viðurkenndi okkar tölu fyrir nokkru. En lítið hefur gerst. Ellífeyrisþegar sætta sig ekki við þessa þróun. Tæp 40% ellilíf- eyrisþega búa við greiðslur er ekki ná lágmarksframfærslu. (Skýrsla Ríkisskattstjóra 2000.) Ánægjulegt er að vita að sam- kvæmt nýlegri könnun Pricewater- houseCoopers eru yfir 92% þjóð- arinnar á aldrinum 18–89 ára jákvæð gagnvart baráttu ellilífeyr- isþega fyrir bættum kjörum og yf- ir 62% jákvæð gagnvart framboði lífeyrisþega. Ef úrbætur nást ekki fram er líklegt að lífeyrisþegar neyðist til að leiðrétta þetta óréttlæti í kjör- klefanum og gætu jafnvel náð í „oddamann“ hér og þar. Framkvæmdastjórn, stjórn og kjaranefnd FEB hafa skipst á skoðunum um þessi mál. Ákveðið var að hugsa málið. Lífeyrisþegar ogkjörklefinn Ólafur Ólafsson Höfundur er formaður FEB og fyrrverandi landlæknir. Barátta Lífeyrisþegar hafa krafist þess, segir Ólafur Ólafsson, að tekið sé mið af kaup- mætti lágmarkslauna verkamanna. SÍÐAST þegar ég skrifaði hér í Mbl. um fiskveiðistjórn treysti ég mér ekki lengur að gera það í fullri alvöru, heldur lýsti þeirri undraveröld, sem stríðsmönnum sér- hagsmunanna í þess- um efnum hefur tekist að halda umræðunni í. Þar er staðreyndunum snúið á haus og raun- heimurinn skiptir engu máli. Öll meðferð málsins fær að gerast í Undra- landi, þar sem engin rök eiga við. Árangur- inn er verulega góður, þótt hann sé neikvæður og hagræðingin er því meiri sem menn safna meiri skuld- um. Hér ætla ég hins vegar að reyna enn einu sinni að tala um þessi efni í alvöru, enda eru tilefnin ærin. Eftir fund smábátasjómanna á Austurlandi nýverið var nokkur fréttaflutningur í útvarpi, sem gaf til kynna vansælu smábátasjó- manna þar eystra með þróun stöðu þeirra undanfarið. Aðalhlutverk í þeim fréttum lék þó Halldór Ás- grímsson, sem sagði, að reynt yrði að koma til móts við sjónarmið smábátasjómanna. Hann klykkti út með yfirlýsingu, sem er yfirskrift þessarar greinar: „Það sem einum er veitt er frá öðrum tekið.“ Þetta er að mati ráðherrans ramminn ut- an um mögulegar lausnir. Að mínu mati er forsenda þess- arar yfirlýsingar röng. Væri niðurstaða Hafró um stærðir fiskstofna nákvæmnisvísindi, væri þorskstofninn, ýsustofninn, skarkola- stofninn o.s.frv. hver um sig einn og ekki margir landshluta- bundnir stofnar, ef það skipti engu máli fyrir fiskvernd og afkomu fiskstofna, hvort veitt er með togveiðarfær- um eða á línu eða handfæri, væri þetta allt saman svo, þá væri kannski vit í því, sem ráðherrann sagði. Að því er varðar þorskinn er fræðilega sannað, að stofnarnir eru margir og ónákvæmnin í mati á heildarstærð þeirra eykst að sama skapi. Úr því að þorskstofnarnir eru margir er fráleitt að taka ákvarðanir eins og stofninn sé einn. Þorskurinn, sem heimamönnum gefst færi á í Húnaflóa, í Eyjafirði eða austur á Bakkafirði, er allt ann- ar þorskur en sá, sem menn eru að veiða hér við suðvesturströndina eða á djúpslóðum. Að úthluta ákveðnu magni í fiskverndarskyni sem einum og sama þorskinum er augljóst rugl. Það stenst ekki al- menn skynsemisrök. Fyrir liggur, að niðurstaða Hafró um stærð „þorskstofnsins“ er á mannamáli sú, að 800 þús. tonna veiðistofn er í rauninni á bilinu 570– 1.050 þús. tonn, en þó væru um 5% líkindi til, að hann gæti verið ann- aðhvort stærri eða minni. Þetta er nú nákvæmnin í þessum fræðum og síðustu árin hefur reynt á hana út fyrir ystu mörk. Á þessum trausta grunni var ákveðið hversu mikið skyldi veiða eftir svolitlar leikfimiæfingar sjáv- arútvegsráðherrans. Og menn gæti þess, að mest er vitað um þorskinn. Hafró veit ennþá minna um allar hinar botnfisktegundirnar, sem hafa verið njörvaðar niður með kvótanum. Á þessum vanburða grunni virðist yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar vera byggð um að það, sem einum sé veitt, sé frá öðr- um tekið. Grunnurinn undir þessu öllu eru vinnubrögð Hafró. Fréttir hafa ver- ið sagðar af tímabærri viðleitni stofnunarinnar til fundarhalda víðs vegar um land. Þar töldu sérfræð- ingar stofnunarinnar togararallið afargóða leið til að meta stærð fisk- stofna. Þetta rall á sér stað með þeim hætti, að tekin eru nær 600 hol á sömu stöðum ár hvert og alltaf með sömu veiðarfærum til að tryggja samanburð milli ára. Reyndur togaraskipstjóri hefur sagt mér, að sama slóðin geti gefið allt frá engum afla upp í rífandi fiskirí eftir því á hvaða tíma dags er togað eða eftir því hvernig stendur á sjávarföllum á veiðislóðinni. Rall- togarar Hafró taka sín tog, þegar þeir eru komnir á svæðið, án tillits til nokkurs annars en þess að ljúka verkinu sem fyrst. Þetta er nú ná- kvæmnin í því verki. Þar á ofan er nánast ekkert af ralltogunum á grunnslóð, þar sem allt hefur fyllst af fiski undanfarin ár. Þar hlýtur að skorta mikið á matsgildi rallsins. Útreiðin, sem mat Hafró á þorsk- inum síðustu þrjú ár hefur fengið þar innanhúss, vekur heldur ekki traust. Þetta er nú hinn vísindalegi grunnur undir því, að eitthvert ár skuli veiða 203 þús. tonn af þorski. Þar skorti svo sem ekki á ná- kvæmnina! Það getur verið, að svona óná- kvæmnisaðferðir dugi til þess að ákveða hversu mikið á að leyfa tog- veiðiflotanum að afla ár hvert. Þær mega hins vegar ekki ráða heildar- afla. Honum á strandveiðiflotinn að ráða með sína línu og handfæri. Þar ræðst aflinn af fiskgengd, en ekki því hvað Hafró hefur mælt og reiknað, rétt eða vitlaust. Aflinn ræðst af því hversu mikið er af fiski og ekki síður því hvort hann er í æti eða ekki – hvort hann er að vaxa eða ekki. Veiðar með línu og hand- færum fela í sér sjálfvirka fisk- vernd. Þær friða fisk í góðum vexti. Þær geta aldrei ofboðið fiskstofn- um. Löngu fyrr er hætt að borga sig að sækja fiskinn. Og sem fyrr sagði verndar fiskur í góðu æti og þar með góðum vexti sig sjálfur. Togveiðar geta frekar haldið áfram án tillits til alls, þar til síðasti fisk- urinn er fundinn og veiddur. Þess vegna geta magntakmarkanir með kvóta átt við gagnvart togveiðum. Þær eiga hins vegar ekki við gagn- vart línu- og handfæraveiðum. Til þess er þekkingin á stærð fisk- stofna of ónákvæm. Fiskgengdin á að fá að ráða því, hversu mikið strandveiðiflotinn getur veitt, enda yrðu þá aflabrögðin í réttu hlutfalli við það hversu rétt eða rangt Hafró hefur haft fyrir sér í mati á stærð fiskstofna. Að njörva allan strand- veiðiflotann með kvótasetningu eins og nú hefur verið gert stenst engin rök miðað við ónákvæmnina í mati á stofnstærðum. Þess vegna er yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar alger rökleysa. Þar á miklu frekar að ríkja hið gamla orð- tæki, að enginn veiði annars manns fisk. Fiskveiðistjórnarkerfi, sem innleiðir svo góðar, gamlar hefðir, sýnist vera víðs fjarri núverandi stjórnvöldum, enda hugsa þau í þeirra Undralandi ekki um rök, heldur eingöngu um sérhagsmuni stórútgerðanna. Ekki sakar heldur, að aðferðin, sem hér er lögð til, mundi útrýma brottkasti á gjörvöllum strandveiði- flotanum. „Það sem einum er veitt er frá öðrum tekið“ Jón Sigurðsson Fiskveiðistjórn Veiðar með línu og handfærum, segir Jón Sigurðsson, fela í sér sjálfvirka fiskvernd. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. lagi. Þarna er ólíku saman að jafna. Þar með er ekki sagt að mannúðar- samtök séu ætíð betur fallin til þess að sinna hjálparstarfi en herafli. Í heiminum er til mikil flóra af hjálp- arsamtökum. Innan hennar eru því miður mörg dæmi um samtök sem hafa illa skilgreint hlutverk og hafa valdið skaða með vanþekkingu á að- stæðum og þörfum. Engum blöðum er heldur um það að fletta að hjálp- arstofnanir á vegum Osama bin Lad- en og annarra róttækra Islamista eru fyrst og fremst reknar í þágu póli- tískra byltingarmarkmiða. Skýr afmörkun Eins og getið var í upphafi áformar Evrópusambandið að koma sér upp her, sem m.a. á að sinna mannúðar- og hjálparstarfi. ESB hefur einnig í hyggju að efla getu sína til borgara- legrar friðargæslu með stofnun fimm þúsund manna lögregluliðs til að- gerða utan vébanda þess. Hér á Ís- landi er samhliða unnið að stofnun Ís- lensku friðargæslunnar. Vert er að minna á í þessu sambandi að íhlutanir – hvort sem um er að ræða íhlutanir af mannúðarástæðum, vegna friðar- gæslu eða í því skyni að stilla til friðar – leiða ekki til varanlegra lausna á átökum eða neyðarástandi. Varanleg- ar lausnir byggja á hæfni, getu og vilja heimamanna til þess að leysa vandann og fást við uppbyggingu. Hlutverk þeirra sem skerast í leikinn, í samræmi við rétt alþjóðasamfélags- ins til þess að grípa inn í neyðar- ástand, er einungis að vernda, að- stoða, tryggja öryggi og auðvelda uppbyggingu. Niðurstaðan af þessum hugleiðing- um er sú, að það er allra hagur, að þeir sem sinna hjálpar- og neyðar- starfi geri sér far um að hlutverk þeirra og grunnumboð sé skýrt af- markað, og lögð sé megináhersla á samvinnu og árangur, en minni á tignarröð og yfirbyggingu. Vonandi verður Íslenska friðargæslan byggð upp í samræmi við slík sjónarmið. Höfundur er stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.