Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 47

Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 47 Kr. 3.490 Óskadraumur kvenna á öllum aldri! 4 rúllur 30 mm 4 rúllur 25 mm 2 rúllur 20 mm 10 clips Og hárvandamálin leyst með lítilli fyrirhöfn! SEVERIN - rúllusett Sveigjanleg starfslok Málstofa BSRB BSRB stendur fyrir málstofu um sveigjanleg starfslok fimmtudaginn 6. desember í BSRB húsinu, Grettisgötu 89, kl. 16.00. Erindi: Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Viðhorf: Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði. Fundarstjóri: Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður STAK. Málstofan er opin öllum og er áætlað að henni ljúki kl. 17.30 LIONSHREYFINGIN á Íslandi af- henti menntamálaráðherra fyrsta eintak af margmiðlunardiski sem hreyfingin hefur unnið að sl. 2–3 ár. Diskinn á að gefa öllum ungling- um á landinu sem eru í 8. bekk grunnskóla. Verkefnið var eitt af mörgum verkefnum sem hreyfingin hefur staðið fyrir í tilefni af 50 ára afmæli Lions á Íslandi, en hreyfingin barst hingað 1951. Meðal efnis á disk- inum er ,,lífsleikurinn“ sem búinn er til af íslensku hugvitsfólki og heitir diskurinn Spáðu í mig … og þig. Er honum ættlað að fá ungling- inn til að þroska sig í að taka rétta afstöðu til ýmissa mála er upp koma á lífsleiðinni, en leikurinn gefur stig eftir því hvaða leið ung- lingurinn vill fara lífsveginn til efri ára. Kynning á þessu íslenska verk- efni erlendis hefur vakið athygli og áhuga erlendra Lionsmanna. Kostnaður hreyfingarinnar af verkefninu nemur nú tæpum þrem- ur milljónum kr. og er það fjár- magnað meðal annars af framlagi frá Lionsklúbbum um land allt. Námsgagnastofnun hefur tekið að sér að dreifa diskinum til allra 8. bekkinga í grunnskólum landsins, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Kristinn Lions-margmiðl- unardiskur að gjöf FÓLKIÐ á Vinnustofunni í Gagnheiði á Selfossi hefur unnið að því undanfarnar vik- ur að undirbúa árlegan jóla- markað vinnustofunnar sem hófst mánudaginn 3. dese- mer. Þar verður hægt að kaupa mikið af fallegu hand- verki út leir, basti og tré og einnig ýmsar saumavörur. Markaðurinn verður opinn til 18. desember frá klukkan 8,30 – 16,00 alla virka daga, eða á meðan eitthvað er til. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Þau hvetja fólk til að líta inn á jólaföstunni og skoða úrvalið. Smári Ársælsson, Haraldur Pétursson, Friðgeir Friðgeirsson og Tinna Sigmundsdóttir með sýn- ishorn af þeim vörum sem í boði eru á jólamarkaði Vinnustofunnar í Gagnheiði. Vinnu- stofan í Gagnheiði með jóla- markað Selfossi. Morgunblaðið. HALLDÓR Baldursson heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Ís- lands, Vesturgötu 8 í Hafnar- firði, fimmtudaginn 6. desem- ber kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir Hall- dór „Síðasta ferð línuskipsins Gautaborgar“ og er hann í boði Rannsóknarseturs í sjávarút- vegssögu og Sjóminjasafns Ís- lands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Í fyrirlestrinum fjallar Hall- dór um síðastu ferð danska her- skipsins Gautaborgar, skipbrot þess hér við land 1718, sjópróf og fleiri eftirmál. Heimildir eru meðal annars dagbækur skips- ins og bréfabók skipherra, seg- ir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur í Sjóminja- safninu ARKITEKTAFÉLAG Íslands hélt aðalfund sinn 24. nóvember sl. Á fundinum voru eftirtalin kjörin í stjórn félagsins: Valdís Bjarnadóttir formaður, Stefán Örn Stefánsson ritari, sem er fráfarandi formaður, og Málfríður Klara Kristiansen gjaldkeri. Úr stjórn gengu Steinar Sigurðsson og Hilmar Þór Björnsson. „Félagsmenn AÍ eru nú 306 og eru þeir allir menntaðir erlendis. Arki- tektar hafa á síðastliðnum árum lagt á það ríka áherslu að kennsla í arki- tektúr verði hafin á Íslandi. Eftirfar- andi ályktun var samþykkt á aðal- fundinum: „Aðalfundur Arkitektafélags Ís- lands heitir á stjórnendur Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands að láta einskis ófreistað við að ná saman um skipulag arkitektanáms í sam- vinnu skólanna beggja og tryggja þannig væntanlegum nemendum greinarinnar vandað og fjölbreytt nám í byggingarlist sem fyrst. Arkitektafélag Íslands heitir fullri samvinnu við undirbúning slíks náms enda félaginu mikið kappsmál að vel verði til þess vandað og miklar væntingar við það bundnar.“ Á aðalfundinum var einnig stað- fest sú ákvörðun stjórnar að Guð- mundur Kr. Kristinsson arkitekt hafi verið gerður heiðursfélagi Arki- tektafélags Íslands,“ segir í frétta- tilkynningu. Kennsla í arkitektúr verði hafin á Íslandi JÓLAFUNDUR Kvenréttinda- félags Íslands verður fimtudaginn 6. desember kl. 20 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík, kjallara. Fundurinn hefst með upplestri. Kynntar verða bækur og boðið upp á kaffi og jólasmákökur, auk þess sem heppnir fundargestir fá bækur í vinning í jólahappdrætti KRFÍ. Fundurinn er öllum opinn og að- gangseyrir er 500 kr. Jólafundur Kvenréttinda- félagsins STUÐNINGSHÓPUR um krabba- mein í blöðruhálskirtli verður með aðventufund í húsi Krabbameins- félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 5. desember kl. 17. Ýmislegt verður á dagskrá, svo sem upplestur, tónlistaratriði, kynn- ing á nýjum bókum og fl. Heitt súkk- ulaði og smákökur á boðstólum. Fundað um krabbamein í blöðruhálskirtli SIÐMENNT hefur gefið út jólakort í fjáröflunarskyni. Framan á kortinu er málverk eftir Hring Jóhannesson en aftan á því er sagt frá því að jólin eru forn, heiðin hátíð til að fagna hækkandi sól. Upplagið er takmarkað og kortin fást aðeins hjá varaformanni Sið- menntar. Upplýsingar um verð og pöntun eru á heimasíðu Siðmenntar: www.sidmennt.is, segir í fréttatil- kynningu. Jólakort frá Siðmennt BSRB stendur fyrir málstofu um sveigjanleg starfslok fimmtudaginn 6. desember í BSRB húsinu Grett- isgötu 89, kl. 16 – 17.30. Erindi flytja: Tryggvi Þór Her- bertsson, Ólafur Ólafsson, Helga Dögg Sverrisdóttir. Fundarstjóri: Arna Jakobína Björnsdóttir. Mál- stofan er opin öllum. Málstofa um sveigjanleg starfslok ÁRLEG jólasala iðjuþjálfunar geð- deildar verður fimmtudaginn 6. des- ember á 1. hæð í geðdeildarhúsi Landspítalans við Hringbraut kl. 12 – 15.30. Til sölu verða handgerðar jólavör- ur sem unnar eru af notendum iðju- þjálfunar. Kaffi og veitingasala verð- ur á staðnum. Jólasala iðjuþjálfunar STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með jólafund í Kiwanishúsinu við Engjateig í Reykjavík, fimmtu- daginn 6. september kl. 20. Margrét Konráðsdóttir les jóla- sögu, Danshópurinn Sporarnir sýna dans, Einar S. Arnalds les úr ljóða- bók sinni „Lífsvilji“. Veitingar í boði Kiwanisklúbbsins Esju. Í frétt frá Styrk segir að allir vel- unnarar félagsins séu velkomnir. Jólafundur Styrks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.