Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 35 RÁÐSTEFNA um framtíð Íslensku óper- unnar, sem haldin var í síðustu viku, var mjög gagnleg fyrir umræðuna um tónlist- arhús í Reykjavík. Fram kom að enn hafa ekki verið gerðar teikningar að tónlist- arhúsinu. Það er gott því þá er ekki of seint að hafa þar stórt svið og aðstöðu fyrir óperu og ballett og aðrar stórar sviðssýningar. Hitt er ekki síður mik- ilvægt að á ráðstefn- unni gaf Ólafur Hjálmarson hljómburðarsérfræð- ingur glögga lýsingu á því að hljómburður fyrir óperu og sinfón- íska tónlist fer mæta vel saman. Öðru hefur þó ítrekað verið haldið fram af þeim sem ekki hafa viljað óperu í tónlistarhúsi og hefur það löngum verið ein helsta mótbára þeirra. Eftir stendur að það mun auka á kostnað við byggingu hússins að hafa þar aðstöðu fyrir óperu. Þar vegur á móti að allir eru sammála um að bæta verði aðstöðu Íslensku óperunnar og einnig það mun kosta mikið fé. Rekstur óperunnar yrði í staðinn miklu hagkvæmari og bet- ur færi um listafólkið. Að auki gætu margir aðrir nýtt sér þessa að- stöðu. Gert er ráð fyr- ir því að Sinfóníu- hljómsveit Íslands noti hinn stóra sal hússins 50-60 kvöld á ári og óperan þarf varla fleiri en 30-40 kvöld á ári. Það verð- ur því nóg aðstaða fyrir þær báðar og marga aðra í þessum sal. Augljóst er því að til langs tíma litið er það besti kosturinn að bæði sinfóníuhljóm- sveitin og óperan verði með aðstöðu í tónlistarhúsinu. Ég skora á tónlistarunnendur að taka nú höndum saman og opna þessa umræðu í alvöru. Alltof lengi hafa þeir af minnimáttarkennd ekki þorað að tala uppphátt um tónlistarhúsið af hræðslu við að „ágreiningur“ í röðum þeirra muni fæla ráðamenn frá því að styðja málið. Þeir ráðamenn sem kinnroða- laust geta aftur og aftur sætt sig við að helstu tónlistarmönnum heims sé boðið að koma fram í Laugardalshöll eiga ekki slíka hræðsluvirðingu skilið. Sjálfir hafa þeir ekki látið svo lítið að opinbera sjónarmið sín í þessu mikilvæga máli. Vera má að við Íslendingar höf- um ekki efni á að byggja tónlistar- hús einmitt núna, en við getum þó látið teikna það. Svo mikið er víst að við höfum ekki efni á að teikna og byggja „vitlaust“ tónlistarhús – við fáum bara þetta eina tækifæri til að taka rétta ákvörðun. Samhljómur óperu og sinfóníu Árni Tómas Ragnarsson Tónlist Enn, segir Árni Tómas Ragnarsson, hafa ekki verið gerðar teikningar að tónlistarhúsinu. Höfundur er læknir. Veðsetning útflutningsverðmæta Skuldaaukning útgerðarinnar vegna m.a. kvótakaupa þýðir líklega um 5 milljarða vaxtagreiðslur árlega og getur átt eftir að aukast. Ljóst er að talsverður hluti útflutningsverð- mæta okkar á næstu árum mun fara í að greiða vexti og afborganir þessara skulda. Brottkastið Allir viðurkenna að brottkast sé mjög mikið á miðunum. Þótt brott- kast hafi líklega allaf viðgengist er enginn vafi að kvótakerfið á sinn þátt í aukningu brottkastsins. Nýlegar upplýsingar sýna að vandamálið er jafnvel enn alvarlegra en áður var álitið. Innbyggður galli kvótakerfisins Margt bendir til að kvótamark á einstakar tegundir standist ekki. Menn geta ekki farið á sjó til þess að veiða bara eina ákveðna tegund nema þá helst í uppsjávarfiskum, loðnu, síld o.s.frv. Krókabátur fær ýmsar tegundir á krókana og hefur ekki kvóta nema fyrir sumum. Allir vita að stundum róta menn upp þorski og ýsu en verða að henda miklu af kola af því þeir hafa ekki kvóta. Þeir sem fiska kola fá stundum mikið af þorski og ýsu og mega ekki koma með þann afla að landi. Felur þetta ekki í sér innbyggt brottkast? Sumir höfundar kvótakerfisins telja nú að kerfið gangi ekki upp. Miða verði við há- marksafla á ákveðnum svæðum án tillits til tegundaskipta og fæðu- ástand ráði mestu. Nýliðun Kerfið kemur mjög í veg fyrir ný- liðun vegna gríðarlegs verðs á kvóta. Framkvæmd kerfisins stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hér er um að ræða gríðarlega mik- ilvægt atriði fyrir framtíðaþjóðfélag okkar. Allar greinar atvinnulífsins sýna hve mikilvægt er að nýjir menn með nýjar mugmyndir komist að og þróun verði. Auðlindaskattur – endurskoðun Endurskoðun sú sem fram hefur farið hefur snúist um skattlagningu útgerðarinnar. Þar eru menn á villu- götum. Kerfið sjálft, framkvæmd þess og árangur eru höfuðatriðin. Skattlagning eftir að framlegð hefur náð 20% er einungis nokkurs konar hátekjuskattur á útgerð og á ekkert skilt við galla og kosti kerfisins. Árangurinn Ljóst er að árangurinn af kerfinu er dapurlegur. Ástæður geta verið margar. Það er hins vegar uppgjöf að horfast ekki í augu við þessar stað- reyndir. Sagnfræðingar framtíðar- innar munu horfa undrandi á þetta tímabil minnkandi veiða, stækkandi fiskiskipastóls með auknu vélarafli og stórvirkari veiðarfærum, stór- auknar skuldir útgerðar, hrikalega eignatilfærslu í þjóðfélaginu, gríðar- legan byggðavanda samfara léns- skipulagi fiskveiðanna o.s.frv. Mál er að þeir sem harðast styðja þetta kerfi taki málefnalega á þeim atrið- um sem hér eru nefnd að ofan. Ekki dugar í þessu sambandi að segja endalaust: Aðeins er einn guð, Allah, og Múhameð er spámaður hans. Höfundur er verkfræðingur. #       9 $ +, %, *, &, ,, +, %, 3+, 3+' 33, 33' &,,, 3+, 3+' 33, 33' &,,, &,,' -   9 $   6 ',, *', *,, )', ),, &', &,, ', ,, ', , !   : SAMKVÆMT upp- lýsingum frá Þjóðhags- stofnun voru erlendir ríkisborgarar hér á landi 8.824, eða um 3,1% af íbúafjöldanum, í upphafi þessa árs og hefur hlutfallið hækkað töluvert á undanförn- um árum. Þá kemur fram að um 8% kvenna á aldrinum 20–29 ára sem búsettar eru hér á landi eru erlendir ríkis- borgarar. Erlendir ríkisborg- arar eru mjög mis- dreifðir um landið. Flestir eru þeir á höf- uðborgarsvæðinu en hlutfallið er hins vegar langhæst á Tálknafirði, 19%, og Bakkafirði, 16%. Fast á eftir koma síðan Ásahreppur með 11% og Þórshafnarhreppur með 10%. Hlut- fall erlendra ríkisborgara er meira en tvöfalt landsmeðaltal, eða yfir 6,2%, í 25 sveitarfélögum. Í þessum sveitarfélögum búa nær 17.000 manns, þar af 1.236 erlendir ríkis- borgarar. Þjóðhagsstofnun telur að ef spá stofnunarinnar um framvindu íbúaþróunar það sem eftir er af árinu gengur eftir muni erlendum ríkis- borgurum á vinnumarkaði fjölga um 1.500. Þátttaka í sveitar- stjórnarkosningum Það er eðlilegt að íslenskir ríkis- borgarar hafi einir kosningarétt og kjörgengi í alþingiskosningum og forsetakosningum. Öðru máli gegnir um kosningar til sveitarstjórnar og atkvæðagreiðslur sem miðast við kjörskrá í sveitar- stjórnarkosningum. Þótt erlendur ríkis- borgari kjósi að halda ríkisfangi sínu á hann heima í íslenska sveit- arfélaginu meðan hann dvelst hér. Að frumkvæði Norð- urlandaráðs var sú skipan tekin upp á ár- unum 1976–82 að nor- rænn ríkisborgari í öðru norrænu landi hefur kosningarétt og kjörgengi í sveitar- stjórnarkosningum. Í frumvarpinu 1982 þeg- ar þessi skipan var lög- fest hérlendis var bent á að þessir menn greiddu skatta og skyldur til jafns við ríkisborgara landsins, og talið að kosningaréttur til sveitar- stjórnar snerti ekki „fullveldis- eða þjóðernissjónarmið á sama hátt og ef um þingkosningar væri að ræða. Þá eru tengsl íbúa og sveitarstjórna ná- in“. Athyglisvert er að meginhluti þeirra raka sem fyrir um tveimur áratugum þóttu eiga við um Norð- urlandabúa eiga nú við um ríkisborg- ara á EES, og raunar í síauknum mæli um heimsþorpið allt. Síðan þessari skipan var komið á um Norðurlönd hafa Finnar, Danir, Norðmenn og Svíar gengið lengra. Í Danmörku og Svíþjóð er héraðskosn- ingum þannig háttað að allir norræn- ir menn og borgarar ESB-landa hafa kosningarétt og kjörgengi sem mið- ast við sömu búsetuskilyrði og við eiga um innlenda kjósendur. Aðrir erlendir ríkisborgarar verða að hafa dvalist í landinu í þrjú ár. Finnar hafa sömu skipan, en setja aðeins tveggja ára búsetuskilyrði. Þessi ríki eiga að- ild að Evrópusambandinu og taka því sérstakt tillit til ESB-borgara, en um það er þó engin almenn regla eða samningar innan ESB. Í Noregi, sem hefur sömu stöðu og Ísland í Evrópu- málum, hafa norrænir menn sama rétt í héraðskosningum og Norð- menn en réttur allra annarra er bundinn þriggja ára búsetuskilyrði. Frumvarp Samfylkingarinnar Landsfundur Samfylkingarinnar lagði á það áherslu að lýðræðisleg mannréttindi innflytjenda væru tryggð. Á 126. þingi flutti Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar, frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitar- stjórna þar sem lagt er til að allir er- lendir ríkisborgarar eigi þann rétt eftir þriggja ára búsetu að taka þátt í sveitarstjórnarkosningum. Frum- varp sama efnis var endurflutt nú í haust af þingmönnum Samfylkingar- innar. Samþykkt þess væri mikil- vægur áfangi í að tryggja lýðræðis- leg mannréttindi innflytjenda. Framteljendur með erlent ríkis- fang voru 7.057 á síðasta ári og er- lendum ríkisborgurum með atvinnu- tekjur fjölgaði um 17,8% milli ára. Erlendir ríkisborgarar setja því sí- fellt meiri svip á atvinnulífið og eru mikilvægir útsvarsgreiðendur í mörgum sveitarfélögum. Því er eðli- legt að þeir hafi með kosningarétti til sveitarstjórna áhrif á þróun sinna sveitarfélaga eins og aðrir íbúar og að tekið sé tillit til þarfa þeirra eins og annarra íbúa sveitarfélagsins. Þá verður það líklegra að hér verði fjöl- menningarleg samfélög þar sem „fólk af íslenskum ættum og erlend- um blómstrar saman án tillits til upp- runa og íslensk menning auðgast með samleik strauma frá allri heims- byggðinni“. Fjölmenningarleg sveitarfélög Svanfríður Jónasdóttir Pólitík Landsfundur Samfylk- ingarinnar, segir Svan- fríður Jónasdóttir, lagði á það áherslu að lýðræð- isleg mannréttindi inn- flytjenda væru tryggð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. gögnum sem geymd eru í tölvu- kerfi stofnunarinnar. Innra öryggi er tryggt með aðgangsstjórnun, m.a. með útgáfu aðgangs- og lyk- ilorða og reglum um umgengni við tölvukerfi. Öryggi gagna Öryggi gagna varðar, almennt séð, öryggi í allri meðhöndlun frumgagna sem og afritaðra gagna, hvort sem er á rafrænu formi, á segulmiðlum, geisladiskum, pappír eða filmum. Í öryggi gagna felst að:  Gögn séu rétt og aðgengileg, þeim sem aðgangsrétt hafa, þeg- ar þörf er á.  Gögn séu óaðgengileg fyrir óvið- komandi.  Gögn séu varin gegn þjófnaði, eldi, náttúruhamförum o.þ.h.  Gögn séu varin gegn skemmdum og eyðingu af völdum tölvuveira og annarra spilliforrita.  Alltaf séu til áreiðanleg afrit af gögnum.  Gögn sem fara um net komist til rétts viðtakanda ósködduð og á réttum tíma. Gæta verður þess að þau fari ekki til annarra. Sami aðili, þ.e. yfirlæknir eða læknisfræðilegur yfirmaður, ber ábyrgð á vörslu sjúkragagna, hvort sem er í tölvu eða á öðru formi, t.d. á pappír eða á filmu. Skal hann hafa eftirlit með því að reglum sé framfylgt. Heilbrigðisþjónusta Mikilvægt er, segja Svana Helen Björns- dóttir og Guðmundur Sigurðsson, að skýr stefna sé mörkuð í öryggismálum. Svana er framkvæmdastjóri og Guðmundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.