Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEREDITH Stewart, starfsmaður Enron, situr með föggur sínar fyrir utan aðalskrifstofur fyrirtækisins í Houston í Texas á mánudaginn, þegar starfsfólk, sem fyrirtækið hafði sagt upp, tók pokana sína. Alls var fjögur þúsund starfs- mönnum á aðalskrifstofunum sagt upp á mánudaginn, og sama dag fékk fyrirtækið 1,5 milljarða doll- ara vítamínsprautu frá fjárfestum. Eru þessar aðgerðir liður í end- urskipulagningu fyrirtæksins, er miðar að því að koma í veg fyrir að annað fyrirtæki, Dynegy, hætti við fyrirhugaðan samruna fyrirtækj- anna, er búið var að semja um. Á sunnudaginn fór Enron, sem verið hefur á meðal umsvifamestu orkufyrirtækja í heimi, fram á greiðslustöðvun, en fjármálaskýr- endur hafa sagt að ekkert bíði fyr- irtækisins annað en gjaldþrot, sem yrði eitt hið mesta í sögunni. Síð- degis á mánudag tryggði fyr- irtækið sér allt að 1,5 milljarða dollara fjármögnun frá fjárfesting- arfyrirtækinu JP Morgan Chase og Citibank, og fékk heimild dómara til að verja 250 milljónum dollara til að halda starfsemi sinni áfram á meðan endurskipulagning færi fram. Alls voru starfsmenn fyr- irtækisins um 21 þúsund, þar af störfuðu um 7.500 í aðalstöðv- unum. Reuters Enron segir upp Í YFIRLÝSINGU sem Ísr- aelsstjórn sendi frá sér í fyrrakvöld er Yasser Arafat og öðrum embætt- ismönnum sjálfstjórnar Palestínu- manna lýst sem stuðningsmönnum hryðjuverka. Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar þess að Ísraelsher hefndi fyrir hryðjuverk Hamas-hreyfingar- innar um helgina með loftárásum á stöðvar palestínskra stjórnvalda, en klofningur kom upp innan ríkis- stjórnarinnar vegna útgáfu hennar. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti yfir „stríði gegn hryðjuverkum“ í sjónvarpsávarpi á mánudagskvöld, eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna höfðu orðið alls 26 óbreyttum ísraelskum borgurum að bana í sjálfsmorðsárásum um helgina. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, sem gefin var út síðar um kvöldið, eru tveir hópar sem tengj- ast Yasser Arafat eða sjálfstjórninni skilgreindir sem hryðjuverksamtök: Tanzim-sveitirnar, sem eiga aðild að Fatah-hreyfingu Arafats, og sveit innan palestínsku öryggislögregl- unnar. Ráðherrar Verkamannaflokksins gengu út af ríkisstjórnarfundi í mót- mælaskyni við útgáfu yfirlýsingar- innar og sökuðu aðila innan stjórn- arinnar um að reyna að stuðla að falli sjálfstjórnar Palestínumanna. Shimon Peres, leiðtogi flokksins og utanríkisráðherra, sagði að Verka- mannaflokkurinn myndi íhuga al- varlega að slíta stjórnarsamstarfinu og samflokksmaður hans, sam- gönguráðherrann Ephraim Sneh, lét svipuð ummæli falla. Peres hefur boðað ráðherra flokksins til fundar í dag til að ræða viðbrögð við atburð- um síðustu daga. Einn ráðgjafa Sharons, Raanan Gissin, sagði hins vegar að yfirlýs- ingunni væri ekki ætlað að grafa undan sjálfstjórninni, heldur auka þrýsting á Arafat um að skera upp herör gegn herskáum hópum Pal- estínumanna og forða frekari árás- um. Upplýsingaráðherra Palestínu- manna, Yasser Abed Rabbo, vísaði í gær á bug þeim fullyrðingum sem fram koma í yfirlýsingunni um tengsl Arafats og sjálfstjórnarinnar við hryðjuverk. Sagði hann hertöku Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu rót átakanna og sakaði Ísraelsstjórn um að minnka enn lík- urnar á friði fyrir botni Miðjarðar- hafs með aðgerðum sínum. Powell segir Ísraela hafa rétt til að verja land sitt Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Arafat í gær til að grípa til harðari aðgerða gegn hryðjuverkamönnum. „Ég tel að Arafat geti lagt sig meira fram en hann hefur gert til þessa,“ sagði Powell, þar sem hann var staddur á fundi Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu (ÖSE) í Búkarest. Powell sagði Ísraelsstjórn jafn- framt hafa rétt til að svara sjálfs- morðsárásunum á „viðeigandi“ máta og verja land sitt. Hann minnti hins vegar á að markmiðið væri að fá Ísr- aela og Palestínumenn aftur að samningaborðinu. Athygli hefur vakið að Banda- ríkjastjórn hefur ekki hvatt stjórn- völd í Ísrael til að halda aftur af sér í viðbrögðum við árásum helgarinnar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hvatti jafnvel til harðra aðgerða gegn Hamas- hreyfingunni. „Eina leiðin til að verjast hryðjuverkamönnum er að elta þá uppi,“ sagði varnarmálaráð- herrann. Peres hótar stjórnarslitum Jerúsalem, Ramallah. AFP, AP. Reuters Yasser Arafat hlustar á Shimon Peres, sem sést á sjónvarpsskjá á neðri hluta myndarinnar, tala á ráðstefnu sem þeir sátu á Spáni fyrir skömmu. Ísraelsstjórn segir Yasser Arafat og palest- ínsku heimastjórnina hryðjuverkamenn sig við vilja kjósenda,“ sagði Chen og lagði áherslu á, að stefna sín hefði ekkert breyst með kosningasigrin- um. Ekki er búist við, að Kínastjórn CHEN Shui-bian, forseti Taívans, hvatti í gær kínversku stjórnina til að virða vilja Taívana en flokkur hans, sem hefur áhuga á að lýsa yfir sjálfstæði eyjarinnar, vann mikinn sigur í þingkosningunum í landinu sl. laugardag. „Kínastjórn leit niður á mig og á stjórn mína fyrir kosningarnar en nú ætti hún að grípa tækifærið og sætta muni taka þess- um yfirlýsingum Chens fagnandi, en í gær hafði hún ekki sagt annað um kosn- ingaúrslitin en að þau hefðu engu breytt. Fréttaskýr- endur segja, að kínverskir ráða- menn hafi mikl- ar áhyggjur af sigri sjálfstæðissinna á Taívan og harmi ósigur sinna fornu fjenda, Kuomingtans eða þjóðernis- sinna. Þeirra stefna var þó sú, að að- eins væri um að ræða „eitt Kína“ en Chen hafnar því. Mikið afhroð þjóðernissinna Niðurstaða kosninganna var sú, að flokkur Chens, Framfarasinnaði lýð- ræðisflokkurinn, fékk 87 þingmenn af 225 á þingi en þjóðernisssinnar að- eins 68. Fengu þeir 110 menn kjörna í síðustu kosningum. Er þetta í fyrsta sinn sem þeir eru ekki stærsti flokkurinn á þingi. Flokkur Chens var í gær kominn vel á veg með að mynda meirihluta á þingi með öðrum flokkum, sem vilja sjálfstæði, og brotthlaupnum þjóð- ernissinnum. Stórsigur sjálf- stæðissinna á Taívan Þjóðernissinnar ekki lengur stærstir á þingi Taípei. AFP. Chen Shui-bian, forseti Taívans. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambands- ins (ESB) lagði í gær fram tillögur um frekari niðurskurð fiskveiðikvóta í efnahagslögsögu sambandsins vegna þverrandi fiskistofna. Þar á meðal er tillaga um að draga úr þorskveiðum í Kattegat um 60%. Nái tillögurnar óbreyttar fram að ganga kem- ur minnkun aflaheimilda einna harðast niður á sjómönnum sem stunda veiðar á Kattegat. Í meginatriðum fela nýju tillögurnar í sér eftirfar- andi samdrátt auk niðurskurðarins í Kattegat: Ýsukvóti í Írlandshafi verði skertur um 52%, sólflúrukvóti í Norðursjónum verði skertur um 25%, rauðsprettukvóti við vesturströnd Skot- lands verði skertur um 20% og þorskkvóti í Ír- landshafi verði skertur um 10%. Svartur dagur fyrir sjómenn Síðar í þessum mánuði verða nýir þorsk- og lýsingskvótar í Norðursjó ákveðnir og er ekki búist við aukningu þeirra. „Þetta er enn einn svartur dagur fyrir evr- ópska sjómenn,“ sagði Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB en bætti við að kvótaskerðingin væri ill nauðsyn. Stofnar flestra fiskitegunda, þar á meðal þorsks og ýsu, væru „við hættumörk“. Án aðgerða yrðu sumir fiskistofnar með öllu útdauðir í Norðursjó eftir tvö ár. Fram kom á netsíðu BBC að Fischl- er hefði sagt að vandinn væri í aðalatriðum sá að alltof stór floti væri að keppa um of fáa fiska. Af- kastageta fiskveiðiflota ESB-ríkjanna væri „langt umfram“ þörf. ESB vill minnka þorsk- veiðar í Kattegat um 60%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.