Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 27 V e rð s e m s læ r ö ll m e t P R E N T S N I Ð ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 mánudaga–föstudaga kl . 9–18 laugardag 8. desember kl . 10–16 sunnudag 9. desember kl . 13–16OPIÐ: Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki. 2ja ára ábyrgð og fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. VERÐ SEM SLÆR ÖLL MET VERÐDÆMI: Innbyggingarofnar frá kr. 36.240,- (20% afsláttur) Helluborð m/4 hellum - 15.800,- (35% afsláttur) 4ra hellu keramikborð - 42.480,- (20% afsláttur) Helluborð 2raf + 2gas - 25.730,- (25% afsláttur) Grill, niðurfellt í borð - 17.400,- (40% afsláttur) Djúpst.pottur, niðurfelldur 28.920,- (40% afsláttur) Veggvifta, hvít eða stál 6.900,- (22% afsláttur) Veggháfar, burstað stál frá kr. 23.960,- (30% afsláttur) Eyjuháfur 65x90cm, burstað stál 76.720,- (20% afsláttur) Einnig eldavélar með keramikborði og fjölvirkum ofni, hvítar eða burstað stál, á frábæru verði. TAKMARKAÐAR BIRGÐIR - FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR ELDAVÉLAR - OFNAR HELLUBORÐ - VIFTUR ÞAÐ teljast líklega litlar ýkjur þó að sagt sé að tveir menn eigi stærstan heiðurinn af þessari sýningu Leik- félags Seyðisfjarðar. Þeir Ágúst Torfi Magnússon og Snorri Emilsson skrifa leikritið, leikstýra því, leika báðir burðarhlutverk og hanna leik- mynd, auk þess sem Snorri sér um lýsingu í félagi við Ívar Björnsson. Það er enginn smáfengur fyrir svona atorku í einum bæ, ekki síst þar sem afraksturinn er jafn ágæt skemmtun og raun ber vitni. Af hinum fjölmörgu verkefnum sem þeir félagar hafa sinnt hér sætir árangur þeirra við skriftirnar mest- um tíðindum. Þeir velja sér hið erfiða farsaform og komast satt að segja ótrúlega langt með að skrifa einn burðugan slíkan. Verkið hverfist um hina mannfælnu félaga Jónas og Mar- tein, sem reka lítið hótel og eru aldrei sælli en þegar öll herbergi standa auð. Dóttir Jónasar elskar hinn ofur- klaufska vikapilt Jósep og hann hana, en áður en þau ná saman gengur mik- ið á, hver misskilningurinn rekur ann- an og verulega reynir á þolrif manna- fælnanna tveggja. Framvinda er næsta lipur í verkinu og samtöl mörg snörp og skemmtileg. Ekki tekst höfundum alls kostar að skapa verulega snúna fléttu, oft er ekki alveg innistæða fyrir óðagoti persónanna og niðurlagið dregst óþarflega á langinn. En þessir lestir verksins skyggja ekki á kosti þess, það heldur athyglinni, kitlar hlátur- taugarnar og segir þegar best lætur satt um okkur Íslendinga í dag. Það er ekki öllum gefið að leikstýra eigin verkum og að mínu viti hefði Þetta er bara prinsippmál grætt mik- ið á að þriðja auga hefði verið kallað til og falið sviðsetning verksins. Ekki hvað síst þar sem höfundar og leik- stjórar standa einnig á sviðinu. Þeim félögum hefur ekki tekist nógu vel að stilla úrverkið í stykkinu, persónu- leikstjórn óþarflega ómarkviss og staðsetningar of oft tilviljanakenndar og óheppilegar. Þannig skilaði sér illa fyndni sem byggist á að ein persóna heldur að önnur sé að tala við sig, þegar sú er í raun að tala við sjálfa sig eða í síma. Mörg slík samtöl eru í verkinu og lipurlega skrifuð, en of oft sáu persónurnar hvor aðra og því datt grínið í gólfið. Þess ber að geta að sýningin mun vera æfð upp á skömm- um tíma, og meira nostur hefði ugg- laust skilað henni betri, en albest hefði að mínu viti verið sýn utanað- komandi leikstjóra. Af leikurum standa sig best Snorri Emilsson, sem heldur sýningunni í raun gangandi sem Jónas, greinilega sviðsvanur og gekk vel að átta sig í rýminu. Þá var Hrönn Sigurðardóttir örugg og fyndin í hlutverki dóttur Marteins sem á í tilfinningasambandi við gemsann sinn. Faðir hennar var bráðhlægilega túlkaður af Klemens Hallgrímssyni. Eftir stendur að þetta merkilega framtak Ágústs og Snorra hefur skil- að bráðgóðri frumraun í leikritun, sem vonandi verður framhald á. Sýn- ingin er ágæt skemmtun sem óskandi er að Seyðfirðingar og aðrir austan- menn flykkist á. Ég óska Leikfélagi Seyðisfjarðar til hamingju með ofur- hugana sína. Þúsundþjalasmiðir á Seyðisfirði LEIKLIST Leikfélag Seyðisfjarðar Höfundar, leikstjórar og leikmyndahönn- uðir: Ágúst Torfi Magnússon og Snorri Emilsson. Leikendur: Ágúst Torfi Magnússon, Hrefna Hafdal Sigurðardóttir, Hrönn Sig- urðardóttir, Ívar Björnsson, Klemens Hallgrímsson, Lilja Björk Birgisdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Snorri Em- ilsson. Félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði, 30. nóvember 2001. ÞETTA ER BARA PRINSIPPMÁL Þorgeir Tryggvason „AÐDRAGANDI þessa disks nær aftur til ársins 1999, en þá hélt ég einsöngstónleika í Íslensku óp- erunni. Það var mjög gaman að halda þessa tónleika; það var hús- fyllir, og við tókum hluta þeirra upp niðri í Óperu, bæði fyrir og eft- ir tónleikana. Meiningin var nú að gefa diskinn út þá. En ég var ekki sáttur við nokkur lög og því var út- gáfunni frestað. Ég fór svo niður á Ítalíu til náms og starfs og það var ekki fyrr en ég var kominn heim aftur, að tími vannst til þess að klára diskinn. Það gerðum við í Víðistaðakirkju í ágúst síðastliðnum. Ég vildi bara gera þetta almenni- lega, fyrst ég var að því á annað borð.“ Á plötunni; Jóhann Friðgeir Valdimarsson & Ólafur Vignir Al- bertsson, eru tíu íslenzk lög, sex eftir Sigvalda Kaldalóns og hin eft- ir Jón Ásgeirsson, Eyþór Stef- ánsson, Inga T. Lárusson og Svein- björn Sveinbjörnsson. Í kynningu með plötunni segir Jón Ásgeirsson um íslenzku verkin: „Í þessum verkum birtist marglitt efni íslenskra sönglaga og segja má að fyrir íslenska hlustendur sé um prófstein að ræða á sviði túlkunar, mótunar hendinga, nákvæmni í framburði og í fögru tóntaki. Í Heimi er það dramatísk saga, feg- urðardýrkunin í Þú eina hjartans yndið mitt, ljóðrænn treginn í Ég lít í anda liðna tíð, glæsileikinn í Hamraborginni, ástarsorgin í Vor hinsti dagur, náttúrudýrkunin í Lindin og fjörið í Sprettur.“ „Þessi lög eru í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir söngvarinn. „En þau eru bara brot af öllum mínum uppáhaldslögum.“ – Hamraborgin verður nátt- úrlega að vera með á svona plötu? „Já, já,“ samsinnir hann með bros á vör. „Þetta er lag sem er meira svona fyrir stórar raddir. Ég sé það síður fyrir mér í munni hálýrísks tenórs. Annars söng hún Diddú Hamraborgina í Salnum með Jónasi Ingimundarsyni. Þannig að það er allt hægt. En þetta lag er mikið fyr- ir tenóra!“ – Lagið, sem allir áheyrendur vilja heyra tenórinn spreyta sig á? „Jú, jú. Það heyrist alltaf úti í sal, þegar maður er kominn í aukalög- in: Hamraborgina, Hamraborgina!“ Um seinni hluta geislaplötunnar; ítölsku söngvana, segir Jón Ás- geirsson: „Raddgerð Jóhanns Frið- geirs fellur einstaklega vel að ítalskri óperutónlist og seinni hluti hljómdisksins er ítölsk söngtónlist. Þar getur að heyra söngva eftir Tosti, Donaudy, Cardillo, Cilea, Leoncavallo og Puccini. Söngverk á borð við L’ultima canzone og Ideale eftir Tosti, Core ’ngrato eftir Card- illo, E la solita storia eftir Cilea, Vesti la giubba eftir Leoncavallo, Recondita arminia og E lucevan le stelle eftir Puccini eru allt stór- aríur þar sem reynir á allt tónsvið raddarinnar og víðfeðmt túlk- unarsvið sem er öllum söngvurum vegvísar til musteris sönggyðj- unnar.“ „Þetta er meira svona mín deild,“ segir söngvarinn. Meðleikari Jóhanns Friðgeirs á plötunni er Ólafur Vignir Alberts- son. „Ólafur hefur staðið við bakið á mér allar götur síðan í Söngskól- anum. Ætli það séu ekki ein 80% af síðustu lögum fyrir fréttir, sem Ólafur Vignir spilar með. Svo sá Halldór Víkingsson um upptöku og hljóðvinnslu og hann er vandvirkur í sínum vinnubrögð- um.“ – Fleiri plötur í bígerð? „Já, það eru tveir diskar í sigtinu, ef ekki þrír.“ – Meira af íslenzk-ítalskri blöndu, eða … „Ég vil sem minnst um þá segja að svo komnu máli. Þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Jóhann Friðgeir hefur nú verið heima í hálft annað ár, reyndar „á flækingi milli Íslands og Ítalíu“. Og landar hans hafa tekið honum vel. „Ég get ekki kvartað undan Ís- landsverunni. Satt að segja hef ég haft rosalega mikið að gera. Þetta er vinna að útgáfum, eins og þessum diski, tónleikahald og svo jarðarfarir og giftingar. Íslendingar eru mjög söngelskir. Mér er til efs að annars staðar tíðk- ist jafn mikill söngur við jarðarfarir og hér. Að minnsta kosti ekki á Ítal- íu. Hér syngur maður þetta þrjú lög í jarðarför og það eru alls konar lög. Meira að segja Nessun dorma er sungið við jarðarfarir á Íslandi.“ En nú vill Jóhann Friðgeir hleypa heimdraganum öðru sinni. „Já, það er í bígerð að fara aftur utan. Hér heima finnst mér ég ekki geta kallað mig óperusöngvara. Að- stæður eru bara þannig, að ég er fyrst og fremst söngvari og skemmtikraftur. Og það er ekki takmarkið að stoppa í því. Ég vil komast lengra. Þess vegna er stefn- an sett á að komast út með fjöl- skylduna á næsta ári.“ – Ítalíu? „Já. Mér hafa boðizt fastráðn- ingar í Þýzkalandi en ég hef hafnað þeim vegna launanna. Það lifir eng- in fjölskylda á þeim launum, sem þar eru í boði. En með minni rödd gæti ég náð árangri á Ítalíu og þegar sungið er á ítölsku er númer eitt, tvö og þrjú að málið sé hundrað prósent.“ – Jón Ásgeirsson segir að þú haf- ir burði til þess að syngja þig inn í íslenzk hjörtu og verða „Jóhann okkar“. Hvernig líður þér með þá einkunn í nestismalnum? „Mér finnst hún fyrst og fremst mikill heiður, sem ég á vonandi eft- ir að standa undir. En eins og Jón bendir á þarf mikla og þrotlausa vinnu til þess að ná árangri. Ég veit að ég hef allt til þess og að framhaldið er undir mér komið. Ég geri mér líka grein fyrir því, að þetta er stórgrýtt braut, en eng- inn dans á rósum.“ Jóhann Friðgeir segir meiri mun á Ítölum og Íslendingum en sem nemur söng við jarðarfarir. „Ítalir eru miklu heitari áheyr- endur. Á Ítalíu hafa myndast bið- raðir eftir tónleika, þar sem ég hef verið beðinn um eiginhandarárit- anir og að senda myndir af mér. Þetta þekkist ekki hér heima. Ég man eftir tónleikum á Ítalíu, þar sem ég endaði á Nessun dorma og varð að tvítaka aríuna. Það varð allt vitlaust í salnum. Íslendingar eru miklu þyngri, þótt þakklátir séu. Á tónleikum hér heima söng ég Hamraborgina. Og ég veit að ég gerði það vel. En það var bara einn þriðji, sem stóð upp og hrópaði bravó. Hinir sátu sem fastast, eins og ekkert væri! Á Ítalíu er það allt eða ekkert. Það er öðruvísi hér á Íslandi.“ – Og nú bíður sönggyðjan eftir þér með opinn faðminn. „Ég vil vera hógvær. Það er því bezt að segja sem minnst. Ég vil að söngurinn tali mínu máli.“ freysteinn@mbl.is „Ég vil að söngur- inn tali mínu máli“ Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenórsöngvari fer mik- inn í íslenzku sönglífi. Nú er komin út hans fyrsta geisla- plata, þar sem hann syngur íslenzk lög og ítölsk og óperuaríur. Freysteinn Jóhannsson hitti Jóhann Friðgeir að máli. Jóhann FriðgeirValdimarsson NORRÆN sakamál 2001 hefur að geyma frásagnir lögreglumanna frá Ís- landi og hinum Norðurlöndunum. Sagt er frá afbrotum sem á sínum tíma vöktu mikla athygli, hérlendis og erlendis. Einnig er að finna greinar um sögu fingrafararannsókna á Íslandi og um sögu lögreglunnar í Reykjavík. Sams konar bækur hafa verið gefn- ar út á hinum Norðurlöndunum, fyrst árið 1970 í Svíþjóð, en þetta er fyrsta bókin sem kemur út hérlendis. Ritstjóri bókarinnar er Egill Bjarna- son. Höfundar eru Ómar Smári Ár- mannsson, Lúðvík Eiðsson, Úlfar Jónsson, Egill Bjarnason, Eiríkur Hreinn Helgason, Arnór Bjarnason, Sigurður V. Benjamínsson, Hlynur Snorrason, Gunnar Schram, Sævar Þ. Jóhannesson og Guðmundur Guð- jónsson. Sverrir K. Kristinsson þýðir erlendar greinar. Á myndinni afhendir Óskar Bjart- marz, formaður Íþróttasambands lög- reglumanna, dómsmálaráðherra, Sól- veigu Pétursdóttur og ríkislögreglu- stjóra, Haraldi Johannessen, fyrstu eintök bókarinnar. Útgefandi er Norræna lögreglu- íþróttasambandið í samvinnu við Ís- lenska lögregluforlagið ehf. Bókin er 256 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 2.995 kr. Sakamál Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.