Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 5
Valur Ingimundarson Ari Trausti Guðmundsson Krafla 23 Krafla 22 Íslenskar eldstöðvar er ríkulega skreytt stórbrotnum myndum af mikilfenglegum náttúruhamförum. Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson er glæsilegt fræðirit handa almenningi um eldvirkni á Íslandi í aldanna rás. Ekkert hefur verið til sparað að gera þetta forvitnilega efni sem best úr garði. Þetta er viðamesta bók sem gefin hefur verið út um jarðelda hér á landi, traust upplýsingarit þar sem íslensk náttúra og ofurkraftar hennar birtast í öllu sínu veldi. • Ari Trausti Guðmundsson gerir á lifandi hátt grein fyrir þeim eldstöðvum sem þekktar eru hér á landi. • Glæsilegar ljósmyndir margra af fremstu ljósmyndurum landsins. • Kort eru notuð markvisst til skýringar. • Nýjustu tölvutækni er beitt til þess að skyggnast undir jökla svo sjá megi landslagið sem þar leynist. • Fjölmargar skýringarmyndir gera efnið einkar aðgengilegt. • Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Uppgjör við umheiminn eftir Val Ingimundarson, sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, er nákvæm úttekt á dramatískum tímum í sögu Íslands sem kemur á óvart. Valur fjallar hér um samskipti Íslands við Bandaríkin og NATO 1960-1974 þegar hart var deilt um herstöðina í Keflavík og vestrænt samstarf og þorskastríð við Breta var í algleymingi. Hann fékk aðgang að fjölda innlendra og erlendra skjala sem aldrei fyrr hafa komið fyrir augu almennings og sýna þessa tíma í algjörlega nýju ljósi. Ráðherrar og embættismenn unnu mjög bak við tjöldin að því sögulega uppgjöri við umheiminn sem þá átti sér stað og hefur mikil leynd hvílt yfir því allt til þessa dags. Hér birtist loksins sagan bak við söguna. Íslensk náttúra í öllu sínu veldi Sögulegt uppgjör Öræfajökull 169 yngri (frá 1727) eru berari og má t.d. minna á Svartajökul sem ekið er um austan við Kotá. Samkvæmt fáeinum heimildum, og einnig munnmælum, voru a.m.k. 20–40 býli í byggð á Litlahéraði, frá Morsárdal að telja og yfir að Breiðumörk. Hún var þar sem nú er Breiða- merkursandur. Þessi byggð eyddist líklega með öllu. Fólk lést og fénaður fórst. Mikið tjón varð í annarri byggð eystra, allt austur að Hornafirði og Lóni. Hugsanlegt er að tugir eða hundruð manna hafi látið lífið í gosinu og næstu árin eftir það. Sumir bæir í Öræfum, eins og héraðið næst eldfjall- inu hét eftir gosið, byggðust á ný, lík- lega snemma á 15. öld, en þá í þéttum þyrpingum sem einkenna byggðina enn þann dag í dag. Hlaupin breyttu landi og mynduðu stóra setbunka þar sem áður var gróið land eða jafnvel sjór. Gjóskan úr Öræfajökli frá árinu 1362 þekur 36.000 km2 lands, en um fjórum til fimm sinnum stærri flöt sé hafsvæðið undan Austur- og Suðurlandi tekið með í reikninginn. Rúmmál nýfallinnar gjóskunnar hefur verið næstum 10 km3. Það er tvisvar til fjórum sinn- um meiri gjóska en í Heklugosinu árið 1104. Þar af féllu um 2 km3 á landið sunnan og austan fjallsins og næst því. Eldgosið flokkast með stærstu gjóskugosum heimsins undan- farið árþúsund. Síðara Öræfajökulsgosið hófst 3. ágúst 1727, líklega að undangengnum jarð- skjálftum. Stóðu umbrotin óslitið fram í apríl 1728. Um þau eru nokkuð skýrar samtímaheimildir. Eldsprungan opnaðist líklega ofarlega í fjallinu, upp af Sand- Grjót- og malardreifin úr jökulhlaupinu sem fylgdi gosinu árið 1727 breiðir m.a. úr sér fram undan Kotárjökli. Heitið Svarti- jökull festist við svæðið meðan mest var af jökum í dreifinni. (HK) Hæð Öræfajökuls Samkvæmt íslenskum kortum er Öræfajökull 2.119 m hár. Talan er gömul, frá 1904 er Danir mældu upp land með hefðbundnum þríhyrningamælingum. Hæðin hefur verið mæld nokkrum sinnum síðan með ýmsum aðferðum og ýmsar tölur fengist, frá 2.103 til 2.123 m. Árið 1993 fékkst talan 2.111 m með DGPS-gervihnattamælingu. Í raun er erfitt að festa hæð Hvannadalshnúks sem eina tölu. Öræfajökull tekur á sig mikla ákomu (allt að 7.000 mm í vatnsgildi) og bráðnun þar er mismikil eftir árferði. Þar með er ís- og snæhulan á kolli tindsins misþykk eftir árum. Jarðskorpuhreyfingar af margvíslegum aflrænum toga, fjöðrun jarðskorpu við fargbreytingar og þrýstings- breytingar í kvikuhólfi fjallsins ráða líka einhverju um hæð þess. Hver sú tala sem mæld væri, t.d. með nákvæm- um GPS-mælingum, yrði því ekki hin endanlega. Eldgosið 1362 flokkast með stærstu gjóskugosum heimsins undanfarið árþúsund Fjölmargar skýringarmyndir gera efnið einkar aðgengilegt. Öræfajökull 168 ur skoðað aflfræðilegar forsendur og af- leiðingar hreyfinganna. Einnig hefur Guðmundur E. Sigvaldason, og reyndar fleiri, fjallað um þetta efni. Útreikning- arnir og einnig athuganir á eldstöðvum eins og Öskju benda til þess að jökul- fargsbreytingar hafi umtalsverð áhrif á eldvirkni (sjá kafla 2). Niðurstöður Hjalta J. Guðmundsson- ar eru þessar: Í Öræfajökli lauk löngum framrásum skriðjökla fyrir um 9.700 og 5.000 árum og aðrar smærri náðu hámarki fyrir 3.200, 1.700, 700, 200 og 70 árum. Sé gossagan skoðuð og bor- in saman við þessar tíma- setningar kemur fram nokkuð góð fylgni milli hopandi jökla og gosa. Eldgosin koma upp að meðal- tali 330 árum eftir að hver framrás nær hámarki. Út frá þessu kviknar sú hug- mynd að hlýnandi veðurfar næstu ára- tuga kunni að ýta undir eldsumbrot í Öræfajökli. Öræfajökull hefur gosið tvisvar eftir landnám. Fjallið lét illa, einkanlega í fyrra sinnið, og illvíg jökulhlaup ruddust yfir byggð svæði og gróið land. Fæstir óska sér fleiri slíkra atburða og er býsna gott að fjallið skuli ekki vera virkara en það er. Fyrra eldgosið varð árið 1362, hófst um vor og stóð fram á haust. Umbrotin voru ofsafengin í fyrstu. Ókjör af ljósri dasítgjósku ruddust úr fjallinu, væntan- lega á fáeinum dögum í upphafi gossins. Eftir það gengu líklega minni goslotur yfir. Meginhluti gjóskunnar í fyrstu lot- unni féll næst fjallinu og í austsuðaustur frá því. Nýfallin gjóska, a.m.k. 15–25 cm þykk, breiddist yfir landið, allt frá Skeiðarárjökli til Lóns. Í Öræfum (Litlahéraði) hefur nýfallin gjóska víða verið margra tuga sentí- metra þykk og mikið af stórum vikurmolum í henni. Sprengivirknin í upphafi gossins hefur auk þess dreift bergbrotum úr fjallinu um næsta nágrenni þess. Um hraunrennsli er ekki vitað né heldur hvar gaus í fjall- inu nema hvað farvegur jökulhlaupa bendir til vesturhluta háfjallsins. Jökulhlaupið eða öllu heldur jökul- hlaupin, sem fylgdu eldsumbrotunum á 14. öld, æddu niður vesturhlíð fjallsins. Eitthvað af vatni, gjósku, grjóti, aur og ís ruddist fram úr giljum en langmest undan skriðjöklunum, Virkisjökli og Kotárjökli/Rótarfjallsjökli. Hlaupdreif við Fagurhólsmýri gæti líka sem best verið frá þessum tíma. Hlaupin ná ekki heildarvatnsmagni stórra Skeiðarár- eða Kötluhlaupa en eru þeim mun sneggri og trylltari vegna mikillar fallhæðar og mikils hita sem svo öflugt eldgos hefur í för með sér. Af dreifunum að dæma má ætla að rennslið hafi numið að lágmarki 100.000 m3 á sek. eða tvöföldu rennsli Skeiðarárhlaups árið 1996. Vatnið féll fram í sjó með miklum aurburði og vikri en ís, grjót og vikur- hrannir urðu eftir á landi. Ísjakarnir, undir og ofan á möl, grjóti og björgum, hurfu á alllöngum tíma en jökulheiti festust við stærstu dreifarnar, bæði þá og á 18. öld. Þannig nefndust hrannir Langafells- og Grjótjökull hjá Virk- isjökli en austar eru Svartijökull (frá ár- inu 1727), Miðjökull, Forarjökull og Grasjökull. Nú sjást eldri hlaupdreifarn- ar (frá árinu 1362) einkum sem misvel grónir hólar, hryggir og hæðir, með grjóti og björgum á víð og dreif. Þær Gjóskan úr Öræfajökli í stórgosinu árið 1362 finnst víða í jarðvegi, hér við rústirnar af bænum Gröf, nálægt Hofi í Öræfum. Grafar- bærinn lagðist í eyði í gosinu en var síðar grafinn upp. (SÞ) 5 km 140 m Þrír menn létust í gosi eða hlauphrin- unum árið 1727, fénaður fórst og nokkur hús hurfu í aur og grjót Nýfallin gjóskan úr Öræfajökulsgosinu árið 1362 kann að hafa náð 10 km3. Um 80% hurfu á haf út. Ef öll gjóskan hefði fallið á Reykjavík innan Elliðaáa og 5 km geisla, væri borgin grafin undir 140 m lagi. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - ED D 1 62 02 12 /2 00 1 Kynningarverð til áramóta aðeins 14.980 kr. Stórvirki umíslenska náttúru og sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.