Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 41 Elsku Daddý frænka. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þér líður vel af því að þú ert með Guði, Svavari og mörgum vin- um. Ég geymi allar stundirnar sem við áttum saman á mínum ellefu árum með þér. Það var svo gaman hjá okk- ur þegar þú komst til okkar 7. nóv. síðastliðinn þegar þú sast við eldhús- borðið hjá okkur meðan ég bakaði handa þér skúffuköku, en nú get ég ekki komið heim til þín að baka handa þér eins og þú baðst mig um. Ég man það líka þegar þú spurðir mig og kysstir mig bless í seinasta skiptið. Ef ég hefði vitað að þetta væri seinasta skiptið sem ég mundi sjá þig þá hefði ég knúsað þig eins lengi og ég gæti. Ég man þegar þú áttir heima á Ásabraut og ég var í fyrsta eða öðrum bekk, þá kom ég alltaf til þín eftir skólann og þú leyfðir mér að fara í heita pottinn þinn, það var nú mikið gaman. En nú verður það ekki eins að fara í heitan pott án þín. Kæra frænka, þar til við hittumst aftur, en á meðan bið ég Guð að geyma þig. Við biðjum Guð að styrkja Ingvar, Beggu, Helga, Júlíu og nánustu ætt- ingja. Gísli Guðnason. Elsku Daddý. Ekki grunaði mig, þegar við kvöddumst á Spáni í byrjun september að við myndum ekki hitt- ast aftur í þessu lífi. Ég spyr sjálfa mig, af hverju endi- lega þú, svo falleg og góð? Aldrei kvartaðir þú, þó svo ég vissi að þú værir ekki þrautalaus, þrættir og sagðir að allt væri í þessu fína og brostir. Það var yndislegur tími sem við átt- ✝ Sesselja Aðal-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1954. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 24. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 4. desember. um á Spáni. Ég náði í þig til Benidorm og höfðum við svo mikið að tala um að ferðin tók tvo og hálfan tíma í stað eins venjulega, því ég tók óvart ranga beygju út af hraðbrautinni, Árna samferðamanni okkar til ómældrar ánægju. Nú er komið að kveðjustund. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þinni vináttu. Ég veit að Svavar sonur þinn hefur tekið vel á móti þér, ég trúi að þú sért fallegur engill nú hjá Guði. Ég kveð með söknuði, Ingvari syni þínum, Önnu systur þinni og öðrum aðstandendum votta ég innilega sam- úð mína. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hulda. Elsku Daddý. Ég leita að orðum sem erfitt er að finna, ég veit ekki hvað skal segja eða hvar skyldi byrja. Samband okkar hófst er sonur þinn vitjaði ljóssins, samband okkar fórst er vinkona mín vitjaði sonar síns. Ég held að þú sért ánægð með endur- fundina. Ég vona innilega að þú finnir alla hlýjuna. Þú varst ótrúlega góð við mig á erfiðum stundum, þú sýndir visku, kærleik og skilning sem er ofar flestum. Þegar að ég hugsa um að þú sért farin þá hugga ég mig við, að þú sért laus undan þjáningum og ekki lengur kvalin. Eftir stendur sorgin og ósagðir hlutir en svona er vogin, við vitum aldrei hvenær tíminn er liðin. Ég skulda þér ýmislegt sem ég get ekki borgað, fyrirgefðu mér, elsku Daddý mín. Sé þig í næsta lífi tilbúinn að borga mínar skuldir. Þinn að eilífu. Einar Lars Jónsson. SESSELJA AÐAL- STEINSDÓTTIR FRÉTTIR BÓKAKOSTNAÐUR stúdenta gæti lækkað um 25–30 milljónir króna á ári ef virðisaukaskattur á erlendum bókum yrði lækkaður úr 24,5% í 14% eins og er á íslenskum bókum og erlendum tímaritum, en von er á úrskurði EFTA-dómstólsins á næst- unni varðandi það hvort þetta fyr- irkomulag stangist á við reglur á Evrópska efnahagssvæðinu eins og frá var skýrt í Morgunblaðinu á miðvikudag. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs, sagði að þeir fylgdust af áhuga með framvindu málsins, því þetta snerti hagsmuni þeirra mjög mikið. Stúdentar þyrftu að kaupa mikið af námsbókum og þar væri stærstur hlutinn af erlend- um toga. Þeir hefðu því í samvinnu við Bóksölu stúdenta reiknað út hvað gera mætti ráð fyrir að bóka- kostnaður stúdenta myndi lækka mikið ef virðisaukaskattur á erlend- um bókum lækkaði niður í 14% líkt og gilti fyrir íslenskar bækur og er- lend tímarit. Útkoman væri að það myndi lækka bókakostnað stúdenta um 25 til 30 milljónir króna á ári. Erlendar bækur hafa hækkað mikið í verði Þorvarður Tjörvi sagði að kennslubækur hefðu alltaf verið stór útgjaldaliður hjá stúdentum, en vegna þess hversu mikið gengið hefði lækkað á þessu ári hefðu er- lendar námsbækur hækkað mjög í verði. „Þetta hefur komið illa niður á stúdentum og maður þekkir þess dæmi að margir stúdentar hafi hreinlega ekki efni á að kaupa allar þær bækur sem þeir þyrftu að hafa. Þess vegna hvetjum við stjórnvöld til þess að lækka þennan virðisauka- skatt á erlendu bókunum niður í 14%,“ sagði Þorvarður Tjörvi enn- fremur. Í ályktun sem stjórn Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands hefur sam- þykkt af þessu tilefni kemur fram að um 90% af kennslubókum við ís- lenska háskóla eru erlendar að upp- runa. „Kennslubækur hafa ætíð ver- ið stór útgjaldaliður fyrir stúdenta en lækkun íslensku krónunnar á þessu ári hefur hækkað verð er- lendra bóka til muna. Hár bóka- kostnaður er því að sliga íslenska stúdenta og Stúdentaráð hvetur stjórnvöld til að draga úr skattlagn- ingu á erlendum bókum, sérstaklega í ljósi þess að Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið undir gagnrýni Harðar Einarssonar hrl. um að það brjóti gegn EES-samningnum að skattleggja erlendar bækur meira en innlendar,“ segir ennfremur í ályktuninni. Stúdentaráð um lækkun á vsk. á erlendum bókum Stúdentar myndu spara 25–30 milljónir              !                       !             " # $%&' () * $+ +*  "# $% &'  ( $ ') * $                               !       "#  $       %    % &     ' &   ( )     ! "#   *  +,,+-+. $*    !     Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Forsvarsmaður Eystrasaltsvið- skipta ákærður SÝSLUMAÐURINN í Kópavogi hefur ákært forsvarsmann Eystra- saltsviðskipta ehf. fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlend- inga með því að hafa á tímabilinu 30. ágúst til 28. október sl. ráðið níu Litháa til starfa við byggingarvinnu í Kórsölum 5 í Kópavogi. Mennirnir störfuðu þar til 7. nóvember sl. þrátt fyrir að enginn þeirra væri með at- vinnuréttindi á Íslandi. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ákært er fyrir slíkt brot hér á landi. Lögreglan í Kópavogi færði Lithá- ana til yfirheyrslu að beiðni Útlend- ingaeftirlitsins hinn 7. nóvember. Þeim var öllum vísað úr landi hinn 21. nóvember sl. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið að laun þeirra hafi verið mun lægri en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Einn þeirra bar að hann hafi fengið 700 krónur í laun á klukkustund. Kaupið var hið sama hvort sem unnið var í dagvinnu eða eftirvinnu en hann kvaðst ekki hafa unnið minna en 300 klukkustundir á mánuði. Stefnan sett á fimmta tindinn í sjötindaleiðangrinum Erfiður og áður óklifinn af Íslendingi HARALDUR Örn Ólafsson er nú staddur í Puenta Arenas, syðstu borg í Chile og bíður þess nú að hefja ferð sína til Suðurskauts- landsins þar sem hans bíður við- ureign við einn af erfiðari tind- unum í sjötindaröðinni, Vinson Massif (4.897 m). Haraldur hefur komist á fjóra tinda af sjö og stefnir því nú á þann fimmta. Erfiðleikarnir við að klífa fjallið felast einkum í grimmd- arkulda og tíðum stormum sem hafa reynst fjallgöngumönnum hættulegir. Þá er vitað um dæmi þess að fjallgöngumenn hafi villst á fjallinu og fallið fram af björgum. Haraldur hyggst fara til Suð- urskautslandsins í samfloti við lít- inn hóp fjallgöngumanna og gerir ráð fyrir að ná tindinum 18. desem- ber. Litlar líkur eru þó á að áætl- unin standist upp á dag vegna ófyr- irséðra tafa af völdum veðurs. Fjallið hefur þá sérstöðu að það er óklifið af Íslendingi og mun upp- ganga Haraldar því marka merk tímamót í íslenskri fjallgöngusögu. Ferðin til Suðurskautslandsins átti að hefjast á laugardag en hefur verið frestað fram til 11. desember. Morgunblaðið/Einar Falur Samkomulag um næsta forseta ESA Íslendingar taka við eftir tvö ár SAMKOMULAG hefur náðst á milli Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra og Jan Petersen, utanrík- isráðherra Noregs, um að Norð- menn haldi áfram forsæti í Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, næstu tvö árin. Þá munu Íslendingar taka við og Hannes Hafstein verður þá skipaður í embætti forseta ESA. Forsæti ESA hefur ætíð verið skip- að Norðmanni og hefur Knut Al- mestad gegnt embættinu síðustu átta árin. Hann lætur nú af því starfi og við tekur Einar Bull, sendiherra Noregs, 1. janúar nk. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa ákveðið að fallast á þetta fyrirkomulag en Norðmenn lögðu mikla áherslu á að halda for- sætinu. „Okkar samkomulag er það að Norðmenn verði með þetta for- sæti áfram næstu tvö árin og síðan verði breyting þar á. Ég tel að það sé mikilvægt að það verði skipt en ég hef fallist á að Norðmenn haldi þessu næstu tvö árin,“ sagði Hall- dór. „Þetta er hins vegar þannig að forsetinn hefur ekkert úrslitavald í málum. Dómararnir eru sjálfstæðir og að mínu mati er aðalatriðið að ESA haldi trúverðugleika sínum, bæði gagnvart löndunum þremur og Evrópusambandinu.“ Hannes Hafstein er núverandi fulltrúi Íslands í ESA og segir Hall- dór að nýbúið sé að framlengja ráðningu hans til fjögurra ára. Því fari hann sjálfkrafa í embætti for- seta ESA að tveimur árum liðnum. ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Suðvesturlandi mun í desember fylgjast sérstaklega með ölvunarakstri. Í tilkynningu frá lögreglu segir að áhersla verði lögð á þetta eftirlit jafnt að degi sem nóttu. Reynslan hafi sýnt að full þörf sé á að gefa þessum þætti umferðarmálanna sér- stakan gaum. Þá megi rekja marga árekstra og umferðarslys til ölvun- araksturs. Hert eftirlit með ölvunar- akstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.