Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 27 Það er engin tilviljun að þeir sem einu sinni fara til Prag, kjósa að fara þangað aftur og aftur, enda er borgin ógleymanleg þeim sem henni kynnast og engin borg Evrópu kemur ferðamanninum eins á óvart með fegurð sinni og einstöku andrúmlofti. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna. Það er engin tilviljun að Prag hefur verið nefnd öllum þessum nöfnum. Eftir að Karl IV keisari gerði Prag að aðsetri sínu um miðja 14. öld varð borgin ein helsta efnahags- og menningarmiðstöð Evrópu. Stórkostlegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar bera vott um ríkidæmi og völd, baráttu og hugsjónir, vísindi og listsköpun allt fram til dagsins í dag. Nú streyma milljónir ferðamanna á hverju ári til Prag, enda er borgin tvímælalaust ein fegursta borg heims. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl Vorið í Prag Ævintýri Heimsferða til Prag frá kr. 24.770* Verð kr. 29.970 Flug og hótel í 3 nætur, m.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 4. mars, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 24.770 Flugsæti til Prag, 4. mars, með 8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 15. janúar. *Aðeins 300 sæti í boði. 8.000 kr. afsláttur Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags fyrir 15. janúar, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða  Gamli bærinn  Kastalaferð  Karlsbad Grensáskirkja Barnakór Grens- áskirkju heldur tónleika kl. 16. Flutt verða jólalög og sálmar frá ýmsum tímum. Gestakór á tónleikunum verður Kór Snælandsskóla í Kópa- vogi. Kórarnir munu syngja sitt í hvoru lagi og flytja saman nokkur lög. Undirleikarar eru Ástríður Har- aldsdóttir píanóleikari og Guðrún Birgisdóttir flautuleikari. Stjórnandi er Heiðrún Hákonardóttir. Neskirkja Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur jólatónleika kl. 17. Á efnisskránni er píanókonsert nr. 1 eftir Beethoven. Einleikari á pí- anó er Jón Sigurðsson. Þá verður flutt 8. sinfónía Schuberts, sú sem gjarnan er nefnd „hin ófullgerða“. Að lokum er almennur söngur og verða sungin nokkur jólalög. Einsöng syngja Fífa Jónsdóttir, Árný Ingvarsdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir og Regína Unnur Ólafsdóttir. Stjórnandi er Ingvar Jónasson. Næsti bar við Ingólfsstræti Skáld- kvennakvöld hið fyrra hefst kl. 21.Þar lesa úr nýjum bókum sínum Rakel Pálsdóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Steinunn Jóhann- esdóttir, Oddný Sen og Valgerður Benediktsdóttir. Kynning og umsjón Hjalti Rögnvaldsson og Aristóteles. Ráðhús Reykjavíkur Harmoniku- tónleikar verða kl. 15. Fram koma nemendur frá Harmonikumiðstöð- inni, Karl Jónatansson, Jóna Ein- arsdóttir, Reynir Jónasson, Karl Adolfsson og félagar, Matthías Kor- máksson, Margrét Arnardóttir og félagar frá Harmonikuunnendum á Suðurnesjum. Kynnir er er Ingi Karlsson. Selfosskirkja Aðventutónleikar verða kl. 16 og 20. Á fyrri tónleik- unum koma fram Unglingakór Sel- fosskirkju, Barnakór Sólvallaskóla, Yngri banakór Selfosskirkju, Eldri barnakór Selfosskirkju, Samkór Sel- foss og félagar úr Strengjasveit Tón- listarskóla Árnessýslu. Á seinni tónleikunum koma fram Lúðrasveit Selfoss, félagar úr Strengjasveit Tónlistarskóla Árnes- sýslu, Hörpukórinn, Kór Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Digraneskirkja Jólatónleikar Sam- kórs Kópavogs og Kvennakórs Garðabæjar eru kl. 17. Álafoss-föt bezt, Mosfellsbæ Ein- ar Már Guðmundsson, Hallgrímur Helgason og Súsanna Svavarsdóttir lesa úr nýjum bókum sínum kl. 20. Seltjarnarneskirkja Tónleikar með yfirskriftinni Næturljóð hefjast kl. 20. Flytjendur eru Gerður Bolladótt- ir sópransöngkona, Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Júl- íanna Rún Indriðadóttir píanóleik- ari. Flutt verða verk eftir frönsk og íslensk tónskáld, sem flest öll fjalla á einhvern hátt um nóttina og næt- urstemmingu. Seinni hluti tón- leikanna er helgaður jólatónlist eftir samtíðarmennina Frank Martin og Pál Ísólfsson. MÍR, Vatnssíg 10 Hlýja handa þinna (Teplo tvoikh rúk) nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíó- salnum kl. 15. Myndin var gerð árið 1972 í Kákasuslýðveldinu Georgíu og voru leikstjórar Sjota og Nodar Mamagadze. Í aðalhlutverki er leik- konan Sofiko Tsiaureli. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur er ókeypis. Perlan Kóramót barna og unglinga verður haldið kl. 13 og stendur til kl. 14.30. Bústaðakirkja Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventu- tónleika kl. 16.30. Kórarnir flytja hefðbundin jólalög úr ýmsum áttum. Einsöngvari er Pétur Pétursson, kenndur við Álftagerði. Stjórnandi er Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Einn kórfélaganna, Ragnar Torfa- son, hefur æft barnakór sem einnig kemur fram á tónleikunum. Safnaðarheimili Áskirkju Jóla- kaffitónleikar Árnesingakórsins í Reykjavík verða kl. 15. M.a. verður frumflutt verkið Jólanótt eftir Sig- urð Bragason. Stjórnandi er Gunnar Benediktsson og undirleikari er Bjarni Jónatansson. Dómkirkjan Dómkórinn syngur kl. 20 á aðventukvöldi sem kiw- anismenn og konur gangast fyrir. Háteigskirkja Skagfirska söng- sveitin, Kirkjukór Bústaðakirkju og einsöngvarar syngja á aðventuhátíð Líknar og vináttufélaginu Bergmál kl. 16. Verslun Sævars Karls, Banka- stræti 4klassískar kynna nýja geislaplötu sína frá kl. 14-17. Norræna húsið Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra les sögu fyrir börnin í kl. 13 í tengslum við Æv- intýrasýninguna Köttur úti í mýri. Leikfélag Kópavogs Aukasýning verður á leikritinu „Hinn eini sanni“ eftir Tom Stoppard, kl. 20 í Hjáleigunni í Félagsheimili Kópa- vogs. Hveragerðiskirkja Söngsveit Hveragerðis heldur tónleika kl. 17. Innlend og erlend jólalög, einsöngur, tvísöngur, kór úr Grunnskólanum í Hveragerði syngur nokkur lög. Und- irleikari Ester Ólafsdóttir. Bás- únuleikari Ian Wilkinson. Stjórnandi er Margrét S. Stefánsdóttir. Mánudagur Hlaðvarpinn Bókaupplestrarkvöl verður kl. 20.30 og er það síðasta bókakvöldið fyrir jól. Þær sem lesa eru Steinunn Sigurðardóttir, Jökla- leikhúsið; Erla D. Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Hildur Her- móðsdóttir, Heilsubók konunnar; Inga Lára Baldvinsdóttir, Ljós- myndarar á Íslandi 1845-1945; Oddný Sen, Medúsan og Sigrún Árnadóttir, Hann var kallaður „Þetta“. Að loknum upplestri gestum gefst tækifæri til að spyrja höfunda og þýðendur spurninga. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir Tríó Hafdísar ásamt söng- konunni Caroline Skriver hafa spunnið tónlist um tékknesku gler- listarsýninguna sem nú stendur yfir í safninu og verður hún flutt kl. 15.45 að lokinni leiðsögn um sýninguna sem hefst kl. 15. Tríóið skipa Hafdís Bjarnadóttir gítar, Ragnar Emilsson gítar, Grím- ur Helgason klarinett. Í DAG Morgunblaðið/Árni Sæberg Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur jólatónleika í Neskirkju. MÉR þykir Svona stór! alveg frá- bær bók fyrir yngstu lesendurna, og börn á aldrinum 1-3 ára ættu að geta haft mjög gaman af henni. Í þessari litlu bók koma fyrir ótrúlega margir áhugaverðir hlutir fyrir þessa litlu heimspekinga sem eru að læra á lífið. Aðalhetjan er hún Tóta sem er alltaf kölluð Tóta litla, en er samt SVONA stór! Hún lendir í því óláni að týna bangsanum sínum, og geng- ur því á milli manna til að leita að þessu uppáhaldsleikfangi. Öll börn geta skilið vel þær til- finningar sem felast í því að týna bangsa sín- um og ættu auð- veldlega að fá áhuga á sögunni og lifa sig inn í þegar Tóta verð- ur leið og græt- ur, reið og stapp- ar niður fætinum, glöð og fer að hlæja. Það er mjög sniðug hugmynd hjá Þóru að láta börnin taka þátt í sögunni með því að láta þau endur- taka það sem gerist á hverri blað- síðu, t.d. hvernig geispar þú. Einn lítill vinur minn var smá feiminn að vera með í fyrsta sinn sem ég las bókina fyrir hann, en ekki í annað, hvað þá í það þriðja eða fjórða. Rosa stuð! Tóta hittir dýr á leiðinni, sem er voða gaman, krakka sem leika sér í skemmtilegum leikjum og líka mömmu og pabba. Að lokum finnur hún bangsa sjálf því hún er svo dug- leg. Já, það gerist margt á fáum blaðsíðum. Teikningar Margrétar E. Laxness eru skemmtilegar, sætar og skýrar. Þær eru litríkar með sterkum litum, sem er mikill kostur, og á hverri blaðsíðu er nýr bakgrunnslitur, svo einnig má nota bókina til að kenna litina, eins og þegar mamma og pabbi verða orðin leið á að lesa sög- una í hundraðasta skipti. BÆKUR Smábarnabók Eftir Þóru Másdóttur. Teikningar eftir Margréti E. Laxness. Mál og menning 2001. 20 bls. SVONA STÓR! Hildur Loftsdóttir Þóra Másdóttir Margþætt smábarnabók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.