Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 2/12 – 8/12 ERLENT INNLENT SAMKOMULAG náðist meðal stjórnarflokkanna um rúmlega þriggja millj- arða niðurskurð og gjaldahækkun í vikunni og var búist við að tillög- urnar yrðu samþykktar frá Alþingi í gær. Í þeim felst m.a. að komugjöld í heilbrigðisþjónustunni hækka auk hækkunar á innritunargjöldum í fram- haldsskóla og háskóla. ÍSLENSKAR æv- intýraferðir keyptu inn- anlandsrekstur Sam- vinnuferða-Landsýnar á miðvikudag og réð til sín fimm af fyrrum starfs- mönnum fyrirtækisins. Þá sameinuðust ferðaskrif- stofurnar Terra Nova og Sól þannig að úr varð önnur stærsta ferðaskrif- stofa landsins. NÝRRI bók Vals Ingi- mundarsonar sagnfræð- ings segir að byggð hafi verið kjarnorkuvopna- geymsla á Keflavík- urflugvelli á árunum 1958–1959. Þar stóð til að setja saman kjarn- orkuvopn sem var ætlað að granda kafbátum. HÓPUR Holly- woodstjarna birtist skyndilega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmtudag en einkaþota þeirra millilenti hér á landi til að taka eldsneyti. Voru þar á ferðinni leik- ararnir Julia Roberts, Brat Pitt, George Cloo- ney, Matt Damon og Andy Garcia en öll leika þau í kvikmyndinni Ocean’s Eleven sem frumsýnd var vestra daginn áður. Þriggja saknað eftir að Svanborg SH fórst ÞRIGGJA er saknað eftir að Svan- borgu SH rak vegna vélarbilunar upp að klettóttri strönd og strandaði skammt sunnan við Skálasnagavita á Snæfellsnesi á föstudagskvöld. Ein- um manni af áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu varnarliðsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, var einnig send á slysstað en varð að snúa við vegna bilunar í sjálf- stýringu þegar hún var komin í grennd við Snæfellsnes. Aftakaveður var þegar slysið varð, 20 til 25 metrar á sekúndu, slydduél og slæmt skyggni. Voru aðstæður til björgunar því mjög slæmar og þurftu björgunarsveitarmenn að fara fót- gangandi yfir hraungrýti síðustu tvo kílómetrana fram á bjargbrúnina en komust ekki niður að bátnum. Bátar og skip sem reyndu að að- stoða við björgunina urðu einnig frá að hverfa vegna veðurs. Ófeigur VE sökk undan Suðurlandi ÁTTA björguðust en eins er saknað eftir að Ófeigur VE sökk á örfáum mínútum skammt undan Suðurlandi og um 40 sjómílur austur af Vest- mannaeyjum aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir átta komust um borð í björgunarbáta eftir að hafa verið í sjónum í flotgöllum í einhvern tíma. Var þeim síðan bjargað um borð í Danska Pétur VE 423 eftir að hann nam neyðarkall frá skipverjunum. Eftir að hafa siglt að staðnum þar sem skipið sökk greindi áhöfnin á Danska Pétri reykblys sem skipverjarnir af Ófeigi höfðu sent upp. Aðeins 2–3 mínútur liðu frá því neyðarkallið barst og þar til Ófeigur sökk og að sögn skipverja um borð var ekki tími til annars en að hlaupa upp og út. Talibanar gefast upp í Kandahar HERMENN talibana í Kandahar af- vopnuðust á föstudag eftir að hafa fall- ist á að gefast upp fyrir hersveitum sem styðja bráðabirgðastjórn sem ráðgert er að mynda í Afganistan. Þar með hafa andstæðingar talibana náð öllum borgum landsins á sitt vald. „Stjórn talibana er fallin. Afganar eru lausir við hana,“ sagði Hamid Karzai, sem verður forsætisráð- herra bráðabirgða- stjórnarinnar. Talibanar voru einnig sagðir hafa gefist upp á öðrum mikilvægum stöðum í suðurhluta Afganistans, svo sem landamærabænum Spin Boldak. Þá sagði talsmaður Norðurbandalagsins að hermenn þess hefðu náð nokkrum hellum í Tora Bora í austurhluta lands- ins á sitt vald. Talið er að Osama bin Laden hafi haldið sig í hellunum en hann hafði ekki fundist í gær. Talsmaður talibana sagði að leiðtogi þeirra, múllann Mohammed Omar, hefði samþykkt uppgjöfina í Kandahar til að „bjarga lífi og reisn Afgana“. Ekki var vitað hvar Omar var niðurkominn en Karzai sagði að hann yrði handtek- inn og dreginn fyrir dómstóla. Ísraelar lýsa yfir „stríði gegn hryðjuverkum“ HER Ísraels hóf loftárásir á borgir Pal- estínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu á þriðjudag eftir að liðs- menn íslömsku samtakanna Hamas urðu 25 manns að bana í sprengjuárás- um í Ísrael um síðustu helgi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, lýsti yfir „stríði gegn hryðjuverk- um“ í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar og sagði að beitt yrði öllum ráðum sem ríkið réði yfir til að stöðva palestínska hryðjuverkamenn. Bin Laden ÞJÓÐARLEIÐTOGAR víða um heim hafa fagnað samkomulagi sem fulltrú- ar hinna ýmsu þjóð- arbrota í Afganistan náðu á miðvikudag um myndun bráðabirgðastjórnar. Samkvæmt samkomulag- inu á stjórnin að vera við völd í hálft ár. Sérstakt bráðabirgðastjórnvald, svokallað loya Jirga, á síðan að koma saman og skipa stjórn til allt að tveggja ára, eða þar til efnt verður til kosninga. Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt að færa baráttuna gegn hryðju- verkum efst á verk- efnaskrá þess. Þá var ákveðið á fundi utanrík- isráðherra bandalagsins á föstudag að auka enn samstarfið við Rússa. SAMKOMULAG náðist um að hefja samninga- viðræður í janúar um framtíð Kýpur á fundi forseta eyjunnar og leið- toga tyrkneska minni- hlutans á þriðjudag. Höfðu þeir ekki ræðst við frá því þeir hittust í ágúst 1997. ANDERS Fogh Rasm- ussen, forsætisráðherra Danmerkur, flutti stefnu- ræðu stjórnar sinnar á miðvikudag og kvað þar við vinsamlegri tón í garð Færeyinga en hjá fyrr- verandi stjórn jafn- aðarmanna. Hann kvað stjórnina vilja standa vörð um núverandi landa- mæri danska ríkisins en sagði að Færeyingar ættu að geta farið með fleiri málaflokka. FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur leigt tvær Boeing 747-200 fraktþot- ur til 18 mánaða. Hafþór Hafsteins- son, forstjóri Atlanta, segir félagið sjá sóknarfæri í útleigu slíkra véla til fraktflugfélaga og standa nú yfir viðræður við Cargolux um leigu á annarri þotunni frá 15. janúar. Þoturnar voru farþegaþotur og í eigu British Airways en fjármögn- unarfyrirtæki keypti þær og lét breyta til fraktflutninga. Hafþór segir að Atlanta hafi náð hagstæð- um samningum við fyrirtækið um leigu á þotunum. Er aðeins greidd leiga fyrir flugtíma og segir hann fjárhagslega áhættu því enga. Atl- anta hefur þegar tekið við annarri þotunni eftir breytingar í Hong Kong. Skráningarstafir hennar eru TF-ATZ. Þotan flaug sl. sunnudag frá Hong Kong með frakt til Lux- emborgar fyrir Cargolux. Síðari þotan, TF-ATX, verður tilbúin í lok janúar og segir Hafþór nú leitað verkefna fyrir hana. Fraktflutningar að aukast Sem fyrr segir eru báðar þot- urnar breiðþotur af gerðinni Boeing 747-200. Er sú sem þegar hefur verið afhent ein sú síðasta sem framleidd var af þeirri gerð, árið 1988. Hafþór segir forráðamenn Atl- anta hafa um skeið íhugað að fara inná þessa braut. Bandarískt félag, Atlas Air, hafi verið svo til einrátt á þessum markaði að leigja flugfélög- um fraktvélar. Segir hann sam- keppnina trúlega einkum verða við það félag. „Við erum með öðrum orðum að gera það sama í frakt og við gerum í farþegafluginu, að fljúga fyrir önnur flugfélög með því að leigja þeim vélar okkar,“ segir Hafþór. Fraktþoturnar verða mannaðar flugmönnum Atlanta. Hafþór telur fraktflutninga heldur vera að aukast eftir nokkra lægð síðustu mánuði. Segir hann sókn- arfæri á þessu sviði ekki síst vegna þess hversu hagstæður leigusamn- ingur náðist um þoturnar. Atlanta leigir tvær þotur til fraktflugs Atlanta hefur fengið aðra fraktvélina og hér er verið að hlaða hana. LYFJA- og lækniskostnaður sjúk- linga hefur stóraukist á undanförn- um árum, samkvæmt tölum sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, hefur tekið saman og kynntar voru á aðalfundi þess á föstudag. Borin voru saman þrjú ár; 1990, 1996 og 2001, og dæmi skoðuð um sjö mismunandi sjúklinga, bæði kostnað þeirra vegna læknisaðstoð- ar og lyfjakaupa. Miðað var við sömu meðferð á hverju ári. Dæmi eru um tugþúsunda króna hækkun á þessu tímabili. Þannig var heildarkostnað- ur sjúklings með lungnaþembu tæp- ar 8 þúsund krónur árið 1990 en er á þessu ári tæpar 70 þúsund krónur. Þar af var lyfjakostnaður sama sjúk- lings rúmar 2 þúsund krónur árið 1990 en er um 53 þúsund krónur í ár. Könnun BSRB leiddi einnig í ljós mikinn mun á lyfjakostnaði milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggð- arinnar, síðarnefnda svæðinu í óhag. Upplýsingar um lyfjaverð fengust frá tveimur apótekakeðjum á höfuð- borgarsvæðinu og einu stóru apóteki á landsbyggðinni. Útreikningarnir voru unnir undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, hagfræðings BSRB. Í heildarkostnaði er miðað við lægsta lyfjaverð til að gefa sem raunsannasta mynd og allur kostn- aður hefur verið uppfærður á verð- lagi þessa árs. Lyfjagjöf og læknismeðferð var unnin í samráði við lækna og sér- fræðinga og til að tryggja að dæmin væru í samræmi við raunveruleik- ann voru þau borin undir Landlækn- isembættið og Tryggingastofnun ríkisins. Mikil áhersla var lögð á að tryggja vönduð vinnubrögð og að dæmin og útreikningarnir gæfu rétta mynd af því hvernig kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur þróast undangenginn áratug, eins og segir í tilkynningu frá BSRB. Þar segir ennfremur að þótt heilbrigð- isútgjöld heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafi ekki breyst ýkja mikið þá gefi þær tölur ekki glögga mynd af raunveruleik- anum. Hann sé sá að kostnaðarhlut- deild sjúklinga hafi stóraukist á und- angengnum áratug. Tekin voru dæmi um sextugan trésmið með lungnaþembu, 67 ára konu með ýmsa kvilla, 57 ára verk- stæðisformann með kransæðasjúk- dóm, 9 mánaða dreng með eyrna- bólgu, 53 ára framkvæmdastjóra sem þjáist af þunglyndi, fimm manna fjölskyldu með ofnæmi og loks 63 ára konu með slit- og liða- gigt. Í öllum tilvikum hefur læknis- og lyfjakostnaður hjá þessum sjúk- lingahópum hækkað á þessum árum, mismikið þó, en að því undanskildu að kostnaður hjá konunni með fjöl- breyttu sjúkdómana er eilítið lægri nú en árið 1996. „Sláandi niðurstöður“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir við Morgunblaðið að niðurstöðurnar séu sláandi en í sam- ræmi við það sem bandalagið hafi haldið fram á undanförnum árum. Tölurnar eigi ekki að þurfa að koma neinum á óvart miðað þá umræðu sem fram hafi farið um aukna kostn- aðarþátttöku sjúklinga. Þær komi samt til með að nýtast heilbrigðisyf- irvöldum og almenningi. „Eitt af því sem er mjög sláandi við þessa athugun er hve lyfjaverðið er mismunandi eftir apótekum, ann- ars vegar á landinu sem heild og hins vegar milli höfuðborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar. Lands- byggðin er greinilega að greiða meira fyrir lyfin en fólk er að gera á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ög- mundur. Aðspurður hvað gera eigi við þessa útreikninga segist formaður BSRB líta á þá sem mikilvægt kjara- mál. Halda þurfi heilbrigðiskostnaði í lágmarki. „Það hefur verið grundvallaratriði í okkar velferðarsamfélagi að fólk ætti jafnan aðgang að heilsuþjónust- unni, óháð efnahag. Mér finnst að þessar tölur eigi að vera okkur varn- aðarorð. Við eigum að hverfa af braut aukinnar gjaldtöku. Viljum við þyngja klyfjarnar á lasburða fólki? Ég held ekki,“ segir Ögmundur. Hann segir einnig umhugsunar- vert hvernig samþjöppun á lyfja- markaði birtist í þessum útreikning- um. BSRB kynnir tölur um aukinn kostnað sjúklinga Dæmi eru um tugþús- unda króna hækkun           ! " #$ "  %  & ' ( "& )  * + ,     -./ .000 .1- -.02 /.- .21 .2 %    3   ,     /0.01 2.- .1 .- -.21 0./0 2-./ ,     .- /-.10 2.0 /.0/ -.00 0.- 2./ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.