Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 16
Lady Tweedsmuir var aðalsamn- ingamaður Breta í landhelgismálinu. Viðræður hennar og Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra skiluðu ekki árangri. Lúðvík Jósepsson (l.t.v.) og Magnús Kjartansson, ráðherrar Alþýðubandalags- ins, börðust fyrir brottför varnarliðsins. Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra studdi einnig brottför varnarliðsins. Á fundi sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra átti með Edward Heath, forsætisráðherra Bretlands, í London haustið 1973 náðist bráðabirgðasamkomulag í landhelgismálinu. Með Ólafi á myndinni eru Hannes Jónsson blaðafulltrúi, Hans G. Andersen sendiherra og Níels P. Sigurðsson sendiherra.Í NÝRRI bók Vals Ingimund-arsonar lektors í sagnfræði viðHáskóla Íslands „Uppgjör viðumheiminn. Samskiptin viðBandaríkin og NATO, 1960– 1974“ er að finna nýjar upplýsingar um utanríkisstefnu Íslands. Í bókinni er lýst samskiptum vinstristjórnar Ólafs Jóhannessonar við Bandaríkja- stjórn og hvernig deilur um útfærslu landhelginnar blönduðust inn í áform um endurskoðun/uppsögn varnar- samningsins. Valur segir að eftir að Bretar sendu herskip inn í landhelg- ina í maí 1973 hafi í raun hvað sem er getað gerst: Þá sköruðust í fyrsta sinn þrjú mál: landhelgismálið, NATO-aðildin og varnarsamningur- inn við Bandaríkin. Vinstri stjórnin hafði það á stefnuskrá sinni að end- urskoða varnarsamninginn eða segja honum upp í þeim tilgangi að varn- arliðið hyrfi héðan. Í þeirri ólgu sem myndaðist hefði mikil andúð beinst að NATO. Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, hefði sett beint sam- band milli hermálsins og landhelgis- málsins til að þrýsta á um lausn fiskveiðideilunnar við Breta. Í bók Vals koma fram nýjar upp- lýsingar um aðstöðu á Keflavíkur- flugvelli til að geyma kjarnorkuvopn. Valur var spurður hvaða stefnu Bandaríkjamenn hefðu fylgt í kjarn- orkuvopnamálum á Íslandi. „Stefna bandarískra stjórnvalda var sú að koma fyrir kjarnorkuvopn- um á Íslandi á stríðstímum. Banda- ríkjamenn gerðu sér hins vegar grein fyrir að allt sem varðaði kjarn- orkuvopn var mjög viðkvæmt póli- tískt mál á Íslandi. Stefna Íslands í kjarnorkumálum var frekar óljós á sjötta áratugnum, en almennt má segja að fylgt hafi verið þeirri stefnu að hér yrðu engin vopn staðsett nema þau sem íslensk stjórnvöld samþykktu. Í sjálfu sér útilokaði þessi almenna stefna ekki að hér væru staðsett kjarnorkuvopn. En ráðamenn lögðu áherslu á að þeir væru því mótfallnir. Engin staðfesting á því að hér hafi verið kjarnorkuvopn Deilur um kjarnorkumál komu reglulega upp á Íslandi á kaldastríðs- tímanum. Utanríkisráðherrar eins og Bjarni Benediktsson, Guðmundur Í. Guðmundsson, Emil Jónsson, Ólafur Jóhannesson og Geir Hall- grímsson lýstu því allir yfir að aldrei hefði verið farið fram á að hér yrði komið fyrir kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn staðfestu það við þá í einkasamtölum og bréfum. Ég hef ekki fundið vísbendingar um, að hér hafi verið geymd kjarnorkuvopn.“ Í bókinni segir þú frá því að á ár- unum 1958–1959 hafi verið reist á Keflavíkurflugvelli hleðslustöð fyrir djúpsjávarsprengjur. „Já, Bandaríkjamenn reistu á Keflavíkurflugvelli slíka stöð, sem á ensku nefndist Advanced Underseas Weapons Shop, AUW Shop. Skammt þar frá var komið upp sérhönnuðum sprengiefnageymslum. Hugmyndir innan Bandaríkjahers um að þörf væri á slíkri aðstöðu fyrir kjarnorku- vopn og komu fram um miðjan sjötta áratuginn. Tilgangurinn var sá að styðja við bakið á 2. flota Bandaríkja- manna á stríðstímum. AUW-stöðin var reist í lok 6. áratugarins og kost- aði þá 768 þúsund dollara, sem senni- lega eru um 235 milljónir króna á nú- virði. Sprengiefnageymslurnar kostuðu 444 þúsund dollara. Það hef- ur áður komið fram, að Bandaríkja- menn ætluðu að koma kjarnorku- vopnum hér fyrir á stríðstímum. Það, sem er hins vegar nýtt í þessu máli, er að sérhönnuð hleðslustöð hafi ver- ið reist fyrir kjarnorkudjúpsjávar- sprengjur auk sprengiefnageymslna. Hér var því allt til reiðu, ef til átaka kæmi. En þessa aðstöðu mátti einnig nota fyrir hefðbundnar sprengjur. Það gerði Bandaríkjamönnum vita- skuld mun auðveldara að nota her- stöðina á stríðstímum. Spyrja má af hverju Bandaríkjamenn vildu styðj- ast við kjarnorkudjúpsjávarsprengj- ur sem ætlað var að springa á miklu dýpi, enda höfðu þeir margs konar aðrar gerðir af vopnum. Ástæðan var sú, að sovéskir kafbátar voru svo hraðskreiðir að þeir gátu ekki grand- að þeim nema með slíkum vopnum. Bandaríkjamenn tóku slík taktísk kjarnorkuvopn úr notkun eftir að kalda stríðinu lauk. En AUW-stöðin vekur upp þá spurningu hvort ráða- menn hafi gert sér grein fyrir til- gangi framkvæmdarinnar á árunum 1958-1959. Auk þess mátti spyrja hvernig hugsanlegri beitingu kjarn- orkuvopna yrði háttað héðan. Yrðu íslensk stjórnvöld að gefa leyfi fyrir notkun slíkra vopna frá íslenskri grundu? Það verður að hafa í huga að þetta vandamál var ekki bundið við Ísland. Aðrar þjóðir eins og Bretar, Frakkar og Kanadamenn reyndu að semja beint við Bandaríkjamenn um hvaða ferli yrði sett í gang í sam- bandi við ákvarðanatöku ef til stríðs kæmi. Það giltu mismunandi reglur milli ríkja um þessi mál. Forsætis- ráðherra Bretlands og Bandaríkja- forseti áttu t.d. sameiginlega að taka ákvörðun um beitingu kjarnorku- vopna frá bresku landsvæði. Banda- ríkjaforseti var einnig skuldbundinn til að hafa samráð við forseta Frakk- lands, ef franskt landsvæði yrði not- að. Þó var gert ráð fyrir þeim mögu- leika að samráði yrði ekki komið við, ef kjarnorkuvopnaárás væri yfirvof- andi. Í Danmörku gilti sú regla að Bandaríkjaforseti mátti nota kjarn- orkuvopn í samræmi við hernaðar- áætlanir NATO. Í Kanada mátti ekki beita kjarnorkuvopnum án samráðs við þarlend stjórnvöld. Um Taívan, Noreg og Ísland átti eftirfarandi við samkvæmt skjali, sem ég hef undir höndum frá árinu 1961: „Engar sérstakar kröfur gilda um notkun kjarnorkuvopna frá her- stöðvum í þessum löndum, en sam- þykki frá stjórnvöldum er nauðsyn- legt áður en nota má stöðvarnar.“ Þetta er nokkuð loðið orðalag. Á sjötta áratugnum vildu Bandaríkja- menn hafa hér frjálsari hendur gagn- vart íslenskum stjórnvöldum um samráðsferlið. Oft var vísað til varn- arsamningsins frá árinu 1951 um að Íslendingar yrðu að leggja blessun sína yfir allar hernaðarframkvæmd- ir. Ég hef ekki séð neina formlega samninga milli Íslands og Bandaríkj- anna varðandi kjarnorkuvopn. Ís- lenskir ráðamenn lögðu alltaf þann skilning í málið, að þeir hefðu loka- orðið varðandi beitingu kjarnorku- vopna. Bandarísk stjórnvöld reyndu hins vegar að túlka umboð sitt vítt og njörva ekkert niður. Þegar þeir komu sér upp AUW-stöðinni vildu þeir ekki gefa íslenskum stjórnvöld- um tryggingu fyrir að fullt samráð yrði haft við þau ef flutt yrðu hingað kjarnorkuvopn á stríðstímum. Og svo má spyrja hvort Íslendingar hefðu getað beitt neitunarvaldi ef til stríðs hefði komið. Umræðan á kald- astríðstímanum var því að nokkru leyti á villigötum. Auðvitað hefðu stærri hagsmunir, samstaða NATO- ríkjanna og sú staðreynd, að Banda- ríkjamenn höfðu víðtækar hernaðar- skuldbindingar í Vestur-Evrópu, vegið þyngra, ef til stríðs hefði kom- ið. En taka verður tillit til þess, að þetta mál var mjög viðkvæmt í ís- lenskri pólitík og snerti vitaskuld fullveldið. Svipuð umræða kom upp í öðrum ríkjum, eins og t.d. Kanada.“ Íslensk stjórnvöld vildu ekki svarta hermenn Í bókinni er fjallað um þá stefnu ís- lenskra stjórnvalda að við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli mættu ekki starfa svartir hermenn. Það hefur áður komið fram að Hermann Jón- asson forsætisráðherra setti fram slíka ósk árið 1941 þegar hervernd- arsamningur var gerður við Banda- ríkin, en í bók þinni kemur fram að aðrir stjórnmálamenn virðast hafa verið sömu skoðunar og fylgt henni eftir allt fram á sjöunda áratuginn. „Þegar varnarsamningurinn var gerður í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks var þeim tilmælum komið munnlega til bandarískra stjórnvalda að hingað yrðu ekki sendir hermenn svartir á hörund. Á dögum vinstri stjórnar- innar 1956-1958 fóru Bandaríkja- menn fram á það að hingað yrðu sendir nokkrir svartir hermenn, ekki síst vegna þess að þeir óttuðust að stefna íslenskra stjórnvalda kynni að Valur Ingimundarson um áform vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar í varnarmálum Allt gat gerst eftir að Bretar sendu herskip inn í landhelgina Valur Ingimundarson sagn- fræðingur varpar í bók um utanríkisstefnu Íslands á tímum viðreisnarstjórn- arinnar (1959–1971) og vinstri stjórnarinnar (1971– 1974) nýju ljósi á það sem gerðist í samskiptum ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda. Hann telur að árið 1973 hefðu mál getað þróast með þeim hætti að varnarsamningnum hefði verið sagt upp vegna deil- unnar um landhelgismálið og vegna átaka sem voru innan Framsóknarflokksins. 16 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.