Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Garðar Karlssontónlistarkennari fæddist á Akureyri 10. júlí 1947. Hann andaðist á heimili sínu 2. desember síð- astliðinn. Banamein hans var krabba- mein. Foreldrar hans eru Karl Bárð- arson, húsgagna- bólstrari, frá Höfða í Mývatnssveit, f. 6.1. 1920, d. 6.1 1998, og Ólöf G. Jónsdóttir Trampe húsmóðir, frá Litla-Dal í Eyja- fjarðarsveit, f. 21.8. 1924. Systk- ini Garðars eru: 1) Birgir Karls- son, f. 15.6. 1945, kvæntur Rebekku Gústafsdóttur, f. 25.4. 1948, börn þeirra eru fjögur. 2) Haukur Karlsson Trampe, f. 24.5. 1949, kvæntur Ingibjörgu Angan- týsdóttur, f. 20.8. 1951, börn þeirra eru þrjú. 3) Þórhildur Karlsdóttir, f. 13.12. 1952, gift Sigmundi Hauki Jakobssyni, f. 25.9 1951, börn þeirra eru þrjú. 4) Unnur Karlsdóttir, f. 4.9. 1955, gift Helga Sigurðssyni, f. 7.5. 1961, börn þeirra eru fjögur. 5) Þórdís Karlsdóttir, f. 8.1. 1957, gift Leifi Guðmundssyni, f. 12.11. 1952, börn þeirra eru fjögur. 6) Jón Pétur Karlsson, f. 6.6. 1961, d. 6.2. 1962. 7) Jón Pétur Karls- son, f. 30.6. 1964, kvæntur Sig- rúnu Bjarnhéðinsdóttur, f. 23.5. 1962, börn þeirra eru fjögur. Eftirlifandi eiginkona Garðars er Steingerður Axelsdóttir hús- móðir, f. 5.11. 1947 og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, f. 6.3. 1967, gift Sverri Pétri Péturssyni málarameistara, f. 21.6. 1964. Börn þeirra eru Garðar Steinn og Arna Petra, f. 19.12. 1987. 2) Hulda Björk Garð- arsdóttir sópransöngkona, f. 24.5. 1969, í sambúð með Ólafi Stolzenwald prentsmiðjustjóra, f. 8.10. 1961. Hulda á eina dóttur frá fyrra sambandi, Valdísi Evu Guðmundsdóttur, f. 28.4. 1988. Saman eiga Hulda og Ólafur ný- fæddan dreng, f. 29.11 2001. 3) Vigdís Garðarsdóttir skólastjóri, f. 14.4. 1976, í sam- búð með Halldóri Gunnari Pálssyni, f. 4.7. 1981. 4) Stefán Elfar Garðarsson, f. 19.4. 1981, í sambúð með Ernu Sigur- geirsdóttur, f. 14.9. 1983. Foreldrar Steingerðar eru Ax- el Jóhannesson hús- gagnasmiður, frá Móbergi í Langadal, f. 27.2. 1916, og Birna Björnsdóttir húsmóðir, frá Syðri- Vík Vopnafirði, f. 22.5. 1922. Systkini Steingerðar eru: Ásdís A. Colbe, f. 31.1. 1941, gift Anker Kjerulf Colbe, f. 29.12. 1947, börn þeirra eru tvö. 1) Björn Þröstur Axelsson, f. 20.8. 1944, kvæntur Önnu Halldóru Karlsdóttur, f. 16.11. 1944, börn þeirra eru þrjú. 2) Jóhannes Ax- elsson, f. 30.8. 1951, kvæntur Sig- rúnu Arnsteinsdóttur, f. 26.6. 1952, börn þeirra eru fjögur. Garðar lauk námi í húsgagna- smíði hjá Ólafi Ágústssyni og einnig nam hann húsgagnabólstr- un hjá föður sínum og starfaði þar um nokkurra ára skeið. Árið 1976 hóf Garðar störf við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Var hann húsvörður og þá smíða- kennari fyrstu árin en kenndi síð- an ýmsar greinar og hafði um- sjón með tónlistarkennslu og kórstarfi skólans. Garðar sótti réttindanám við Kennaraháskól- ann í Reykjavík meðfram störfum sínum og aflaði hann sér síðar skólastjórnunarréttinda. Árin 1983–1992 var hann skólastjóri við Barnaskólann í Laugalandi og síðan skólastjóri við Grunnskóla Skútustaðahrepps árin 1992– 1996. Hann kom aftur til starfa við Hrafnagilsskóla árið 1996 og var einnig kennari við Tónlistar- skóla Eyjafjarðar. Garðar var tónlistarmaður af lífi og sál og eftir hann liggja fjölmargar og fjölbreyttar tónsmíðar. Útför Garðars fer fram frá Ak- ureyrarkirkju á morgun, mánu- daginn 10. desember, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. „Í vináttu jafnt sem ást sækjum við æ í félagsskap þar sem okkur leyfist að vera að fullu og öllu við sjálf.“ (André Maurois.) Kæri besti Gæi minn. Mig langar enn einu sinni að fara þakkarorðum um allan þinn kærleik. Endalaust gátum við þakkað for- sjóninni fyrir hvort annað, börnin okkar og fjölskyldur. Tónlistin, gásk- inn og lífsgleðin bundu okkur saman fjórtán ára gömul. Píanóleikur þinn heillaði mig og ófá símtölin fóru í að spjalla og hlusta á þig leika sígildar tónlistarperlur þegar við áttum ann- ars að sitja við lærdóm! Í kjallaranum þar sem við hófum búskap gátum við og vinir setið fram á rauða nótt, þú lékst á gítarinn og við rödduðum jafnt bítlalög, ættjarðarlög sem og sálma. Á okkar heimili var leikið á ótal ólík hljóðfæri – fyrir utan potta, pönnur og sleifar má nefna píanó, hljómborð, fótstigið orgel, gítar, saxófón, tromp- et, klarinett, þverflautu, blokkflautu, harmoniku, munnhörpu, mandólín, langspil, fiðlu, selló og trommur. Óhætt er að segja að sönggleðin hafi ríkt í bílferðum okkar, stuttum sem löngum. Margir, já, svo ótal margir nutu tónlistarhæfileika þinna. Nemendur þínir sýndu þakklæti sitt eftirminni- lega í verki með öllum þeim fjölda listaverka, mynda og korta sem inni- héldu einlægar bataóskir, þetta var þér ómetanlegt. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Í góðri samvinnu við lækna og hjúkrunarfólk á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar og síðan heimahlynningu Akureyrar fengum við tækifæri til að annast þig og eiga með þér ómetan- legar stundir síðustu vikurnar. Lík- ami þinn gafst upp fyrir sjúkdómnum og friður hvíldi yfir ásjónu þinni eftir þitt síðasta hæga andvarp hér á jörð. Hittumst fyrir hinum megin. Þín Steingerður. Í þessum fáu orðum langar mig minnast tengdaföður míns, Garðars Karlssonar tónlistarkennara og fyrr- verandi skólastjóra. Það voru aðeins fáein ár sem ég fékk að njóta návistar hans og reyndar aldrei eins mikið eft- ir að veikindi hans tóku sig upp og þegar hann dvaldi langdvölum í Reykjavík. Þegar hann tilkynnti okk- ur þau tíðindi að alvarlegur sjúkdóm- ur væri staðreynd flaug í huga minn gamall jazzstandarður sem við Garð- ar spiluðum oft saman, „the Party is Over“, og þetta litla lag hljómaði æ oftar í huga mínum eftir því sem líðan hans varð verri og verri. Lífið hans var veisla og gleði sem lauk of snemma. Garðar var mér sem annar faðir og tilviljunin ein var sú, að hann uppfyllti allar þær óskir um það sem ég hefði viljað gera með pabba mín- um heitnum. Óbilandi áhugi hans á músík, golfi og lífinu sjálfu og gæðum þess fylltu það skarð hjá mér. Hann var kennari af guðs náð, ekki bara tónlistarkennari, heldur vildi hann fá hvert tækifæri til að miðla þekkingu sinni til okkar í fjölskyldunni og segja frá fyrirætlunum sínum í starfinu. Hann vildi stöðugt vera að bæta sjálf- an sig sem kennara. Eins barngóðum manni hef ég sjaldan kynnst og minn- ist ég hversu hjálplegur og jákvæður maður hann ætíð var. Garðar frestaði frekar sínum fyrirætlunum til að geta lagt til hjálparhönd hjá börnum sín- um og barnabörnum. Mér eru minn- isstæðar margar heimsóknir okkar Huldu norður til Garðars og Stein- gerðar að Laugalandi og sameiginleg ferðalög fjölskyldunnar um landið þvert og endilangt. Skemmtileg er líka lítil minning frá þorrablóti í Eyja- fjarðardal, það er að segja þegar Garðar benti tengdasyninum kurteis- lega á það að fyrir norðan væri brennivínið geymt undir borðum, hér væri siðmenning. Húmor, glettni og auga fyrir flestu spaugilegu fylgdi honum alltaf, einnig þegar veikindin erfiðu fóru að trufla dómgreindina og kvíðinn við hið óvænta jókst. Ég lofa því, kæri tengdó, að litli nýfæddi guttinn okkar fær að heyra margar sögur af afa sín- um og hann fær tækifæri til að hlusta á fallegu músíkina þína. Elsku Steingerður mín, Stefán Elf- ar, Vigdís, Hulda Björk og Ólöf, megi Guð vera með ykkur. Ólafur Stolzenwald. Elsku afi minn, ég sakna þín ólýs- anlega mikið og langar að vera hjá þér. Það huggar mig mikið að hugsa um margt sem ég man eftir, eins og þegar ég var fimm ára og þið amma bjugguð í Mývatnssveit. Þú varst að sýna mér, mömmu, ömmu og Stebba frænda nýja skólann sem var verið að byggja. Það var rosalega gott veður og ég var í hjólabuxum og hlýrabol, hlaupandi í gegnum hálfkláraðan skólann sem var ekki einu sinni kom- ið þak á og ekki komin efri hæðin. Út um allt voru stórir staflar af steinull og ég held að þú hafir verið búinn að segja mér svona tíu sinnum að ég mætti ekki koma við steinullina því þá mundi mig klæja svo mikið. Ég hafði svo mikið að hugsa um, veðrið var svo gott að ég gleymdi mér svolítið og stökk á einn staflann af steinullinni. Þar lá ég ofan á og byrjaði að klæja. Svo komu allir labbandi af því að við vorum að fara en þá sat ég á gólfinu og klóraði mér eins og vitleysingur. Ég leit upp og sá þá andlitið á þér, þú varst eiginlega svolítið reiður yfir að ég skyldi ekki hafa hlustað. En ég sá samt eitthvert bros. Svo byrjaðir þú að hlæja. Ég varð smáfúl yfir því en gat eiginlega ekki verið fúl þegar ég sá þig hlæja, afi minn. Svo man ég líka þegar ég var lítil og þú varst svo oft að baka marm- arakökur eða hollustubrauð. Mér fannst alltaf svo skrítið að afi minn væri að baka, mér fannst það svo gömlukonulegt. Síðustu stundina sem ég átti með þér, elsku afi minn, mun ég alltaf muna. Þá sátum við saman inni í stofu heima hjá mér og þú varst að hjálpa mér með stærðfræðina. Þú varst svo góður kennari, kenndir alltaf svo vel og mér fannst svo gott að fá hjálp frá þér. Svo þurftir þú að fara norður og ég var voðalega bjartsýn á þetta allt saman hjá þér. Þú munt alltaf verða besti afi minn og alltaf vera í mínum bestu minningum. Elsku amma, ég hugsa hlýtt til þín og við höldum áfram að gera margt skemmtilegt saman. Guð geymi þig og mundu að afi verður alltaf hjá okk- ur. Valdís Eva. Lengi býr að fyrstu gerð er gjarn- an sagt og vissulega er það rétt að það sem börn kynnast í uppvexti sín- um leggur grunn að þeim manneskj- um sem við verðum sem fullorðið fólk. Góðar fyrirmyndir sem börn geta lit- ið upp til og borið virðingu fyrir eru besta veganesti sem þau geta fengið út í lífið. Kennarar eru oft, eðli máls- ins samkvæmt, einhverjar áhrifa- mestu fyrirmyndir sem börn eiga sér og minningin um góðan kennara fylgir manni alla tíð. Við systkinin vorum svo gæfusöm að kynnast Garðari móðurbróður okkar ekki aðeins sem frænda heldur kenndi hann okkur systkinunum og var skólastjóri okkar þau ár sem við vorum í Barnaskólanum á Lauga- landi. Barnaskólinn var hefðbundinn sveitaskóli, hæfilega stór og heimilis- legur. Þau ár sem við gengum í hann var hann lengst af í húsnæði Kvenna- skólans á Laugalandi og í skóla- stjóratíð Garðars var húsnæðinu um- bylt þar til kominn var afskaplega vel búinn skóli. Þar fengu nemendur heitt kakó í hverjum löngufrímínút- um. Garðar gerði aldrei neitt án þess að leggja sig allan í það og kennslan var svo sannarlega engin undantekning frá því. Kennslustundir hjá Garðari voru aldrei dauflegar. Hann var af- skaplega líflegur kennari og ávallt stutt í grínið. Námsefnið komst alltaf til skila en meira er um vert að hann sinnti hverjum nemanda af hlýju og alúð svo þeir nutu sín allir sem best. Skyldleikinn dugði þó okkur systkin- unum skammt þegar við hegðuðum okkur ekki sem best og vorum við öll tekin á teppið fyrir ýmsar syndir þeg- ar á þurfti að halda. Garðar kenndi einna helst stærð- fræði og aðrar raungreinar og smíðar en hann naut sín best án efa í tón- menntakennslunni. Þar hafði hann einstakt lag á að drífa nemendur áfram af eldmóði og kappi enda var tónlistin alla tíð hans hjartans mál. Tónlistaruppeldið náði síðan há- punkti á árshátíðum skólans á vorin þegar allur skólinn tók lagið undir stjórn Garðars. Í minningunni voru það stórkostlegar stundir. Þar söng hver eins og mest mátti af innlifun og innblæstri þau lög sem höfðu verið æfð um veturinn og fór heim sæll og glaður eftir mikla leik- og söngsigra á stóru sviði fyrir framan foreldra og systkini. Einn af skemmtilegustu eiginleik- um Garðars var hvað hann hafði gam- an af því að segja sögur og alltaf við og við gleymdi hann sér í því að segja sögur í tímum. Hlustuðum við and- aktug á þegar hann sagði okkur frá prakkarastrikum og óknyttum sem hann átti til á yngri árum og ekki síst þegar hann sagði sögur af litlu frekj- unni systur sinni, þ.e. móður okkar. Það var líka eitthvað svo fullorðins að fá að heyra alvöru sögur. Fyrirmyndarkennarinn er eflaust vandfundinn en Garðar hafði svo sannarlega flest það til að bera sem skiptir mestu máli. Hann var hlýr og umhyggjusamur kennari og sinnti starfi sínu af miklum heilindum og brennandi áhuga. Hann bar virðingu fyrir nemendum sínum og þeir fyrir honum. Garðar lagði sitt af mörkum í veganesti ótal barna og við erum æv- inlega þakklát fyrir að hafa notið leið- sagnar hans. Með söknuði kveðjum við merkan mann, miklu fyrr en við hefðum kosið. Við biðjum Guð að geyma fjölskyldu hans á sorgar- stundu. Laufey Leifsdóttir, Karl Óttar Leifsson, Ingibjörg Leifsdóttir. ,,Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með hon- um, og hann með mér.“ (Opb. 3.20.) Garðar Karlsson hefur gengið inn til fagnaðar Herra síns á þeim tíma árs þegar myrkrið er svo mikið að það getur ekki annað en gefist upp fyrir ljósinu. Ljósið fæðist í myrkrinu miðju. Myrkrið tekur ekki á móti ljós- inu. Það kann það ekki. Ljósið sjálft breytir myrkrinu í ljós. Á himni næturljósin ljóma, svo ljúft og stillt og rótt, og undaðsraddir engla hljóma þar uppi um helga nótt. Ó, hvað mun dýrðin himins þýða, og hvað mun syngja englaraustin blíða? Um dýrð Guðs Föður, frið á jörð og föðurást á barnahjörð. (V. Briem.) Allar lýsingar á æðri heimum við fótskör Guðs eru fullar af hljómlist. Það er líkast til ástæða þess að því skuli vera þannig farið með margt tónlistarfólk að það er eins og himinn- inn hafi tekið sér bólfestu í því. Ég get ekki haldið því fram að ég hafi þekkt Garðar Karlsson svo nokkru næmi. Samt var hann mér eins og sá sem ég hefði þekkt alla ævi. Ég hef aldrei saknað nokkurs manns sem ég þekkti eins lítið, eins mikið. Hvaða einkenni hefur minningin um hann? Lífsgleði, lífskraftur, lífs- vilji. Öll þessi þrjú einkenni lýstu af honum er ég sá hann síðast á Há- skólatónleikum í Norræna húsinu nú í haust. Þó var hann helsjúkur. Ég vakti máls á því að það væri ekki að sjá á honum að hann hefði gengið í gegn um miklar hremmingar. Hann svaraði með sínum hætti: ,,Það var svo vont að ég hélt það myndi leggja mig flatan. Það versta var að það skil- aði engu. En ég hefði glaður gengið í gegn um aðra umferð ef það hefði skilað einhverju.“ Það koma dagar þegar maður hlýt- ur að spyrja Guð í fullri alvöru: Hví ert þú að kalla góða menn heim af engjum í miðju verki, meðan ónytj- ungar híma undir vegg? Ungir menn og frískir glíma við lífsgátuna, sem kallað er, og gapa þar stundum meir en efni boða. Svar er þeim þó ekkert gefið. Ekki heldur með auknum aldri og reynslu. Lífsgátan verður ekki ráðin á jörðu. Fáein andartök fékk ég að standa við veginn hans Garðars, – rétt nógu lengi til að hann næði að heilsa og kveðja með þeim hætti sem var hans. Að vera til þá var líkast því sem fyndi langferðamaður læk. Nú stendur spurull enn við veginn þegar hann er genginn hjá og hlýtur að brosa út að eyrum þótt það séu tár í augunum. Garðar Karlsson er farinn heim til Guðs. Hann verður ekki vinafár þar frekar en hér. Og sungið er þar líka og klukkum hringt. Guð blessi hann og styrki þau sem hann syrgja. Kristján Valur. Stórt skarð hefur verið höggvið í kennarahóp Tónlistarskóla Eyja- fjarðar eftir að heiðursmaðurinn Garðar Karlsson andaðist eftir erfið veikindi. Garðar var einn áhugasamasti og metnaðarfyllsti kennari sem ég hef kynnst, fullur af orku, opinn fyrir öll- um nýjungum og endalaust að bæta við sig þekkingu á öllum sviðum tón- listar. Það var sama hvaða tónlistar- stíl var um að ræða, Garðar hafði áhuga fyrir þessu öllu. Það var hægt að læra mikið af Garðari því um- gengni hans við nemendur var ein- stök og hef ég sjaldan hitt kennara sem var jafn dáður af nemendum sín- um eins og hann. Mín fyrstu kynni af Garðari voru þegar ég tók við skólastjórn Tónlist- arskóla Eyjafjarðar 1997og tókst með okkur mikil og góð vinátta. Við höfðum að vísu vitað hvor af öðrum en þetta ár var byrjunin á okkar góðu kynnum. Garðar var sá maður sem ég leitaði mikið til þegar ég þurfti á ráð- leggingum að halda í sambandi við mitt starf enda hafði hann mikla reynslu á þeim sviðum og má segja að hann hafi verið mín hægri hönd í tón- listarskólanum. Það var hvetjandi fyrir alla hve tónlistin var Garðari hjartfólgin og kraftur hans til að miðla sinni þekkingu og færni til ann- arra var aðdáunarverður. Nú í seinni tíð fór ég að kynnast tónsmíðum hans og á hann þar margar perlur sem ég veit að munu lifa áfram, bæði sönglög og einnig píanó- og harmónikulög. Við áttum margar góðar stundir saman og er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst honum, Steingerði konu hans sem stóð sig frábærlega í hans erfiðu veikindum og börnum sem hann var svo stoltur af. Það verður alltaf erfitt að sætta sig við að vinur minn Garðar sé farinn frá okkur en eftir sitja samt sem áður góðar minn- ingar um góðan vin og samstarfs- mann sem verða ekki frá okkur tekn- ar. Ég vil votta Steingerði og fjölskyldu dýpstu samúð mína á erf- iðri stund. Eiríkur G. Stephensen. Garðar var mjög skemmtilegur maður. Hans yndi var tónlist og að kenna börnum. Hann sagði mér og bekknum mínum í Hrafnagilsskóla margar skemmtilegar sögur. Það var mjög leiðinlegt að hann þurfti að kveðja á stund sem þessari sunnu- daginn 2. desember. Ég sakna hans mjög. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þorsteinn Hjörtur, 4. bekk Hrafnagilsskóla. GARÐAR KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.