Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRANT LEE Buffalo varmeð efnilegri sveitum síð-asta áratugar vestur íBandaríkjunum. Fyrst bar á henni með fyrstu plötunni, Fuzzy, en titillag þeirrar plötu fór býsna víða. Næstu plötur þóttu ekki síðri, Mighty Joe Moon sem kom út 1994, Copperopolis 1996 og Jubilee sem kom út 1998, en sú varð loka- plata hljómsveitarinnar. Grant Lee Buffalo naut virðingar annarra tónlistarmanna, eins og sést meðal annars á því að sveitinni var boðið að hita upp fyrir hljómsveitir eins og REM, Pearl Jam og The Smashing Pumpkins, en þess má og geta að í einni Evrópuferð Grant Lee Buffalo var REM upphitunarsveit á nokkrum tónleikum. Plötukaup- endur voru aftur á móti tregari og þó sveitin hafi átt þokkalega vinsæl lög var það ekki nóg fyrir stórfyrirtækið sem hún var samningsbundin. Á endanum gafst leiðtogi Grant Lee Buffalo, Grant-Lee Phillips, upp á því að þrefa við útgáfustjóra og sleit samstarfinu, sagði upp samningi við umboðsmann sveitarinnar og kvaddi hljómsveitarfélaga síðan. Sagði svo fátt af einum að hann dúkkaði upp með órafmagnaða sólóskífu á síðasta ári sem aðeins var hægt að fá á Net- inu og svo aðra sem var á endanum gefin út á hefðbundinn hátt. Krytur við Warner Sagan af Grant-Lee Phillips er að nokkru leyti dæmigerð um það hvernig framfarir í tækni og fjar- skiptum eru að breyta starfsum- hverfi tónlistarmanna. Grant Lee Buffalo var á mála hjá Warner- risanum vestan hafs og þó sveitin hafi selt hundruð þúsunda af plötum var það ekki nóg til að það borgaði sig fyrir fyrirtækið að hafa þá á sín- um snærum. Phillips hefur lýst því hvernig það varð að ásteytingar- steini eitt sinn að hljómsveitin fékk ekki nógu góðar undirtektir í síma- könnunum þar sem hringt er í fólk úti í bæ og það beðið að hlusta á sýn- ishorn laga og gefa einkunn og ann- að var í samræmi við það. Þegar við þetta bættist að Warner tók að losa sig við þá tónlistarmenn sem ekki skiluðu skyndigróða óskaði Phillips eftir því að fá að losna undan samningnum. Þetta var árið 1999 og Phillips segir að næstu mánuðir eftir samstarfsslitin hafi farið í að verða nýr maður, eins og hann orðar það, að verða tónlistarmaður á öðrum for- sendum. Það að vera einn síns liðs segir hann að hafi marga kosti, ekki síst að hann bregði sér í heima- hljóðver þegar andinn kemur yfir hann, tekur upp lög og vinnur á þann hátt sem honum sýnist, en einnig hefur hann verið iðinn við að taka að sér annars konar verkefni, til að mynda að semja tónlist fyrir kvik- myndir og sjónvarp, leggja öðrum lið við plötugerð, koma fram í sjón- varpsþáttum og þar fram eftir göt- unum. Eftir stutt hlé frá tónlistinni settist hann síðan niður við að semja lög og samdi þrjátíu lög fyrri hluta síðasta árs sem hann tók upp sjálfur og vann að öllu letyti og gaf svo út úrvalið á plötunni Ladies’ Love Oracle sem aðeins er hægt að kaupa á Netinu, til að mynda á vefsetri hans, www.grantleephillips.com, og hjá cdbaby.com. Ný sólóskífa Ladies’ Love Oracle var óraf- mögnuð að mestu, lágstemmd og innileg plata og kærkomin þeim sem haldið hafa upp á Grant-Lee Phillips. Þegar kom að því að taka upp aðra plötu lagði Phillips aftur meira í púkkið. Hann sá reyndar um allan hljóðfæraleik líkt og forðum en nú urðu hljóðfærin fleiri, kassagítar, ýmsir rafgítarar, bassi og hljómborð, og útsetningar að sama skapi skraut- legri. Hann fékk upptökumanninn Carmen Rizzo til að sitja við takkana og taka þátt í útsetningum en einnig sá Rizzo um forritun á stöku töktum. Til að undirstrika að fyrirbærið væri sólóskífa gerði hann meira að segja umslagið sjálfur, enda drátthagur. Upphaflega segist Phillips hafa hugsað sér að gefa plötuna út sjálfur, en þegar henni var lokið óskaði und- irfyrirtæki Rounder-útgáfunnar, Zoë Records, eftir því að fá að gefa hana út sem varð. Platan Mobilize kom síðan út í ágúst síðastliðnum og hefur fengið afbragðs viðtökur vest- an hafs. Grant-Lee Phillips segist fá hjá útgáfunni þá þjónustu sem hann þarf og ekki skipti minnstu að á þeim bæ séu menn sáttir við það að selja „bara“ tugþúsundir af plötum og skipti sér ekki af því hvað hann sé að gera þar fyrir utan. Eins og getið er kom Mobilize út í haust og hægt að kaupa hana á Net- inu, til að mynda á cdbaby.com. Hún verður einnig gefin út í Evrópu snemma á næsta ári og þeir sem ekki treysta sér til að kaupa yfir Netið geta þá beðið í von um að einhver verði til að flytja hana inn. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Sannkölluð sólóskífa Grant Lee Buffalo lagði upp laupana fyrir tveimur árum eftir forvitnilegan feril. Árni Matthíasson segir frá því sem höfuðpaur sveitarinnar, Grant- Lee Phillips, hefur haft fyrir stafni síðan. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit nr. 292 Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Vit nr. 296 Kvikmyndir.is DV Strik.is Sýnd kl. 1, 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 307 Fyrsta ævintýrið um töfradrenginn Harry Potter er nú loks komið til Íslands eftir að hafa slegið öll met sem hægt er að slá allstaðar þar sem hún hefur verið sýnd. Harry Potter er leyfð öllum aldurshópum. Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 297 1/2 Kvikmyndir.com Allur heimurinn mun þekkja nafn hans Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.14. Vit 291 1/2 Kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 strik.is MBL Sýnd. sd kl. 2. Ísl. tal. Vit 271 FRUMSÝNING Með Thora Birch úr „American Beauty“. Rafmagnaður spennutryllir sem fær hárin til að rísa. SV Mbl Sýnd sd kl. 2. Ísl. tal. Vit 265. Ath! aukasýning kl.1 eftir hádegi Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Mán kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16 ára Vit 314 Kringlunni 7, sími 5 88 44 22 Jólagjafirnar í Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal Sýnd kl. 6 og 8. B.i.14.Sýnd kl. 3. SV Mbl Sýnd kl. 10. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10.B. i. 16.Sýnd kl. 12 á hádegi, 3, 6 og 9. Mán kl. 3, 6 og 9. MÁLARINN og sálmurinn hans um litinn. Kvikmynd eftir Erlend Sveinsson Ó.H.T Rás2 SV Mbl Kvikmyndir.com ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2 HL Mbl SG DV Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson HJ Mbl ÓHT RÚV Allur heimurinn mun þekkja nafn hans strik.is MBL Edduverðlaun6 Sýnd kl. Mánudag kl. 10.30. BROTHERHOOD OF THE WOLF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.