Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sig- urbjörg, Haukur og Askur koma á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kemur á morgun. Bókatíðindi 2001. Núm- er sunnudagsins 9. des. er 89660 og mánudags- ins 10. des. er 29126. Mannamót Árskógar. Opið hús verður miðvikudaginn 2. des. kl. 20. Tískusýning, Jólabingó verður föstu- daginn 14. des. Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Jólakvöldverður verður föstud. 14. des. Skrán- ing í afgreiðslu s. 562- 2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30-16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handa- vinna, kl. 9-12 búta- saumur, kl. 10-17 fóta- aðgerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30- 14.30 söngur við píanó- ið, kl. 13-16 bútasaum- ur.Jólatrésskemmtun verður föstud. 14. des. kl. 14. Skráning í s. 568- 5052 fyrir 13. des Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13- 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtu- daga kl. 17-19. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 9 myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Á morgun jólaupplestur í Bóka- safni Garðabæjar kl. 17, spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Jólakaffi kl. 15, föndurdagur í Kirkju- hvoli neðri hæð kl. 13.30. Miðvikud. 12. des: Lögreglan í Garðabæ býður í árlega ferð. Far- ið verður í Svartsengi. Rútur frá Kirkjuhvoli og Holtsbúð kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Á morg- un kl. 9 böðun og hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Á morgun verður púttað í Bæjarútgerðinni kl. 10 og félagsvist kl. 13:30. Þriðjud. 11. des. býður Lögreglan í Hafnarfirði í skoðunarferð og kaffi i Svartsengi. Rútur fara kl. 13. Fimmtud.13. des. verður opið hús í Hraunseli kl. 14. Jóla- fundur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánu- dag kl. 20.30. Skrif- stofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30- 18, s. 554 1226. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Sunnud: Félagsvist fell- ur niður, hefst aftur eft- ir áramót. Dansleikur kl. 20.Caprí-tríó leikur fyrir dansi, síðasti dans- leikur á þessu ári. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla Sigvalda, framhald kl. 19, byrj- endur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13, verðlauna- afhending. Alkort spilað kl. 13.30. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB mánud. 17. des. panta þarf tíma. Jólaferð verð- ur farin um Suðurnesin 17. des. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Skrán- ing hafin. Uppl. á skrif- stofu FEB. kl. 10-16 s.588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14-16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9-16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9-13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13-16 op- inmyndlistarsýning Bryndísar Björns- dóttur, listamaðurinn verður á staðnum, Á morgun vinnustofur opnar frá kl. 9-16.30. Jólahlaðborð í hádeginu í veitingabúð, kl. 13.30 koma sr. Hjálmar Jóns- son og Eyjólfur R. Eyj- ólfsson í heimsókn, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 dans. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, kl. 9, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl 13 lomber, kl. 13.30 skák, kl. 20 skapandi skrif. Jóla- hlaðborð verður í Gjá- bakka fimmtud. 13. des. kl. 12. Vinsamlega skrá- ið þátttöku fyrir kl. 17 á miðvikud. 17. des. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefn- aður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 11 mynd- mennt, kl. 12 myndlist, kl. 20.30 félagsvist. Jóla- hlaðborð verður í Gull- smára föstud. 14. des. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 16. fimmtud. 13. des. Miðar seldir og borð tekin frá í Gullsmára frá mánud. 10. des. s. 564- 5260. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað, kl. 13:30 gönguferð. Jólafagnaður verður föstud. 14. des. kl. 19. Húsið opnað kl. 18:30. Miðapantanir á skrif- stofunni og í s. 588-9335. Sækja þarf miðann eigi síðar en miðvikud.12. des. fyrir kl. 17. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga. Litlu jólin verða miðvikud.12. des. kl. 13.30. Vinsam- lega tilkynnið þátttöku í s. 568-6960. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15- 13.15 danskennsla, kl. 13 kóræfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 sund, kl. 13 handmennt, glerbræðsla, leikfimi og spilað. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13-15, kaffi. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús verður á þriðjudag- inn og hefst með mat kl. 12. Jólavaka. Jólagleðin verður 28. des. kl. 14. í kirkjunni. Kvenfélagið Hrönn heldur jólafund mánud. 10 des. kl. 19 í Húnabúð, Skeifunni 11. Hátíðarstemmning, jólahlaðborð og Nanna Guðrún Zoëga djákni flytur hugvekju. Slysavarnadeildin Hraunprýði, heldur jól- fundinn þriðjud. 11. des. kl. 19. í Skútanum og hefst með borðhaldi, söngur, danssýning, happdrætti, jóla- hugvekja. Miðar seldir í Firði föstud. 7. des. og mánud. 10. des kl. 14-18 miðapantanir hjá Rögnu í s. 565-4034. Gestir vel- komnir. Kvenfélagið Heimaey. Jólafundurinn verður 10. des. í Ársal Hótels Sögu, húsið opnað kl. 19. Jólahlaðborð, skemmti- atriði, happdrætti og fleira Munið eftir jóla- pökkunum. Kvenfélag Grens- ássóknar. Jólafund- urinn verður mánud. 10. des. og hefst með jóla- dagskrá í kirkjunni kl. 20, síðan verða veitingar og happdrætti í safn- aðarheimilinu. Eldri borgarar í Graf- arvogi. Miðvikud. 12. des. kl. 10 boða Korpúlf- arnir, félag eldri borg- ara í Grafarvogi, til aðventufundar í Mið- garði, Langarima 21. Gestur fundarins, Einar Már Guðmundsson rit- höfundur, les úr verkum sínum. Tónlistaratriði og jólakaffi. Allir eldri borgarar í Grafarvogi velkomnir. Uppl. gefur Þráinn í s. 5454-500. Í dag er sunnudagur 9. desember, 343. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Eða sér þú ekki myrkrið og vatnaflauminn, sem hylur þig? (Job. 22, 11.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur lengi, líklega íáratug eða þar um bil, greitt 250 krónur á mánuði með aðstoð krít- arkortafyrirtækis hér í bæ til bygg- ingar tónlistarhúss. Sé það rétt mun- að að um áratug sé að ræða hefur Víkverji látið 30.000 krónur renna til þessa verðuga verkefnis og sér ekki eftir þeim peningum. Ekkert bólar hins vegar á tónlistarhúsinu og ekki er einu sinni búið að teikna það, eftir því sem Víkverji las nýverið. Hann fór því að velta því fyrir sér á dög- unum hvort framlag hans hefði nýst til einhverrar undirbúningsvinnu, og þá hverrar, eða liggi á bankabók með háum vöxtum? x x x FRÓÐLEGT verður að sjá hvortíslenskar sjónvarpsstöðvar sýni beint frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Japan og Suður-Kóreu næsta sumar. Stöðvar í nokkrum löndum, svo sem Englandi og Þýskalandi, hafa þegar gengið frá samningum um að sýna frá keppninni, en annars staðar, þar á meðal í Frakklandi – og eru Frakkar þó núverandi heimsmeist- arar og taldir mjög sigurstranglegir á næsta ári – og á Íslandi, gæti farið svo að ekkert yrði sýnt beint. Tals- menn Ríkissjónvarpsins hafa greint frá því að leyfi til útsendingar frá keppninni hafi hækkað svo gríðar- lega í verði frá keppninni í Frakk- landi fyrir tæpum fjórum árum að útilokað sé að RÚV geti boðið upp á leikina í beinni útsendingu. Enn einu sinni ætlar græðgin að bitna á íþróttahreyfingunni. x x x ATVINNUBÍLSTJÓRI sem Vík-verji ræddi við á dögunum reytti hár sitt og skegg vegna þess hve margir illa búnir bílar voru á göt- um höfuðborgarinnar þegar fór að snjóa. Honum fannst yfirvöld ekki taka rétt á málum, og færði þessi rök fyrir máli sínu: „Menn er sektaðir um háar fjár- hæðir, líklega 4.000 krónur á hvert dekk, ef þeir aka á negldum dekkjum lengur en leyfilegt er á vorin en ekk- ert er aðhafst þótt menn þvælist um götur á „sköllóttum“ dekkjum í snjó og fljúgandi hálku. Þeir fyrrnefndu skemma að vísu malbikið, sem er allt- af stórskemmt eftir veturinn hvort eð er, en gera vitaskuld engum mein, en þeir síðarnefndu eru aftur á móti stórhættulegir í umferðinni. Hvers vegna ekki hreinlega að sekta þá sem stofna lífi og limum sjálfra sín og annarra í hættu með því að aka á van- búnum bílum við þessar aðstæður?“ x x x VÍKVERJI getur ekki annað entekið undir með bílstjóranum sem hann vitnaði í hér að framan. Auðvitað er ekkert vit í því að aka um á „sköllóttum“ dekkjum í fljúgandi hálku og snjó, eins og maðurinn orð- aði það. Það er beinlínis stórhættu- legt. Víkverji leyfir sér meira að segja að kasta fram þeirri spurningu hvort það sé eitthvað hættulegra að aka eftir að hafa neytt áfengis í svo- litlum mæli en að aka bíl sem við- komandi hefur ekki almennilega stjórn á í hálku. Ökumaður sem tekinn er fyrir ölv- un missir bílprófið í langan tíma og er gert að greiða tugi þúsunda króna í sekt til ríkissjóðs, en er glæpur hans í raun mun verri en hins? 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 hroki, 4 aðfinnslur, 7 endurtekið, 8 snaginn, 9 háð, 11 nöldra, 13 dýr, 14 sundfugl, 15 þæg, 17 þröngt, 20 skel, 22 álit- leg, 23 ganglimum, 24 þvaðra, 25 röð af lögum. LÓÐRÉTT: 1 kvenklæðnaður, 2 um- boðsstjórnarsvæðið, 3 virki, 4 fyrr, 5 ásjóna, 6 annríki, 10 kúgun, 12 ílát, 13 títt, 15 gangfletir, 16 dýs, 18 í uppnámi, 19 lengdareining, 20 smá- alda, 21 krafts. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: gallalaus, 8 Sævar, 9 tinds, 10 ill, 11 mögur, 13 akrar, 15 holds, 18 galta, 21 tól, 22 Papey, 23 örugg, 24 Bragagata. Lóðrétt: 2 akveg, 3 lúrir, 4 litla, 5 unnur, 6 ásum, 7 ósar, 12 und, 14 kúa, 15 hopa, 16 lepur, 17 stygg, 18 glögg, 19 laust, 20 agga. K r o s s g á t a Hver kann erindin? SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og er hún að leita eftir einhverjum sem kann öll erindi ljóðsins sem hljóðar svona: Brátt ég vagga þér í blund, englabarnið blíða. og endar á: Sofðu lengi, sofðu vel úti regnið grætur. Þeir sem gætu gefið Sig- rúnu upplýsingar eru beðn- ir um að hringja í síma 438 1427. Tapað/fundið Frakki tekinn í misgripum HERRAFRAKKI, dökk- mosagrænn, var tekinn í misgripum við jarðarför í Fossvogskirkju fyrir há- degi 1. nóvember. Hlutað- eigandi er vinsamlega beð- inn um að hafa samband í síma 554 3619. Svart dömuveski týndist LÍTIÐ, svart dömuveski með ól týndist 16. nóv. á milli Núpalindar í Kópa- vogi og Glæsibæjar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 5195 eða 891 7488. Gleraugu týndust GLERAUGU í svörtu lakk- hulstri týndust í stofu 101 í Odda 14. nóv. sl. Skilvís finnandi hafi samband við Kristínu í síma 551 1307. Gleraugu í óskilum GUCCI, lituð sjóngler- augu, eru í óskilum hjá Tiff- any’s við Óðinsgötu 7. Upp- lýsingar á staðnum og í síma 562 8448. Budda týndist BUDDA, sem í voru 5 hringar, týndist líklega í Ís- landsbanka á Eiðistorgi, Glóey eða í IKEA. Hring- arnir hafa mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 561 2009. Pels tekinn í misgripum SVARTUR kanínupels frá Karen Millen var tekinn í misgripum í fatahenginu á Broadway á Edduverð- launahátíðinni. Upplýsing- ar hjá Jönu í síma 533 1100. Plastpoki með púða týndist HVÍTUR plastpoki með jólapúða og jóladagatals- kerti týndist 22. nóv. ann- aðhvort við Garðaskóla í Garðabæ eða við Hótel Loftleiðir. Skilvís finnandi hafi samband í síma 564 0111. Gleraugu í óskilum SJÓNGLERAUGU með brúnni fínlegri umgjörð fundust á Leifsgötu. Upp- lýsingar í síma 588 7087. Dýrahald Kettlingur óskast ÓSKA eftir loðnum kett- lingi. Vinsamlega sendið sms-skilaboð í gsm-síma 862 7811. Mosi er týndur MOSI, sem er grábröndótt- ur högni, týndist í lok sept- ember frá Stigahlíð. Hann er eyrnamerktur (nr. 313) og var með ól með bláu kringlóttu spjaldi. Talið er að hann hafi sést í Foss- vogskirkjugarði og Öskju- hlíð. Þeir sem hafa orðið hans varir eða hafa skotið yfir hann skjólshúsi eru beðnir um að hafa samband í síma 891 9663 eða 588 7769. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MIG langar til að mótmæla pistli sem birtist nýlega í Velvakanda um hjólbarðaverk- stæði í Fellsmúla. Ég er búin að skipta við þetta hjólbarðaverk- stæði í 30 ár og vil koma á framfæri minni reynslu. Þeir sem vinna þarna eru þvílíkir glaðlyndismenn og sér- staklega kurteisir og þeir hafa alltaf tekið vel á móti mér. Ég hef sjaldan séð jafn sameinaða starfs- félaga og á þessum stað. Einu sinni þegar ég yfirgaf verkstæðið eftir dekkja- viðgerð uppgötvaði ég að eitthvað var að og þegar ég lét vita af því báru þeir mig á höndum sér og vildu allt fyrir mig gera. Fannst mér þessi pist- ill óverðugur og starfs- menn hjólbarðaverk- stæðisins ekki eiga þetta skilið. Ég vil taka það fram að ég þekki starfsmenn- ina ekkert persónulega. Ökumaður OK-467. Eiga þetta ekki skilið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.