Morgunblaðið - 09.12.2001, Side 50

Morgunblaðið - 09.12.2001, Side 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sig- urbjörg, Haukur og Askur koma á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kemur á morgun. Bókatíðindi 2001. Núm- er sunnudagsins 9. des. er 89660 og mánudags- ins 10. des. er 29126. Mannamót Árskógar. Opið hús verður miðvikudaginn 2. des. kl. 20. Tískusýning, Jólabingó verður föstu- daginn 14. des. Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Jólakvöldverður verður föstud. 14. des. Skrán- ing í afgreiðslu s. 562- 2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30-16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handa- vinna, kl. 9-12 búta- saumur, kl. 10-17 fóta- aðgerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30- 14.30 söngur við píanó- ið, kl. 13-16 bútasaum- ur.Jólatrésskemmtun verður föstud. 14. des. kl. 14. Skráning í s. 568- 5052 fyrir 13. des Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13- 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtu- daga kl. 17-19. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 9 myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Á morgun jólaupplestur í Bóka- safni Garðabæjar kl. 17, spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Jólakaffi kl. 15, föndurdagur í Kirkju- hvoli neðri hæð kl. 13.30. Miðvikud. 12. des: Lögreglan í Garðabæ býður í árlega ferð. Far- ið verður í Svartsengi. Rútur frá Kirkjuhvoli og Holtsbúð kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Á morg- un kl. 9 böðun og hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Á morgun verður púttað í Bæjarútgerðinni kl. 10 og félagsvist kl. 13:30. Þriðjud. 11. des. býður Lögreglan í Hafnarfirði í skoðunarferð og kaffi i Svartsengi. Rútur fara kl. 13. Fimmtud.13. des. verður opið hús í Hraunseli kl. 14. Jóla- fundur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánu- dag kl. 20.30. Skrif- stofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30- 18, s. 554 1226. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Sunnud: Félagsvist fell- ur niður, hefst aftur eft- ir áramót. Dansleikur kl. 20.Caprí-tríó leikur fyrir dansi, síðasti dans- leikur á þessu ári. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla Sigvalda, framhald kl. 19, byrj- endur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13, verðlauna- afhending. Alkort spilað kl. 13.30. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB mánud. 17. des. panta þarf tíma. Jólaferð verð- ur farin um Suðurnesin 17. des. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Skrán- ing hafin. Uppl. á skrif- stofu FEB. kl. 10-16 s.588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14-16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9-16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9-13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13-16 op- inmyndlistarsýning Bryndísar Björns- dóttur, listamaðurinn verður á staðnum, Á morgun vinnustofur opnar frá kl. 9-16.30. Jólahlaðborð í hádeginu í veitingabúð, kl. 13.30 koma sr. Hjálmar Jóns- son og Eyjólfur R. Eyj- ólfsson í heimsókn, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 dans. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, kl. 9, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl 13 lomber, kl. 13.30 skák, kl. 20 skapandi skrif. Jóla- hlaðborð verður í Gjá- bakka fimmtud. 13. des. kl. 12. Vinsamlega skrá- ið þátttöku fyrir kl. 17 á miðvikud. 17. des. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefn- aður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 11 mynd- mennt, kl. 12 myndlist, kl. 20.30 félagsvist. Jóla- hlaðborð verður í Gull- smára föstud. 14. des. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 16. fimmtud. 13. des. Miðar seldir og borð tekin frá í Gullsmára frá mánud. 10. des. s. 564- 5260. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað, kl. 13:30 gönguferð. Jólafagnaður verður föstud. 14. des. kl. 19. Húsið opnað kl. 18:30. Miðapantanir á skrif- stofunni og í s. 588-9335. Sækja þarf miðann eigi síðar en miðvikud.12. des. fyrir kl. 17. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga. Litlu jólin verða miðvikud.12. des. kl. 13.30. Vinsam- lega tilkynnið þátttöku í s. 568-6960. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15- 13.15 danskennsla, kl. 13 kóræfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 sund, kl. 13 handmennt, glerbræðsla, leikfimi og spilað. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13-15, kaffi. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús verður á þriðjudag- inn og hefst með mat kl. 12. Jólavaka. Jólagleðin verður 28. des. kl. 14. í kirkjunni. Kvenfélagið Hrönn heldur jólafund mánud. 10 des. kl. 19 í Húnabúð, Skeifunni 11. Hátíðarstemmning, jólahlaðborð og Nanna Guðrún Zoëga djákni flytur hugvekju. Slysavarnadeildin Hraunprýði, heldur jól- fundinn þriðjud. 11. des. kl. 19. í Skútanum og hefst með borðhaldi, söngur, danssýning, happdrætti, jóla- hugvekja. Miðar seldir í Firði föstud. 7. des. og mánud. 10. des kl. 14-18 miðapantanir hjá Rögnu í s. 565-4034. Gestir vel- komnir. Kvenfélagið Heimaey. Jólafundurinn verður 10. des. í Ársal Hótels Sögu, húsið opnað kl. 19. Jólahlaðborð, skemmti- atriði, happdrætti og fleira Munið eftir jóla- pökkunum. Kvenfélag Grens- ássóknar. Jólafund- urinn verður mánud. 10. des. og hefst með jóla- dagskrá í kirkjunni kl. 20, síðan verða veitingar og happdrætti í safn- aðarheimilinu. Eldri borgarar í Graf- arvogi. Miðvikud. 12. des. kl. 10 boða Korpúlf- arnir, félag eldri borg- ara í Grafarvogi, til aðventufundar í Mið- garði, Langarima 21. Gestur fundarins, Einar Már Guðmundsson rit- höfundur, les úr verkum sínum. Tónlistaratriði og jólakaffi. Allir eldri borgarar í Grafarvogi velkomnir. Uppl. gefur Þráinn í s. 5454-500. Í dag er sunnudagur 9. desember, 343. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Eða sér þú ekki myrkrið og vatnaflauminn, sem hylur þig? (Job. 22, 11.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur lengi, líklega íáratug eða þar um bil, greitt 250 krónur á mánuði með aðstoð krít- arkortafyrirtækis hér í bæ til bygg- ingar tónlistarhúss. Sé það rétt mun- að að um áratug sé að ræða hefur Víkverji látið 30.000 krónur renna til þessa verðuga verkefnis og sér ekki eftir þeim peningum. Ekkert bólar hins vegar á tónlistarhúsinu og ekki er einu sinni búið að teikna það, eftir því sem Víkverji las nýverið. Hann fór því að velta því fyrir sér á dög- unum hvort framlag hans hefði nýst til einhverrar undirbúningsvinnu, og þá hverrar, eða liggi á bankabók með háum vöxtum? x x x FRÓÐLEGT verður að sjá hvortíslenskar sjónvarpsstöðvar sýni beint frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Japan og Suður-Kóreu næsta sumar. Stöðvar í nokkrum löndum, svo sem Englandi og Þýskalandi, hafa þegar gengið frá samningum um að sýna frá keppninni, en annars staðar, þar á meðal í Frakklandi – og eru Frakkar þó núverandi heimsmeist- arar og taldir mjög sigurstranglegir á næsta ári – og á Íslandi, gæti farið svo að ekkert yrði sýnt beint. Tals- menn Ríkissjónvarpsins hafa greint frá því að leyfi til útsendingar frá keppninni hafi hækkað svo gríðar- lega í verði frá keppninni í Frakk- landi fyrir tæpum fjórum árum að útilokað sé að RÚV geti boðið upp á leikina í beinni útsendingu. Enn einu sinni ætlar græðgin að bitna á íþróttahreyfingunni. x x x ATVINNUBÍLSTJÓRI sem Vík-verji ræddi við á dögunum reytti hár sitt og skegg vegna þess hve margir illa búnir bílar voru á göt- um höfuðborgarinnar þegar fór að snjóa. Honum fannst yfirvöld ekki taka rétt á málum, og færði þessi rök fyrir máli sínu: „Menn er sektaðir um háar fjár- hæðir, líklega 4.000 krónur á hvert dekk, ef þeir aka á negldum dekkjum lengur en leyfilegt er á vorin en ekk- ert er aðhafst þótt menn þvælist um götur á „sköllóttum“ dekkjum í snjó og fljúgandi hálku. Þeir fyrrnefndu skemma að vísu malbikið, sem er allt- af stórskemmt eftir veturinn hvort eð er, en gera vitaskuld engum mein, en þeir síðarnefndu eru aftur á móti stórhættulegir í umferðinni. Hvers vegna ekki hreinlega að sekta þá sem stofna lífi og limum sjálfra sín og annarra í hættu með því að aka á van- búnum bílum við þessar aðstæður?“ x x x VÍKVERJI getur ekki annað entekið undir með bílstjóranum sem hann vitnaði í hér að framan. Auðvitað er ekkert vit í því að aka um á „sköllóttum“ dekkjum í fljúgandi hálku og snjó, eins og maðurinn orð- aði það. Það er beinlínis stórhættu- legt. Víkverji leyfir sér meira að segja að kasta fram þeirri spurningu hvort það sé eitthvað hættulegra að aka eftir að hafa neytt áfengis í svo- litlum mæli en að aka bíl sem við- komandi hefur ekki almennilega stjórn á í hálku. Ökumaður sem tekinn er fyrir ölv- un missir bílprófið í langan tíma og er gert að greiða tugi þúsunda króna í sekt til ríkissjóðs, en er glæpur hans í raun mun verri en hins? 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 hroki, 4 aðfinnslur, 7 endurtekið, 8 snaginn, 9 háð, 11 nöldra, 13 dýr, 14 sundfugl, 15 þæg, 17 þröngt, 20 skel, 22 álit- leg, 23 ganglimum, 24 þvaðra, 25 röð af lögum. LÓÐRÉTT: 1 kvenklæðnaður, 2 um- boðsstjórnarsvæðið, 3 virki, 4 fyrr, 5 ásjóna, 6 annríki, 10 kúgun, 12 ílát, 13 títt, 15 gangfletir, 16 dýs, 18 í uppnámi, 19 lengdareining, 20 smá- alda, 21 krafts. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: gallalaus, 8 Sævar, 9 tinds, 10 ill, 11 mögur, 13 akrar, 15 holds, 18 galta, 21 tól, 22 Papey, 23 örugg, 24 Bragagata. Lóðrétt: 2 akveg, 3 lúrir, 4 litla, 5 unnur, 6 ásum, 7 ósar, 12 und, 14 kúa, 15 hopa, 16 lepur, 17 stygg, 18 glögg, 19 laust, 20 agga. K r o s s g á t a Hver kann erindin? SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og er hún að leita eftir einhverjum sem kann öll erindi ljóðsins sem hljóðar svona: Brátt ég vagga þér í blund, englabarnið blíða. og endar á: Sofðu lengi, sofðu vel úti regnið grætur. Þeir sem gætu gefið Sig- rúnu upplýsingar eru beðn- ir um að hringja í síma 438 1427. Tapað/fundið Frakki tekinn í misgripum HERRAFRAKKI, dökk- mosagrænn, var tekinn í misgripum við jarðarför í Fossvogskirkju fyrir há- degi 1. nóvember. Hlutað- eigandi er vinsamlega beð- inn um að hafa samband í síma 554 3619. Svart dömuveski týndist LÍTIÐ, svart dömuveski með ól týndist 16. nóv. á milli Núpalindar í Kópa- vogi og Glæsibæjar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 5195 eða 891 7488. Gleraugu týndust GLERAUGU í svörtu lakk- hulstri týndust í stofu 101 í Odda 14. nóv. sl. Skilvís finnandi hafi samband við Kristínu í síma 551 1307. Gleraugu í óskilum GUCCI, lituð sjóngler- augu, eru í óskilum hjá Tiff- any’s við Óðinsgötu 7. Upp- lýsingar á staðnum og í síma 562 8448. Budda týndist BUDDA, sem í voru 5 hringar, týndist líklega í Ís- landsbanka á Eiðistorgi, Glóey eða í IKEA. Hring- arnir hafa mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 561 2009. Pels tekinn í misgripum SVARTUR kanínupels frá Karen Millen var tekinn í misgripum í fatahenginu á Broadway á Edduverð- launahátíðinni. Upplýsing- ar hjá Jönu í síma 533 1100. Plastpoki með púða týndist HVÍTUR plastpoki með jólapúða og jóladagatals- kerti týndist 22. nóv. ann- aðhvort við Garðaskóla í Garðabæ eða við Hótel Loftleiðir. Skilvís finnandi hafi samband í síma 564 0111. Gleraugu í óskilum SJÓNGLERAUGU með brúnni fínlegri umgjörð fundust á Leifsgötu. Upp- lýsingar í síma 588 7087. Dýrahald Kettlingur óskast ÓSKA eftir loðnum kett- lingi. Vinsamlega sendið sms-skilaboð í gsm-síma 862 7811. Mosi er týndur MOSI, sem er grábröndótt- ur högni, týndist í lok sept- ember frá Stigahlíð. Hann er eyrnamerktur (nr. 313) og var með ól með bláu kringlóttu spjaldi. Talið er að hann hafi sést í Foss- vogskirkjugarði og Öskju- hlíð. Þeir sem hafa orðið hans varir eða hafa skotið yfir hann skjólshúsi eru beðnir um að hafa samband í síma 891 9663 eða 588 7769. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MIG langar til að mótmæla pistli sem birtist nýlega í Velvakanda um hjólbarðaverk- stæði í Fellsmúla. Ég er búin að skipta við þetta hjólbarðaverk- stæði í 30 ár og vil koma á framfæri minni reynslu. Þeir sem vinna þarna eru þvílíkir glaðlyndismenn og sér- staklega kurteisir og þeir hafa alltaf tekið vel á móti mér. Ég hef sjaldan séð jafn sameinaða starfs- félaga og á þessum stað. Einu sinni þegar ég yfirgaf verkstæðið eftir dekkja- viðgerð uppgötvaði ég að eitthvað var að og þegar ég lét vita af því báru þeir mig á höndum sér og vildu allt fyrir mig gera. Fannst mér þessi pist- ill óverðugur og starfs- menn hjólbarðaverk- stæðisins ekki eiga þetta skilið. Ég vil taka það fram að ég þekki starfsmenn- ina ekkert persónulega. Ökumaður OK-467. Eiga þetta ekki skilið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.