Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni FRANZ Xaver Grüber burst- aði snjóinn úr dökku hári sínu þegar hann gekk inn í Sánkti Nikolai-kirkjuna í Oberndorf í Austurríki, norðan við Salzburg, 24. desember árið 1818. Hann var kominn til að æfa sig á orgel kirkjunnar fyrir miðnæturguðs- þjónustuna. Franz settist við orgelið, opnaði það, steig á fót- stigið og byrjaði að spila. En ekkert heyrðist. Rétt í því kom aðstoðarprest- urinn, Jósef Mohr, inn í kirkj- una. Organistinn leit á hann og sagði hálf undrandi: „Jósef, hvað skyldi hafa komið fyrir orgelið?“ Mennirnir tveir lituðust nú um á bak við orgelpípurnar. Þar fundu þeir svarið. Hungruð mús í leit að einhverju ætilegu hafði þá um nóttina komist á bak við pípurnar og nagað gat á leð- urbelgina, er sáu orgelpípunum fyrir lofti. Það nart hafði gjör- samlega þaggað niður í hljóðfær- inu og það einmitt nú á jólunum! Þeir litu angistarfullir hvor á annan. „Er einhver möguleiki á að fá gert við orgelið í dag?“ spurði Franz. „Nei, það er ég hræddur um ekki,“ svaraði Jósef. „En hvernig eigum við að fara að því að hafa miðnæturmessu án tónlistar?“ spurði þá organist- inn. Mennirnir tveir stóðu þögulir og veltu fyrir sér hvað til bragðs skyldi taka. Allt í einu rauf Jós- ef, ungi presturinn, þögnina og sagði feimnislega: „Heyrðu, Franz ...; ég hef ort kvæði.“ „Og...“ sagði Franz. Jósef varð ákafari, þegar hann svaraði: „Jú, þú ert svo mikill hæfileikamaður á sviði tónlistar. Þú gætir samið lag við kvæðið og spilað undir á gítar. Síðan getum við tveir sungið það með barnakórnum ...“ „Leyfðu mér að sjá kvæðið, Jósef, en ég veit ekki hvort ég get samið lag við það fyrir mið- næturmessuna,“ sagði Franz. Jósef beið meðan Franz las kvæðið, en það var í sex erind- um, og organistinn smitaðist nú af ákafa prestsins, greip hatt sinn og þaut mót kirkjudyr- unum. „Ég kem eins fljótt og ég get,“ kallaði hann. „En ég er nú ekki eins viss með gítarinn. Fólk verður ekki hrifið af gítartónlist í kirkjunni.“ Svo var hann rokinn á braut. Franz gekk til næsta þorps, Arnsdorf, þar sem hann starfaði við kennslu. Enginn veit hvað nákvæmlega gerðist í herbergi organistans næstu stundirnar, en hann var mættur til kirkjunnar í Oberndorf á réttum tíma. Þar biðu nokkrir drengir og stúlkur eftir að læra nýja jólasönginn. Guðsþjónustan nálgaðist. Kirkjan var prýdd kertaljósum og grenigreinum. Fljótlega tóku kirkjugestir að tínast inn. Aldrei þessu vant heyrðu þeir enga orgeltónlist og gengu í þögninni inn eftir kirkjugólfinu. Fólk leit spyrjandi hvert á annað. Á ákveðnum tímapunkti gekk fram lítill hópur barna, ásamt prestinum og organistanum. „Það kom smá óhapp fyrir orgelið í nótt...“ byrjaði Jósef. Svo beið hann þangað til klið- urinn hafði dáið út. „En við erum samt með dálít- ið, sem okkur langar að syngja fyrir ykkur,“ bætti hann þá við. Og við gítarundirleik hófu þeir og börnin nú að syngja „Hljóða nótt“, sem við á Íslandi þekkjum raunar betur undir nafninu „Heims um ból“. Þannig er í fáum dráttum ein útgáfa sögunnar af tilurð þessa einfalda en jafnframt mik- ilfenglega jólasálms. Jósef Mohr fæddist 11. desem- ber árið 1792 í Salzburg og mun hafa ort kvæðið góða í bænum Mariapfarr árið 1816. Hann and- aðist 4. desember árið 1848, í Wagrain, 56 ára gamall, í sárri fátækt. Jarðneskar eigur hans voru þá engar að sögn nema einn messuserkur, gítar, pípa og tóbaksskjóða. Hann var jarð- settur í grafreit snauðra manna þar í bæ. Franz Xaver Grüber fæddist 25. nóvember árið 1787 í Hochb- urg, Innviertel. Hann andaðist 6. júlí árið 1863 í Hallein, 76 ára að aldri. Gröf hans er í kirkjugarð- inum framan við húsið, þar sem hann bjó í 30 ár. Hin upp- runalega gítarútsetning hans er ekki lengur til, en hins vegar nokkrar útsetningar fyrir hljóm- sveit. Handrit Jósefs Mohr að sálminum, frá því um 1820, inni- heldur gítarútsetningu og er hún talin komast næst þeirri upp- runalegu, sem flutt var í mið- næturguðsþjónustunni í kirkju heilags Nikolai í Oberndorf í Austurríki á jólum árið 1818. Í Oberndorf var byggð minning- arkapella árið 1938, í stað áð- urnefndrar kirkju, sem eyðilagð- ist í flóði árið 1899. Hinn ódauðlegi sálmur þeirra félaga er löngu orðinn þekktur um allan heim og er haft fyrir satt, að til séu af honum þýð- ingar á meira en 300 tungu- málum. Þar af hafa a.m.k. fimm- tán ljóðskáld glímt við að koma honum í íslenskan búning í gegnum tíðina og er þar ýmist um að ræða þýðingar eða frum- yrkingu. En það vita fæstir að kveikjan að þessu öllu var lítil, hungruð mús fyrir 183 árum. Vegir Guðs eru sannarlega órannsakanlegir. Músin sem breytti jólunum saeson@islandia.is Aðventan og jólin yrðu dálítið snautleg ef eng- in væru lögin og sálmarnir til að ljá þeim eða örva hinn rétta blæ. Sigurður Ægisson rifjar hér upp gamla sögu um einn þekktasta jóla- sálm allra tíma, sem hefur verið þýddur á meira en 300 tungumál. FRÉTTIR mbl.isFRÉTTIR FYRSTU skrefin í útflutningi er yf- irskrift námskeiðs sem Atvinnuþró- unarfélag Eyjafjarðar og Útflutn- ingsráð Íslands halda í í kennslusalnum að Glerárgötu 36 2h, þriðjudaginn 11. desember frá kl. 8.30-17.00. Þetta er hagnýtt námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja sem eru að hefja útflutning sem og starfsmenn í útflutningsmálum. Markmið nám- skeiðsins er að gefa innsýn í ferli út- flutnings, hvaða atriði ber að skoða þegar ákvörðun er tekin um útflutn- ing og hvar leita megi upplýsinga og aðstoðar. Aðalleiðbeinandi á nám- skeiðinu er Guðný Káradóttir fram- kvæmdastjóri Gagarín. Upplýsingar og skráning eru hjá Útflutningsráði og Atvinnuþróunar- félaginu. Fyrstu skrefin í útflutningi ORKUVEITA Reykjavíkur sf, tekur til starfa hinn 1. janúar nk. sam- kvæmt frumvarpi iðnaðarráðherra sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar á föstudag. Orkuveita Reykjavíkur og Akra- nesveita verða þá sameinaðar og breytt í sameignarfélag. Við þá breytingu yfirtekur Orkuveita Reykjavíkur sf. allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar Orkuveitu Reykjavíkur og Akranesveitu. Eign- arhlutar í Orkuveitu Reykjavíkur sf. samkvæmt frumvarpinu skiptast með eftirfarandi hætti. Reykjavíkur- borg verður með 93% eignarhlut, Akraneskaupstaður með 5,5% eign- arhlut, Hafnarfjarðarkaupstaður með 1,0% eignarhlut og Garðabær 0,5% eignarhlut. Orkuveitan verður sameignarfélag Tekur til starfa 1. janúar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað Visa-Ísland hf. af kröfu eig- anda söluturnsins Dalsnestis í Hafn- arfirði um að uppsögn fyrirtækisins á samningum við hann um móttöku á kredit- og debetkortum verði dæmd ógild. Málið á sér talsverðan aðdraganda en upplýst var fyrir dómi að eigandi Dalsnestis hefur ekki viljað eiga við- skipti við menn sem greiddu með greiðslukortum fyrir lægri fjárhæð en 500 krónur. Dæmi voru um að hann hrifsaði kortin af þeim sem ekki sættu sig við þessa reglu og þurfti af- skipti lögreglu til að ná kortunum aft- ur. Þá lét hann ekki þá sem greiddu með debetkortum njóta staðgreiðslu- afsláttar. Visa-Ísland sagði upp samn- ingi við Dalsnesti í fyrrasumar og var uppsagnarfrestur þrír mánuðir. Héraðsdómur taldi að Visa-Ísland hafi ekki átt annan kost en að segja upp samningnum enda hefði verið fullreynt að eigandi Dalsnestis hugð- ist ekki láta af þessari háttsemi sinni. Var honum gert að greiða Visa-Ísland 200.000 krónur í málskostnað. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn. Mátti segja upp samningi við Dalsnesti Tónleikar Reykjalundar- kórsins verða í dag Ranghermt var í blaðinu í gær að hinir árlegu aðventutónleikar Reykjalundarkórsins hefðu verið í gær. Hið rétta er að tónleikarnir verða í dag, sunnudag, í Laugarnes- kirkju, og hefjast þeir kl. 17. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn Með messutilkynningum í blaðinu í gær birtist mynd af Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum á Reykjanesi. Í myndatexta var hún rangnefnd Hafnakirkja. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.