Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 29 SAGAN af gíraffanum Gíra stýra mun vera önnur í röðinni um Gíra og vini hans Fróða fíl, Katrínu kan- ínu, Grjóna grís og Maríu mýslu. Þetta eru myndskreyttar sögur, eða öllu heldur söguskreyttar myndir, eftir Björku Bjarkadóttur, ætlaðar börnum á aldrinum þriggja til sjö ára – gæti ég trúað. Í þessari sögu segir frá því þegar Gíri á frí úr vinnunni (hann keyrir strætó) og heldur vinum sínum veislu heima í garði. Frásögnin spannar einn dag: Gíri vaknar með hálsríg, rekur sig uppundir (aum- ingja gíraffinn að hafa svona langan háls), undirbýr veisluna og bakar, tekur á móti gestum í garðinum og þegar byrjar að rigna sækir hann tjald sem hann breiðir yfir veislu- borðið og notar sinn langa háls sem tjaldsúlu (þar kom hálsinn langi að gagni). Hann kveður síðan gestina, vaskar upp, fer að sofa og dreymir um að hann sé sjálfur gestur í veislu hjá Katrínu kanínu. Sagan er í sjálfu sér hvorki frumleg né ýkja áhrifarík enda eru það fyrst og fremst myndirnar sem gefa bókinni gildi. Það fer líka ágætlega á því þar sem það eru oft fyrst og fremst myndirnar sem höfða til yngstu njótenda bóka. Myndir Bjarkar eru mjög skemmtilegar og litríkar og nostrað við smáatriði. Á hverri opnu er eitthvað sem gleður augað. Persónurnar hafa hver sín per- sónueinkenni, en mesta athygli vakti Grjóni grís, græðgi hans og subbuskapur og ókurteisi (hann hámar í sig rjómatertu og gleymir að kveðja og þakka fyrir sig) vakti óskipta athygli minna barna! Hönnun og frágangur bókarinnar er í flestu tilliti til fyrirmyndar en þó má benda á ósamræmi í staf- setningu á nafni aðalper- sónunnar, en nafn Gíra er stafsett með ý (Gýri) á ein- um stað. Kemur kannski ekki að sök þegar fullorðnir lesa fyrir börnin, en þó óþarfa villa í svo stuttri bók og gæti vakið athygli barna sem sjálf eru farin að stauta textann. Skemmtilegur myndstíll BÆKUR Barnabók Höfundur: Björk Bjarkadóttir. Mál og menning 2001, 27. bls. GÍRI STÝRI OG VEISLAN Soffía Auður Birgisdóttir Lokavitni er eftir sakamálasagna- höfundinn Patr- iciu Cornwell í þýðingu Atla Magnússonar. Í kynningu segir m.a.: „Einhver leggur Beryl Madi- son í einelti. Skelfingu lostin flýr Beril til eyj- arinnar Key West við strönd Flórída – en um síðir verður hún að snúa á ný til Richmond. Sama kvöldið og hún kemur heim gerist það óskilj- anlega – hún býður morðingjanum inn til sín... Þar með hefst rannsókn Kay Scarpetta á glæp sem er jafn flók- inn og hann er óhugnanlegur. .“ Útgefandi er Muninn bókaútgáfa. Bókin er 280 bls. Verð: 3.480 kr. Spenna Handskornar lík- kistur, sann- söguleg frásögn af bandarískum glæp eftir banda- ríska rithöfundinn Truman Capote (1924 – 1984), er í íslenskri þýðingu Guttorms H. Jó- hannessonar sem einnig ritar formála að henni. Í kynningu segir m.a.: „Saga þessi greinir frá furðulegum morðum sem framin voru í bæ einum í Miðvesturríkj- unum á áttunda áratugnum. Sagan er þrungin dulúð og spennu frá upphafi til enda og ljóst að skáldlegt ívaf skip- ar þar veigamikinn sess; kemur það einna best fram í úthugsaðri persónu- sköpun sögunnar. Hún lýsir afburða- vel hugarheimi óvenjulegs morðingja og angist rannsóknarlögreglumanns- ins sem málið heltekur. Einna þekktastur er Truman Capote fyrir Með köldu blóði (In Cold Blood) sem kom út árið 1966.“ Útgefandi er Arnargrip (netfang: guttorm@isl.is). Bókin er 107 bls., prentuð í Fjölritunarstofu Daníels Hall- dórssonar. Glæpasaga Skriðdýrastofan er eftir Lemony Snicket, í þýðingu Helgu Soffíu Ein- arsdóttur. Þetta er önnur bókin í bókaflokknum Úr bálki hrakfalla eft- ir Snicket. Bæk- urnar fjalla um af- skaplega óheppin systkini sem missa foreldra sína og flækjast á milli und- arlegra ættingja. Í Skriðdýrastofunni er þeim komið fyrir hjá nýjum ættingja, skriðdýrafræðingnum Montgomory Montgomory, þar sem hversdagurinn snýst um eiturnöðrur og skröltorma. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 204 bls., prentuð í Svíþjóð. Brett Helquist myndskreytir bókina með ævintýralegum teikningum. Verð: 1.890 kr. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.