Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Látin er Sigurlaug Þórey Johnson, kær vinur um áratuga skeið. Kynni okkar hófust upp úr 1960 þegar móðir mín Anika, bróðir minn Þór og ég urðum nábúar hennar í nýbyggðu fjölbýlishúsi í Kringlumýri í Reykjavík. Kynnin fóru hægt af stað en jukust þegar á leið og loks varð hún eins og ein af okkur í fjölskyldunni. Sigurlaug var hlédræg, allt að því feimin, og fram- an af vissum við lítið um ævi hennar en vissum þó að hún var ekkja, hafði misst eiginmann sinn eftir stuttan hjúskap. En eftir því sem tíminn leið og vinskapurinn varð nánari kynntumst við lífshlaupi hennar. Sigurlaug fæddist í Vestmanna- eyjum og voru foreldrar hennar Þorsteinn Johnson, kaupmaður þar í bæ og Sigurlaug Björnsdóttir. Rúmum þremur mánuðum eftir fæðingu Sigurlaugar lést móðir hennar af afleiðingum veikinda í kjölfar fæðingar hennar. Sigurlaug ólst því upp hjá föður sínum og skyldmennum. Þó að faðir hennar vildi reynast henni vel í alla staði og hún nyti góðrar umönnunar ráðs- konu föður síns um skeið, setti móð- urmissirinn mark sitt á barnæsku hennar og uppvaxtarár og saknaði hún ævinlega móður sinnar. Trú- lega hefur móðurmissirinn átt sinn þátt í að hún kaus að læra hjúkrun þegar hún eltist og lauk hún námi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1946 og stundaði síðan framhalds- nám í röntgenhjúkrun bæði í Nor- egi og Danmörku. Kom oft fram hjá henni að námsárin í hjúkrunarskól- SIGURLAUG ÞÓREY ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Sigurlaug ÞóreyÞorsteinsdóttir Johnson fæddist í Vestmannaeyjum 3. nóvember 1922. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli sunnudaginn 18. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 7. desember. anum hefðu verið góð ár. Sigurlaug gekk í hjónaband með mannsefni sínu, Her- manni Gunnarssyni, í júní 1948 en hann hafði þá skömmu áður lokið prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Var hann vígður til að gegna Skútustaða- prestakalli í Mývatns- sveit árið 1949 og fluttu ungu hjónin þá norður með Ragnheiði dóttur sína nokkurra mánaða. Þessi ár voru hamingjutími í lífi Sigurlaugar. Hún unni Her- manni hugástum og falleg er ljós- myndin af þeim hjónum sem sýnir Hermann skíra dóttur þeirra sem Sigurlaug heldur undir skírn. En hamingja Sigurlaugar reyndist skammvinn því Hermann lést af slysförum síðari hluta árs 1951 eftir rúmlega þriggja ára hjónaband. Það reyndist Sigurlaugu svo þung- bært að nánast óbærilegt var og jafnaði hún sig aldrei eftir þennan missi. Eftir að við kynntumst henni betur varð okkur ljós þessi mikla sorg hennar og einnig hinn stóri sess sem minning Hermanns skip- aði í huga hennar og það breyttist ekki þó að lengra liði frá andláti hans. Og samt er hann hér, er sífellt hjá mér hann, sem þó er löngu farinn. (Sigríður Einars frá Munaðarnesi) Eftir andlát Hermanns flutti Sig- urlaug aftur til Reykjavíkur og hóf störf á Landspítalanum og starfaði þar þangað til hún lét af störfum vegna aldurs. Ragnheiður dóttir þeirra Hermanns fór í fóstur til Bergþóru systur Hermanns og eig- inmanns hennar, Kjartans Sveins- sonar, og ólst þar upp til fullorðins ára. Reyndust þau hjón þeim mæðgum afar vel og var það Sig- urlaugu mikil huggun að dóttir hennar ólst upp hjá þeim góðu hjón- um. Án efa hafði hin sára lífsreynsla Sigurlaugar sett mark sitt á hana þegar kynni okkar hófust, en þessi reynsla hafði ekki haft áhrif á hina mörgu góðu eðliskosti hennar, ein- staka gjafmildi, hjálpsemi, um- hyggju og velvild. Hún vildi allt fyr- ir móður mína gera og reyndi að létta henni daglegt líf eins og kost- ur var. Hún var okkur systkinunum einstaklega góð og fylgdist með öllu sem fram fór í lífi okkar og um- hyggja hennar fyrir okkur breyttist ekki þótt við flyttum að heiman. Eftir rúmlega þriggja áratuga sambýli flutti móðir mín af sínu gamla heimili og trúlega hefur þessi breyting reynst Sigurlaugu erfiðari en við gerðum okkur grein fyrir og þó að ég flytti í íbúðina sem verið hafði mitt gamla heimili, var það auðvitað ekki það sama. Um þetta leyti fór að bera á veikindum hjá Sigurlaugu, sem fóru stigversnandi, þannig að hún þurfti loks að vistast utan heimilis. Var það sárara en orð fá lýst að horfa á hana hverfa okkur smám saman og báðum við þess oft að hún fengi lausn frá þessum erf- iðu veikindum. Í áralöngu sjúk- dómsstríði Sigurlaugar sýndi Ragn- heiður dóttir hennar einstakt æðruleysi og annaðist hana af slíkri umhyggju að ekki verður betur gert. Naut hún þar dyggrar aðstoð- ar síns ágæta eiginmanns, Magn- úsar Jóhannessonar, og barna þeirra, Bergþóru og Jóhannesar. Í kynnum okkar og Sigurlaugar kom oft fram hve heitt hún þráði að fá að hitta Hermann eiginmann sinn aftur. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgr.) Í þessum undurfögru ljóðlínum fullyrðir þjóðskáldið að ástvinir verði ekki aðskildir. Við tökum heilshugar undir það og hún veitir huggun vitneskjan um að þau Her- mann og Sigurlaug séu nú samvist- um á ný eftir langan aðskilnað. Við mamma og Þór sendum Ragnheiði og fjölskyldu hennar, svo og Bergþóru, mágkonu Sigurlaug- ar, innilegar samúðarkveðjur og þökkum Sigurlaugu fyrir langa og góða samfylgd. Veri hún guði falin. Áslaug Þórarinsdóttir.                              !" ## !$ %# & ' " ## ( )*+ #" ## )*) + # '$,- !" ## $ , # - *!  " ## !( "$ ( # . &  - !$ /            !"#$ % &' ( ) *($  # ++ , -          !"!# $(. #. / 0 $( $ /1- ,)"2 #.$( $2 3-41 4 3 -$( $ 5#$ 5 ,2 ) )"2#) ) )"               ! !             ! "             "    #  $$  $%%& #  $% &" ' "( () " $% $' * " $% $% &"+  ,%" "  $% &" $' -" $% *. $% &" &/ $% $% $% &" -"' $% -' $% $% 0 1& " &" &-2 " 23" Í dag hefði vinur okkar og frændi Vatnar Helgason orð- ið 77 ára en hann lést 1. júlí sl. Við viljum minnast hans í örfá- um orðum og kemur fyrst upp í hugann þakklæti, því það er ótelj- andi allt það sem hann gerði fyrir okkur og þá sérstaklega í kringum búskapinn. Alltaf boðinn og búinn HELGI VATNAR HELGASON ✝ Helgi VatnarHelgason fædd- ist 9. desember 1924 á Grímsstöðum í Mý- vatnssveit. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Reykjahlíðarkirkju 7. júlí. að rétta hjálparhönd og allt það sem hann liðsinnti okkur í orð- um, hvað mætti betur fara og þægilegra að framkvæma hlutina. Þó svo hann gerði stólpagrín af okkur og hló mikið ef við vorum sérstaklega klaufskar svo ekki sé minnst á blessaðan hamarinn, honum þótti við frek- ar ófagmannlegar með hann, því ekki rötuðu höggin alltaf á naglahausinn; já, þá hló hann og sagði: „Þú hefur ekki lært á Sniðli.“ Allt hvað snerti bú- skapinn þurfti hann að fylgjast með. Oft var spurt: „Hverning er heyið?“ Svo var tekin tugga úr stabbanum og þefað rækilega af og sagt: „Já, það held ég að sé ilm- andi.“ Hann var mikill gleðigjafi, tók öllu vel sem sagt var við hann og var stundum fast skotið. Aldrei varð hann orðlaus og ekki voru skotin síðri sem maður fékk til baka en því betur voru þetta aldrei særandi skot hvorki frá né til. En margs er að minnast og margs er að sakna, því það er ótrúlegt hvað svona lítill maður, eins og Vatnar var, skilur eftir sig stórt skarð. En minningarnar eru góðar og fyrir það þökkum við með eftirfarandi kveðskap eftir bróður okkar, Frið- rik Steingrímsson, sem flutt var við útför Vatnars og gert í orða- stað hans. Nú vil ég þér sveitina sýna þann sælureit kvaddann ég hef ó, varðveittu myndina mína og minningar sem ég þér gef. Á vatninu geislarnir glitra sem gullregn af himnanna spöng, og fjöllin í tíbránni titra við töfrandi fuglanna söng. Í varpa er sóley og súra og suðandi flugur á vegg, á hreiðrunum kollurnar kúra af kærleika verma sín egg. Og hólmarnir skrautblómum skarta þar skrúðgarð í æsku ég fann, ó, geym þessa sýn þér í hjarta því þetta er vin sem ég ann. Ég læt mig um dásemdir dreyma til drottins er ferðin mín gjörð, ó, faðir mér finnst að hér heima sé fegursti staður á jörð. Blessuð sé minning þín. Herdís og Elín Steingrímsdætur.               ! "# $ %&#'# ( ' ) '*' !+ " ,*$ -+  $ ) '-+ . $ / 0+''*' ) '') '*' .+ # $ 0+'-+  ) '-+ .# '' 0+'*' '& ) '-+  '- ! $*' '' - ) '-+ ! '''-)*' 1'12'*$1'1'12'(                        "# $ #  %   $& ' %    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.