Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER ekki hægt að skrifa um Harry Potter. Það er ekki hægt að vera með aðfinnslur, það er ekki hægt að segja að sögurnar um Harry Potter séu annað en góðar. Hver sá sem segir eitthvað slæmt um Harry Potter er dæmdur nöld- urseggur, pirraður yfir því að eitt- hvað gengur of vel, nær of mikilli athygli. Það þarf reyndar verulega hæfileika, ímyndunarafl og frá- sagnargáfu til að halda börnum og unglingum – að hinum fullorðnu ótöldum – límdum yfir hverju 500 síðna bindinu af öðru og síðan allt æðið í kringum kvikmyndina og rúsínan í pylsuendanum er auðvit- að öskubuskusagan um höfundinn sem átti ekki málungi matar og skrifaði fyrstu bókina á kaffihúsi og fimm útgefendur höfnuðu henni áður en einn datt í lukkupottinn. Þetta er auðvitað frábært. Ís- lenska öskubuskan í útgáfubrans- anum, Snæbjörn Arngrímsson, datt á svipaðan hátt í lukkupottinn þegar hann fyrir tilviljun festi sér útgáfuréttinn á Potter-bókunum og las síðan um það í erlendum dagblöðum að fyrsta bókin væri að slá öll sölumet. Aðrir naga sig væntanlega í handarbökin til ævi- loka. Og hvorugt er nútímaflökku- saga, heldur blákaldur sannleik- urinn. Harry Potter er kominn á ung- lingsaldur í 4. bókinni og ýmislegt sem fylgir þeim aldri gerist þenn- an vetur í Hogwarts galdraskól- anum. Sagan hefst á því Harry Potter fer á Heimsmeistarakeppn- ina í Quidditch og kemst að því að heilmikið samsæri er í uppsiglingu í tengslum við endurkomu hins illa Voldemorts. Í skólanum um vet- urinn er Harry valinn til að keppa fyrir hönd skólans í Þrígaldra- keppninni en þar eru andstæðing- arnir öflugri en einn 14 ára strák- ur ræður við þótt göldróttur sé. Hann á sér þó öfluga stuðnings- menn sem fylgjast vel með honum. Lokauppgjörið er stórfenglegt og ástæðulaust að rekja söguþráðinn eða niðurlag sögunnar frekar fyrir væntanlegum lesendum. Frásagnargleðin er mikil og spennan jöfn og stígandi og við lestur frumtextans kemur í ljós að Rowling er ágætur stílisti. Höf- undareinkenni hennar verða óljós og textinn heldur flatneskjulegur í þýðingunni. Sögurnar um Harry Potter skipa svipaðan sess í bókmenntum og Stjörnustríðsmyndirnar í kvik- myndaheiminum. Þó er Harry Pot- ter frumlegri að mörgu leyti og meiri nýsköpun í meðhöndlun gamalla stefja úr ævintýrum og miðaldasögum ýmiss konar. Á hinn bóginn kemur Hringadróttinssaga Tolkiens upp í hugann en þar er annars ólíku saman að jafna, stíl- gáfa og ótæmandi þekking Tolk- iens á uppruna og eðli fornra sagna er einstök að öllu leyti. En Harry Potter á allan heiður skilinn fyrir að vekja áhuga nýrrar kyn- slóðar á töfrum þess að lifa sig inn í heim ævintýra og galdra af lestri einum saman. Heimur galdra og ævintýra BÆKUR Börn Eftir J.K. Rowling. Þýðing: Helga Haralds- dóttir. Útg. Bjartur 2001. 562 bls. HARRY POTTER OG ELDBIKARINN Hávar Sigurjónsson ReutersJ.K. Rowling Emanúel er eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson í þýðingu Jóns Daníelssonar. Ný söguhetja frá höfundum Bert- bókanna. Emanúel veitir okkur innsýn í heim nútímaunglingsins þar sem spjallrásirnar eru jafnsjálfsagðar og hin eilífu umhugsunarefni ást, tónlist, skólinn o.s.frv. Emanúel er 16 ára og lifir lífinu gegnum myndavélarlinsuna. Hann getur ekki gleymt þessari stelpu. En hvernig á að nálg- ast slíka fegurð- ardís ef maður hefur ekkert sjálfstraust? Og hver hefur áhuga á að kyssa ljós- myndafrík? Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 185 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 2.480 kr. Unglingar INSJALLAH Jóhönnu Kristjóns- dóttur veitir innsýn í nokkra heima, meðal annars heim tungumálsins, araba og einstaklings- ins sem glímir við nýj- ar og óvæntar aðstæð- ur. Bók Jóhönnu hefst formálalaust undir egypsku tungli og lýk- ur án eftirmála í sýr- lenskri sól. Það finnst mér nokkuð góð stefna, að vera ekkert að útskýra hversvegna þessi ferð var varin eða hvaða lærdóma megi draga af henni. Höf- undur missir nefnilega aldrei sjónar á höfuð- markmiði sínu, að læra arabísku, hvorki á meðan dvölinni stendur né meðan bókin er skrifuð. Jóhanna lagði stund á námið í Kairó 1995–1996 og í Damaskus 1998–1999, en hefur margoft áður verið á slóðum araba, og skrifað fréttir og um ferðir sínar í Morg- unblaðið. Textinn INSJALLAH er nokkurs konar dagbók, þar sem sagt er frá því markverðasta sem gerist stöku dag, en lifandi samtök birtast oft á tíðum í honum. „Það er stórkostlegt að sjá hvað dauðinn hefur verið Forn-Egyptum áleitið umhugsunarefni. Mohammed leit á mig, dálítið skrítinn á svip. – Þetta eru grafhýsi. Þá er nærtækt að hugsa um dauð- ann, er það ekki? sagði hann og ég gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér.“ (bls. 112). Mér finnst textinn vera tilgerð- arlaus og höfundur upphefur sig ekki, heldur vill bara sýna sjálfan sig eins og hann er. Ég nefni þetta vegna þess að þetta er ein af gryjun- um í minningarbókum. Höfundur hefur engan áhuga á að þykjast vera eitthvað, heldur birtir hin daglegu vandamál í harðri birtu. Íslendingar hafa pælt þó nokkuð í tungumálanámi á þessu ári vegna þess að þeir taka þátt í Evr- ópsku tungumálaári. INSJALLAH er lóð á vogarskálar þess, því bókin veitir góða innsýn í hvernig fullorðinn ein- staklingur tekst á við það að læra framandi tungumál. Það er erfitt, en það er hægt ef áhugi er fyrir hendi. Höfundur ber saman menningar- heimanna sem hann þekkir: „Mér virðast lífshættir kristinna og músl- ima áþekkir hvað það snertir að fjöl- skyldan – ekki síst ættmóðirin – er í fyrirrúmi og samheldni og samstaða nær langt út fyrir það sem við köll- um fjölskyldu. Í arabískri fjölskyldu eru ömmu- og afasystkini og afkom- endur þeirra óaðskiljanlegur hluti af innsta hringnum.“ (173). Það er gott að fá sjónarhorn höf- undar á araba, lífernið í Egypta- landi og á Sýrlandi og heyra í einnig hljóðið í heimamönnum í textanum. Það er að minnsta kosti góð til- breyting frá sjónarhorni fjölmiðla, og stjórnmálaskýrenda. „Ég er sammála því að málefni sýrlenskra kvenna eru á betra róli en í mörgum öðrum löndum araba. Sýrlenskar konur geta að flestu leyti um frjálst höfuð strokið, á arabíska vísu, og best er hvað þær eru örvaðar til mennta. Stúlkur í háskólanámi eru nú fleiri en piltar. Á hinn bóginn er alvarlegt ef þær fá ekkert að gera að námi loknu og ástandið er ekki betra hvað pilta varðar.“ (239). Ég hef verið augnablik í Kairó og mér fannst það líkt og að stíga inn í annan heim. Menningin er vissulega önnur, og sá sem ákveður að búa þar verður að leggja niður vestræn- ar kröfur. Jóhanna er engin príma- donna, hún bara finnur sér ein- hverja blokkaríbúð í einhverju hverfi eins og hver önnur hlunn- indalaus almennileg manneskja. Þetta er töff. „Ég skil ekki að ég kynnist Kairó, íbúðin mín er lengst úti í sandauga. Það tekur mig klukkutíma hvora leið að fara í bæ- inn með fornfálegum sporvagni.“ (14) Markmið Jóhönnu er segja sögu sína þessi tvö skólaár í tungumála- námi í Kairó og Damaskus, en óhjá- kvæmilega getur textinn unnið gegn fordómum. Hvers vegna eru t.d. múslimakonur með slæðu? „Konur bera slæðu vegna þess að þær vilja gefa ýmislegt til kynna með henni,“ sagði hún [Mona]. – „Með minni slæðu segi ég umhverfi mínu að ég sé menntuð og ógift ...“ (62) og síðan kemur fróðlegur texti um þetta. Slæðanotkunin er heilmikil stúdía, og hver tegund hefur sína merk- ingu. INSJALLAH er skemmtilegt sjónarhorn einstaklings sem fer úr vestrænu velferðarkerfi og stígur inn í samfélög í harðari lífsbaráttu, þar sem „allur þorri manna er elskulegur, hjálpsamur og hjarta- hlýr“. (245), en býr jafnframt við grimma fordóma. Lofsvert framtak! Lærdómsríkt tungumálanám BÆKUR Endurminningar Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Mál og menning 2001 – 277 bls. INSJALLAH – Á SLÓÐUM ARABA Gunnar Hersveinn Jóhanna Kristjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.