Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 37 ✝ Hjalti EiríkurÁsgeirsson fædd- ist í Neskaupstað 18. apríl 1939. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala, Foss- vogi, 3. desember síðastliðinn. Foreldr- ar Hjalta voru Ás- geir Luvís Bergsson útgerðarmaður í Neskaupstað, f. 31.10. 1909, d. 8.10. 1966, og Una Ragn- heiður Sverrisdóttir húsmóðir, f. 16.1. 1909, d. 14.6. 1993. Hjalti var yngstur þriggja systk- ina, Sverrir Guðlaugur, f. 5.3. 1933, kvæntur Kitty Óskarsdótt- ur og Bergþóra, f. 5.8. 1937, gift Samúel Andréssyni. Foreldrar Ásgeirs voru hjónin Bergur Ei- ríksson, húsasmiður í Neskaup- stað, og Anna Sigríður Guðjóns- dóttir. Foreldrar Unu Ragnheiðar voru hjónin Sverrir Sverrisson, formaður og útgerð- armaður í Neskaupstað, og Mekkín Árnadóttir. Hjalti kvæntist 22.8. 1992 Sess- elju Eiríksdóttur forstöðumanni, f. 22.8. 1941. Foreldrar hennar voru hjónin Eiríkur Helgason rafvirkjameistari í Stykkishólmi, f. 14.12. 1907, d. 24.10. 1983, og Unnur Jónsdóttir húsmóð- ur, f. 10.8. 1912, d. 19.6. 1984. Hjalti ólst upp í Neskaupstað, hann gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla og stundaði síðan nám við Iðnskólann, lauk prófum þaðan 1960, tók meira mótorvél- stjórapróf 1962, vél- stjórapróf við Vél- skólann í Reykjavík 1964 og próf frá rafmagnsdeild skólans 1965. Hjalti var annar vélstjóri á Bergi NK 46 og Hafrúnu NK 80 1960 og á Pálínu SK 2 1960-61 en síð- an á ýmsum fiskiskipum og far- skipum. Hann var yfirvélstjóri á Kyndli 1968-74 og fyrsti yfirvél- stjóri hjá Skipaútgerð ríkisins á ms. Heklu, ms. Öskju, ms. Esju og ms. Herjólfi 1974-88. Hjalti vann sem öryggisfulltrúi hjá Vinnueft- irliti frá 1988 til dánardægurs. Útför Hjalta verður gerð frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 10. desember, og hefst athöfnin klukkan 15. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneist, er hrökk af strengjum mín- um. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera minn – í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tek- ur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið. – Þó blási kalt, og dagar verði að árum, þá veit ég, að þú villtist rétta leið og verður minn – í bæn, í söng og tárum. (Davíð Stefánsson.) Guð veri með þér, elsku Hjalti minn, og hafðu þökk fyrir árin okkar saman. Þín Sesselja. Á kveðjustund við lífsins leiðaskil er litið yfir gengnar ævislóðir. Og þó að ríki hryggð og harmaspil er hlýtt og bjart við minninganna glóðir. (Þorfinnur Jónsson.) Það er föstudagur og vinnuvikunni að ljúka. Vinnufélagar hverfa til síns heima, helgin er framundan og kveðj- um er kastað. Við sjáumst auðvitað aftur á mánudag, það finnst okkur á slíkum stundum. En það er ekki sjálf- gefið og á mánudeginum kom Hjalti ekki til vinnu – við sjáum hann ekki aftur í þessari veröld. Það er með söknuði og trega sem við kveðjum okkar góða félaga Hjalta Ásgeirsson. Honum kynntumst við, sem ekki þekktum hann áður, þegar hann hóf störf hjá Vinnueftirlitinu í janúar 1988. Hjalti var eftirlitsmaður með vinnuvélum og rækti það starf með myndarbrag. Hann hafði góða þekk- ingu á viðfangsefninu og ávann sér traust þeirra fjölmörgu sem hann átti skipti við. En það var óvenjulegur dugnaður hans, eljusemi og óserhlífni sem framar öðru einkenndu hann sem starfsmann. Þegar litið er yfir farinn veg kemur upp sú hugsun að ef til vill hafi hann gengið of nærri heilsu sinni sem ekki var upp á það besta síðustu árin. En við sem störfuðum með Hjalta söknum ekki bara góðs samstarfs- manns heldur félaga sem lagði gott til mála þegar á þurfti að halda og gladd- ist með okkur á góðri stundu. Ég votta Sesselju og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Eyjólfur Sæmundsson. Það er nú þannig í þessu lífi að það veit enginn hver er næstur til að falla frá í þessu jarðlífi. Nú er það ljóst að það var Hjalti vinnufélagi okkar. Hjalti hóf störf hjá Vinnueftirlitinu 1988, við vinnuvélaskoðanir og kennslu á vinnuvélanámskeiðum. Hann var því með elstu og reyndustu mönnum Vinnueftirlitsins. Hjalti var með afkastamestu mönnum Vinnueft- irlitsins og ekki minnkuðu afköst hans þó að hann gengi ekki heill til skógar seinustu mánuði. Okkur fé- lögum hans duldist það ekki, þótt hann kvartaði aldrei eða talaði um heilsu sína. Við kvöddumst að vinnu- degi loknum á föstudegi og var okkur því brugðið þegar við fengum fréttir af því á mánudagsmorguninn að Hjalti hefði látist þá um nóttina. Nýjum starfsmönnum þótti gott að leita ráða hjá Hjalta. Allir vildum við sitja í kennslu hjá honum, til að sjá hvernig hann bæri sig að við kennsl- una, áður en við færum sjálf að kenna, því þar var hann á heimavelli og þar var margt af honum að læra. Þegar við, þeir yngri, vorum úti í vinnuvéla- skoðunum spurðu vinnuvélstjórarnir iðulega eftir Hjalta og báðu okkur fyrir kveðju til hans, þar sem hann hafði annaðhvort kennt þeim eða skoðað hjá þeim vélarnar eða hvort tveggja. Við söknum góðs vinnufélaga og eitt er víst að kaffitímarnir verða ekki þeir sömu, þar sem við munum ekki heyra skemmtilegar sögur eins og honum var tamt að segja. Við þökkum fyrir árin sem við störfuðum saman. Konu hans, Sesselju Eiríksdóttur, og aðstandendum vottum við samúð okkar. Vertu sæll, kæri félagi. Starfsmenn vinnuvéladeildar Vinnueftirlitsins. HJALTI EIRÍKUR ÁSGEIRSSON                                      ! "  #     $        #   %&  !  %& ''     !"#" $ %  #$ & ' ( #"   #$  ) ) #" !"  #$ "   #"  *+ (  ##" ,%  $ - (  #$    %#" *  *+  $( *  *  *+                                            !   ""! #         $   $       %     #   &           !   "  #$    %  ! & "  # #$    "  #$  "  ' ! ( ) #  #$    $  ! *%    !  #+   #$  ,   #$  # - ( , !  % #$   $    ! .$ %  ! .$ / %" # #$  " " ! " " " %                                           !!   !" #!$$% &' !! " #!$$%   (! " #!$)! * (! " #!$)! ' !+ $ ' " ' ,)* '$)! %!- '$*!)!  !. %/ !!$% " &!+' !%!$% +'! %!$% ,)* '$ ,)!)! - '$*!%!)! "  %!$% " ' %!)! " #!$ '  " #!$)!0 Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284                                            !" #! $"!! %! "%  &!  #! ! $'!  #!(                   !" #" #$%&'#' ( " )(* (#+                    !    "#    "$%%  +( %+(,##-% -#%+ .(((- %% / ((,$0*%#+#*$$1( .'%+( 0*2 %%) ! (##-% 3   +(#+*$$1( 4 %+(  +(#+*$$1( !"  +(##-% 1 5 .'%+#+*$$1( ) ! (( 0*%.'%+##-% 6 7%.'%+#+*$$1( / ((,$.'%+#+*$$1( Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.