Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ T .S. ELIOT er sífellt umræðu- efni og efni til skoðanaskipta. Bókum um hann og hans nán- ustu fjölgar. Nýútkomin er bók um fyrstu konu skáldsins eftir Carole Seymour-Jones: Painted shadow. A life of Vivi- enne Eliot. 682 síður. Útg. Constable, verð 20 pund. Í þessari bók er það ekki síst Eliot sjálfur sem verður rannsóknarefni. Fyrirferðarmikil er umræða um meint gyð- ingahatur hans en líka grimmd hans og hégóma- girni ásamt hinu nýjasta sem menn hafa fundið hjá skáldinu: samkynhneigð sem m. a. á að hafa gert Vivienne lífið óbærilegt. Áhugi skáldsins á ballett er sagður veigamikið sönnunargagn. Þótt gamlir vinir Eliots telji þessar kenn- ingar fráleitar gefast þeir ekki upp sem hafa atvinnu af að kafa í einkalíf skáldsins. Tom og Viv halda semsagt stríði sínu áfram, leikrit og kvikmynd nægja ekki. Það er kannski jákvætt að vera á persónu- legum nótum meðan skáldskapurinn skaðast ekki. Engin hætta er á því að bestu ljóð Eliots gleymist. Auða landið, The Waste Land, 1940(Eyðilandið í þýðingu Sverris Hólm-arssonar 1990), frægasta ljóð Eliotser mönnum enn ráðgáta þótt skáldið hafi sjálft látið skýringar fylgja því. Það sem nokkra forvitni vekur nú er að komið hefur í ljós að Völsunga saga mun vera meðal þeirra rita sem máli skiptu fyrir ljóðið og dæmi eru jafnvel um áhrif hennar á Auða landið. William Morris og Eiríkur Magnússon þýddu í sameiningu Völsunga sögu á ensku og kom hún út 1870 ásamt Eddukvæðum í þýð- ingu þeirra en áður höfðu þeir m. a. þýtt Grett- is sögu. Völsunga saga var fyrir aldamótin 1900 gef- in út í bókaflokki sem nefndist „World Liter- ary Masterpieces“ en útgefandi var Walter Scott Publishing Company í London og New York. Nú er það kunnugt að T. S. Eliot áttieintak af Völsunga sögu og keyptiþað sennilega á árunum 1906–1908þegar hann var nemandi í Harvard. Eintakið merkti hann sér með eiginhand- aráritun. Það fannst í safni skólabróður hans í Harvard. Þótt Eliot nefndi ýmsar fyrirmyndir og áhrifavalda þegar titill ljóðsins var valinn, m. a. From Ritual To Romance eftir Jessie L. Weston, leiða menn getum að því að fornar ís- lenskar bókmenntir hafi skipt hann máli. Benda menn í því sambandi einnig á Niflunga- ljóð Wagners sem sótti meira til íslenskra Eddukvæða en þýskra bókmennta. William Morris orti formála Völsunga sögu og stendur þar: O hearken, ye who speak the English tongue, How in a waste land ages long ago, the very heart of the North bloomed into song after long brooding o’er this tale of woe! Meðal þeirra fræðimanna sem eru ekki í vafa um gildi Völsunga sögu fyrir Auða landið er Robert Macfarlane (sjá TLS, 16. nóvember sl.). Macfarlane finnur auða landið víða, m. a. í Eddukvæðum. Hann telur þá Morris og Eliot eiga það sameiginlegt að leita til mikilla klass- ískra verka og því ekki óeðlilegt að Íslend- ingasögurnar séu meðal þeirra. Annað skáld sem líka naut þýðinga Morris og Eiríks Magnússonar var Argentínumað- urinn Jorge Luis Borges. Um það má m.a. lesa í Samtölum Matthíasar Johannessen þar sem Borges er meðal viðmælenda. Völsunga saga var Borges opinberun. Það eru orð úr henni á leiði hans í Genf: „Hann tekr sverthit Gram ok leggr i methal theira bert.“ Sagan kemur fyrir í ljóðum Borges: Ísland, mig hefur lengi dreymt um þig, alveg frá þeim morgni þegar faðir minn gaf því barni sem ég var og sem lifir enn þýðingu Völsunga sögu sem ég nú í hálfrökkri mínu rýni í seinlega með hjálp orðabókar. Ísland og Íslendingasögur koma víða fyrir í ljóðum Borges og ekki síst í síðustu bókum hans, en þá þekkti hann landið af eigin raun eftir ferðalög hingað. Í ritgerð sinni Eliot og Eyðilandið, aftan við þýðinguna, gerir Sverrir Hólmarsson grein fyrir ljóðinu og birtir að auki athugasemdir skáldsins. Í ritgerðinni kemur fram að taugaveiklunEliots eða réttara sagt viljadoði speglast íljóðinu, enda leitaði hann sér lækninga ogþær hjálpuðu honum að ljúka ljóðinu. Þá tók vinur hans og skáldbróðir, Ezra Pound, við ljóðinu og stytti það til mikilla muna. Menn hafa túlkað ljóðið sem krufningu á sjúkri samtíð, en eins og Sverrir bendir á hall- ast menn nú að því að ljóðið sé persónuleg tjáning manns sem er staddur í sálar- og trúarkreppu. Um þetta sagði Eliot, í þýðingu Sverris: „Ýmsir gagnrýnendur hafa sýnt mér þann heiður að túlka ljóðið eins og það sé gagnrýni á heim nútímans og hafa raunar talið það mik- ilvægan skerf til þjóðfélagsgagnrýni. Fyrir mig var það ekki annað en að létta af mér per- sónulegum og öldungis ómerkilegum kvört- unum út af lífinu; það er bara nöldur í reglu- bundinni hrynjandi.“ Eliot og Völsunga saga T.S. Eliot AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Jorge Luis Borges TÓNLEIKAR Amnesty Internat- ional á mannréttindadeginum eru orðnir fastur liður á aðventunni. Á morgun verða tónleikar í Neskirkju og hefjast þeir kl. 20. Á tónleikunum koma fram Schola Cantorum undir stjórn Harðar Ás- kelssonar, Kammerkór Seltjarnar- neskirkju undir stjórn Vieru Manas- ek, Guðrún Helga Stefánsdóttir sópransöngkona kemur fram með kórnum, Jónas Ingimundarson pí- anóleikari, Ólafur Kjartan Sigurðar- son barítonsöngvari, Sigurður Rún- ar Jónsson hljóðfæraleikari, sönghópurinn Voces Thules, Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, Gunn- ar Kvaran sellóleikari, Þórunn Lár- usdóttir söngkona, Monika Abend- roth og Páll Óskar Hjálmtýsson. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sönghópurinn Voces Thules. Aðventutónleikar á mannréttindadaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.