Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ            !" ##$%&! '(")* )'( +,-.$$/(/,"00/1/!"$$ 2, !1" -) !" -34"##$ !1" -) BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TIL skamms tíma var vestfirskur sjávarútvegur í heimsforystu í bók- staflegum skilningi, bæði í veiðum og vinnslu. Hver man ekki hin þrótt- miklu vestfirsku fyrirtæki eins og Norðurtangann hf., Hrönn hf. og Ís- húsfélag Ísfirðinga á Ísafirði, Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík og Hjálm hf. á Flateyri svo örfá dæmi séu nefnd? Þótt ótrúlegt sé heyra þau nú öll sögunni til. Sem betur fer má þó enn finna sjávarútvegsfyrir- tæki í rekstri hér vestra sem eru í fararbroddi, en mörg eru þau ekki. Vestfirskir sjómenn hafa í gegn- um aldirnar stundað veiðar á einu hættulegasta og erfiðasta hafsvæði í heimi. Og hafi menn haft spurnir af afburða sjómanni var hann oftar en ekki Vestfirðingur eða af vestfirsk- um ættum. Þau verðmæti sem þessir menn hafa dregið í þjóðarbúið eru ómæld. En skjótt hefur sól brugðið sumri og í dag mega Vestfirðingar að nokkru leyti troða stafkarls stíg með staf og skreppu í sínum sjávarútvegi, líkt og Auðunn karlinn vestfirski for- faðir þeirra forðum á suðurgöngu sinni, eftir ævintýrið með bjarndýr- ið. Þeir mega knékrjúpa og biðja um leyfi til að skjótast á smábátum til fiskveiða á sínum eigin heimamiðum til að hafa ofan í sig og hyski sitt. Hvað ber til slíkra ódæma? Vestfirðingar geta nú sjálfum sér um kennt að nokkru hvernig komið er. Þeir hafa glutrað niður stórum hluta af frumburðarrétti sínum til fiskveiða, hafa ekki kunnað fótum sínum forráð í kerfi sem gerir hina ríku ríkari. Þeir hafa að sumu leyti hagað sér eins og smábörn í sand- kassa og ekki hagað seglum sínum eftir þeim vindum sem blásið hafa. Um það verður ekki deilt. Þekkt er það fyrirbæri á öllum tímum að þeir sem betur mega og hafa tögl og hagldir yfir auðlindum þjóða vilja sjaldnast gefa eftir fimm- eyring af ríkidæmi sínu til að með- eigendur þeirra í þjóðarauðnum megi lifa af, fyrr en of seint. Klass- ískt dæmi þar um er rússneski aðall- inn fyrir byltingu, sem flaut sofandi að feigðarósi. Sama virðist vera með kvótaaðalinn okkar, þótt í ólíku ljósi sé. Hann vill ekki gefa tommu eftir. Hann segist einfaldlega hafa unnið fyrir eignum sínum. Punktur. Það er þjóðarnauðsyn að hin stóru sjávarútvegsfyrirtæki okkar geti blómstrað að vissu marki. En það þýðir ekki að aðrir eigi að lepja dauð- ann úr skel. Er það ekki jafnmikil þjóðarnauðsyn að vestfirskir fiski- menn og þeirra nótar í landinu fái lif- að af? Öllu máli skiptir fyrir hina stoltu og kraftmiklu vestfirsku útvegs- og veiðimenn hvernig tekið verður á málum þeirra til frambúðar. Reynsl- an sýnir að styrkir og gjafafé er ekki vænlegt til árangurs. Það eina sem dugir er að leyfa þessum körlum að sækja sinn sjó eftir því sem mögu- legt er. Ef þeir fá það ekki eru þeir sama og dauðir. Svo einfalt er nú það. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Vestfirðingar troða nú stafkarls stíg Frá Hallgrími Sveinssyni: NÚ HAFA fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn fengið samþykkta tillögu, um að síðasta tilraun til að hafa örlitla göngu- götu í Reykjavík, austasta hluta Hafnarstrætis, verði opnuð að nýju fyrir bílaumferð. Þetta eru vond tíðindi fyrir okk- ur sem notum strætisvagnaþjón- ustu en nú þurfum við strætis- vagnanotendur að vera í lífshættu vegna þessarar bílaumferðar. Annars er merkilegt hversu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa verið oft á móti almenningssamgöngum. Fljótlega eftir að Davíð varð borgarstjóri var ákveðið bæði að stórhækka fargjöld og fækka ferðum. Sér- staklega var mikil eftirsjá að sam- drætti ferða fyrst á morgnana og síðdegis. Skyndilega var, eins og það er kallað í ferðaþjónustunni, sætaframboð dregið saman um 25% með einu pennastriki, úr fjór- um ferðum á klukkutíma niður í þrjár. Eðlilega fylgdi mikill sam- dráttur farþega hjá strætisvögn- unum en bílaumferð jókst hröðum skrefum. Þessi ákvörðun kom sér illa fyrir vinnandi fólk, á leið í vinnu og heim. Hver heilvita maður sér, hvaða tilgangi þetta þjónaði: bílasalar og þeir sem hafa afkomu sínu af þess- um skelfilega mengandi bílaleik, vildu eðlilega auka sölu og þar með afkomu fyrirtækja sinna á kostnað almenningssamgangna. Við sitjum því uppi með mjög mikla mengun af vægast sagt mjög óhagkvæmum samgöngum sem og mikilli þörf fyrir götur og bíla- stæði fyrir þennan of mikla bíla- flota. Mengun frá bílum er meiri en frá nokkurri annarri starfsemi í dag. Betri almenningssamgöngur eru til margvíslegra bóta: þær eru ódýrari fyrir samfélagið sem og fyrir einstaklinginn. Þær eru heilsusamlegar og efla með okkur vitund fyrir því, að klæða okkur eftir veðri og aðstæðum, sem og hreyfa okkur ögn meir sem okkur er öllum nauðsynleg. Eg hvet alla fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur til að gefa þessu betur gaum, endurskoða þessa umdeildu ákvörðun, hvetja fólk til að nota strætisvagna meira en nú og að opna aftur göngugötur fyrir gangandi fólk. GUÐJÓN JENSSON, bókfræðingur og leiðsögumaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Strætó Frá Guðjóni Jenssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.