Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ L ÖGMANNAFÉLAG Ís- lands fagnar 90 ára af- mæli 11. desember næstkomandi. 17 mála- færslumenn „og aðrir embættislausir lögfræðingar“, eins og það var orðað í fundargerð, komu saman fyrir 90 árum og stofnuðu þá Málflutningsmannafélag Íslands. Það var síðan ekki fyrr en árið 1944 að nafninu var breytt í Lögmannafélag Íslands. Núverandi formaður Lögmanna- félagsins er Ásgeir Thoroddsen hæstaréttarlögmaður. „Menn áttuðu sig á því á þessum tíma að það var full ástæða til þess að þeir sem þá störf- uðu að málaflutningi hefðu með sér sérstakt félag. Margir mektarmenn komu að þessu félagi. Fyrsti formað- urinn var Eggert Claessen, þá mála- flutningsmaður við landsyfirréttinn. Sveinn Björnsson, sem síðar varð for- seti lýðveldisins, varð seinna formað- ur. Þeir voru ekki nema 17 málaflutn- ingsmennirnir við stofnun félagsins en núna eru í Lögmannafélaginu um 650 manns. Tæplega 400 af þeim eru sjálfstætt starfandi lögmenn eða fulltrúar þeirra. Um 250 eru svokall- aðir innanhússlögmenn, þ.e.a.s. lög- menn hjá fyrirtækjum, félögum og að einhverju leyti hjá hinu opinbera. Einnig eru nokkrir félagsmenn hætt- ir störfum,“ segir Ásgeir. Segja má að stétt lögmanna hafi þó fyrst orðið til með lögum árið 1905, enda þótt fyrstu almennu lögin um lögmenn og störf þeirra kæmu ekki til fyrr en 1942. Í lögunum frá 1942 segir að lögmenn séu opinberir sýsl- unarmenn og er kveðið á um skyldu- aðild þeirra að Lögmannafélagi Ís- lands. Sjálfstæði lögmanna Ásgeir segir að félagið hafi frá upp- hafi lagt áherslu á það að standa vörð um sjálfstæði stéttarinnar. „Þegar lögmenn vinna fyrir sinn skjólstæðing mega þeir ekki hafa aðra hagsmuni en síns skjólstæðings. Þeir eiga að vinna fyrir hann af full- um heilindum og af bestu samvisku gefa góð ráð. Þegar frumvarp að lög- mannalögunum, sem við búum við nú og tóku gildi í byrjun árs 1999, kom fram á þingi var reiknað með að úr- skurðarvald í ágreiningsefnum milli lögmanna og skjólstæðinga yrði í höndum sérstaks úrskurðarráðs sem dómsmálaráðuneytið átti að skipa. Í meðförum þingsins tókst að breyta þessu á þann veg að skipuð var sér- stök úrskurðarnefnd sem í eiga sæti einn fulltrúi frá dómsmálaráðuneyt- inu, einn frá Dómarafélagi Íslands, einn frá Lögmannafélaginu og einn frá Hæstarétti. Við teljum okkur geta vel við þetta unað því að talað er um að fulltrúinn sem Hæstiréttur skipar sé úr röðum starfandi lögmanna. Fram að þessum tíma hafði úrskurð- arvaldið verið hjá stjórn Lögmanna- félagsins. Langmestur tími stjórnar- innar hér á árum áður fór í það að úrskurða í margvíslegum deilumál- um. Ég held að út af fyrir sig hafi það tekist mjög vel og að mörgu leyti var stjórn Lögmannafélagsins strangari við sína félagsmenn en dómstólar eða utanaðkomandi aðilar hefðu nokkru sinni verið.“ Samkvæmt lögmanna- lögum er öllum lögmönnum skylt að vera í Lögmannafélagi Íslands. Þegar frumvarpið að núgildandi lögum var lagt fram vaknaði umræða um það að vegna stjórnarskrárákvæða um fé- lagafrelsi og nútímaviðhorfa væri óeðlilegt að hafa skylduaðild að félag- inu. „Á móti hefur verið sagt að lög- menn leggja mikla áherslu á sitt sjálf- stæði og að agavaldið sé hjá þeim. Eigi þeir að sinna agavaldi gagnvart lögmönnum gengur það náttúrlega ekki að sumir séu í félaginu og aðrir ekki. Á því byggist sú niðurstaða sem varð varðandi skylduaðildina,“ segir Ásgeir. Réttindamál lögmanna Það sem helst hefur verið til um- fjöllunar hjá Lögmannafélaginu síð- ustu árin er réttindamál lögmanna. „Í lögunum segir að aðeins lög- menn megi reka lögmannsstofur. Þetta er tilkomið vegna þessa grund- vallaratriðis um sjálfstæði lögmanna. Það gengur ekki að við vinnum sem sjálfstæðir lögmenn en lögmanns- stofan sé í eigu t.d. endurskoðanda. Þá erum við farnir að þjóna tveimur herrum. Þess vegna er þetta ákvæði í lögunum um að eingöngu lögmenn mega eiga lögmannssstofu. Reyndar er samsvarandi ákvæði í lögum um endurskoðendur um að eingöngu endurskoðendur megi eiga endur- skoðunarstofur. Okkur hefur hins vegar oft sýnst að lögfræðideildir endurskoðunarstofa séu ekki annað en fullbúnar lögmannsstofur. Við höf- um amast við því og fengið niðurstöðu um það frá dómsmálaráðuneytinu að þetta gangi ekki upp.“ Annað mál sem Lögmannafélagið beitir sér nú fyrir er breytingar á því hvernig löglærðir öðlast héraðsdóms- lögmannsréttindi. Áður áttu menn kost á því að öðlast slík réttindi eftir að hafa flutt fjögur prófmál. Einnig gátu lögfræðingar fengið réttindin með því að vinna í þrjú ár í störfum þar sem reyndi á þekkingu þeirra. Þessu var breytt með lögunum 1999 og í staðinn var sett á laggirnar próf- Lögmannafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli Nýjar áherslur Lögmannafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli 11. desember nk. Guðjón Guðmundsson ræddi við Ásgeir Thoroddsen, formann félagsins, í tilefni af tímamótunum. Morgunblaðið/Golli Ásgeir Thoroddsen hrl., formaður Lögmannafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.