Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 18
valda þeim pólitískum vandræðum heima fyrir. Það hefði litið betur út á pappírunum, ef nokkrir blökkumenn yrðu sendir hingað vegna þess að þessi stefna var farin að spyrjast út. Þó að það væri kynþáttahyggja í Bandaríkjaher á þessum tíma hafði Harry Truman Bandaríkjaforseti af- numið aðskilnað svartra og hvítra í hernum eftir seinni heimsstyrjöld. Íslensk stjórnvöld neituðu hins veg- ar að hrófla við stefnunni. Það urðu mikil blaðaskrif um málið í Banda- ríkjunum árið 1959. Íslenskir ráða- menn voru sem fyrr mótfallnir því að hingað yrðu sendir svartir hermenn, en viðreisnarstjórnin sættist að lok- um á að taka við „þremur eða fjórum vel völdum blökkumönnum.“ Tekið var sérstaklega fram að þeir ættu að vera fjölskyldumenn. Áfram var þó andstaða við málið hjá íslensk- um stjórnvöldum og það dróst að þeir kæmu hingað. Ráðamenn gerðu sér vitaskuld grein fyrir því að allt sem snerti herliðið á Keflavíkurflug- velli var viðkvæmt í íslenskri pólitík, auk þes sem þeir töldu sig þurfa „að vernda“ íslenskar konur fyrir blökkumönnum. Með öðrum orðum var hræðslan við blóðblöndun mikil á þessum tíma. Það sem kom hreyf- ingu á málið var, að bandarískur þingmaður, blökkumaður, tók það upp við varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Robert McNamara, árið 1963 og vitnaði til þess, að talsmaður sendiráðs Íslands í Washington hafði lýst því yfir opinberlega í Bandaríkj- unum að ekki væri stafkrók um það að finna í varnarsamningnum, að svörtum hermönnum væri óheimilt að starfa á Íslandi. Þetta var þó að- eins hálfur sannleikur, eins og munn- legum tilmælin sýna, þótt slíkar regl- ur hefðu ekki verið skrifaðar inn í varnarsamninginn. Í framhaldi þess var ákveðið að senda hingað 3–4 svarta hermenn í samræmi við til- slökun íslenskra stjórnvalda.“ Þetta mál hefur þá að nokkru leyti verið viðkvæmt innan Bandaríkj- anna á þessum tíma? „Já, á þessum tíma var mikil um- ræða um kynþáttamisrétti og stöðu blökkumanna í bandarísku sam- félagi. John F. Kennedy Bandaríkja- forseti hafði sett á fót sérstaka for- setanefnd til að vinna gegn kynþáttahyggju og mismunun á grundvelli litarháttar. Því lét Ken- nedy Íslandsmálið, eins og það var nefnt, persónulega til sín taka og óskaði eftir að fá allar upplýsingar um það hvers konar heiðursmanna- samkomulag væri í gildi milli banda- rískra og íslenskra stjórnvalda um að blökkumenn yrðu ekki sendir til Ís- lands. Eftir það var brugðist skjótt við og sendir nokkrir blökkumenn til Íslands. Þeir urðu þó ekki margir á því tímabili, sem bókin tekur til. Því má segja að óformlega hafi ákveðnum takmörkunum verið við- haldið þótt það hafi verið búið að rjúfa þetta bann.“ Utanríkisráðherra reyndi að finna málamiðlun í varnarmálum Stærsti hluti bókarinnar fjallar um utanríkisstefnu vinstristjórnarinnar sem sat að völdum 1971–1974 undir forsæti Ólafs Jóhannessonar. Ríkis- stjórnin hafði það á stefnuskrá sinni að varnarliðið færi héðan á kjörtíma- bilinu. Tóku Bandaríkjamenn þessa stefnubreytingu alvarlega og höfðu þeir miklar áhyggjur af henni? „Í upphafi voru bandarísk stjórn- völd frekar róleg yfir þessu vegna þess að þau fengu þau skilaboð fljót- lega að það væri hugsanlega hægt að ná samkomulagi sem báðir aðilar sættu sig við. Auk þess lá fyrir að rík- isstjórnin ætlaði að láta landhelgis- málið ganga fyrir. Það var líka vitað að það var ekki tryggur þingmeiri- hluti fyrir stefnu stjórnarinnar í varnarmálum. Til að mynda höfðu þrír þingmenn Framsóknarflokksins lýst yfir efasemdum um að gera grundvallarbreytingar á varnar- samningnum. Í bókinni færi ég rök fyrir því að Einar Ágústsson utanríkisráðherra hafi í raun og veru verið fráhverfur stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Hann var alltaf að reyna að finna lausn sem Bandaríkjamenn gætu sætt sig við. Það komu líka upp mál sem gerðu það að verkum að Bandaríkjamenn töldu sig hafa ástæðu til að ætla að niðurstaðan yrði sú herinn yrði ekki látinn fara. Þeir litu svo á, að þeir hefðu fengið óformlega tryggingu fyrir því þegar íslensk stjórnvöld gengu að tilboði þeirra um að fjár- magna þverbraut á Keflavíkurflug- velli árið 1972. Í ársbyrjun 1973 fóru fyrstu formlegu viðræðurnar um varnarmálin fram í Bandaríkjunum. Einar Ágústsson gerði þar grein fyr- ir stefnu stjórnarinnar, en bak við tjöldin voru Bandaríkjamenn látnir vita af því að markmiðið væri að finna rök sem hægt væri að leggja á borð fyrir Íslendinga fyrir því að her- liðið ætti að vera hér áfram. Einar gerði sér grein fyrir því að það væri mjög erfitt að leggja fyrir landa sína herfræðileg rök fyrir veru hersins, t.d. þau að skoða yrði málið í heild- asarsamhengi og hervörnum vest- rænna ríkja, vegna þess að þekking manna á þeim var svo lítil meðal Ís- lendinga. En það var að sjálfsögðu erfitt að finna önnur rök í málinu og því átti Einar erfitt með að fylgja málinu eftir á innlandspólitískum vettvangi. Þegar kom fram á mitt ár 1973 fór þrýstingur innan stjórnarinnar að aukast. Tíminn var að verða naumur ef takast ætti að standa við það fyr- irheit stjórnarinnar að stefna að brottför herliðsins á kjörtímabilinu. Unnt var að segja varnarsamningn- um upp með tólf mánaða fyrirvara, en áður þurfti að setja sex mánaða samráðsferli í gang Þegar Bretar sendu herskip inn í landhelgina í maí 1973 breyttist stað- an í öllum málum, bæði gagnvart NATO, gagnvart Bandaríkjunum. Ég tel að þá hafi raunverulega allt getað gerst í utanríkismálum. Það var slík þjóðernisólga á Íslandi á þessum tíma að það var ekki hægt að sjá atburðarásina fyrir. Andúðin beindist gegn Bretum en einnig gegn NATO fyrir að knýja ekki Breta til að kalla herskipin út fyrir 50 mílna lögsöguna og Bandaríkjamönnum fyrir að koma ekki Íslendingum til aðstoðar. Ólafur Jóhannesson þrýsti fast á að Bandaríkjamenn tækju af- stöðu í deilu Íslendinga og Breta í landhelgismálinu. Þeir voru hins vegar ekki reiðubúnir til þess og tóku þar talsverða áhættu. Landhelgis- málið hafði mjög truflandi áhrif á vestrænt samstarf á þessum tíma. Þegar búið var að ná bráðabirgða- samkomulagi haustið 1973 um lausn landhelgismálsins var miklu auðveld- ara fyrir þau öfl sem börðust fyrir vestrænni samvinnu að heyja sína baráttu. Þá var líka allt sett á fullt til að tryggja að varnarsamningnum yrði ekki sagt upp. Morgunblaðið gekk sérlega hart fram og samtökin Varið land voru líka áberandi, enda var undirskriftasöfnunin, sem sam- tökin stóðu fyrir, mjög árangursrík.“ Deilur innan Framsóknarflokksins höfðu áhrif á gang málsins Það kemur líka fram í bókinni að ósamkomulag innan flokkanna, ekki síst Framsóknarflokksins, hafði áhrif á þróun málsins. „Það var ósætti innan ríkisstjórn- arinnar og innan stjórnarflokkanna um hvað ætti að ganga langt varð- andi endurskoðun varnarsamnings- ins. Alþýðubandalagið fylgdi þessu máli fast eftir innan ríkisstjórnarinn- ar. Þau öfl sem voru lengst til vinstri héldu því oft fram að Alþýðubanda- lagið og ráðherrar flokksins hefðu ekki beitt sér sem skyldi í málinu. En af þeim gögnum, sem ég hef kynnt mér, virðist það ekki hafa átt við nein rök að styðjast. Það er hins vegar annað mál hvort áhrifamenn innan flokksins, eins og Lúðvík Jósepsson, hefðu viljað láta stjórnarsamstarfið brotna á þessu máli. Áður en varnarmálin urðu að helsta málinu í þjóðfélagsumræðunni í lok árs 1973 og fyrri hluta árs 1974 höfðu ráðherrar Alþýðubandalagsins þurft að sætta sig við lausn í land- helgismálinu sem þeir höfðu engin áhrif á. Þeir voru mjög óánægðir með hvernig Ólafur Jóhannesson leysti það mál í samningaviðræðum við Breta í október 1973. Það var því ljóst að Alþýðubandalagsmenn ætl- uðu að selja sig dýrt þegar kæmi að spurningunni um uppsögn varnar- samningsins. Ólafi Jóhannessyni var umhugað um að vinstri stjórnin sæti áfram. En mestu máli virðist hafa skipt í hans augum að halda Fram- sóknarflokknum saman. Innan flokksins voru öfl, sérstaklega meðal ungra framsóknarmanna, sem börð- ust hart fyrir því að ákvæði stjórn- arsáttmálans í hermálinu yrði hrund- ið í framkvæmd. Ólafur reyndi því að finna einhvern milliveg sem var vandfundinn. Það liggur fyrir að ef lagt hefði verið hart að Bandaríkja- mönnum að hverfa með her sinn af landi brott, hefðu þeir orðið við því. Það hefði hins vegar kallað á endur- skoðun á öllum samskiptum Banda- ríkjanna við Ísland. Ég tel, að Ólafur hafi ekki viljað ganga svo langt að rjúfa tengslin við Bandaríkjamenn með þessum hætti. Hann vildi leita sátta, en hann þurfti í reynd að finna leið sem hugnaðist framsóknar- mönnum, Alþýðubandalaginu og Bandaríkjamönnum. Það var þrautin þyngri að finna slíka lausn. Ríkisstjórnin náði reyndar mála- miðlun seinni hluta marsmánaðar 1974 sem gekk út á að allt herliðið færi frá landinu fyrir árið 1976, en að NATO og Bandaríkin fengju hér að- gang að herstöðinni, en ekki varan- lega aðstöðu. Framsóknarmenn litu þó ekki á samþykkt ríkisstjórnarinnar sem lokaniðurstöðu málsins. Ólafur Jóhannesson sagði í samtölum við Frederick Irving, sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi, að sér þættu þess- ar tillögur fáránlegar. En hann bað Bandaríkjamenn um að vísa þeim ekki frá sér þegar þær voru kynntar fyrir honum, heldur taka þær til skoðunar.“ Athafnasamur sendiherra Það kemur fram í bókinni að Irv- ing sendiherra gegndi viðamiklu hlutverki í þessu máli. Hann hafði af- skipti af stjórnmálum á Íslandi með ýmsum hætti. „Já. Hann var mjög virkur á bak við tjöldin og gekk mjög langt. Það má helst líkja honum við Louis Dreyfus, sendiherra Bandaríkjanna hér í stríðslok. Irving var í mörgum hlutverkum. Utanríkisráðherra Ís- lands fór fram á það við Irving að hann yrði milliliður við stjórnarand- stöðuna í að ræða varnarmálin ekki á Alþingi. Einn talsmaður stjórnar- andstöðunnar fór fram á það sama við sendiherrann í samskiptum við stjórnina. Því komst sendiherrann í beint millihliðahlutverk í íslenskum stjórnmálum. Samskipti Irvings og Einars Ágústssonar voru mjög náin. En Irving var líka mjög aðgangs- harður gagnvart Einari. Í bókinni er m.a. sagt frá því þegar Irving les yfir Einari og finnur að því hvernig hann hefur hagað meðferð varnarmál- anna. Þá var Einar í veikri stöðu inn- an ríkisstjórnarinnar og þingflokks Framsóknarflokksins. Ólafur Jó- hannesson var að miklu leyti búinn að taka utanríkismálin í sínar hend- ur. Það sem raunverulega gerðist var að Einar hafði lofað Bandaríkja- mönnum of miklu. Þegar á reyndi gat hann ekki staðið við allt það sem hann hafði sagt í varnarmálum. Ein- ar hafði sagt Irving að ekkert lægi á að ljúka viðræðum um varnarmálin, en í lok árs 1973 breyttist vígstaðan í málinu og allt var á huldu um hvernig því lyki. Þessu reiddist Irving og hellti sér yfir utanríkisráðherra. Þetta samtal varð þó ekki til þess að sambandið rofnaði milli þeirra.“ egol@mbl.is Herstöðvarandstæðingar börðust ákaft fyrir því að vinstri stjórn Ólafs Jóhann- essonar léti varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fara. Myndin er tekin af herstöðv- arandstæðingum í Keflavíkurgöngu. 18 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Verð frá 1.999 kr. meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Lið-a-mót FRÁ Apótekin H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN Tvöfalt sterkara með gæðaöryggi Minnisblað sem kjarnorkudeild Bandaríkjahers sendir áætl- anadeild flotans 16. nóvember 1955. 2. „Undirbúningur fyrir fram- kvæmdir við AUW-aðstöðu í Keflavík á Íslandi og Lages á Azoreyjum er á undirbúnings- stigi. Allar aðgerðir sem fallnar eru til að seinka því að fram- kvæmdum ljúki samkvæmt áætl- un eru taldar óæskilegar. Varð- andi áðurnefnda ábendingu lýsir framkvæmdastjóri kjarn- orkudeildar sig sammála tillögu CINCLANT [Atlantshafs- herstjórnar Bandaríkjahers] í tölulið fjögur í þessu bréfi, og sér- staklega þeim hluta sem mælt er með í lið tvö varðandi AUW-shop. 3. Sú þörf sem CINCLANT [Atl- antshafsherstjórn Bandaríkja- hers] fer fram á mun tryggja að í Keflavík og Lages verði nútíma- leg geymsluaðstaða fyrir þau sér- stöku vopn sem 2. flotinn þarf á að halda. Framkvæmdastjóri kjarn- orkudeildar telur slíka aðstöðu al- gerlega réttlætanlega og að fram- kvæmdir ættu að hefjast eins fljótt og kostur er.“ Bréf utanríkisráðuneytis og varnarmálaráðuneytis Bandaríkj- anna frá 24. júní 1960 til sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi. „Atlantshafsherstjórn Banda- ríkjahers hefur þörf fyrir geymslu undir kjarnorkuvopn í Keflavík á stríðstímum og okkur skilst að flotinn sé að koma sér upp viðeig- andi aðstöðu þar. Hins vegar gera núgildandi áætlanir ekki ráð fyrir að vopnum verði komið þar fyrir nema á stríðstímum.“ Á minnisblaði sem tekið er sam- an 28. júlí 1961 um hvaða ákvarð- anaferli eigi að fylgja í sambandi við beitingu kjarnorkuvopna á stríðstímum segir: „Frá stöðvum á Taívan, Noregi og Íslandi. Engar sérstakar kröf- ur gilda um notkun kjarn- orkuvopna frá herstöðvum í þess- um löndum en samþykki frá stjórnvöldum er nauðsynlegt áður en nota má stöðvarnar.“ Þörf á aðstöðu fyrir kjarnorku- vopn í Keflavík á stríðstímum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.