Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 23 Einstakt tækifæri til að halda upp á ára- mótin við frábærar aðstæður í sólinni á Kanaríeyjum. Þú velur um 1 viku eða 2, og nýtur áramótanna í yfir 20 stiga hita á þessum vinsæl- asta vetraráfangastað Evrópu. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjón- ustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 39.905 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 27. desember, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 27. desember, vika. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Aðeins 28 sæti Áramótaveisla Heimsferða á Kanarí 27. desember í viku frá kr. 39.905nefnd sem stendur fyrir námskeiði fyrir þá sem vilja verða héraðsdóms- lögmenn. Nýlega skipaði dómsmála- ráðherra nefnd til að endurskoða lög- mannalögin þar sem eiga sæti fulltrúar frá Lögmannafélaginu. „Eitt af því sem nefndin leggur til er að áður en menn sækja námskeiðið hafi þeir fengið nokkra reynslu, sex mánuði eða eitt ár. Það hefur verið nokkur galli á þessu fyrirkomulagi að lögfræðingar hafa gjarnan komið svo til beint frá prófborði og farið á nám- skeiðið. Það er mjög nauðsynlegt að hér á Íslandi, eins og alls staðar í löndunum í kringum okkur, að gerð sé sú krafa að menn hafi öðlast ákveðna reynslu áður en þeir fara á námskeiðið.“ Laganám í öðrum skólum Ásgeir bendir á að Háskóli Íslands hafi fram til þessa setið einn að laga- kennslu í 90 ár. Í lögum segir beinlín- is að eitt af skilyrðum þess að verða lögmaður er að hafa lokið lögfræði- prófi frá Háskóla Íslands. Ásgeir seg- ir að sú umfjöllun verði ofarlega á baugi hjá Lögmannafélaginu í vetur að aðrir háskólar eru að fara að bjóða upp á lagakennslu, þ.e. Viðskiptahá- skólinn á Bifröst, sem verður með þriggja ára BS-nám, og Háskólinn í Reykjavík, sem ætlar að hefja lög- fræðikennslu næsta haust. „Lögmönnum finnst þetta hið besta mál. Við finnum fyrir því að nám við Háskóla Íslands var hér á ár- um áður hið praktíska embættis- mannapróf. Nú hafa lögfræðingar verulega þörf fyrir að kynnast betur heimi viðskipta og fjármálastofnana og kunna skil á klukkuverki við- skiptanna til þess að vera í stakk bún- ir að gefa fyrirtækjum ráð. Við höfum fundið fyrir því að okkur vantar menntun á þessu sviði. Síðustu ára- tugi hefur námið í Háskóla Íslands vissulega verið lagað að breyttum að- stæðum en engu að síður teljum við að aðrar áherslur í laganámi bæti okkar samkeppnisstöðu gagnvart öðrum ráðgjafargreinum, einkum endurskoðendum og viðskiptafræð- ingum. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tekið verður á þessum málum. Ég vonast til þess að lagt verði mat á laganám frá öðr- um skólum og að í gegnum aðra skóla geti orðið braut að héraðsdómslög- mannsréttindum. Þetta kallar hins vegar á lagabreytingu. Ég á alveg von á því að sú verði niðurstaðan, en að sjálfsögðu verður að gæta þess að ekki verði dregið úr kröfum sem gerðar eru til laganáms. En það má alveg hugsa sér að laganám, með meiri áherslu á viðskiptalega tengd- um efnum en minni áherslu í greinum eins og refsirétti eða réttarsögu, verði talið fullgilt laganám.“ Á kynningarfundi um laganám í Háskólanum í Reykjavík og Við- skiptaháskólanum á Bifröst kom fram að nám í þessum skólum yrði dýrara og að þessir skólar ætluðu sér að vera með bestu kennarana. Ásgeir segir að þetta setji lagadeild Háskóla Íslands í afar erfiða stöðu. Hann segir að eins og staðan sé núna sé að verða hér sama þróun og orðin er í Banda- ríkjunum þar sem ríkisháskólarnir hafa dregist aftur úr einkareknu há- skólunum, sem geta greitt hærri laun til kennara í skjóli hærri skólagjalda. Frá fyrsta málflutningi í Hæstarétti Íslands, 16. febrúar 1920. Vinstra megin er Eggert Claessen og honum til hægri handar er Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti lýðveldisins. Þeir gegndu báðir formennsku í Lögmannafélagi Íslands. gugu@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.