Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 43
fjarðarár. Um verslunarmannahátíð- ina árið 2000 var Kjarnaskógur lokaður göngufólki, svo við urðum að finna okkur nýja gönguleið og völdum „Hjartaveginn“, sem svo er nefndur, en hann liggur yfir gömlu brýrnar yf- ir Eyjafjarðará. Ber hann nafn þeirra hjartasjúklinga, sem þar glíma við endurhæfingu á líkama sínum. Geng- um við hjónin stundum að Kaupangi að skoða kirkjuna eða upp að Knarr- arbergi að skoða hið myndarlega hús, er Sveinbjörn Jónsson reisti. Þess má einnig geta, að Sveinbjörn teiknaði kirkjuna í Kaupangi árið 1921 og hún var vígð skömmu fyrir jól 1922. Afar sérstætt og fallegt guðshús. IV. Forfeður mínir bjuggu í Öngul- staðahreppnum, þeir Helgi Ólafsson á Svertingsstöðum en sonur hans Ás- mundur Helgason aftur á móti á Syðra-Laugalandi. Sonur hans var Hallgrímur Ásmundsson á Stóra- Sandfelli í Skriðdal, en út af honum er komin mikil ætt á Austfjörðum. Guð- rún langalangamma mín var dóttir Hallgríms og móðir langafa míns sr. Sigurðar prests á Valþjófsstað og síð- ar prófasts í Stykkishólmi. Við Har- aldur bróðir minn komum fyrst til Akureyrar á leið okkar til sumardval- ar í Vogum í Mývatnssveit sumarið 1936. Gistum þá hjá frænku okkar frú Sigríði Davíðsson í Höphnershúsinu. Móttökurnar hjá henni og hinum fimm börnum hennar voru með slík- um hætti að aldrei gleymist. Hafa tengsl mín við þetta frændfólk aldrei rofnað þessi 65 ár, sem liðin eru síðan. Skyldi það vera nokkur tilviljun, að ég hefi heimsótt Akureyri og Eyjafjarð- arsveit í 65 ár, þar af átt íbúð á Ak- ureyri í 23 ár? Ræturnar virðast liggja djúpt í ættarsálinni. Ég mun aldrei verða svo gamall, að ég gleymi Höphnersfólkinu, né held- ur hinum dyggu hjúum fjölskyldunn- ar, þeim Önnu „respekt“ og Bensa fjósamanni, sem fullu nafni hétu Anna Margrét Ólafsdóttir (1882–1957) og Benedikt Björnsson (1881–1959). Kristján Friðrik Þórhallsson er fæddur í Vogum í Mývatnssveit 20. júlí 1915. Reisti sér nýbýlið Björk úr landi Voga I. árið 1960. Kona hans er Anna Elinórsdóttir frá Akureyri (f. 1932). Kristján var fréttaritari Mbl. í Mývatnssveit áratugum saman, en lét af því starfi árið 1998. Heimildir: 1) Hraunkotsættin eftir Skúla Skúlason frá Hólsgerði,Reykjavík 1977. 2) Reykjahlíðarætt, Ættir Íslendinga VII., 1–3, Líf og Saga bókaforlag, Reykjavík 1993. 3) Byggðir og bú, Búnaðarsamband Suður- Þingeyinga 1963, POB, Akureyri. 4) Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985. Útg. BSSÞ, Oddi Reykjavík. 5) Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár, Reykjavík. II. bindi 1949, Leiftur. 6) Byggðir Eyjafjarðar 1990, I–II. Útg. Bún- aðarsamb. Eyjafjarðar, Oddi 1993. 7) Byggingarmeistari í stein og stál, Saga Sveinbjarnar í Ofnasmiðjunni 1896–1982. Útg. Ofnasmiðjan og Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1996. 8) Landnáma I, 1 og I, 2, Hið Ísl. Fornrita- félag, Jakob Benediktsson sá um útgáfuna. Prentsmiðjan Hólar, Reykjavík 1968. 9) Indriði Indriðason, Ættir Þingeyinga I., Helgafell, Reykjavík 1969, Víkingsprent. 10) Jóhann Kristjánsson ættfræðingur, „Sig- urður Gunnarsson prófastur“ handrit 1914. Í eigu greinarhöfundar. 11) Munnleg heimild: Kristján Friðrik Þór- hallsson í Björk. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 43 KIRKJUSTARF NÚ MUN djassinn duna á sunnu- dagskvöldið í Laugarneskirkju kl. 20:30. Tónlistin hefst þó strax kl. 20:00 svo að sjálfsagt er að mæta snemma í góð sæti til að njóta þess þegar snillingarnir Gunnar Gunn- arsson á píanó, Matthías M.D. Hem- stock á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Tómas R. Einarsson á bassa, leiða okkur inn í undraveröld sveiflunnar. Auk þess munu þeir Gunnar og Sigurður leika lög af ný- útkomnum geisladiski sínum, sálm- um jólanna. Einsöngvari með Kór Laugarneskirkju verður Þorvaldur Halldórsson, en Laufey Geirlaugs- dóttir og Anna Hafberg munu syngja tvísöng. Ungur og efnilegur guðfræðingur, Hans Guðberg Al- freðsson, mun prédika en héraðs- presturinn okkar, sr. María Ágústs- dóttir, mun þjóna við altarið. Svo bíður heitt og ilmandi messukaffið og kertaljósin í safnaðarheimilinu á eftir. Kórtónleikar í Laug- arneskirkju KÓR Laugarneskirkju hyggur nú á jólatónleika sem haldnir verða í Laugarneskirkju þriðjudagskvöldið 11. desember kl. 20:30. Gunnar Gunnarsson er stjórnandi kórsins en honum til aðstoðar verð- ur Bjarni Þór Jónatansson sem leik- ur á píanó. Einsöng flytja Laufey Geirlaugsdóttir og Þorvaldur Hall- dórsson. Sérstakur gestur tón- leikanna verður Borgarkvartettinn, en hann skipa Þorvaldur Hall- dórsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll Ágústsson og Atli Guð- laugsson, en kvartettinn hefur getið sér gott orð að undanförnu. Er til- hökkun að koma og njóta þess sem fram verður borið á jólatónleikum Kórs Laugarneskirkju. Miðaverði mun stillt í hóf og mun aðgangseyrir verða kr. 1000.- sem rennur óskiptur til orgelsjóðs kirkj- unnar. En eldri borgarar og ör- yrkjar greiða kr. 500.- Aðventutónleikar í Hjallakirkju KÓR Hjallakirkju verður með sína árlegu aðventutónleika í kirkjunni sunnudaginn 9. desember kl. 20.30. Kórinn syngur fjölmarga jóla- söngva og sálma frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Auk kórsins syng- ur Ólafur Kjartan Sigurðarson ein- söng, Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu og Lenka Mátéová á orgel. Í lok stundarinnar verða ljósin í kirkj- unni slökkt og sungið verður við kertaljós í höndum allra viðstaddra. Boðið er upp á léttar veitingar í safn- aðarsal kirkjunnar að hátíð lokinni. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðventuhátíð til styrktar einstökum börnum ÖNNUR aðventuhátíð Digra- neskirkju verður sunnudagskvöldið 9. des. kl. 20:30. Þá mun Arnþrúður Karlsdóttir kynna styrktarfélag „einstakra barna“. Eftir dagskrána í kirkjunni verður kaffisala til styrktar félag- inu. Sóknarnefnd Digraneskirkju mun sjá um stjórn og undirbúning. Hún ásamt öðrum sjálfboðaliðum mun leggja til meðlætið. Tónlist- arflutningur er í höndum Senjorít- anna úr Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirs- dóttur. Kjartan Sigurjónsson org- anisti og kórstjóri mun leika á orgel kirkjunnar og flytja frumsamið að- ventuljóð. Sunnudagaskóli verður kl. 11 ár- degis í höndum starfsmanna sunnu- dagaskólans Lellu, Önnu og Völu og sr. Magnúsar B. Björnssonar. Leiðtogadeild KFUM og KFUK kynnt HIN NÝJA leiðtogadeild KFUM og KFUK sem stofnuð var síðastliðið haust verður kynnt á samkomu í húsi félaganna í dag kl. 17:00. Hall- dór Elías Guðmundsson, djákni, er umsjónarmaður deildarinnar ásamt sjálfboðaliðum. Markmið hennar er að ala upp á skapandi hátt framtíð- arleiðtoga í starfi KFUM og KFUK. Þátttakendur í starfi leiðtogadeild- arinnar koma hvaðanæva af landinu og eru saman eina helgi í mánuði. Halldór Elías mun segja frá starfi deildarinnar í máli og myndum. Hann mun einnig hefja samkom- una með nokkrum orðum og bæn. Gyða Karlsdóttir, framkvæmda- stjóri Landssambands KFUM og KFUK, verður ræðumaður samkom- unnar og talar út frá yfirskriftinni „Baráttan leiðir til vakningar“. Barnastarf verður í þremur deild- um, 0–5 ára, 6–9 ára og 10–12 ára á meðan samkoman stendur yfir. Á eftir samkomuna verður hægt að staldra við og fá sér heitan mat á fjölskylduvænu verði og bókaborðið verður á sínum stað. Engin Vaka verður um kvöldið. Aðventuhátíð í Mel- staðarprestakalli AÐVENTUHÁTÍÐ verður haldin sunnudaginn 9. desember kl. 20.30 í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laug- arbakka. Þessi árlega hátíða- samkoma er nú sameiginleg fyrir sóknir í Miðfirði og Víðidal, og syng- ur sameinaður kór þessara sókna undir stjórn nýráðins organista El- inborgar Sigurgeirsdóttur, tónlist- arskólastjóra á Hvammstanga. Kór- inn flytur aðventu- og jólalög af léttara tagi, og börn úr Grunnskóla Húnaþings vestra syngur einnig nokkur barnalög. Hugvekju flytur Gudrun Henneck-Kloes, ferðamála- fulltrúi, Laugarbakka, og sögu fyrir börnin les Jónína Sigurðardóttir á Kolugili. Í lokin flytja ferming- arbörn helgileik um ljós jólanna, og sungið verður við kertaljós, en síðan verður samvera yfir kakói og pip- arkökum. Aðventuhátíðinni stýrir sóknarprestur, sr. Guðni Þór Ólafs- son á Melstað. Aðventukvöld í Skál- holtsdómkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Skál- holtskirkju sunnudagskvöldið 9. des. kl. 21. Þar mun Össur Skarp- héðinsson alþingismaður flytja hug- vekju. Skálholtskórinn og barnakór Biskupstungna flytja aðventu og jólasöngva og leiða almennan söng undir stjórn Hilmars Arnar Agnars- sonar. Sóknarpresturinn séra Egill Hall- grímsson og Sigurður Sigurðarson vígslubiskup annast ritningarlestur og bæn. Eftir samkomuna býður Skálholtsstaður kirkjugestum að þiggja veitingar í Skálholtsskóla. Óhætt er að fullyrða að margir eiga góðar minningar um aðventu- kvöldin hér í Skálholti undanfarin sex ár og þá góðu gesti sem hafa sótt okkur heim, og því horfum við með eftirvæntingu fram til þessarar sam- veru sem uppbyggilegs þáttar í föstuiðkunum okkar á aðventu. Sigurður Sigurðarson Aðventukvöld í Eyr- arbakkakirkju AÐVENTUKVÖLD verður mánu- daginn 10. desember kl. 20.30. Ræðumaður er Árni Valdimarsson. Kirkjukórinn syngur, einsöngur Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Ferming- arbörn flytja aðventutexta. Aðventukvöld í Stokkseyrarkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Stokks- eyrarkirkju þriðjudaginn 11. desem- ber kl. 20.30. Ræðumaður er sr. Ax- el Árnason. Kirkjukórinn syngur, einsöngur Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Fermingarbörn flytja aðventutexta. Kvöldmessa á aðventu í Laug- arneskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugarneskirkja. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. 10-12 ára TTT- starf mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4.-5. bekk velkomin. Aðventutónleikar mánu- dag kl. 20. Amensty International efnir til tónleika á mannréttindadaginn. Vönduð og fjölbreytt dagskrá. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Árbæjarkirkja. Mánudagur: TTT-klúbbur- inn frá kl. 17-18. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Starf fyr- ir 11-12 ára stúlkur kl. 17-18. Starf fyrir 9- 10 ára drengi kl. 17-18. Unglingastarf á mánudagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Jólafundur Safnaðarfélags Grafarvogs- kirkju kl. 20. Sr. Helga Soffía Konráðsdótt- ir segir frá jólahaldi í Japan. Þorvaldur Hall- dórsson söngvari flytur jólalög. Jólaföndur frá versluninni Litum og föndri á Skóla- vörðustíg (hafið með ykkur skæri, nál og tvinna). Jólalegar veitingar. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfundur fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20-22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjölskyldu- samvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13.30-15.30 í safnaðarheimilinu, Þver- holti 3, 3. hæð. Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dag, kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Mánudag- ur: Kl. 16.45 barnastarf fatlaðra, yngri deild. Vegurinn. Aðventuhátíð kl. 16. Ýmsar uppákomur, tónlist og kakó og smákökur á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. að bæði morgun- og kvöldsamkomurnar falla niður. KFUM&K, Holtavegi 20. Samkoma kl. 17. Yfirskrift: Baráttan leiðir til vakningar. Upphafsorð: Halldór E. Guðmundsson. Ræðumaður: Gyða Karlsdóttir. Sagt verð- ur frá leiðtogadeild KFUM og KFUK. Barna- starf í þremur deildum. Bókaborð og mat- sala eftir samkomuna. Kristskirkja í Landakoti. Biblíulestrar- námskeið séra Halldórs Gröndals verður mánudaginn 10. desember kl. 20 í safn- aðarheimili kaþólskra við Hávallagötu 16. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Bridsfélag Hafnarfjarðar Þann 3. desember var spilað fyrsta kvöldið í aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar, mjög góð mæting var en 10 sveitir mættu til leiks og spiluðu tvo 16 spila leiki. Staða efstu sveita eftir fyrsta kvöldið. Friðþjófur Einarsson 50 Hulda Hjálmarsdóttir 44 Unnar Atli Guðmundsson 42 Beðist er velvirðingar á því að ein villa slæddist inn í skráningu á síðustu úrslitum en 3. sæti í a-v urðu Atli Hjartarsson og Sverrir Jónsson með 168 stig. Við birtum því aftur úrslitin 26. nóvember sl. en þá var spilað þriðja kvöld af þremur í þriggja kvölda mitchell-tvímenningi. Spiluð voru 28 spil og meðalskor var 168. Efstu pör í N-S. Andrés Þórarinss. – Halldór Þórólfss. 207 Helga Sturlaugsdóttir – Stefán Jónsson185 Hulda Hjálmarsd. – Hafþór Kristjánss.178 Efstu pör í A-V. Njáll G. Sigurðsson – Guðni Ingvarsson214 Guðbrandur Sigurb. – Friðþjófur Ein. 204 Atli Hjartarsson –Sverrir Jónsson 168 Lokastaðan eftir þrjú kvöld: Halldór Einarsson – Einar Sigurðsson með meðalskor 56,83%. Andrés Þórarinsson – Halldór Þórólfsson með meðalskor 56,55%. Njáll Sigurðsson – Guðni Ingvarsson með meðalskor 56,50%. Guðbrandur Sigurbergsson – Friðþjófur Einarsson 55,47%. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Annað kvöldið af þremur í jólatví- menningi félagsins var haldið sl. fimmtudag. Alls mættu 28 pör sem verður að teljast mjög góð mæting. Hæsta skor kvöldsins hlutu: N/S: Guðmundur Grétarss. - Þorsteinn Berg 372 Baldvin Valdimarss. - Steingrímur G. Pét- urss. 356 Elín Jóhannsd. - Herta Þorsteinsd. 347 Leifur Kristjánss. - Gísli Tryggvas. 344 A/V: Jón Steinar Ingólfss. - Loftur Péturss. 388 Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðars. 368 Guðlaugur Sveinss. - Erlengur Jónss. 349 Sofía Danielsd. - Björn Friðrikss. 342 Meðalskor var 312 Í þessari keppni gilda tvö kvöld af þremur og efstir eftir fyrstu tvö kvöldin eru: % samanlagt Guðlaugur Sveinss. og Erl. Jónss. 112,87 Jón St. Ingólfss. og Loftur Péturss. 111,95 Leifur Kristjss. og Gísli Tryggvas. 110,22 Næsti fimmtudagur er síðasta spilakvöld félagsins á þessu ári og verður af því tilefni boðið upp á veitingar. Spiluð verður seinasta umferð þessa jólatvímennings og þar sem um sjálfstæð kvöld er að ræða er öll- um frjálst að mæta. Spilamennska hefst kl. 19.30 í Þinghóli. Bridsdeild félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtud. 29. nóv. 2001. 21 par. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Magnús Oddss. – Jón Stefánss. 296 Aðalbj. Benidiktss. – Leifur Jóhanness. 249 Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 241 Árangur A-V: Alda Hansen – Margrét Margeirsd. 257 Ólafur Ingvarsson – Björn E. Péturss. 244 Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 239 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 3. desember. 20 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Sæmudur Björnss. – Olíver Kristóferss. 249 Friðrik Hermannss. – Kristján Ólafss. 233 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 231 Árangur A-V: Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 240 Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 238 Ólafur Ingvarss. – Albert Þorsteinss. 236 Veggklukka aðeins 2.000 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.