Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EFSTA hæð gamla frystihússins í Neskaupstað gereyðilagðist í bruna í gærmorgun. Verið var að kvikmynda eldsvoða fyrir kvik- myndina Hafið, sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks, þegar eld- urinn fór úr böndunum. Engan sakaði. Að sögn Þorsteins Guðjónssonar varaslökkviliðsstjóra kom eldurinn upp um fjögurleytið í nótt. „Það var verið að kvikmynda myndina Hafið og verið var að útbúa atriði þar sem áttu að springa út gluggar og loga eldur. Það var gert með gasi og þetta varð afleiðingin.“ Slökkviliðsmenn voru til taks á staðnum við íkveikjuna en það dugði ekki til því eldurinn fór úr böndunum og breiddist um alla hæðina. „Við máttum þakka Guði fyrir að þarna urðu ekki slys á mönnum,“ segir Þorsteinn. Gaskútar, sem notaðir voru við íkveikjuna, voru fjarlægðir úr brennandi húsinu en að sögn Þor- steins varð aldrei veruleg hætta af þeim. Engar byggingar eru í nágrenni frystihússins en það stendur við Strandgötu innst í Neskaupstað. Húsið er steypt og er ekki lengur notað sem frystihús. Á hæðinni sem brann var geymsla Síld- arvinnslunnar þar sem hún geymdi ýmsa muni. Ekki er vitað hvað tjónið nemur miklu í krónum talið en segir Þorsteinn ljóst að það sé mikið. Hlýraeldi og safnmunir sluppu Á neðri hæð hússins er Sjó- minjasafn Jósafats Hinrikssonar í geymslu og að sögn Þorsteins urðu ekki skemmdir á munum þar. Þá er hlýraeldi á jarðhæðinni og slapp það einnig. Hann áætlar að um 30 manns frá slökkviliðinu í Neskaupstað, Eski- firði og Reyðarfirði auk björg- unarsveitarmanna hafi tekið þátt í slökkvistarfinu. Aðstæður til slökkvistarfs voru þokkalegar að hans sögn og veður sæmilegt. Að- eins hafi vindað eftir að kviknaði í en vindáttin hafi verið rétt og gekk slökkvistarfið því greiðlega fyrir sig. Var búið að ná tökum á eldinum um sjöleytið en vakt var yfir glóðum frameftir degi. Það er Baltasar Kormákur sem er leikstjóri og framleiðandi kvik- myndarinnar Hafið og er fyrirtæki hans, Hafsauga, tryggt fyrir atvik- um sem þessum. Ekki náðist tal af honum áður en blaðið fór í prent- un en að sögn Agnesar Johansen, framkvæmdastjóra Hafsauga, er áætlað að tökum í Neskaupstað ljúki í næstu viku. Gert er ráð fyr- ir að myndin komi til sýninga á næsta ári. Stórtjón í bruna í gamla frystihúsinu í Neskaupstað í fyrrinótt Eldur sem verið var að kvikmynda fór úr böndunum Morgunblaðið/Ágúst Það skíðlogaði á efstu hæð frystihússins í Neskaupstað í fyrrinótt áður en slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum. Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingabæklingur frá Debenhams, „Ákaflega gaman þá“. Blaðinu verð- ur dreift um allt land. TVÖ tilboð bárust í svonefndan kjölfestuhlut í Landssíma Ís- lands hf., annars vegar frá Tele- Danmark í Danmörku og hins vegar frá bandaríska fjárfest- ingarsjóðnum Providence, sem er meðal annars stærsti hluthaf- inn í Eircom á Írlandi. Þrír aðilar höfðu verið valdir á grundvelli óbindandi tilboða til að taka þátt í þessum síðasta hluta söluferils fyrirtækisins. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun fara yfir til- boðin tvö á næstu dögum, en um er að ræða 25% hlut í fyrirtæk- inu og heimild til að kaupa 10% til viðbótar á næsta ári. Tilboðin fela í sér þrjá efnisþætti, verð, lýsingu á áformum um áherslur í rekstri og mögulega kosti sam- legðaráhrifa í samstarfi Símans við önnur símafyrirtæki. Frek- ari upplýsingar um innihald til- boðanna verða ekki veittar fyrr en að loknum viðræðum við bjóðendur. Tvö tilboð í kjölfestuhlut Landssímans RANNSÓKNARNEFND flugslysa á Bretlandi mun aðstoða Rannsókn- arnefnd flugslysa á Íslandi (RNF) við rannsókn á tildrögum þess að Metro- flugvél Flugfélags Íslands skrikaði til á flugbrautinni á Höfn í Hornafirði í lendingu síðastliðinn sunnudag. Að- stoð breskra kollega RNF mun meðal annars felast í lestri á upplýsingum úr flug- og ferðaritum, sem RNF hefur tekið í vörslu sína. Atvikið varð með þeim hætti að í lendingarbruni vélarinnar á Höfn byrjaði vélin að skrika til hægri á flugbrautinni. Nokkru frá lendingar- stað hennar fór hægra aðalhjólið inn í snjóruðning og við það snerist vélin til hægri og rann þversum eftir braut- inni þar til hún stöðvaðist á örygg- issvæðinu hægra megin við brautina. Skrúfublöð vélarinnar rákust í snjó- ruðning meðfram brautinni og braut- arljós. Hvorki farþega né áhöfn sak- aði við atvikið. Í fréttatilkynningu frá RNF segir að rannsóknin beinist meðal annars að verklagi við aðflug og lendingu, við krefjandi aðstæður þar sem snjór, vatn eða krapi er á flugbrautinni. Einnig beinist rannsóknin að fram- kvæmd snjóhreinsunar, sandburði og mælingu á bremsuskilyrðum. Flugóhappið á Höfn Bretar að- stoða við rannsókn VOPNAÐUR maður var yfirbugað- ur í heimahúsi á Akureyri í fyrrinótt eftir að nágrannar tilkynntu að hann væri að skjóta þar út um glugga. Að sögn lögreglunnar á Akureyri skaut maðurinn nokkrum skotum út um glugga og á skilti sem þar var fyrir utan. Engin slys urðu á fólki og var maðurinn einsamall í íbúðinni. Vandræðalaust gekk að handtaka manninn, sem var undir áhrifum áfengis eða vímuefna að sögn lög- reglu. Ekki er vitað hvað honum gekk til með skothríðinni. Yfirbugaður eftir skothríð ÞREMUR haglabyssum var stolið úr versluninni Ellingsen við Granda- garð eftir að brotist var þar inn um sjöleytið í gærmorgun. Viðvörunarkerfi, tengt Securitas, fór í gang við innbrotið og fóru ör- yggisverðir þaðan á staðinn til að at- huga hvað um væri að vera. Voru þjófarnir þá á bak og burt og tóku þrjár haglabyssur með sér. Höfðu þeir spennt upp útidyrahurð til að komast inn í verslunina. Ekki hefur náðst til þjófanna og er málið í rannsókn að sögn lögreglu. Stálu þremur haglabyssum ♦ ♦ ♦ GERT var ráð fyrir að Alþingi sam- þykkti fjárlög fyrir árið 2002 á fundi sínum í gær, sem stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Áður hafði Davíð Oddsson forsætisráð- herra mælt fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, bandorminum svokallaða, en þar eru lagðar til ýmsar breytingar á lög- bundnum útgjöldum og tekjum rík- isins, sem eiga að samanlögðu að leiða til 1.008 milljóna kr. betri af- komu ríkissjóðs á næsta ári. Forsætisráðherra sagði frum- varpið og þær breytingar, sem gerð- ar voru á fjárlagafrumvarpinu fyrir síðustu umræðu þess, taka mið af þeirri staðreynd að staða efnahags- mála hefði heldur færst til verri veg- ar. Þar gætti í senn áhrifa lakari efnahagshorfa á alþjóðavettvangi, m.a. í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum, auk þess sem verð- lagshorfur hefðu heldur versnað í kjölfar gengislækkunar krónunnar að undanförnu. „Forsendur fjárlaga hafa því breyst á þann veg að útgjöld hafa óhjákvæmilega hækkað og tekjur lækkað,“ sagði Davíð. „Rík- isstjórnin hefur hins talið afar mik- ilvægt að áfram verði fylgt aðhalds- samri stefnu í ríkisfjármálum og að unnt verði að viðhalda þeim afgangi sem ákveðinn var í fjárlagafrum- varpinu. Með því eru send afar skýr skilaboð til allra aðila um að leitað verði allra leiða til þess, að megin- markmið stjórnvalda um að viðhalda stöðugleika og að treysta stöðu efna- hagslífsins nái fram að ganga.“ Yfirlýsing um að góðærinu sé lokið Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingar, gagnrýndi tillögur stjórnarflokkanna harðlega og sagði að eins og vanalega hygðust þeir seilast í vasa þeirra sem minnst ættu. Sagði hún afar mikilvægt við núverandi efnahagsaðstæður að tryggja að forysta verkalýðshreyf- ingarinnar teldi sig ekki knúna til að segja upp launaliðum kjarasamninga á næsta ári. Þessar tillögur væru hins vegar því miður ekki til þess fallnar, nema síður væri. Jóhanna gagnrýndi einnig sér- staklega boðaða hækkun bifreiða- gjalds og benti á að álögur á bifreiða- eigendur hefðu hækkað gífurlega á síðustu árum, í formi tryggingaið- gjalda og hærra bensínverðs. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði að í bandormi ríkis- stjórnarinnar væri fólgin yfirlýsing forsætisráðherra um að góðærinu væri lokið. Hér hefðu því orðið vatnaskil í umræðu um efnahagsmál. Sagði Steingrímur aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hins vegar sýna mikið ráðleysi og eins og við hefði mátt bú- ast af þessari ríkisstjórn hefði verið ráðist gegn þeim sem lökust hefðu kjörin, þ.e. sjúklingum og náms- mönnum. Atkvæði greidd um fjárlögin á Alþingi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.