Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Brian Pilkington / Jóhannes úr Kötlum Jólasveinarnir arka til bygg›a og lauma gjöfum og gó›gæti í skó flægra barna. Sumir segja a› mamma fleirra, hin hrikalega Gr‡la, seilist eftir óflægu börnunum. Brian Pilkington varpar n‡ju ljósi á flessa fur›ulegu fjölskyldu í máli og myndum vi› hli› sígildra jólakvæ›a Jóhannesar úr Kötlum sem or›in eru ómissandi hluti af a›ventunni. Einnig fáanleg á ensku. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 61 99 12 /2 00 1 Ófljó›al‡›ur fer á kreik! HÖGNI Óskarsson geðlæknir hefur ákveðið að kæra málsmeðferð Lúð- víks Ólafssonar, setts landlæknis í prófessorsmálinu svonefnda, til heilbrigðisráðuneytis og ef þörf krefur til dómstóla og krefjast ógildingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu hans. Settur landlæknir hefur með bréfi dagsettu 4. desem- ber síðastliðinn áminnt Högna að nýju fyrir að hafa í sjö atriðum brotið 11. grein læknalaga, þar sem kveðið er á um að lækni beri að sýna varkárni og nákvæmni við út- gáfu vottorða og annarra lækna- yfirlýsinga. Skuli hann votta það eitt sem hann veit sönnur á. Brotin teljist alvarleg bæði vegna þess í hverju þau séu fólgin og vegna þess að um sé að ræða skýrslu sem not- uð var í dómsmáli. Fyrri áminningu hafði settur landlæknir dregið til baka vegna þess að andmælaréttar hafði ekki verið gætt, en í áminn- ingunni nú kemur fram að and- mælaréttar hafi verið gætt og ann- arra málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga. Ekki réttur til andmæla Í yfirlýsingu Högna, sem hann sendi frá sér í gær, kemur fram að úrskurður setts landlæknis hafi verið birtur honum 5. nóvember sl. án þess að réttur til andmæla sam- kvæmt stjórnsýslulögum hafi verið virtur. Nokkrum dögum síðar hafi verið veittur frestur til andmæla til 26. nóvember, en á þeim tíma sem liðinn sé hafi settur landlæknir á markvissan hátt komið í veg fyrir að hann fengi komið að efnislegum andmælum. Þannig hafi ákæruat- riði aldrei verið birt honum þrátt fyrir formlega beiðni þar um á síð- asta ári. Lúðvík Ólafsson hafi síðan skilgreint ákæruatriðin og birt nið- urstöður sínar án þess að gefa hon- um færi á að sjá þau eða koma með efnisleg andmæli. Þannig hafi hann svipt hann lögbundnum andmæla- rétti og brotið lög um stjórnsýslu. Þá hafi settur landlæknir, eftir að hann veitti frest til andsvara til 26. nóvember, dregið áminningarbréfið til baka en ekki greinargerðina sem það byggðist á, og þannig haldið sig við óbreyttar efnislegar niðurstöð- ur. Einnig kemur fram að þrátt fyrir ítrekaða beiðni hafi settur land- læknir ekki veitt nauðsynlegar upp- lýsingar eða aðgang að þeim gögn- um sem hann hafi stuðst við. Þannig hafi hann gert Högna ill- mögulegt að svara úrskurðinum með þeim faglegu rökum sem máls- meðferð hans krafðist. Þá hafi beiðni lögmanns Högna um frest til andmæla fram í miðjan desember verið túlkuð eins og engin beiðni hafi borist. Hann hafi ítrekað beiðn- ina í bréfi 23. nóvember og getið þess að hann yrði erlendis dagana 27. nóvember til 4. desember og gæti á þeim tíma ekki unnið að andmælum. Efnislega hafi svar setts landlæknis verið á þá lund að sá frestur sem hann fengi gilti að- eins þá daga sem hann væri erlend- is og gæti ekki unnið að svörum. Hafi hann reyndar gert honum að skila andmælum sínum degi áður en hann kom að utan. Síðan segir: „Þegar hér var kom- ið sögu, og reyndar áður, var orðið ljóst að settur landlæknir væri orð- inn vanhæfur til að geta lokið mál- inu á þann hlutlæga og sanngjarna hátt sem honum bar skv. lögum Settur landlæknir hefur áminnt Högna Óskarsson geðlækni á ný Málsmeðferðin kærð til heilbrigðisráðuneytis SIGMAÐUR þyrlu varnarliðsins, sem tókst að hífa skipbrotsmanninn sem bjargaðist af Svan- borgu SH á föstudagskvöldið, vann mikið björg- unarafrek við erfiðar aðstæður að mati björg- unarsveitarmanna sem fylgdust með björgun varnarliðsþyrlunnar. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem lýst er aðgerðum björgunarsveita vegna sjóslyssins. Kl. 17:43 barst kall frá Steinunni SH um að Svan- borg SH sé að reka upp og að Svörtuloftum á vest- anverðu Snæfellsnesi. Tilkynningarskyldan hafði strax samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir að þyrla yrði send á vettvang. Einnig voru all- ar björgunarsveitir á Snæfellsnesi kallaðar út. Kl. 17:47 sendi Svanborg SH út neyðarkall um að hana væri að reka upp og þurfi aðstoð strax. Nær- staddir bátar fóru þegar til aðstoðar. Veður var slæmt, vestan 20 m/s, éljahraglandi og 200 metra skyggni. KL. 18:02 fer Björgunarskipið Björg frá Rifi af stað með björgunarmenn. Skip sem komin eru á staðinn geta ekki komið Svanborgu til aðstoðar vegna veðurs og þess að hún er komin upp í klett- ótta ströndina sunnan við Skálasnagavita á Önd- verðarnesi. Foráttubrim er á staðnum. Skipin ætla að reyna lýsa upp slysstað. Kl. 18:29 staðfestir Landhelgisgæslan að TF-LÍF sé komin í loftið. Veður fór versnandi var komið í suðsuðvestan 22–24 m/s en skyggni orðið betra. Kl. 19:20 tilkynnir TF-LÍF að hún þurfi að snúa frá vegna bilunar. Kl. 19:37 tilkynna björgunarsveitarmenn að þeir séu lagðir af stað fótgangandi frá vitanum og bera þeir fluglínutæki og annan búnað. Björgunarsveit- arbílar komast ekki nær slysstað. Kl. 19:45 fara tvær varnaliðsþyrlur í loftið. Kl. 20:00 fer TF-SIF, minni þyrla Landhelg- isgæslunnar í loftið. Kl. 20:05 eru björgunarsveitarmenn komnir á slysstað. Sjá þeir einn mann uppi á brú bátsins og undirbúa þegar í stað björgunaraðgerðir. Kl. 20:29 tilkynnir TF-SIF að varnarliðsþyrla sé komin á svæðið. Eru bátar á svæðinu beðnir um að lýsa alls ekki á þyrluna og draga úr lýsingu þar sem varnarliðið notar næturgleraugu og sjónauka við aðgerðina. Kl. 20:42 biður TF-SIF björgunarsveitir að skjóta ekki línu meðan varnarliðið er að hífa frá borði. Kl. 20:55 er tilkynnt að varnarliðsþyrlunni hafi tekist að ná einum manni frá borði. Skipbrotsmað- urinn gengur með björgunarsveitarmönnum um tveggja km leið yfir hraun að sjúkrabíl og er hann fluttur á Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. Kl. 21:00 halda þyrlur og björgunarsveitir áfram leit að þremur skipbrotsmönnum. Kl. 22:30 komið er með skipbrotsmanninn á heilsugæslustöðina í Ólafsvík. Fær hann að fara heim að lokinni læknisskoðun. Kl. 23–24 fara bátar í höfn og þyrlur fara aftur til bækistöðva sinna. Björgunarsveitarmenn halda áfram leit. Björgunarsveitarmenn frá Akranesi og Borgarnesi bætast í hóp leitarmanna. Leitað var alla nóttina í nágrenni slysstaðar. Kl. 06:20 kemur seinasti leitarhópur í bækistöð. Kl. 07:00 fer björgunarskipið Björg aftur út til leitar. Varðskip er komið á staðinn. Kl. 09:00 fara 60 björgunarsveitarmenn aftur til leitar. Leitaðar voru fjörur frá Brimnesi suður fyr- ir Arnarstapa. Kl. 09:30 fara bátar frá Ólafsvík og Rifi til leitar með björgunarbátnum Björgu. Leitað var frá Brimnesi út undir Bervík. Veður á svæðinu var suðvestan 10–15 m/s og rigningarsuddi með 4 metra ölduhæð. Mikið brim við ströndina torveld- ar leit. Umfangsmiklar björgunaraðgerðir vegna strands Svanborgar SH við Snæfellsnes Sigmaður þyrlunnar vann mikið björgunarafrek Morgunblaðið/Alfons Aðstæður til björgunar voru afar erfiðar á föstudagskvöld vegna óveðurs. FIMM ungmenni voru hætt komin á höfninni á Ísafirði í fyrrinótt þegar fólksbíll sem þau voru í fór hálfur fram af bryggjukantinum og vó þar salt. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði munaði ekki miklu að bíllinn færi fram af bryggjunni. Krakkarnir fimm, sem voru í bílnum, náðu að komast út úr honum af eigin rammleik áður en lögregla kom á staðinn. Bíll- inn fór ekki í sjóinn en aftur- hluti hans hékk fram af bryggjusporðinum. Brá lög- regla á það ráð að hengja spilið úr einum lögreglubílnum í bif- reiðina til að halda við svo hún færi ekki fram af bryggjunni en síðar var fenginn krani til að lyfta bílnum upp. Segir lög- regla að sennilega hafi hálku verið um að kenna að svona fór. SJÓPRÓF verða haldin í næstu viku vegna Ófeigs II VE 325, sem sökk skammt frá Vík í Mýrdal aðfaranótt miðviku- dags. Beiðni um sjópróf barst Héraðsdómi Suðurlands í gær frá Tryggingamiðstöðinni hf. og Stíganda ehf,. útgerðar- félagi Ófeigs. Sjóprófin verða haldin hjá sýslumanninum í Vestmanna- eyjum fimmtudaginn 13. des- ember. Eins manns er enn saknað af Ófeigi og átti að leita hans á flugvél Landhelgisgæslunnar í gær og hætta í kjölfarið skipu- lagðri leit úr lofti og sjó. Vegna veðurs var hætt við leitarflugið og því frestað uns betur viðrar. Sömuleiðis var leit björgunar- sveitamanna, á Mýrdalssandi og Meðallandssandi frestað vegna veðurs. Sjópróf í næstu viku Vó salt á bryggju- sporðinum FYRRUM sjóðsstjóri hjá fjár- málafyrirtækinu Kaupþingi hf. var látinn laus úr gæsluvarð- haldi á föstudag. Efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra, sem annast rannsókn á því hvort hann hafi brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti og gegn almennum hegning- arlögum, fór ekki fram á fram- lengingu á gæsluvarðhaldinu. Sjóðsstjórinn var handtek- inn hinn 19. nóvember ásamt starfsmanni Íslandsbanka og framkvæmdastjóra lífeyris- sjóðsins Hlífar en hinum tveimur síðarnefndu var sleppt að loknum yfir- heyrslum. Sjóðsstjór- inn laus úr haldi TENGIVAGN valt á hliðina í Bakkaselsbrekku á Öxnadals- heiði um hálfsjöleytið í gær- morgun. Engin meiðsl urðu á fólki. Ekki var óskað eftir að- stoð lögreglu en björgunar- sveitin Súlur á Akureyri var kvödd á vettvang til að aðstoða við að losa varning úr tengi- vagninum. Mikil hálka og hvassviðri voru á heiðinni þeg- ar óhappið varð. Tengivagn á hliðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.