Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐARVERÐLAUN Nóbels, sem Sameinuðu þjóðirnar og fram- kvæmdastjóri þeirra, Kofi Annan, fengu í ár verða afhent formlega á mánudag. Rétt 100 ár eru liðin síð- an verðlaunin voru fyrst veitt og norska Nóbelsverðlaunanefndin efndi af því tilefni til þriggja daga pallborðsumræðna um átök á 20. öld og lausnir á 21. öld og voru þátttakendur fyrrverandi frið- arverðlaunahafar, allmargir fræði- menn og fulltrúar alþjóðastofnana. Meðal Nóbelshafanna sem mætt- ir eru í Ósló eru þeir David Trimble, forsætisráðherra Norður- Írlands og John Hume, sem árum saman var helsti stjórnmálaleið- togi kaþólskra í héraðinu. Trimble var meðal ræðumanna í umræðun- um á fimmtudag er fjallað var um þjóðadeilur, kynþáttafordóma og hatur og leiðir til að kæfa átök í fæðingu. Blaðamaður Morg- unblaðsins hitti hann að máli í fundarhléi og spurði hvort bresk og írsk stjórnvöld hefðu átt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana áður en átökin hófust milli hryðju- verkahópa kaþólskra og mótmæl- enda um 1970. Sváfu menn á verð- inum? „Ég sagði í ræðu minni að það væri ekki óhjákvæmilegt að deilur enduðu með ofbeldi og orsakirnar væru margar, menn kynnu ekki enn nógu vel að tryggja að í þróun til nútímans yrðu allir samfélags- hópar virkir þátttakendur í póli- tíska ferlinu. Að nokkru leyti var ástæða vandans á N-Írlandi sú að héraðið var hálfutanveltu í breska konungsríkinu. Það olli marg- víslegri stöðnun sem ella hefði ver- ið hægt að forðast. En eftir á að hyggja hefði verið hægt að spyrna við fótum seint á sjöunda áratugn- um áður en allt fór í bál og brand. Málið er hins vegar afskaplega flókið og ekkert einfalt svar er til en allir ættu að horfa aftur, stund- um lærum við af mistökum sem gerð eru og greinum þau rétt. Við vitum að við getum ekki stjórnað öllu sem gerist en við vitum líka að niðurstaðan er alltaf afleiðing þess sem fólk gerir í sameiningu. Ég er svolítið að víkja mér und- an spurningunni vegna þess að við vitum ekki með vissu hvað hefði gerst ef menn hefðu valið aðrar leiðir. Hins vegar ítreka ég þá sannfæringu mína að hægt hefði verið að koma í veg fyrir átökin. Ekkert er óhjákvæmilegt í þessum efnum.“ Árangur er ekki tryggður Mun friðarsamkomulagið sem kennt er við föstudaginn langa, halda og tryggja sæmilega traust- an frið? „Það hefur haldist og bætt verulega stöðu mála, jafnt félagslega og efnahagslega en einnig í pólitískum efn- um, ofbeldið hefur minnkað. Verður nið- urstaðan eðlilegt sam- félag? Ég vona það en verð að viðurkenna að enn eru ljón á veginum, árangur er ekki tryggður.“ Þínir eigin flokks- menn hafa valdið vand- ræðum... „Já það er rétt. Þeir sem eru pólitískt virkir eru ekki alltaf góðir fulltrúar þess sem almenningur vill í reynd. Sum- ir flokksbræður mínir eru hikandi og ósáttir við ástand mála en þeir mæla ekki fyrir munn fólks. Tveir af hverjum þrem kjósendum Sam- bandsflokksins eru sammála stefnu minni. Ástæðurnar fyrir andstöð- unni í mínum eigin flokki eru ýms- ar en ég ætla ekki hér og nú að gagnrýna þá. Nóg er nú samt að fást við!“ segir Trimble. Hann segist aðspurður vera sæmilega viss um að Írski lýðveld- isherinn, IRA, muni í reynd af- vopnast eins og heitið hefur verið. „En ég get ekki verið alveg rór í sinni, það kostaði ekki lítið að fá þá til að byrja og verður erfitt að fá þá til að halda áfram. Og ekki síður að ná lokatakmarkinu sem er samfélag þar sem eingöngu er beitt friðsamlegum, lýð- ræðislegum aðferð- um. Þá verða ekki til nein vopnuð sam- tök.“ Trimble er minnt- ur á að hann var fyr- ir nokkru talinn koma til greina sem leiðtogi Íhaldsflokksins breska. Hann seg- ist hafa verið nokkuð upp með sér en ekki tekið vangavelturnar al- varlega, „þetta var gaman en varla raunhæft“. Bresk blöð töldu hann vera harðlínumann er hann tók við Sambandsflokknum. Höfðu þau rangt fyrir sér eða hefur hann breyst? „Sögðu þau það?“ segir hann og hlær við. „Ég held að þau hafi haft rangt fyrir sér og það gerðu nú býsna margir. En ein- staka fólk skildi hvað ég var að fara,“ segir David Trimble, for- sætisráðherra Norður-Írlands. „Þá verða ekki til nein vopnuð samtök“ David Trimble MONGÓLAR eiga sér merka sögu. Á 13. öld réðu þeir yfir víðlendasta heimsveldi sögunnar, landflæmi, sem náði frá Kína til Kaspíahafs, en nú berjast afkomendur gömlu heimsvaldsherranna, hirðingjarnir í Góbí-eyðimörkinni, fyrir sjálfri til- veru sinni. Nú er veturinn að leggj- ast að og verði hann eitthvað líkur þeim síðustu er ekki von á góðu. „Mikla Zud“ kalla Mongólar hörðu veturna. Stundum koma þeir á fimm ára fresti en stundum koma ólögin hvert á fætur öðru. Usuhbayar, 25 ára gamall hirð- ingi, minnist næstum klökkur stór- hríðarinnar á síðasta vetri. Þá vakti hann alla nóttina við að huga að hrossunum en kona hans og móðir litu eftir ánum og geitunum. Þau reyndu eins og þau gátu að halda hita á skepnunum og tóku eins margar og unnt var inn í litla tjald- ið, sem mongólar nefna „ger“. Þeg- ar dagurinn reis blasti hryllingur- inn við. Nærri 50 hross, tvær kýr og fimm eða sex ær höfðu frosið í hel. Þá var mikið grátið en Mikli Zud sýndi enga miskunn. Um vorið voru aðeins eftir 30 skepnur af 200. Svona hefur þetta gengið fyrir sig síðustu tvö árin. Alvarlegir þurrkar á sumrin og miklar hörkur á veturna. Þúsundir fjölskyldna hafa misst mest allan eða allan bú- stofninn og aðrar þúsundir stóran hluta. Þriðji harði veturinn gæti gert næstum að engu það líf, sem lifað hefur verið á mongólsku steppunum í árþúsundir. Öll björgin frá skepnunum Hirðingjarnir í Mongólíu eru um 1,3 milljónir, helmingur þjóðarinn- ar. Skepnurnar, sauðfé, geitur, hross og stundum kýr, kameldýr og jakuxar, eru grundvöllur tilverunn- ar. Af þeim koma matur, mjólk og ull og tað til eldunar. Við þetta bjargast fólkið ágætlega við venju- legar aðstæður. Skepnunum er haldið til haga þar sem hann er að finna og þær verða að vera orðnar vel feitar fyrir vet- urinn. Þá missa þær yfirleitt um 40% líkamsþyngdarinnar og er þá miðað við, að um einhverja vetr- arbeit sé að ræða. Mikli Zud og kafsnjórinn, sem honum fylgir, kemur hins vegar alveg í veg fyrir hana og þá blasir ekkert við nema fellirinn. Mongólía er 1,5 milljón ferkíló- metra að stærð, 15 sinnum stærri en Ísland og þrisvar sinnum stærri en Frakkland, en aðeins 1% lands- ins er ræktanlegt. Fyrir fáum árum var áætlað, að bústofn landsmanna væri um 30 milljónir dýra. Hörkur síðustu ára hafa höggvið í hann stór skörð og valdið því, að mikið los er komið á hirðingjana. Í fyrra flutt- ust þúsundir manna í 18 héruðum til annarra landshluta með um sjö milljónir skepna. Margir hafa gefist upp og leitað til borganna, eða kannski öllu heldur borgarinnar, höfuðstaðarins Ulan Bator, þar sem fólksfjöldinn hefur farið úr hálfri milljón fyrir fjórum árum í rúma milljón nú. Fæstir fá þar ein- hverja vinnu og götubörnunum, sem hafast við í holræsum borg- arinnar, fjölgar dag frá degi. „Mongólía er að þorna upp“ Í Mongólíu er og hefur verið gíf- urleg ofbeit. Vísindamenn segja þó, að mesta vandamálið nú sé veður- farsbreytingar. Það kemur kannski á óvart en samfara vetrarhörkun- um hefur meðalhiti ársins hækkað. „Mongólía er að þorna upp,“ seg- ir Luvsangiin Natsagdorj, yfirmað- ur mongólsku veðurstofunnar. „Á næstu 25 til 50 árum mun sú þróun aukast hröðum skrefum.“ Nú þegar hafa margar lindir horfið í Góbí- eyðimörkinni og á þessu ári rigndi þar ekkert fyrr en langt var liðið á sumarið. Grasvöxturinn var eftir því og mosinn, sem þrífst í gras- sverðinum og er undirstaða vetr- arbeitarinnar, spratt lítið sem ekk- ert. Erfið umskipti Í Mongólíu voru umskiptin frá kommúnisma til lýðræðis mjög friðsamleg en með hruni Sovétríkj- anna hurfu líka margar mikilvæg- ustu samfélagsstoðirnar. Mongólar fengu ekki lengur ódýra olíu og gamli markaðurinn hvarf. Skipu- lagslaust frjálsræði tók við af sam- yrkjubúunum og með öllu var hætt að huga að vetrarforða fyrir skepn- urnar. Til að auka tekjurnar var kasmírgeitunum fjölgað og langt umfram það, sem landið gat borið. Fjárfesting í opinberri þjónustu á landsbyggðinni hefur lagst af að miklu leyti og þar blasa nú við hálf- hrundar skólabyggingar og heilsu- gæslustöðvar, sem hvorki hafa lyf né rennandi vatn. „Búnaðurinn hér er sovéskur, 70 ára gamall,“ segir einn skurðlæknirinn en í þessum læknastöðvum er lítil starfsemi á veturna vegna olíuleysis. Vannæring og sjúkdómar Þrátt fyrir það reynir heilsu- gæslufólkið allt hvað það getur en vandamálin eru mörg og vaxandi. Farið er að bera á vanþroska í börnum vegna langvarandi van- næringar, mikið er um sjúkdóma í öndunarfærum og ófrískar konur þjást af blóðleysi. Það er þó sagt ríkisstjórninni til hróss, að hún geri það, sem hún geti, en möguleikarn- ir í þessu víðlenda eyðimerkurríki eru litlir og útlendingar finna þar fátt, sem hægt er að fjárfesta í. Mongólar, þessi fyrrum stolta stríðsþjóð, er nú um margt komin upp á náð og miskunn erlendra hjálparstofnana. Sameinuðu þjóð- irnar, Alþjóðabankinn og fulltrúar 80 annarra stofnana hafa fært þeim mat, styrki og lán og meðal annars reynt að kenna landsmönnum að rækta grænmeti. Usuhbayar er einn af þeim, sem hafa fengið lán til skepnukaupa, um 120.000 ísl. kr. Stefnir hann að því að tvöfalda bú- stofninn á næstu fimm árum, það er að segja ef Mikli Zud lofar. Los Angeles Times/Valerie Reitman Mongólski hirðinginn Usuhbayar. Hann missti 170 skepnur af 200 á síðasta vetri. Að baki honum eru hefðbundin hirðingjatjöld, „ger“. „Mikli Zud“ ógnar tilveru mongólsku hirðingjanna Mandalgovi í Mongólíu. The Los Angeles Times. ’ Þessi fyrrumstolta stríðsþjóð er nú um margt komin upp á náð og miskunn erlendra hjálparstofnana ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.