Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HUGMYND um frystingu launa starfsfólks Flugleiða næstu átján mánuði var varpað fram á fundi stjórnenda félagsins með forsvars- mönnum helstu stéttarfélaga starfs- manna hjá félaginu á föstudaginn var. Gert er ráð fyrir fundum með hverju stéttarfélagi fyrir sig í næstu viku. Franz Ploder, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, staðfesti að á fundi forstjóra félagsins með formönnum nokkurra stéttarfélaga hefði þessari hugmynd verið kastað fram. Ekki hefði verið um formlega tillögu að ræða heldur því velt upp hvort þetta væri möguleiki, þ.e.a.s. að samningsbundnar launahækkanir um þessi áramót og þau næstu kæmu ekki til framkvæmda. Laun yrðu þannig fryst fram á vorið 2003. Á byrjunarstigi Franz sagði aðspurður að á fund- inum hefðu menn ekki verið tilbúnir til þess að svara þessu á einn veg eða annan, en gert væri ráð fyrir fundum með hverju félagi fyrir sig í næstu viku. Franz sagði að um mikla breyt- ingu á kjarasamningi væri að ræða og það segði sig sjálft að stjórnir fé- laganna gætu ekki tekið ákvarðanir í þessum efnum. Þetta hlyti að þurfa að fara út í félögin og afgreiðast þar eins og hver önnur breyting á kjara- samningi, ef af yrði, en málið væri á algeru byrjunarstigi og hefði ekki verið rætt innan félagsins. Sam- kvæmt kjarasamningi FÍA hækka laun flugmanna um 3% um áramót og vaktaálag hækkar um 3% til við- bótar. Flugleiðir kynntu í lok nóvember miklar skipulagsbreytingar á starf- semi félagsins og kom þá meðal ann- ars fram að óskað yrði eftir viðræð- um við stéttarfélög starfsmanna til að ná fram meiri hagræðingu í starf- seminni. Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, sagði þá í Morg- unblaðinu að ef draga ætti verulega úr rekstrinum þýddi það óhjá- kvæmilega einhverjar uppsagnir þegar að því kæmi auk þess sem launalækkanir yrðu skoðaðar eins og annað. Fundur Flugleiða með forsvarsmönnum starfsfólks Hugmyndir um launafrystingu LEIT að mönnunum þremur sem saknað er af dragnótabátnum Svan- borgu SH frá Ólafsvík hafði engan ár- angur borðið þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Hátt í hundrað björg- unarsveitarmenn leituðu í allan gær- dag á svæðinu á vestanverðu Snæ- fellsnesi. Einnig voru fimmtán til tuttugu bátar við leit á sjó auk varð- skips og TF-SIF, þyrla Landhelgis- gæslunnar, kom einnig til leitar. Skipverjinn, sem bjargað var við mjög erfiðar aðstæður af strandstað laust fyrir kl. 21 á föstudagskvöldið, er vel á sig kominn líkamlega skv. upplýsingum læknis og fékk hann að fara heim að lokinni læknisskoðun á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík á föstu- dagskvöld. Að mati björgunarmanna var mikið björgunarafrek unnið þegar sigmað- ur þyrlu varnarliðsins bjargaði skip- brotsmanninum af brú bátsins, sem hafði rekið upp að klettóttri strönd- inni og skorðast þar í foráttubrimi, skammt sunnan við Skálasnagavita á Öndverðarnesi. Hafði manninum þá tekist að halda sér föstum uppi á brú skipsins hátt í þrjár klukkustundir. Jókst ágjöfin á bátinn eftir því sem á kvöldið leið. Björgunarsveitarmenn, sem komn- ir voru fram á bjargbrúnina um kl. 20 á föstudagkvöldið, höfðu búið sig und- ir að skjóta fluglínu út í bátinn við mjög erfið skilyrði þegar tvær þyrlur varnarliðsins og TF-SIF, þyrla Land- helgisgæslunnar, komu á svæðið. Slökkt var á öllum ljóskösturum á meðan önnur varnarliðsþyrlan und- irbjó staðsetningu og björgun manns- ins af bátnum með nætursjónaukum. Lagði sig í mikla hættu Samkvæmt lýsingum björgunar- manns sem fylgdist með aðgerðinni lagði sigmaður þyrlunnar sig í mikla lífshættu er hann seig niður til mannsins en björgunin gekk fljótt fyrir sig og var maðurinn settur niður á bjargbrúnina hjá björgunarsveitar- mönnunum og lækni sem kominn var á slysstað. Gekk hann með þeim yfir stórgrýtt hraun að sjúkrabíl sem var í nokkurra km fjarlægð frá slysstað. Umfangsmikilli leit að mönnunum þremur sem saknað er var einnig haldið áfram í allan gærdag. Leituðu björgunarsveitarmenn fjörur frá Brimnesi og suður fyrir Arnarstapa. Aðstæður til leitar voru erfiðar en veður gekk þó niður þegar leið á dag- inn. Björgunarskipið Björg frá Rifi fór út kl. sjö í gærmorgun til að kanna að- stæður til leitar og fjöldi skipa leitaði á sjó frá Brimnesi út undir Bervík í allan gærdag. Varðskip var einnig komið á staðinn snemma í gærmorg- un auk TF-SIF, þyrlu Landhelgis- gæslunnar, sem tók þátt í skipulagðri leit úr lofti. Skv. upplýsingum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar var suð- vestan tíu til fimmtán metra vindur og rigningarsuddi á leitarsvæðinu, um fjögurra metra ölduhæð og mikið brim við ströndina sem torveldaði leit. Ekki er unnt að birta nöfn mann- anna sem saknað er og skipverjans sem bjargað var af Svanborgu að svo stöddu. Afrek unnið við björgun skipverja af Svanborgu SH að sögn sjónarvotta Morgunblaðið/RAX Aðstæður til leitar voru afar erfiðar á slysstað í gærmorgun. Báturinn sést ekki lengur en brak úr honum er í klettunum. Hélt sér á þaki stýrishúss- ins hátt í þrjá klukkutíma  Sigmaður/4 BRÚARFOSS kom inn til Fær- eyja um tíuleytið í gærmorgun og hófst þá strax dæling úr bakka og bógskrúfurými skips- ins, en sjór komst þar inn seinnipart föstudagsins er skip- ið var á leið til Englands frá Ís- landi í slæmu veðri. Dælingu var lokið um miðjan dag í gær og voru rafmótorar í bógskrúfurýminu yfirfarnir í kjölfarið, en búist var við að skipið gæti haldið áfram för sinni í gærkvöldi. Væntanlega lek lúga Haukur Már Stefánsson, yf- irmaður skiparekstrardeildar Eimskips, sagði að ekki væri al- veg vitað hvernig sjór hefði komist í þetta rými, sem væri fremst á skipinu, en væntan- lega hefði einhver lúga lekið. Búið væri að dæla sjónum úr skipinu og rafvirkjar ynnu við að setja rafmótora aftur í lag sem þarna væru og eftir það myndi skipið halda áfram. Haukur sagði að mjög slæmt veður hefði verið á þessum slóð- um. Það væri auðvitað óþægi- legt þegar svona gerðist, en skipið hefði ekki verið í hættu Sjónum dælt úr Brúarfossi í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.