Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN Nám til meistara Meistaraskóli fyrir: Bakara, framreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og matreiðslumenn. Umsóknum fylgi staðfesting á sveinsprófi. Matsveinar Viltu öðlast réttindi? Erum að innrita í tveggja anna nám fyrir matsveina. Grunndeild matvælagreina Leynist framtíðarstarfið hér? Kynning á iðnnámi: Bakstri, framreiðslu, kjötiðn, matreiðslu og starfstengdu matartæknanámi. Innritun stendur yfir. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00. Nánari upplýsingar veitir kennslutjóri hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma milli kl. 9:00 og 15:00 í síma 594 4030. Kennsla hefst í janúar. v. Digranesveg, 200 Kópavogur. Sími 594 4000, fax 594 4001. Netfang: mk@ismennt.is HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI ÚTSÖLUSTAÐIR: Clara, Kringlunni, Sigurboginn, Laugavegi, Hygea, Kringlu, Laugavegi og Smáralind, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Debenhams, Smáralind, Sara, Bankastræti, Andorra, Hafnarfirði, Bjarg, Akranesi, Gallery Förðun, Keflavík, Tara, Akureyri, Silfurtorg, Ísafirði. P R E S E N C E THE FRAGRANCE FOR MEN VERKEFNIÐ Ný tónlist – gamlar kvikmyndir er nýjung sem efnt er til á vegum Kvikmyndasafns Íslands sem starfrækt er í Hafnarfirðinum. Safnið hefur til umráða gamla Bæj- arbíó og hefur áform um að byggja þar upp virkt og lifandi „cinematek“ með reglubundnum sýningum á sem breiðustu úrvali kvikmynda frá sem flestum skeiðum kvikmyndasögunn- ar. Ný tónlist - gamlar kvikmyndir er fyrsta viðamikla verkefnið sem safnið efnir til í þessu augnamiði, en það mun fela í sér reglubundna kvik- myndatónleika þar sem sýndar verða kvikmyndir frá þögla tíma- bilinu með lifandi undirleik íslenskra og erlendra tónlistarmanna. Nýsköpun við gamla hefð Umsjónarmaður verkefnisins er Orri Jónsson og hefur hann í sam- vinnu við Sigurjón Baldur Hafsteins- son, forstöðumann Kvikmyndasafns- ins, mótað vetrardagskrá sex kvikmyndatónleika sem haldnir verða á tímabilinu nóvember til maí. „Við höfum leitað til nokkurra ís- lenskra tónlistarmanna um að frum- semja tónlist við gamlar þöglar kvik- myndir, og flytja hana á sérstökum kvikmyndatónleikum í Bæjarbíói,“ segir Orri þegar spurt er nánar út í verkefnið. „Með þessu vildum við búa til vettvang þar sem gamalt list- form er endurvakið í nýju samhengi og skapa um leið aðstæður fyrir ís- lenskt tónlistarfólk til að spreyta sig á þessu tónlistarformi, þar sem ný tónlist er smíðuð í virku samspili við hið myndræna form kvikmyndarinn- ar og flutt á lifandi tónleikum.“ Fyrstu tónleikar verkefnisins voru haldnir um miðjan nóvember en þar fluttu Jóhann Jóhannsson og Pétur Hallgrímsson úr hljómsveit- inni Apparat frumsamda raftónlist við magnaða kvikmynd rússneska leikstjórans Púdovkíns, er nefnist Endalok Sankti Pétursborgar. Aðrir kvikmyndatónleikarnir fóru síðan fram síðastliðið föstudagskvöld, en þar léku Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson undir heimildarmyndinni Nanook norðursins, sem Robert Fla- herty gerði um lífshætti inúíta árið 1922. „Við tökum okkur dálítið frí yf- ir jólin og í janúar, en 8. febrúar hefst dagskráin á ný og mun hljóm- sveitin múm þar leika frumsamda tónlist sína við Beitiskipið Potemkin eftir Sergei Eisenstein. Þá verða tónleikar þar sem Hilmar Örn Hilm- arsson leikur tónlist við kvikmynd- ina Höddu Pöddu, og nemendur á tónlistarbraut Listaháskóla Íslands munu flytja frumsamda tónlist við kvikmynd W.H. Griffiths, Intoler- ance. Til að opna verkefnið dálítið út fyrir landsteinana höfum við síðan fengið norsku sveitina Biosphere til að flytja áður framsamda tónlist sína við rússnesku tilraunakvikmyndina Maðurinn með kvikmyndavélina“. Frekari möguleikar – Hvaðan er hugmyndin komin? „Orri átti hugmyndina að þessu verkefni, og leitaði til mín með hana á sínum tíma,“ segir Sigurjón. „Í kjölfarið sóttum við um styrk til verkefnisins úr Menningarborgar- sjóði, sem okkur var veittur, og réð- umst við þá í að hrinda verkefninu af stað. Kvikmyndatónleikaforminu kynntist Orri þegar hann var búsett- ur í New York, þó svo að þeir tón- leikar hafi verið með dálítið öðrum hætti. Þar eru tónlistarmenn fengnir til að leika tónlist sem spunnin er á staðnum, og þannig mynduð ákveðin stemmning. Gerðar hafa verið til- raunir með þetta spunaform í Hinu húsinu og einnig hefur verið að skap- ast hefð fyrir flutningi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á upprunalegri kvikmyndatónlist við sýningu þög- ulla mynda. Við vitum hins vegar ekki til þess að verkefni á borð við þetta hafi verið unnið nokkurs staðar áður, þ.e. þar sem flutt er lifandi kvikmyndatónlist sem samin hefur verið sérstaklega fyrir tiltekna kvik- mynd,“ segir Sigurjón. – Hvert verður síðan framhaldið? „Við höfum mótað þriggja ára áætlun, sem við útfærðum með tilliti til myndavals, og er þar gert ráð fyr- ir að sýningar af þessu tagi verði reglubundinn þáttur í starfsemi bíósins. Við vonumst til þess að verk- efnið geti orðið ein af kjölfestum í starfsemi „cinemateksins“. Slík kjöl- festa hefði í raun margþætta virkni. Þar gefst fólki tækifæri til að upplifa – eða endurupplifa – þá stemmningu sem fylgdi því að fara í bíó og hlýða á lifandi undirleik við kvikmyndina. Um leið fá kvikmyndagestir færi á að sjá gamlar kvikmyndir sem erfitt er að nálgast hér á landi, og hvað þá í kvikmyndahúsi. Um leið efnum við til nýsköpunar sem vonandi á eftir að leiða til frekari tækifæra,“ segir Sig- urjón. Orri bætir því við að sú ný- sköpun sem verkefnið feli í sér bjóði upp á ýmsa möguleika til að vinna áfram með verkefnið í framtíðinni. „Fyrirhugað er að gefa tónlistina út hjá Óma, tónlistarútgáfu Eddu – miðlunar. Þannig verða gerðar upp- tökur á hverjum tónleikum, með það að augnamiði að gefa hana út á hljómdiski. Það gefur okkur mögu- leika á að hljóðsetja nokkrar mynd- anna og sýna í sjónvarpi með frum- sömdu tónlistinni. – En búist þið við að eitthverjir tónleikanna verði fluttir aftur, e.t.v. á öðrum vettvangi? Já, sá möguleiki er sannarlega fyrir hendi, og horfum við mjög til þess að kynna megi verkefnið er- lendis, og er líklegt að hinar ýmsu kvikmyndahátíðir myndu sýna þessu áhuga. Kvikmyndatónleikar múm verða til dæmis sýndir bæði í Hafn- arfirði og Berlín. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að sveitarfélög á landsbyggðinni hafi áhuga á að taka einhverja tónleikanna inn í menning- ardagskrá sína. Við höldum að minnsta kosti að verkefnið sé það óvenjulegt og metnaðarfullt að eitt- hvert framhald geti orðið á því,“ seg- ir Orri að lokum. Gamalt listform endurvakið Morgunblaðið/Ásdís Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Orri Jónsson. heida@mbl.is Í Bæjarbíói í Hafnarfirði hafa á undanförn- um mánuði verið haldnir kvikmyndatón- leikar, þar sem leikin er frumsamin tónlist við þöglar kvikmyndir. Um er að ræða upp- haf verkefnis er nefnist Ný tónlist – gamlar kvikmyndir og lék Heiðu Jóhannsdóttur forvitni á að vita hvað þar er á ferðinni. SÁ eini minnir mig á þá mörgu og misgóðu daga sem ég átti sem mynd- bandarýnir. Suma dagana sá ég allt að sex myndbönd og hver myndin annarri verri. Þeir dagar eru liðnir og sjaldan koma jafn lélegar kvik- myndir í bíó og Sá eini. Myndin gerist í framtíðinni og bar- dagahetjan Jet Li leikur allnokkra karaktera enda eru um 125 samhliða heimar, og hann (og allir aðrir) eru til í þeim öllum, en það eru ekki allir sem kunna að fara á milli heima, eða vita að það er mögulegt. Í einum þeirra er Jet Li hetja sem hefur drepið 123 af sér í hinum heimunum, og nú eru bara tveir eftir; hann og vondi karlinn. Spennan snýst um hver lifir af því sá sem gerir það verð- ur annaðhvort guð eða það verður heimsendir. Samsíða heimar eru vinsælir í dag og um að gera að gera út á það. Mað- ur verður samt að passa sig að herma ekki um of eftir öðrum. Það sem gerði Matrix að því sem hún var, voru frábærar tæknibrellur, nýjar og flottar. Sá eini gerir út á myndatöku, en stíllinn hefur engan tilgang og er úr samhengi við innihald myndarinn- ar. Þar með eru kvikmyndagerðar- mennirnir búnir að skjóta sig í fótinn. Handritið er afar slæmt og mikið um fáránlegar og algerlega röklaus- ar uppákomur. Leikurinn er ekki sérlega góður, þó að Jet Li þurfi auð- vitað að sparka af bestu list og alltaf dálítið gaman að horfa á hann. Hann fær hálfa stjörnu. Æ, ó! KVIKMYNDIR Laugarásbíó og Smárabíó Leikstjóri: James Wong. Handrit: Glenn Morgan og James Wong. Kvikmynda- taka: Robert McLachlan. Brellur: Terry D. Frazee. Aðalhlutverk: Jet Li, Carla Cug- ino og Delroy Lindo. 87 mín. Bandaríkin 2001. Columbia Pictures. SÁ EINI / (THE ONE) ½ Hildur Loftsdóttir DIDDÚ og drengirnir halda tvenna aðventutónleika í Mosfellskirkju á þriðjudags- og á fimmtudagskvöld, kl. 20:30 bæði kvöldin. Flytjendur auk Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddúar, eru Sigurður Ingvi Snorra- son og Kjartan Óskarsson, klarínett- ur, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jó- elsson, horn, Brjánn Ingason og Björn Árnason sem leika á fagott. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Menningarmálanefndar Mosfells- bæjar og er forsala aðgöngumiða í afgreiðslu Mosfellsbæjar. Diddú og drengirnir í Mosfellskirkju ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.