Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 32
NATO fimm AWACS-vélar vestur um haf og eru þær nú í Tinker-flugherstöðinni í Oklahoma í Kansas. Notkun eftirlitsvéla af gerðinni AWACS til eftirlits í Bandaríkjunum til þess að Bandaríkjamenn hafi frjálsari hendur um að beita eigin herafla annars staðar getur tæplega talist grundvallarframlag af hálfu Atlantshafs- bandalagsins. Virðist reyndar sem þarna hafi verið um það að ræða að Bandaríkjamenn hafi ekki viljað gera herstjórn í Afganistan of flókna með því að nota vélar, sem sérstaklega eru undir stjórn NATO, í Afganistan og því hafi AWACS- vélar bandalagsins verið látnar leysa vélar Bandaríkjahers af svo nota mætti þær síðar- nefnu í Afganistan. Fyrir utan þetta framlag má nefna að skip undir herstjórn NATO á Miðjarð- arhafi eru í viðbragðsstöðu og tilbúin að koma til hjálpar. Ekki hefur reynst þörf fyrir þá hjálp enn. „Nú skiptir NATO meira máli en nokkru sinni áður“ Það er því kannski engin furða að um þessar mundir sé vart hægt að þverfóta fyrir yfirlýsingum um mik- ilvægi NATO, að bandalagið skipti enn máli. „Heimurinn er breyttur,“ sagði Colin Powell á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel á fimmtudag, „og nú skiptir NATO meira máli en nokkru sinni áður.“ Powell virtist vera mjög í mun að eyða hug- myndum um að NATO væri hætt að skipta máli: „NATO er langt frá því að hafa verið á hliðarlín- unni og hefur bæði verið miðpunktur og í fram- línunni frá fyrsta degi. NATO hefur verið til staðar frá upphafi og boðið að [nýta það sem bandalagið hefur upp á að bjóða] og þá áttum við þann kost, þann ánægjulega kost, að geta valið af þeim matseðli …Það sýnir mikilvægi NATO.“ George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, var í svipuðum stellingum á fundinum og þrá- stagaðist á orðinu mikilvægi. Sögðu fréttaskýr- endur að orð hans virtust til þess ætluð að eyða efasemdum, sem upp hafa komið um nytsemi bandalagsins fyrst það hefur lítið annað gert en að vera í aukahlutverki í Afganistan. „Ógnirnar hafa breyst, en staðfesta okkar og mikilvægi hafa ekki gert það,“ sagði Robertson á fundinum. „Vinna okkar hér mun hjálpa til að tryggja að NATO skipti áfram jafnmiklu máli og verði jafnmikilvægt öryggi Evrópu og Atlants- hafsríkjanna og það hefur alltaf verið.“ Heyrir hið gamla varn- arbandalag sögunni til? Þessi staða banda- lagsins hefur leitt til þess að menn velta nú vöngum yfir framtíð þess og sagði Ígor Ív- anov, utanríkisráð- herra Rússlands, sem var á fundi utanríkisráðherranna í Brussel til að ræða eflingu tengsla Rússlands við NATO, meira að segja í Moskvu að hann teldi bandalag- ið „úrelt“. Francois Heisbourg, franskur sér- fræðingur um öryggismál, sem skrifað hefur bók, Hyperterrorisme: La nouvelle guerre eða Ofurhryðjuverk: Hið nýja stríð, um þær her- fræðilegu breytingar, sem árásirnar á Bandarík- in munu hafa í för með sér, hefur sagt að nið- urlæging NATO vegna Afganistan boði endalok bandalagsins, eða í það minnsta andlát þess í sinni fyrstu holdtekningu. Heisbourg er stuðn- ingsmaður samvinnu milli Evrópu og Bandaríkj- anna og viðurkennir að andlátstilkynningin kunni að vera ýkt. Í International Herald Trib- une var haft eftir honum að hann teldi að NATO myndi áfram verða til og jafnvel dafna, en engu að síður hamrar hann á því að hið gamla varn- arbandalag hafi endanlega fengið náðarhöggið. Sumir halda því meira að segja fram að NATO sé að verða nokkurs konar pólitískt félag, sem geti líkt og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna veitt Bandaríkjamönnum pólitískan stuðning þegar þeir þurfa á honum að halda í snatri til að láta til skarar skríða. Nauðsyn þess að NATO lagi sig að breyttum tímum kom ekki síst í ljós í því að á fundi utan- ríkisráðherranna var samþykkt að færa barátt- una gegn hryðjuverkum efst á verkefnaskrá bandalagsins. Í yfirlýsingu ráðherrafundarins segir að gerð verði áætlun um sameiginleg við- brögð við hryðjuverkaógninni og verði hún lögð fyrir leiðtogafund NATO í Prag á seinni hluta næsta árs, en þar verður einnig tekin ákvörðun um það hvaða ríki fái inngöngu í bandalagið í annarri umferð stækkunar. Tiltók Robertson lávarður sérstaklega að hryðjuverkastarfsemi yrði á engan hátt liðin. Segja má að þessi yfirlýsing um að setja Þ að er ekki laust við að það læðist að þeim, sem heim- sækir höfuðstöðvar Atlants- hafsbandalagsins í Brussel, grunur um að bandalagið sé utangátta um þessar mund- ir. Bandaríkjamenn hafa sýnt fram á það með ótví- ræðum hætti í Afganistan að hernaðarlega eru þeir sjálfum sér nógir. Þeir hafa í krafti tækni- legra yfirburða, þar sem geislar eru notaðir til að merkja skotmörk fyrir tölvustýrðar sprengj- ur og sprengiflaugar grafa sig niður í jörðina og springa ekki fyrr en þær koma í opið rými, ger- breytt stöðunni í Afganistan á skemmri tíma en flesta fréttaskýrendur grunaði að væri hægt. Í þessum átökum hefur Atlantshafsbandalagið nánast eingöngu virst hafa diplómatísku hlut- verki að gegna. Virkjun fimmtu greinar stofn- sáttmála bandalagsins um að árás á eina banda- lagsþjóð væri árás á allar bar því vitni. Það litla, sem NATO hefur lagt af mörkum hernaðarlega, var að losa um hergögn fyrir Bandaríkjaher til að senda til Afganistans. Við fáum að vita það sem CNN ákveður að segja okkur „Við fáum að vita það, sem CNN ákveður að segja okkur,“ sagði ónefndur embættis- maður hjá NATO ný- lega þegar hann var spurður hversu náið bandalagið fylgdist með aðgerðum í Afganistan. Fyrir nokkru var forsíðufrétt í dagblaðinu Int- ernational Herald Tribune þar sem greint var frá óánægju í Evrópu með það að vera aðeins í aukahlutverki í Afganistan. Haft var eftir evr- ópskum embættismanni að Bandaríkjamennirn- ir sæju um að elda matinn og bera hann fram, en Evrópuríkin fengju aðeins að sjá um uppvaskið. Yves Brodeur, talsmaður NATO, gerði lítið úr þessum röddum. Hann sagði að það væri alltaf tilhneiging til að reka fleyg milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Fjölmiðlar finna alltaf einhvern til að vitna í, en það má deila um hve mikið er að marka það,“ sagði hann. „Þegar utanríkisráðherrar NATO hittust í Búdapest sagði í fyrirsögnum að Colin Powell [utanríkisráðherra Bandaríkjanna] hefði mistekist að sannfæra bandamenn um ágæti eldflaugavarna. Þetta mál var ekki einu sinni rætt á fundinum og fólk les oft meira úr því, sem ekki er til staðar, en því, sem er til staðar. Þetta stendur kannski í blaðinu og sumir vilja kannski taka meiri þátt í aðgerðum, en hér sé ég engar vísbendingar um að stuðningurinn sé að minnka innan bandalagsins.“ Tilvistar- kreppa eða fjölmiðlahasar Hvað sem tilhneig- ingu fjölmiðla til að blása upp ágreining á kostnað einingar líður leikur enginn vafi á því að NATO er í ákveðinni tilvistarkreppu. Rök Brodeurs fyrir því að bandalagið sé að leggja sitt af mörkum í baráttunni við hryðjuverk eru ekki sannfærandi þegar litið er á umfang framlags öflugasta varn- arbandalags okkar tíma. Brodeur sagði að þótt NATO skipulegði ekki hernaðaraðgerðirnar í Afganistan og legði ekki til herafla sem bandalag hefðu aðildarríki bandalagsins lagt til herafla í anda fimmtu greinar stofnsáttmála þess, sem var virkjuð í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september. „Í fimmtu greininni segir að árás á einn sé árás á alla og því muni bandamenn veita stuðn- ing eða skuldbinda sig til að veita hann, en þeir muni ákveða hvernig best sé að gera það,“ sagði hann. „Að auki þurfa ríkið eða ríkin, sem ráðist er á, að fara fram á það. Slík ósk barst ekki, Bandaríkin báðu NATO ekki um að grípa til sameiginlegra aðgerða.“ Brodeur bætti því við að Bandaríkjamenn hefðu nú fyrsta sinni beðið NATO um að senda AWACS-leitarvélar til eftirlitsflugs við strendur Bandaríkjanna og það væri ekki lítið atriði. Einnig gerðu fáir sér grein fyrir því að það hernaðarsamstarf, sem nú ætti sér stað í Afgan- istan, væri ekki gerlegt án þeirrar markvissu samhæfingar, sem átt hefði sér stað innan NATO og áherslunnar á að herir bandalagsríkj- anna gætu starfað saman: „Þarna sést stefna NATO í verki og hefði ekki gengið svona vel ef reynslan hefði ekki fengist innan NATO. Þá er þetta ekki búið enn og NATO gæti fengið önnur hlutverk.“ Það er vissulega rétt að virkjun fimmtu grein- arinnar var stórt skref, en sú aðgerð var hins vegar fyrst og fremst táknræn. Alls sendi 32 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMMÆLI LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA SJÓSLYSIN Við Íslendingar erum alltafminntir á það við og við hvaðstarf sjómanna á hafi úti er hættulegt. Lítið fiskiskip rak upp að strönd í ofsaveðri á föstudagskvöld. Þriggja sjómanna er saknað en ein- um var bjargað um borð í þyrlu varn- arliðsins. Þótt miklar framfarir hafi orðið í smíði fiskiskipa og reyndar allra skipa, veðurspár séu fullkomnari en áður og sömuleiðis björgunartækni, getur veðrið við Ísland að vetri til orðið svo ofsalegt að við ekkert verð- ur ráðið. Sjóslysið við Snæfellsnes er líka til marks um mikilvægi þess að við ráð- um yfir góðum tækjum til björgunar. Þyrla Landhelgisgæzlunnar var send á slysstað en varð frá að hverfa vegna bilunar í sjálfstýringu. Þá komu þyrl- ur varnarliðsins til sögunnar. Við er- um því enn háð björgunarsveit varn- arliðsins við aðstæður sem þessar. Störf sjómanna við Íslands strend- ur hafa alltaf verið lífshættuleg og eru enn. Sama kvöldið og báturinn strandaði við Snæfellsnes lenti Brú- arfoss í vandræðum á milli Íslands og Færeyja en þar fór betur en á horfð- ist. Í umræðum um störf sjómanna megum við aldrei gleyma þessum þætti í starfi þeirra, þótt öryggi sé meira nú en áður. Við eigum að leggja áherzlu á að eiga eins fullkom- inn björgunarbúnað og nokkur kost- ur er á. Og við eigum að leggja áherzlu á að tryggingar sjómanna séu svo góðar að fjölskyldur þeirra standi ekki uppi bjargarlausar, ef illa fer. Guðni Ágústsson, landbúnaðar-ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, talar mjög skýrt um afstöðu Íslands til Evrópu í samtali við Morgunblaðið í gær. Varaformaður Framsóknarflokks- ins segir: „Ég tel, að aðild að Evr- ópusambandinu verði ekki á dagskrá hér á næstu árum. Það eru einfald- lega svo stórir hagsmunir, sem stöðva þá umræðu. Það er þess vegna líka óþarfi að ræða evruna eins og einhverja lausn eftir morgundaginn. Ég er þeirrar skoðunar, að ef við færum í Evrópusambandið, værum við að fara inn í mjög flókið kerfi, sem hentar ekki íslenzkum mögu- leikum til framtíðar og það hefði af- dráttarlausar afleiðingar, sem ég er ekkert viss um að yrðu Íslandi til far- sældar. Mér finnst að Framsóknar- flokkurinn hafi komizt að mjög góðri niðurstöðu á flokksþingi, en hann hefur einn flokka komizt að þeirri niðurstöðu að við eigum ekki að vera að rífast um Evrópusambandið, held- ur ganga í það verk að reyna að styrkja EES-samninginn. Þá leið eigum við að ganga.“ Og síðar í samtalinu segir Guðni Ágústsson: „Það er nú ekki einu sinni víst að við fengjum að taka upp evr- una, þótt við færum inn í Evrópu- sambandið. Ég held, að formaður Framsóknarflokksins sé nú frekar að vara við þeirri umræðu, sem getur orðið framundan þegar evran verður tekin upp. Ég tel að okkar atvinnulíf kæmist í mikla klemmu ef við tækj- um upp evruna. Við þurfum miklu frekar á því að halda að hafa geng- iskörfu, því sjávarútvegurinn er enn grundvallaratvinnugrein Íslendinga og við yrðum þröngt settir með evru.“ Þessi ummæli varaformanns Framsóknarflokksins eru óneitan- lega mjög athyglisverð í ljósi þeirra umræðna, sem fram hafa farið að undanförnu um Evrópumál. 10. desember 1991: „Þor- steinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnarinnar í síð- ustu viku, um úrsögn úr Al- þjóða hvalveiðiráðinu. Má gera ráð fyrir, að ríkisstjórnin taki afstöðu til tillögu ráð- herrans í þessum mánuði, þar sem úrsögnin þarf að koma til um áramót eigi af henni að verða að þessu sinni. Sjávarútvegsráðherra byggir tillögu sína á nið- urstöðu nefndar, sem skipuð var snemma sumars til þess að fjalla um málið. Í álitsgerð nefndarinnar kemur fram, að hún hefur haft samráð við ýmsa aðila, sem eiga hags- muna að gæta á erlendum mörkuðum og sýnist sitt hverjum. Þannig varar Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna við úrsögn á þessu stigi, en útflutningsfyrirtæki Sam- bandsins mælir með úrsögn. Framkvæmdastjóri dótt- urfyrirtækis Íslenzkra sjáv- arafurða hf. í Bandaríkjunum hefur hins vegar lýst áhyggj- um yfir afleiðingum slíkrar úrsagnar fyrir markaðsstöðu okkar. Í álitsgerð nefndar þeirrar, sem sjávarútvegsráðherra byggir tillögu sína á, segir m.a.: „Ár eftir ár hefur Al- þjóða hvalveiðiráðið hafnað tillögum hvalveiðiríkja um endurupptöku veiða. Rann- sóknir hvalveiðiríkjanna, þ.á m. Íslands, til að meta ástand hvalastofnanna með beinni sýnatöku hafa einnig verið ómaklega gagnrýndar. Álykt- anir ráðsins gegn löglegum veiðum Íslendinga í vís- indaskyni á árunum 1986– 1989 voru þess efnis, að fulltrúar Íslands töldu þær ganga í berhögg við stofnsátt- mála ráðsins. Dræmur áhugi flestra aðildarríkja á því að varpa ljósi á raunverulegt ástand hvalastofnanna sést einnig vel á takmörkuðu framlagi þeirra til alvarlegra hvalarannsókna, enda þau viðhorf oft ríkjandi, að hvali beri að friða án tillits til ástands stofnanna. Allt bend- ir því til, að ráðið muni ekki í framtíðinni frekar en hingað til skirrast við að virða að vettugi vísindalegar rann- sóknaniðurstöður um ástand og veiðiþol hvalastofnanna, ef því sýnist svo.“ 9. desember 1981: „Hin grimmilega árás á fimmtán ára stúlku í Þverholtinu í Reykjavík á föstudagskvöldið vekur óhug og fyrirlitningu. Hér á þessum stað verður hvorki verknaði illvirkjans né áverkum fórnarlambsins lýst. Hins vegar er ástæða til að geta tveggja þátta í málinu, því að báðir segja sína sögu. Í fyrsta lagi hafði illvirkjanum verið sleppt úr fangelsi aðeins sólarhring áður en hann réðst á stúlkuna, hafði hann setið inni vegna ölvunar. En fyrir skömmu var hann kærður fyrir að ógna ungri stúlku og var þá hnífur tekinn af hon- um. Í öðru lagi hringdi maður til slökkviliðsins um klukkan hálfellefu á föstudagskvöldið og sagði, að ung stúlka lægi stórslösuð í Þverholti. Sjúkra- bíll og lögreglubíll fóru á stað- inn, fundu ekkert og var talið, að um gabb væri að ræða. Sá, sem hringdi, sagði ekki til nafns, og er óvíst, að það hafi verið illvirkinn.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.