Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEFÐU FJÖLSKYLDUNNI FALLEGA JÓLAGJÖF Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Tryggvi Ólafsson — Gjafapakkning Vantar þig gjöf? • Gefðu þá Trind gjafapakkninguna (3 tegundir í boði) • Tilboðsverð • Með Trind næst árangur Fæst í apótekum og snyrtivöruverslunum um allt land Ath. naglalökk frá Trind fást í tveimur stærðum Allar leiðbeiningar á íslensku Fást í apótekum og snyrti- vöruverslunum um land allt. Me ð næ rðu ára ngr i Með því að nota TRIND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. handáburðurinn með Duo-liposomes. Ný tækni í framleiðslu húðsnyrtivara, fallegri, teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA = Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 - www.trind.com Frábærar vörur á frábæru verði. Gerið verðsamanburð. Nýjung Ný ju ng Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá Nýjar handsnyrtivörur frá Ekki síður fyrir táneglur. er í forystu við framleislu á handsnyrtivörum. Íslenskar leiðbeiningar. Nýtt Nail Balsam (naglanæring) Nærir og styrki neglurnar, viðheldur og eykur rakann á milli naglalaganna. Cuticle Balsam (naglabandanæring) Nærir og græðir. Nýtt Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun. Fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir Þýskar förðunarvörur „Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg ...“ Jónas Hallgrímsson „Það er betra að sjá eftir því sem þú gerir heldur en því sem þú gerir ekki.“ Þessi orð vinkonu minnar á dánarbeði voru mesta huggun mín á erfiðasta skeiði lífsins, þegar ég ákvað að halda mínu striki, að halda mig áfram í röðinni og hvika hvergi af leið. Minnug orða Stephanie Powers: „Því miður hlustar sumt fólk ekki á þig nema þú öskrir“ lagði ég út í óvissuna þar sem hvergi grillti í lausn á einu eða neinu. Óvissan var kæfandi og gráturinn og ekkinn slíkur að lungun voru að rifna, hjartað að springa og vitsmunir all- ir á bak og burt. Ég var ein en samt með mörgum, ég var húsnæðislaus, varnarlaus en þráði samt frelsið. Frelsi til þess að draga að mér mitt eigið súrefni. Frelsi til að fá að lifa minn draum. Eins og þú sem þetta lest, kæra vinkona, átt líka rétt á. Draumar okkar snúast oftast um það sem við teljum að muni færa okkur ham- ingju. En draumar kvenna eru ekki allir eins og draumar okkar þurfa ekki endilega að endurspegla upp- eldi, móðurarf eða menntun. Draumurinn getur snúist um ein- falda hluti sem tengjast einhverjum hæfileikum sem enginn veit kannski um nema þú sjálf. Kæra vinkona, það sem við verð- um hins vegar allar að læra er að virða drauma annarra kvenna, hversu ólíkir sem þeir eru okkar draumum. Það er ekkert sem dreg- ur eins mikið úr mér kjark og þor eins og þegar ég veit að þú hneykslast á einhverju sem ég er að hugsa, gera eða láta mig dreyma um að gera. Þú hefur oft á tíðum, eins og ég gagnvart þér, dregið úr mér allan mátt, fengið mig til þess að gefast upp einmitt þegar sig- urinn virtist innan seilingar. Margaret Thatcher sagði einu sinni að það þyrfti stundum að heyja sama stríðið oft til þess að sigra. Ég veit að ég hef breytt um stíl, skipt um vopn, breytt um áherslur og jafnvel föt og andlits- farða til þess eins að vinna ákveð- inn sigur. Ég hef reynt að halda fyrirlestra til þess að upplýsa þig um að á bak við konuna sem þú heyrir sögur og stundum kjaftasögur um er kona sem er alveg eins og þú, ein benda af óleystum rembihnútum sem sumir eru óleysanlegir en aðra verður bara með einhverjum ráðum að leysa – eða höggva á. Ég man þegar ég var kjörin at- vinnurekandi ársins í Helsingborg. Ég ætlaði mér að slá í gegn með ræðu sem fjallaði um sölu og mark- aðssetningu á heilsurækt, hvernig maður getur reist starfsemi úr rústum og búið til gott og vel rekið fyrirtæki sem þjónar fólki á öllum aldri, fólki sem þráir að ná betri heilsu. Þetta er köllun mín í lífinu, ég vil að allir fái að hreyfa sig í skemmtilegu umhverfi, með skemmtilegu fólki, án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af megr- un og útliti. Ég mætti í veislusalinn í bleikri dragt og brá illilega þegar ég upp- götvaði að þarna inni voru allar konurnar í svörtum síðum kjólum. Ég horfði fram í salinn og mætti mér til skelfingar augum eitthundr- að kvenna sem allar voru fyrirfram búnar að dæma þennan íslenska trúð sem stóð þarna í bleikri dragt og ögraði þeim. Ekki sá ég karlmennina, hef sjaldan haft áhyggjur af skoðunum þeirra á mér, veit í raun ekki af hverju það er svo. Þeir hafa held ég enga skoðun á mér frekar en öðr- um konum, allavega rista þær skoð- anir grunnt eða eru byggðar á tómri þvælu. Eins og Brian Tracy sagði sjálfur um karlmenn: „Ekki reyna að skilja okkur, það er ekki hægt, við getum það ekki einu sinni sjálfir.“ Og Halldór Laxness segir í Paradísarheimt: „Hvurnin eiga karlmenn að skilja kvenmenn, það eru ekki til ólíkari skepnur.“ Satt er það, um karlmenn veit ég heldur ekkert nema að þeir geta verið bónus á góðum ársreikningi; eins og kælibox sem þú fyllir og ferð með hvert sem þú vilt; eins og stjörnuspár sem hljóma gáfulega við fyrsta lestur en er síðan ekkert að marka; eins og strætó sem þú nennir ekki að hlaupa á eftir því það kemur alltaf annar vagn. En þessi bók er ekki um karlmenn og ég bið því forláts á þessum útúrdúr. En ég stóð sem sagt þarna á sviðinu í Helsingborg og ákvað að nota íslenskt kvenhugvit sem ég staðhæfi að sé sterkasta og merki- legasta hugvit í heimi. Og þarna stóð þessi „sigurvegari“ kvöldsins (og gat ekki annað), en sjálfstraust- ið hafði hrapað eins langt niður og það komst, innan um fegurðardísir helstu forstjóranna. Og ég lagði ræðuna til hliðar og sagði á bjag- aðri sænsku: „Kæru sænsku kynsystur, þessi verðlaun vil ég tileinka ykkur, kon- unum sem hafa staðið á bak við mig.“ (Auðvitað lygi.) Ég fann hvernig augnagoturnar breyttust í uppglennt augu. Þær voru ekki vanar því að til þeirra væri talað á svona hanastélssamkomum. (Hanastélsboð. Óþolandi umgjörð um tómleika í samböndum sem flest eru löngu dauð, eyðilögð með framhjáhaldi, lygum og prettum, ónýt vegna tímaskorts, þar sem fólk metur metorð og peninga um- fram tíma með sínum nánustu. Rangt, segir þú. Haltu þá áfram að ljúga að sjálfri þér, elsku vinkona, en þér tekst ekki að ljúga að mér.) Og ég hélt áfram: „Til þess eins að sýna ykkur þakklæti vil ég fara með fallegasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu, bara fyrir ykkur.“ Svo varð þögn, ég mundi ekkert ljóð í fyrstu ... en í þessari þögn og eftir þessa ástarjátningu sá ég tár blika í augum. Og svo kom ljóðið, hið undursamlega ljóð Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Þögn. Ég fann hvernig sokkabuxurnar klíndust við mig, ég horfði niður, svitinn lak niður undan brjóstunum og hnén byrjuðu að titra. Það mátti vinda dragtina loksins þegar ég þorði að líta upp. Ég horfði í augun á þessum sigurveg- urum, sigurvegurum sem höfðu sigrast á hatrinu og vanþóknuninni á mér. Þær voru í mínum augum hinir einu sönnu sigurvegarar þarna inni og þetta kvöld eignaðist ég margar vinkonur. Draumur minn var að eiga gott fyrirtæki í góðum rekstri. Þann draum á ég enn í dag. En það getur verið erfitt að eiga drauma ein. Við verðum sælastar þegar við getum átt draumana saman. Ég fann þetta kvöld að það að sigra ein er ekki fullnægjandi sig- ur. Aðgerðarleysi er mesti óvinur mannshugans, það er í doðanum sem við deyjum en lifum samt. Það er líka þroskandi að gera mistök. Að iðrast þess sem þú gerir veitir þér jafnvel frelsi til að breyta öðru- vísi næst. Rangar ákvarðanir má líka leið- rétta, einfaldlega með orðunum „fyrirgefðu, ég gerði mistök, fæ ég annað tækifæri?“ En ákveðir þú hins vegar að halda að þér höndum og láta óham- ingjuna heltaka þig, þá verður ekki aftur snúið. Lestin kemur núna og sama lestin aldrei aftur. Eða í það minnsta ekki aftur á sama tíma því þessi stund, einmitt núna, kemur aldrei aftur. Og það er ekki víst að næsti komutími henti þér. Margar konur bíða svo lengi eftir því að skipta um lest eða lífsstíl að orkan hefur glatast og sigurviljinn horfið. Fórn og frami „Það er betra að sjá eftir því sem þú gerir heldur en því sem þú gerir ekki,“ eru orð sem Jónína Benediktsdóttir hefur tekið sér til fyr- irmyndar. Jónína miðlar les- endum hér af heilræðum sínum og rifjar upp er hún var kjörin atvinnurekandi ársins í Helsingborg. Bókin Dömufrí eftir Jónínu Benedikts- dóttur er gefin út af bókaforlaginu Sölku. Bókin er 147 bls. að lengd. Það að sigra ein er ekki fullnægjandi sigur, segir Jónína Benediktsdóttir. DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.