Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 35 ✝ Elín Anna fædd-ist í Reykjavík 17. febrúar 1961, dóttir hjónanna El- ínar Heiðdal, f. 28.11. 1942, og Jóns Baldvinssonar, f. 2.10. 1942. Hún lést af slysförum að morgni 1. desember síðastliðins. Elín Anna ólst upp í Reykjavík til átta ára aldurs en flutti þá til Patreks- fjarðar er faðir hennar tók við stöðu sveitarstjóra þar. Átti hún þar heima til þrettán ára aldurs og flutti þá í Mosfellshrepp er faðir hennar varð sveitarstjóri þar. Hún ólst upp með foreldrum sín- um næstu þrjú ár en þá slitu þau samvistir. Alsystur Elínar Önnu eru 1) Guðrún Hlín, f. 19.4. 1963, hennar barn er Steinunn Anna Haraldsdóttir, f. 17.7. 1981, og 2) Helena, f. 26. júlí 1968, henn- ar barn er Dagur Benedikt Reynisson, f. 12.10. 1993. Sam- býlismaður Helenu er Þorvaldur Þorsteinsson, f. 7.11. 1960. Hálf- systkini Elínar Önnu, samfeðra, eru 3) Baldvin, f. 31.8. 1978, 4) Gerður, f. 25.7. 1980, og 5) Gísli, f. 26.3. 1985. Sambýlismaður móður Elínar Önnu er Gísli Þor- valdsson, f. 21.8. 1933. Eigin- kona föður hennar er Signý Jó- hannsdóttir, f. 26.1. 1951. Hinn 31.10. 1987 gekk Elín Anna að eiga Guðmund Ólaf Guðmundsson vélvirkja, f. 6.3. 1957. Þeirra börn eru Katrín, f. 25.10. 1980, Júlíanna, f. 17.3. 1988, Eiríkur Árni, f. 6.7. 1990, og Dav- íð Árni, f. 4.12. 1992. Þau hjónin slitu samvistir sl. sumar. Að loknu grunn- skólaprófi stundaði Elín Anna um skeið nám við Mennta- skólann í Hamra- hlíð en fór snemma út á vinnumarkað- inn og stundaði skrifstofustörf, m.a. sem tryggingaráð- gjafi hjá Almennum tryggingum um nokkurra ára skeið. Hún var frumherji meðal kvenna á Íslandi er hún keypti bílasölu, sem hlaut nafnið Bíla- sala Elínar, en hana rak hún ásamt eiginmanni sínum árin 1990–1991. Þau hjónin fluttust til Patreksfjarðar í árslok 1991 og voru næstu ár að mestu helg- uð barnauppeldi og húsmóður- störfum. Hún tók þátt í pólitísku starfi, var varabæjarfulltrúi og síðar bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Vesturbyggð 1994– 1998 og varabæjarfulltrúi Vest- urbyggðarlistans frá 1998. Hún var formaður skólanefndar 1994–1998. Á árinu 1999 eign- aðist Elín Anna fasteign og rekstur veitingahússins Mat- borgar á Patreksfirði, sem fékk nafnið „Kaffi Vatneyri“, sem rekið var þar til í haust. Útför Elínar Önnu verður gerð frá Langholtskirkju á morgun, mánudaginn 10. desem- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar pabbi hringdi og tilkynnti að Elín mágkona mín hefði látist af slysförum átti ég bágt með að trúa því. Hún sem var aðeins 40 ára og átti allt lífið framundan. Mikið er það sárt og ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur, Elín mín. Sárast þykir mér að hugsa til barnanna þinna, Katr- ínar, Júlíönnu, Eiríks og Davíðs, og hans Óla þíns, bróður míns, sem öll sakna þín svo sárt. Mig langar að þakka þér fyrir all- ar þær stundir sem við höfum átt saman. Þú varst mjög listræn og því kom það í þinn hlut að skreyta borð og veislusali ef um veisluhöld var að ræða. Minningar hrannast upp um góða konu sem burt var kvödd langt um aldur fram frá ástkærri fjölskyldu. Ég bið góðan Guð að blessa þig og varðveita minningu þína. Óli minn, Katrín, Júlíanna, Eirík- ur og Davíð, Guð veiti ykkur styrk og þrek á þessari erfiðu stund. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kær kveðja. Erla. Hinn slyngi sláttumaður lætur ekki að sér hæða. Elín Anna, sem nú er kvödd, er sú þriðja af nánum frændsystkinum í móðurætt, sem kvatt hefur skyndilega og óvænt á undanförnum árum. Skarðið í frændsystkinahópnum stóra, sem ávallt hefur verið svo samheldinn, hefur enn stækkað og er mál að linni. Elín Anna kom sem sólargeisli inn í líf ungra foreldra sinna og ætt- ingja á báða vegu. Elín var bráð- þroska og afskaplega skýrt og skemmtilegt barn sem vakti eftir- tekt hvar sem hún fór. Hún var djörf og áræðin og hafði frumkvæði í leikjum sínum við önnur börn. Hún var tveggja ára þegar systirin, Guð- rún Hlín, fæddist og voru þær mjög samrýndar á bernskuárum sínum. Fjögurra ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Glasgow meðan faðir hennar stundaði þar nám og átta ára gömul fluttist hún með þeim til Patreksfjarðar er faðir hennar tók þar við stöðu sveitar- stjóra. Enn var flutt á árinu 1974, í Mosfellssveit, er faðir hennar varð þar sveitarstjóri. Börnum reynist það oft erfitt að skipta um umhverfi en Elín Anna hafði þann góða eig- inleika að aðlagast fljótt nýju um- hverfi og eignast nýja vini. Að loknu grunnskólaprófi stundaði hún nám við Menntaskólann í Hamrahlíð en fór snemma út á vinnumarkaðinn og stundaði skrifstofustörf, lengst af sem tryggingaráðgjafi hjá Almenn- um tryggingum hf. Áræði var Elínu eiginlegt og var hún fyrsta konan á Íslandi, sem réðst í það að kaupa bílasölu. Hlaut hún nafnið Bílasala Elínar, en hana rak hún ásamt eig- inmanni sínum um tveggja ára skeið. Áræði var enn á ferðinni þeg- ar hún rétt liðlega tvítug að aldri réðst í það með eiginmanni sínum að koma sér þaki yfir höfuðið, tveggja herbergja íbúð við Leirut- anga í Mosfellssveit en inn í hana flutti fjölskyldan á árinu 1984. Nokkur kaflaskipti verða í lífi hennar er fjölskyldan flyst til Pat- reksfjarðar. Börnin voru orðin tvö og tvö bætast í hópinn á fyrstu ár- unum á Patreksfirði. Barnauppeldi og húsmóðurstörf verða starfsvett- vangur næstu árin en af og til er gripið í störf utan heimilis. Síðustu tvö árin hefur hún rekið veitinga- staðinn „Kaffi Vatneyri“. Elín hafði áhuga á félagsmálum og tók mikinn þátt í starfi Kvenfélagsins Sifjar og Sjálfstæðisflokksins á Patreksfirði. Hún hefur verið varabæjarfulltrúi og setið í bæjarstjórn á vegum flokksins frá 1994. Elín var listræn í sér, sérstaklega við blómaskreytingar, og eru öllum minnisstæðar blómaskreytingar þær er hún útbjó við brúðkaup tveggja frændsystkina sinna í Hlé- garði á síðustu árum. Matargerð lá vel fyrir henni og var oft gaman að skiptast á skoðunum við hana í því efni. Minnisstæður er fimmtudag- urinn í síðustu viku er við bökuðum saman „Sörur“ og ræddum um hvernig haga skyldi fermingarveislu dóttur hennar Júlíönnu á komandi vori. Missir fjölskyldna hennar og fyrrverandi eiginmanns er mikill en mestur er þó missir barnanna, sem sjá nú á bak kærri móður. Megi góður Guð gefa þeim og föður þeirra styrk í þeirra miklu sorg sem og öllum aðstandendum öðrum. Hvíl í friði. Herdís og Magnús. ...Hitt veit ég að opin eru’ augu þín, að enn þá brosið þitt góða lifir – það sýnir mér daglega dóttir mín. Þannig orti langafabróðir Elínar Önnu, Guðmundur Kamban, við lát föður síns fyrir 90 árum. Þannig bendir skáldið okkur á að við öðl- umst eilíft líf í niðjum okkar. Það má líkja lífinu við málverk. Í gegnum það drögum við liti á strig- ann. Sumir draga breiðar og lits- terkar línur og skilja eftir mikið lit- verk. Aðrir draga fáar línur á minni striga en samt skilja slík verk eftir sig meiri hrif. Það má segja að Elín Anna gangi frá hálfu verki. Við hefðum viljað sjá fleiri strokur í hennar lífsverki. Í stað þess hefur sorgin heimsótt okkur á aðventunni. Fjögur börn hafa misst móður og foreldrar dótt- ur. Við hin tökum þátt í sorginni og finnum til skammdegisins. Ég man eftir stúlkunni Elínu Önnu. Greindarleg stúlka sem var að nálgast unglingsárin og kom og sýndi mér ljóðin sín. Auðvitað voru þetta ljóð með byrjendabrag, en samt leyndist neisti undir. Mig grunar að hún hafi haldið þessum skrifum áfram en sýndi fáum. Hún skrifaði fyrir skúffuna. Þannig var Elín í mínum augum. Hafði það í fyrirrúmi að hugsa hratt en tala hægt. Mig langar að kveikja á ljósi mínu og senda börnum Elínar okkar inni- legustu samúðarkveðjur héðan frá Akureyri. Ég sendi einnig styrk til Jóns bróður og Stellu. Elín var gift Guðmundi Óla Guð- mundssyni, en þau slitu samvistir. Hann tekur nú við uppeldi barnanna. Honum sendi ég hug- heilar kveðjur og bið hann að nefna nafn mitt sé þess þörf. Þó að við teljum að Elín Anna hafi yfirgefið okkur frá hálfu lífs- verki skilur hún eftir sig fallega mynd. Mynd sem upplitast ekki. Og stríðnisglampinn í augum hennar lifir áfram í börnum hennar. Hvíl í friði, frænka. Gísli Baldvinsson. Það er afar erfitt að trúa því að Elín Anna frænka sé látin, langt um aldur fram og með þessum sviplega hætti. Við minnumst Elínar sem hæglátrar hjartahlýrrar konu sem hafði marga kosti til að bera. Fjölskylduveislurnar og brúð- kaupin, þar sem Elín Anna hafði lagt hönd á plóg, voru margar. Hún var Óla frænda sínum innan handar þegar hann gifti sig núna í sumar og var það ómetanlegt að fá að njóta hennar listræna innsæis. Hún var sérlega næm á hvernig setja mætti svip á húsakynnin með skreytingum án þess þó að gera um of. Hún var listakokkur og gátu hún og mamma eytt mörgum stundunum í að tala um matreiðslu og allt sem henni við- kom. Margar minningar koma upp í hugann þegar við lítum til baka. Okkur er sér í lagi minnisstætt ferðalag okkar frændsystkinanna á Patró sumarið ’94. Þá var haldin mikil grillveisla hjá þeim Elínu og Óla og þá var sannarlega mikið húll- umhæ. Móttökurnar voru höfðing- legar og verða lengi í minnum hafð- ar. Elsku Óli, Katrín, Júlíanna, Eiríkur Árni, Davíð Árni, Stella, Guðrún og Helena. Það er erfitt að vera ekki hjá ykkur á þessari erfiðu stundu. Við hugsum sterkt til ykkar og í hjörtum okkar lifir minning um yndislega konu. Við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólafur Magnússon. Hún Sigga amma okkar eignaðist sex börn og barnabörnin urðu sautján. Enn og aftur, eða í þriðja sinn, þurfum við systkinabörnin að kveðja eitt úr okkar hópi. Það er erfitt að meðtaka að Elín Anna skuli allt í einu vera dáin, nýorðin fertug. Og mikið er sárt að hugsa til barnanna hennar, um móðurmissi þeirra, og hvað allt þetta er órétt- látt. Elín Anna ólst að hluta upp á Pat- reksfirði og fyrir rúmum tíu árum flutti hún þangað með fjölskyldu sína aftur á æskuslóðirnar. Þetta varð mikið gleðiefni í stórfjölskyld- unni og tilefni tíðra ferða vestur, þar sem ræturnar liggja djúpt. Allt- af var tekið á móti manni opnum örmum hjá Elínu Önnu og litlir herramenn og dömur voru ætíð tilbúin að færa til sængina sína þeg- ar gest bar að garði. Við frændsystkinin vorum lengi búin að tala um hve gaman væri ef við gætum hist fyrir vestan eina helgi. Að frumkvæði þeirra systra, Elínar Önnu og Guðrúnar Hlínar, varð sú helgi að veruleika sumarið 1994 og með öllu ógleymanleg. Það var svo gaman að árið eftir vildi öll stórfjölskyldan fá að koma með. Til- efnið varð að minnast hundrað ára fæðingarafmælis Ellu ömmu. Öll vorum við systkinabörnin mikil „ömmubörn“ og áttum vísan stað hjá þeim Ellu og Siggu ömmu. Elín Anna hafði sérstöðu, hún hét í höfuðið á þeim báðum. Þar sem við vorum öll samankomin fyrir vestan flutti Elín Anna ljóð eftir sig sem hún tileinkaði „ömmum“ okkar. Ljóð hennar náðu að lýsa þeim vel. Elsku frænka, við viljum með þessum fátæklegu orðum fá að kveðja. Það er mikið að þakka og við söknum þín sárt – allar sam- verustundirnar, glettnina og hlátur- inn. Elsku Katrín, Júlíanna, Eiríkur, Davíð, Óli, Stella, Jón, Guðrún Hlín, Helena, Gerða, Baldvin og Gísli, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Systkinabörn. Eg horfði í gegnum gluggann á grafhljóðri vetrarnóttu, og leit eina litla stjörnu þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann sem geisli í sorgartárum. Ef til vill ber hún í brjósti börn, sem í nóttina stara og reyna í rökkrinu gátur að ráða, - en mega ekki svara. Ef til vill geymir hún elda, sem engum verða að notum, óskir, sem aldrei rætast og óð, sem liggur í brotum Og ef til vill sér þar einhver, sem einn í þögninni syrgir, móðurstjörnuna mína, sem miðnæturdökkvinn byrgir. Ef til vill sér hana einhver á andvökustundum sárum titra í gegnum gluggann sem geisla í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson) Góð kona er farin frá okkur. Tilfinn- ingarnar sem vakna, verða ekki í orð færðar. Elsku hjartans Óli, Davíð, Eirík- ur, Júlíanna og Katrín, þung eru sporin sem liggja framundan. Við biðjum englana að vera með ykkur, gæta ykkar og styrkja og passa góðu mömmuna ykkar. Þið eruð í huga okkar öllum stundum. Elva, Hannes, Jónína, Ragn- hildur og Þuríður í Noregi. Við áttum erfitt með að trúa á laugardagsmorguninn, að þú værir dáin, Elín mín. Við trúum því varla ennþá, þetta er allt svo óraunveru- legt. Við systurnar sem höfum unn- ið með þér, ýmist í Geirseyrarbúð- inni eða á Kaffi-Vatneyri sem þú opnaðir fyrir tveimur árum, höfum verið að rifja upp ýmsar góðar minningar um þig, því það er það sem enginn getur tekið frá okkur. Þú að búa til skreytingar með Köllu systur, þið voruð alveg frábærar saman, vinnandi fram á nætur ef svo bar undir og oft gátum við setið og drukkið fleiri lítra af kaffi, rabb- að um það sem var að gerast í bæn- um okkar Patreksfirði. Þú varst mikil sjálfstæðismanneskja og sast í nefndum á vegum flokksins í síðustu bæjarstjórn, lést þig miklu skipta hag bæjarfélagsins. Til vitnis um pólitískan áhuga þinn tókst þér og skólastjóranum Stíg, að draga Kollu með ykkur í framboð og gerðust þið svo djörf að stofna nýjan lista og sátuð þið nú báðar í núverandi bæj- arstjórn Vesturbyggðar. Þú varst bóngóð og gjafmild með eindæmum, það gleymist seint hvað þú reyndist okkur öllum vel þegar móðir okkar féll frá og eins þegar Sigga systir veiktist alvarlega, þá varst þú í því að hjálpa til með allt. Síðustu ára- mót héldum við saman, þú, Óli og krakkarnir og við öll systkinin og makar niðri á Kaffi-Vatneyri, þar sem allir elduðu saman og þetta var yndisleg samverustund. Því miður verða þessar stundir með þér ekki fleiri. Við vonum að þér líði núna vel þar sem þú ert. Elsku Óli, Katrín, Júlíanna, Eiríkur og Davíð við biðj- um algóðan guð um styrk í ykkar djúpu sorg og missi. Einnig vottum við foreldrum hennar, systkinum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Elsku Elín, við þökkum þér góð kynni og biðjum guð að vaka yfir þér. Bára, Steinunn, Sigurbjörg og Harpa Pálsdætur. Það er erfitt að kveðja unga vin- konu sem fellur frá langt fyrir aldur fram, aðeins fertug að aldri. Elínu kynntist ég þegar hún var lítil stúlka og bjó ásamt foreldrum sín- um hér á Patreksfirði. Héðan flutti hún til Reykjavíkur en kom svo hingað aftur gift kona með dæturn- ar sínar tvær en drengirnir báðir fæddust hér fyrir vestan. Elín bar sterkar taugar til þessa þorps enda er allt hennar móðurfólk héðan. Með okkur tókst góð vinátta og ým- islegt höfum við brallað saman og gátum látið hugann fara á flug í hin- um ýmsu málum. Elín var mjög skymsöm, vel máli farin og átti auð- velt með að koma fyrir sig orði. Hún var mjög félagslynd og jafnan í ein- hverjum nefndum, ýmist fyrir leik- félagið, kvenfélagið eða sjálfstæð- isfélagið sem hún taldi sig vera fædda inní, enda sat hún í bæjar- stjórn fyrir sjálfstæðismenn á ár- unum 1994–1998 og einnig var hún þá formaður skólanefndar. Oftar en ekki sá Elín um Patreksdaginn þannig að mikill sómi var að. Núna var hún formaður skemmtinefndar fyrir næsta þorrablót, eins og svo oft áður. Elsku Elín mín, ég veit að und- anfarnir mánuðir voru þér, Óla og börnunum erfiðir, en ég held og veit að öll él birtir upp um síðir og eins hefði verið hjá þér. Það eru margar góðar minningarnar sem fljúga nú í gegnum huga minn, en við tvær eig- um þær bara fyrir okkur. Þorpið þitt og allir íbúar þess eru nú harmi slegnir og ég veit að allir eru til- búnir að rétta Óla hjálparhönd með börnin ykkar sem nú eiga um sárt að binda. Minningin um þig lifir. „Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sín- um. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið.“ (Jón úr Vör.) Óli minn, Katrín, Júlíanna, Eirík- ur, Davíð, Stella, Jón, systkini og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur öllum. Kolbrún Pálsdóttir. ELÍN ANNA JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.