Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 39 ✝ Erna SvanhvítJóhannesdóttir fæddist í Þverdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 16. nóvem- ber 1940. Hún andað- ist á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ sunnudaginn 2. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Ólafsdóttir, f. 3. ágúst 1910, og Jó- hannes Jóhannesson, f. 10. júlí 1902, d. 10. júní 1958. Systkini hennar eru Anna Ólína, f. 7. okt. 1931, Ragnar Valdimar, f. 23. des. 1936, Hörður Guðmann, f. 5. maí 1944, d. 1. júní 1988, og Grettir Kristinn, f. 11. maí 1946. Erna Svanhvít giftist 26. des. 1962 Kristni Breiðfjörð Guðlaugs- syni, f. 12. ágúst 1934. Foreldrar hans voru Súsanna Ketilsdóttir, f. 30. maí 1900, d. 13. jan. 1988, og Guðlaugur Jakob Alexandersson, f. 9. nóv. 1894, d. 22. jan. 1986. Erna og Kristinn eiga sjö börn: 1) Guðlaugur Alexander, f. 9. sept. 1956, maki Sveinbjörg Haralds- dóttir, f. 7. okt. 1958, þau eiga þrjú börn. 2) Sigurbjörg Jóhanna, f. 29. okt. 1958, maki Aðalbjörn Stefánsson, f. 22. júní 1955, þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. 3) Matt- hildur, f. 24. jan. 1960, maki Sigurjón Ólafsson, f. 6. júlí 1958, þau eiga fjög- ur börn og tvö barnabörn. 4) Guð- mundur Agnar, f. 11. ágúst 1961, maki Vigdís Ólafsdóttir, f. 29. júní 1962, þau eiga tvö börn. 5) Súsanna, f. 23. sept. 1962, maki Andrés Magnússon, f. 20. nóv. 1958, þau eiga þrjú börn. 6) Helena, f. 4. maí 1967, maki Ingólfur Bragason, f. 26. ágúst 1967, þau eiga þrjú börn. 7) Þórir Breiðfjörð, f. 22. ágúst 1979, unnusta Þórey Hel- ena Guðbrandsdóttir, f. 13. des. 1983, þau eiga eitt barn. Erna Svanhvít bjó lengst af í Kópavogi. Hún starfaði lengi sem dagmóðir og í nokkur ár á leik- skólanum Furugrund. Hún starf- aði í mörg ár með Kvenfélagi Kópavogs. Útför Ernu Svanhvítar fer fram frá Kópavogskirkju á morg- un, mánudaginn 10. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Mér tekur sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Nú hefur þú fengið þína langþráðu hvíld. Ég kveð þig með miklum söknuði, og geymi mín- ar minningar um þig. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð. upp þú minn hjartans óður, því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður. (Matthías Jochumsson.) Ég bið góðan guð að varðveita þig. Hvíl þú í friði. Þín dóttir Björg. Elsku móðir mín, ég þakka þér fyrir að hafa verið til staðar og fyrir að hafa kynnst þér. Því miður kynntist ég þér bara sem móður vegna ungs aldurs. Ég lít ekki á þessa baráttu þína við þennan sjúkdóm sem ósigur, heldur sigur, þar sem þú gast sigrast á þessum þjáningum. Það besta sem ég tel mig hafa gefið þér er þitt nýjasta barnabarn og þar sem þú gast ekki verið með honum og séð hann þrosk- ast þá veit ég að þú munt vera með og vaka yfir okkur. Það sem er best núna er að þú ert komin á góðan stað og þarft ekki að kveljast lengur. Þar sem ég veit að þú veist hug minn þá vil ég frekar láta þetta er- indi vera með, það sem þú myndir segja við okkur og við getum leitað okkur huggunar í. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Þú munt verða minn dýrlingur á himnum. Þinn sonur, Þórir Breiðfjörð Kristinsson. Elsku amma mín. Mig tekur það mjög sárt að kveðja þig. Ég vildi óska að ég hefði ekki verið svona langt í burtu. Þegar mamma hringdi og sagði að þú værir dáin fannst mér sem heimurinn hryndi og tíminn stæði í stað, það eina sem kom upp í hugann var að ég fékk ekki að kveðja þig. Ég veit að þú þjáðist í mörg ár og þér líður vel núna þegar pabbi þinn, Hörður frændi og Guð taka á móti þér, þú verður umvafin ást og kærleika. Elsku amma, það sem mér er minnisstæðast úr æsku er þegar þú lagðir mig í rúmið og last fyrir mig kvöldbænirnar. Með þeim vil ég kveðja þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu ömmu og styrkja og styðja langömmu, mömmu, afa og aðra að- standendur. Erna Kristín. Mín elskulega amma, svo ljúf og góð, hefur þegið hvíldina góðu eftir löng og erfið veikindi. Það er ým- islegt sem ég minnist í gegnum árin, og þá þegar ég var lítil ömmustelpa. Það var ósköp notalegt að koma heim til ömmu í nýsteiktar kleinur og mjólk. Aðfangadagskvöld hjá ömmu og jólamaturinn var hápunkt- ur á mínum yngri árum. Ég var svo heppin að hafa ömmu hjá mér í leik- skólanum mínum á hverjum degi og var það ósjaldan sem ég fór með ömmu heim þegar hún var búin að vinna á daginn. Fyrir rúmum sex árum flutti ég með fjölskyldu minni til Noregs, og ekki var hún ánægð með þá ákvörð- un. Ég held að hún amma mín hafi reiknað með okkur fljótt til baka, og hún var alltaf að spyrja hvort við færum ekki að koma heim. Sumarið 1996 kom amma í heimsókn til Nor- egs. Ég man spennuna við að fá hana í heimsókn og við áttum ynd- islega viku saman. Ég minnist með bros á vör orðanna sem hún svaraði alltaf með, og þá sérstaklega í heim- sókninni í Noregi, þegar hún var spurð hvort hún hefði það gott, eða væri orðin þreytt. Þá svaraði hún: „Ég mundi nú segja það.“ Hún vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér og aldrei kvartaði hún yfir neinu þó svo að henni liði illa. Ég vil með þessum orðum þakka ömmu minni fyrir að hafa verið amma mín nú og alltaf. Ég bið góðan Guð að styrkja mömmu mína, systkini hennar, lang- ömmu og afa. Linda Björg Ingólfsdóttir. Elsku amma mín. Mig tekur það sárt að hafa kvatt þig. Ég sakna þín svo mikið en ég veit að nú líður þér miklu betur hjá Guði eftir að hafa þjáðst svo mikið. Guð er vonandi búinn að lækna þig og þú orðin frísk. Elsku amma láttu þér líða vel sem engill hjá Guði. Ég mun alltaf elska þig. Thelma Rut. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Mér þykir vænt um þig elsku langamma. Þinn Theodór Bjarki. ERNA SVANHVÍT JÓHANNESDÓTTIR                  ! "!#  $  % &'   & ( )    '      !" #  !" #   $% &'$   &        (   $) "*                            ! " #$ %&  ' ( #$ %    !"##$ % & ' ( ')#*+,##$  ')##$ $ &'' ')#(                    !      !"  #$ % " #$ % & ' '(( % )( *% +,( & ' " #$ *% '( & ' )%% *# '( & '!              !" #$%&'$$() ' * +                !"# $""% &'" ('))%    ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.                     !           !  "  # "  $! ! " !"% "   "  & $ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.