Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUMARIÐ 1926 ákveðurÞórhallur Hallgrímssonbóndi í Vogum í Mývatns-sveit að leiða kú sína Laufutil slátrunar á Akureyri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafði bola ekki tekist að kelfa hana. Eftir símtal við Hallgrím Davíðsson (1872– 1933) verslunarstjóra hjá Höphner, er ákveðið að hann taki hana til slátr- unar. Leggja þeir nú af stað með Laufu gangandi frá Vogum áleiðis til Álfta- gerðis, þeir Kristján Þór- hallsson, þá 11 ára piltur í Vog- um (f. 1915) og Guðlaugur Þor- steinsson (1854– 1940) vinnumað- ur Þórhallar. Þar gista þeir um nóttina hjá Jónasi Einarssyni (1891–1970) móð- urbróður Kristjáns. Morguninn eftir halda þeir áfram og rétt vestan við Helluvað ríður Þórhallur fram á þá með tvo hesta til reiðar. Snýr þá Guð- laugur við gangandi heim í Voga, en þeir feðgar halda á heiðina áleiðis í Bárðardal eftir svo nefndum Arndís- arstaðavegi. Koma þeir í Arndísar- staði um nónbil og þágu beina hjá þeim Ólafi Tryggvasyni (1900–1975) og konu hans Arnbjörgu Halldórs- dóttur (1903–1990). Síðan halda þeir norður með Skjálfandafljóti og yfir brúna hjá Fosshól. Þá er stefnan tek- in á Litlutjarnir og gist þar. Bóndi þar var Kristján Halldórsson Buch (1858–1934). Bærinn stendur skammt frá Ljósavatni. Morguninn eftir er farið yfir brúna á Fnjóská hjá Skóg- um og haldið sem leið liggur yfir Vaðlaheiði. Hestarnir voru skildir eft- ir á Knarrarbergi hjá Sveinbirni Jónssyni byggingarmeistara og bónda (1896–1982), sem síðar á æv- inni var kenndur við Ofnasmiðjuna í Reykjavík. Frá þessum gagnmerku hjónum segir gerla í „Sögu Svein- bjarnar í Ofnasmiðjunni (1896– 1982)“, er út kom árið 1996 og nefnd- ist „Byggingarmeistari í stein og stál“. Kona Sveinbjarnar hét Guðrún Þ. Björnsdóttir (1887–1976) frá Veðramóti, gagnmenntuð kona í garðyrkjufræðum frá Statens Have- bruksskole for kvinner í Reistad hjá Drammen í Noregi. Hún er talin fyrsta lærða garðyrkjukonan á Ís- landi. Rak Guðrún um tíma hús- mæðraskóla í hinu glæsilega húsi að Knarrarbergi, sem maður hennar hafði að nokkru reist í því augnamiði að þar ræki kona hans skóla. Skóla- starfið stóð þó aðeins veturinn 1927– 1928, því aðsókn var dræm, en mörg voru þau garðyrkjunámskeið, sem hún hélt á búskaparárum þeirra að Knarrarbergi. Rétt austan við gamla þjóðveginn, nyrst í Knarrarbergs- landi, er Festarklettur. Hafa líkur verið leiddar að því, að það sé sami klettur og nefndur er Galtarhamar í Landnámu. Sagt er að Helgi magri Eyvindsson festi skip sitt við klettinn, er hann flutti að Bíldsá eftir vetursetu á Hámundarstöðum í Árskógshreppi, þar sem hann sté fyrst á land í Reits- vík. Kaupmenn lögðu knörrum sínum við Galtarhamar á fyrstu öldum Ís- landsbyggðar, en nú er þessi staður vegna framburðar Eyjafjarðarár, um 1500 metra frá sjó. Loks vísuðu ör- lagadísirnar Helga á Kristnes handan árinnar og þangað héldu þau hjón, Þórunn Hyrna Ketilsdóttir flatnefs, með smáviðkomu í eyju einni í Eyj- arfjarðará, en þar varð Þórunn léttari og ber eyjan nafn hennar æ síðan. Fæddi hún meybarn, er hlaut nafnið Þorbjörg hólmasól. II. Á Knarrarbergi biðu menn frá Höphner að taka við kúnni, líklegast þar fremstur í flokki Bensi fjósamað- ur, hinn dyggi þjónn þeirra hjóna Hallgríms og frú Sigríðar Pétursdótt- ur frænku minnar (1882–1966) Sæ- mundsen. Börn Hallgríms og Sigríðar voru: Lena (1906–1977), Ari (1908– 1959), Þorvaldur (1910–1992), Mar- grét (1916–1984) og Pjetur (1918– 1995). Þeir Vogafeðgar fengu far með bílnum frá Höphner og gistu í Höphn- ershúsinu. Kristján hafði aldrei kom- ið til Akureyrar fyrr og ennþá síður í bíó. Fóru Ari og Þorvaldur með Krist- ján í bíó ásamt leikfélögum sínum, þeim Gunnari (1914–1957) og Guð- brandi (1915–2000) Hlíðar, sem bjuggu skammt frá Höphner að Lækjargötu 3. Mun kvikmyndahúsið líklegast hafa verið í Hafnarstræti 75, þar sem nú eru Dynheimar. Eftir skamma dvöl á Akureyri halda þeir feðgar aftur að Knarrarbergi og leggja á hestana snemma morguns og komið í Voga eftir sólarhringsferð. Var nú farin skemmsta leið, um Vaðlaheiði, Fljótsheiði, Reykjadal, þaðan í Laxárdal, yfir ána í átt að Hólaheiði, þaðan yfir Hólasand í Voga. Viðkomu höfðu þeir á Öndólfs- stöðum, þar sem bjuggu hjónin Guð- finna Kristín Sigurðardóttir (1868– 1953) og Stefán Jónsson (1860–1951) foreldrar þeirra Vogasystra Sólveig- ar (1891–1967) og Guðfinnu (1896– 1977) mágkvenna Þórhallar. Eftir góðan málsverð þar á bæ var tekið lagið og sungið mikið og lengi, því Öndólfsstaðafólkið er annálað fyrir söngmennt. Meðal afkomenda Stef- áns er Jón Stefánsson organisti og söngstjóri í Langholtskirkju. Vel mettir af mat og söng halda þeir feðg- ar síðan áfram í Voga og var þá lokið þessari einstæðu ferð. Sláturvegur- inn frá Vogum til Akureyrar reyndist nokkuð langur, en ferðin varð ógleymanleg hinum 11 ára pilti, sem hafði kynnst alveg nýjum heimi. III. Í fyrsta og öðrum kafla þessarar greinar hefi ég fært í letur frásögn Kristjáns í Björk, sem nú er 86 ára gamall og dvaldi um tíma í vetur á Landspítalanum við Hringbraut til lækninga. Var hann einn um tíma í rúmgóðri stofu, svo ég gat hlýtt á frá- sögn hans án þess að við yrðum fyrir truflun. Hann vildi ekki að þessi Ak- ureyrarför hans félli í gleymsku, því Elli kerling herðir tökin á honum eins og okkur öllum, sem aldraðir eru. En svo vel vill til, að ég er bæði kunnugur Höphnersfólkinu, svo og Öngulstaða- hreppnum og svæðinu austan Eyja- Vogafeðgar halda til Akureyrar í sláturferð 1926 Hallgrímur Davíðsson og frú Sigríður kona hans. Knarrarberg Galtarhamar, eins og hann var nefndur að fornu, nú Festarklettur. Mynd úr Byggðir og bú Björk í Mývatnssveit. Sláturvegurinn frá Vogum til Akureyrar reyndist nokkuð langur, segir Leifur Sveinsson, en ferðin varð ógleymanleg 11 ára pilti. Leifur Sveinsson Morgunblaðið/Kristján Höphnershúsið á Akureyri. Mynd úr Byggðir og bú Kristján Friðrik Þórhallsson og kona hans Anna Elinórsdóttir.                         ! !     " # "                            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.