Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Pelsar stuttir og síðir  Úlpur  Ullarkápur  Hattar  og húfur  Mikið úrval Jólagjöfin hennar Opið laugard. frá kl. 10-18 og sunnud. kl. 13-17 langömmu, ömmu, mömmu og ungu stúlkunnar „ELSKU besta mamman í öllum heiminum. Viltu vera svo væn að leyfa okkur að hlusta á Snuðru og Tuðru?“ sífra tvær litlar systur og toga til skiptis í sitthvort kápulafið á mömmu sinni í þungbúnu skamm- degi í desember. Mamman er ekki lengi að smokra sér úr skónum, fiska geisladiskinn uppúr föggum sínum og tylla á spil- arann í þeirri veiku von að fá ef til vill frið til að taka upp úr pokunum. Eldri stelpan notar tækifærið á með- an mamman setur græjurnar í gang til að útskýra fyrir hinni að Snuðra og Tuðra séu í til í alvörunni. Einu sinni þegar hún var lítil hafi hún nefnilega séð þær í leikhúsinu. Hin kinkar ósjálfrátt kolli því að frá því að hún kynntist samnefndum bókum um Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur og Gunnar Karlsson hefur hún ekki efast eina mínútu um að systurnar óstýrlátu væru til í raun og veru. Ef haldin væri vin- sældakosning á heimilinu væri nokk- uð víst að bókin Snuðra og Tuðra halda jól yrði kosin bók mánaðarins í desember. Skemmst er frá því að segja að diskurinn góði með Snuðru og Tuðru róaði ekki aðeins andrúmsloftið á heimilinu rétt á meðan mamman var að koma vörunum fyrir inni í eldhúsi heldur alveg fram að háttatíma kvöldið góða. Systurnar hlustuðu gagnteknar á diskinn og létu ekki á sér bæra nema rétt til að biðja um að hann yrði endurtekinn. Fyrr en varði voru þær líka farnar að taka undir í grípandi lögum eins og „Í Hrollaugsdal“ og „Trítiltoppur“. Diskurinn er reyndar bæði þéttur og vandaður frá upphafi til enda. Lögin eru langflest grípandi og skemmti- leg. Flutningurinn og textarnir ná vel til yngri barna – á að giska frá 2 ára upp að grunnskólaaldri – og sér- staklega ef börnin hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast per- sónunum í Möguleikhúsinu. Þó er alls ekkert nauðsynlegt að hafa farið á sýningarnar því að börnin eru sett inn í frásögnina með skemmtilegum millitextum. Fyrsti textinn þar sem systurnar eru að tala um hvað sé gaman að koma fram á geisladiski vakti alveg sérstaka kátínu hjá systrunum hér á undan. Ég efast ekki um að margir for- eldrar hafi velt því fyrir sér hvers vegna Snuðra og Tuðra eigi jafn miklum vinsældum að fagna meðal yngstu kynslóðarinnar og raun ber vitni og eflaust er ekki til neitt eitt svar við þeirri spurningu. Systurnar eru náttúrlega alveg með eindæmum óstýrilátar og galsafengnar. Þar liggur hundurinn kannski einmitt grafinn því að í samanburði við þær geta venjulegir krakkar virst algjör- ir englar. Systurnar vilja heldur eng- um illt frekar en börn almennt. Þær ætla hvor aðra ekki að meiða,/en ætíð það gleymast vill svo./Þær heyra ekki í mömmu er hún hrópar,/ en hamast þá dótinu í./ Hún enda- laust eftir þær sópar/en ekkert þær skilja í því, eins og segir í laginu Systurnar. Því má heldur ekki gleyma að lögin eru úr fjölmörgum öðrum sýningum Möguleikhússins, t.d. vöktu lögin úr Langafa prakkara mikla kátínu á heimilinu. Möguleik- húsið á hrós skilið fyrir framlag sitt til barnamenningar í 11 ár. Plötuumslagið er sérlega vandað. Framan á er mynd af þeim Snuðru og Tuðru – ekkert annað hefði held- ur komið til greina. Inni í er hægt að finna allar nauðsynlegar upplýsing- ar. Ekki aðeins textana heldur ítar- legar upplýsingar um Möguleikhús- ið, flytjendur og úr hvaða sýningum og leikþáttum lögin eru komin. Sem sagt prýðisdiskur fyrir börn á leik- skólaaldri og alla aðra sem varðveita enn barnið í sjálfum sér. Tónlist Óstýrilátar systur taka lagið SNUÐRA OG TUÐRA Uppáhaldslög Snuðru og Tuðru EDDA – MIÐLUN OG ÚTGÁFA 2001 Texti í kynningum Snuðru og Tuðru eru eftir Iðunni Steinsdóttur. Snuðra er Ingi- björg Stefánsdóttir og Tuðra er Hrefna Hallgrímsdóttir. Söngur Aino Freyja Jarvela, Alda Arn- ardóttir, Árni Tryggvason, Bjarni Ingvars- son, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hrefna Hall- grímsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir og Pétur Eggertz. Útsetningar og hljóðfæraleikur: Vilhjálmur Guðjónsson. Valgeir Guð- jónsson leikur á gítar í lögunum. Upp- tökur fóru fram hjá Vilhjálmi Guðjónssyni á ýmsum tímum á árunum 1995–2001. Anna G. Ólafsdóttir „Prýðisdiskur fyrir börn á leik- skólaaldri og alla aðra sem varð- veita enn barnið í sjálfum sér,“ segir Anna G. Ólafsdóttir um nýjan hljómdisk systranna Snuðru og Tuðru. Klapparstíg 44, sími 562 3614 Expresso kaffikönnur PÓSTSENDUM fyrir rafmagnshellur og gas 6 stærðir Verð frá kr. 995. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.