Morgunblaðið - 09.12.2001, Page 42

Morgunblaðið - 09.12.2001, Page 42
42 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUMARIÐ 1926 ákveðurÞórhallur Hallgrímssonbóndi í Vogum í Mývatns-sveit að leiða kú sína Laufutil slátrunar á Akureyri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafði bola ekki tekist að kelfa hana. Eftir símtal við Hallgrím Davíðsson (1872– 1933) verslunarstjóra hjá Höphner, er ákveðið að hann taki hana til slátr- unar. Leggja þeir nú af stað með Laufu gangandi frá Vogum áleiðis til Álfta- gerðis, þeir Kristján Þór- hallsson, þá 11 ára piltur í Vog- um (f. 1915) og Guðlaugur Þor- steinsson (1854– 1940) vinnumað- ur Þórhallar. Þar gista þeir um nóttina hjá Jónasi Einarssyni (1891–1970) móð- urbróður Kristjáns. Morguninn eftir halda þeir áfram og rétt vestan við Helluvað ríður Þórhallur fram á þá með tvo hesta til reiðar. Snýr þá Guð- laugur við gangandi heim í Voga, en þeir feðgar halda á heiðina áleiðis í Bárðardal eftir svo nefndum Arndís- arstaðavegi. Koma þeir í Arndísar- staði um nónbil og þágu beina hjá þeim Ólafi Tryggvasyni (1900–1975) og konu hans Arnbjörgu Halldórs- dóttur (1903–1990). Síðan halda þeir norður með Skjálfandafljóti og yfir brúna hjá Fosshól. Þá er stefnan tek- in á Litlutjarnir og gist þar. Bóndi þar var Kristján Halldórsson Buch (1858–1934). Bærinn stendur skammt frá Ljósavatni. Morguninn eftir er farið yfir brúna á Fnjóská hjá Skóg- um og haldið sem leið liggur yfir Vaðlaheiði. Hestarnir voru skildir eft- ir á Knarrarbergi hjá Sveinbirni Jónssyni byggingarmeistara og bónda (1896–1982), sem síðar á æv- inni var kenndur við Ofnasmiðjuna í Reykjavík. Frá þessum gagnmerku hjónum segir gerla í „Sögu Svein- bjarnar í Ofnasmiðjunni (1896– 1982)“, er út kom árið 1996 og nefnd- ist „Byggingarmeistari í stein og stál“. Kona Sveinbjarnar hét Guðrún Þ. Björnsdóttir (1887–1976) frá Veðramóti, gagnmenntuð kona í garðyrkjufræðum frá Statens Have- bruksskole for kvinner í Reistad hjá Drammen í Noregi. Hún er talin fyrsta lærða garðyrkjukonan á Ís- landi. Rak Guðrún um tíma hús- mæðraskóla í hinu glæsilega húsi að Knarrarbergi, sem maður hennar hafði að nokkru reist í því augnamiði að þar ræki kona hans skóla. Skóla- starfið stóð þó aðeins veturinn 1927– 1928, því aðsókn var dræm, en mörg voru þau garðyrkjunámskeið, sem hún hélt á búskaparárum þeirra að Knarrarbergi. Rétt austan við gamla þjóðveginn, nyrst í Knarrarbergs- landi, er Festarklettur. Hafa líkur verið leiddar að því, að það sé sami klettur og nefndur er Galtarhamar í Landnámu. Sagt er að Helgi magri Eyvindsson festi skip sitt við klettinn, er hann flutti að Bíldsá eftir vetursetu á Hámundarstöðum í Árskógshreppi, þar sem hann sté fyrst á land í Reits- vík. Kaupmenn lögðu knörrum sínum við Galtarhamar á fyrstu öldum Ís- landsbyggðar, en nú er þessi staður vegna framburðar Eyjafjarðarár, um 1500 metra frá sjó. Loks vísuðu ör- lagadísirnar Helga á Kristnes handan árinnar og þangað héldu þau hjón, Þórunn Hyrna Ketilsdóttir flatnefs, með smáviðkomu í eyju einni í Eyj- arfjarðará, en þar varð Þórunn léttari og ber eyjan nafn hennar æ síðan. Fæddi hún meybarn, er hlaut nafnið Þorbjörg hólmasól. II. Á Knarrarbergi biðu menn frá Höphner að taka við kúnni, líklegast þar fremstur í flokki Bensi fjósamað- ur, hinn dyggi þjónn þeirra hjóna Hallgríms og frú Sigríðar Pétursdótt- ur frænku minnar (1882–1966) Sæ- mundsen. Börn Hallgríms og Sigríðar voru: Lena (1906–1977), Ari (1908– 1959), Þorvaldur (1910–1992), Mar- grét (1916–1984) og Pjetur (1918– 1995). Þeir Vogafeðgar fengu far með bílnum frá Höphner og gistu í Höphn- ershúsinu. Kristján hafði aldrei kom- ið til Akureyrar fyrr og ennþá síður í bíó. Fóru Ari og Þorvaldur með Krist- ján í bíó ásamt leikfélögum sínum, þeim Gunnari (1914–1957) og Guð- brandi (1915–2000) Hlíðar, sem bjuggu skammt frá Höphner að Lækjargötu 3. Mun kvikmyndahúsið líklegast hafa verið í Hafnarstræti 75, þar sem nú eru Dynheimar. Eftir skamma dvöl á Akureyri halda þeir feðgar aftur að Knarrarbergi og leggja á hestana snemma morguns og komið í Voga eftir sólarhringsferð. Var nú farin skemmsta leið, um Vaðlaheiði, Fljótsheiði, Reykjadal, þaðan í Laxárdal, yfir ána í átt að Hólaheiði, þaðan yfir Hólasand í Voga. Viðkomu höfðu þeir á Öndólfs- stöðum, þar sem bjuggu hjónin Guð- finna Kristín Sigurðardóttir (1868– 1953) og Stefán Jónsson (1860–1951) foreldrar þeirra Vogasystra Sólveig- ar (1891–1967) og Guðfinnu (1896– 1977) mágkvenna Þórhallar. Eftir góðan málsverð þar á bæ var tekið lagið og sungið mikið og lengi, því Öndólfsstaðafólkið er annálað fyrir söngmennt. Meðal afkomenda Stef- áns er Jón Stefánsson organisti og söngstjóri í Langholtskirkju. Vel mettir af mat og söng halda þeir feðg- ar síðan áfram í Voga og var þá lokið þessari einstæðu ferð. Sláturvegur- inn frá Vogum til Akureyrar reyndist nokkuð langur, en ferðin varð ógleymanleg hinum 11 ára pilti, sem hafði kynnst alveg nýjum heimi. III. Í fyrsta og öðrum kafla þessarar greinar hefi ég fært í letur frásögn Kristjáns í Björk, sem nú er 86 ára gamall og dvaldi um tíma í vetur á Landspítalanum við Hringbraut til lækninga. Var hann einn um tíma í rúmgóðri stofu, svo ég gat hlýtt á frá- sögn hans án þess að við yrðum fyrir truflun. Hann vildi ekki að þessi Ak- ureyrarför hans félli í gleymsku, því Elli kerling herðir tökin á honum eins og okkur öllum, sem aldraðir eru. En svo vel vill til, að ég er bæði kunnugur Höphnersfólkinu, svo og Öngulstaða- hreppnum og svæðinu austan Eyja- Vogafeðgar halda til Akureyrar í sláturferð 1926 Hallgrímur Davíðsson og frú Sigríður kona hans. Knarrarberg Galtarhamar, eins og hann var nefndur að fornu, nú Festarklettur. Mynd úr Byggðir og bú Björk í Mývatnssveit. Sláturvegurinn frá Vogum til Akureyrar reyndist nokkuð langur, segir Leifur Sveinsson, en ferðin varð ógleymanleg 11 ára pilti. Leifur Sveinsson Morgunblaðið/Kristján Höphnershúsið á Akureyri. Mynd úr Byggðir og bú Kristján Friðrik Þórhallsson og kona hans Anna Elinórsdóttir.                         ! !     " # "                            

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.