Morgunblaðið - 09.12.2001, Side 16

Morgunblaðið - 09.12.2001, Side 16
Lady Tweedsmuir var aðalsamn- ingamaður Breta í landhelgismálinu. Viðræður hennar og Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra skiluðu ekki árangri. Lúðvík Jósepsson (l.t.v.) og Magnús Kjartansson, ráðherrar Alþýðubandalags- ins, börðust fyrir brottför varnarliðsins. Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra studdi einnig brottför varnarliðsins. Á fundi sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra átti með Edward Heath, forsætisráðherra Bretlands, í London haustið 1973 náðist bráðabirgðasamkomulag í landhelgismálinu. Með Ólafi á myndinni eru Hannes Jónsson blaðafulltrúi, Hans G. Andersen sendiherra og Níels P. Sigurðsson sendiherra.Í NÝRRI bók Vals Ingimund-arsonar lektors í sagnfræði viðHáskóla Íslands „Uppgjör viðumheiminn. Samskiptin viðBandaríkin og NATO, 1960– 1974“ er að finna nýjar upplýsingar um utanríkisstefnu Íslands. Í bókinni er lýst samskiptum vinstristjórnar Ólafs Jóhannessonar við Bandaríkja- stjórn og hvernig deilur um útfærslu landhelginnar blönduðust inn í áform um endurskoðun/uppsögn varnar- samningsins. Valur segir að eftir að Bretar sendu herskip inn í landhelg- ina í maí 1973 hafi í raun hvað sem er getað gerst: Þá sköruðust í fyrsta sinn þrjú mál: landhelgismálið, NATO-aðildin og varnarsamningur- inn við Bandaríkin. Vinstri stjórnin hafði það á stefnuskrá sinni að end- urskoða varnarsamninginn eða segja honum upp í þeim tilgangi að varn- arliðið hyrfi héðan. Í þeirri ólgu sem myndaðist hefði mikil andúð beinst að NATO. Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, hefði sett beint sam- band milli hermálsins og landhelgis- málsins til að þrýsta á um lausn fiskveiðideilunnar við Breta. Í bók Vals koma fram nýjar upp- lýsingar um aðstöðu á Keflavíkur- flugvelli til að geyma kjarnorkuvopn. Valur var spurður hvaða stefnu Bandaríkjamenn hefðu fylgt í kjarn- orkuvopnamálum á Íslandi. „Stefna bandarískra stjórnvalda var sú að koma fyrir kjarnorkuvopn- um á Íslandi á stríðstímum. Banda- ríkjamenn gerðu sér hins vegar grein fyrir að allt sem varðaði kjarn- orkuvopn var mjög viðkvæmt póli- tískt mál á Íslandi. Stefna Íslands í kjarnorkumálum var frekar óljós á sjötta áratugnum, en almennt má segja að fylgt hafi verið þeirri stefnu að hér yrðu engin vopn staðsett nema þau sem íslensk stjórnvöld samþykktu. Í sjálfu sér útilokaði þessi almenna stefna ekki að hér væru staðsett kjarnorkuvopn. En ráðamenn lögðu áherslu á að þeir væru því mótfallnir. Engin staðfesting á því að hér hafi verið kjarnorkuvopn Deilur um kjarnorkumál komu reglulega upp á Íslandi á kaldastríðs- tímanum. Utanríkisráðherrar eins og Bjarni Benediktsson, Guðmundur Í. Guðmundsson, Emil Jónsson, Ólafur Jóhannesson og Geir Hall- grímsson lýstu því allir yfir að aldrei hefði verið farið fram á að hér yrði komið fyrir kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn staðfestu það við þá í einkasamtölum og bréfum. Ég hef ekki fundið vísbendingar um, að hér hafi verið geymd kjarnorkuvopn.“ Í bókinni segir þú frá því að á ár- unum 1958–1959 hafi verið reist á Keflavíkurflugvelli hleðslustöð fyrir djúpsjávarsprengjur. „Já, Bandaríkjamenn reistu á Keflavíkurflugvelli slíka stöð, sem á ensku nefndist Advanced Underseas Weapons Shop, AUW Shop. Skammt þar frá var komið upp sérhönnuðum sprengiefnageymslum. Hugmyndir innan Bandaríkjahers um að þörf væri á slíkri aðstöðu fyrir kjarnorku- vopn og komu fram um miðjan sjötta áratuginn. Tilgangurinn var sá að styðja við bakið á 2. flota Bandaríkja- manna á stríðstímum. AUW-stöðin var reist í lok 6. áratugarins og kost- aði þá 768 þúsund dollara, sem senni- lega eru um 235 milljónir króna á nú- virði. Sprengiefnageymslurnar kostuðu 444 þúsund dollara. Það hef- ur áður komið fram, að Bandaríkja- menn ætluðu að koma kjarnorku- vopnum hér fyrir á stríðstímum. Það, sem er hins vegar nýtt í þessu máli, er að sérhönnuð hleðslustöð hafi ver- ið reist fyrir kjarnorkudjúpsjávar- sprengjur auk sprengiefnageymslna. Hér var því allt til reiðu, ef til átaka kæmi. En þessa aðstöðu mátti einnig nota fyrir hefðbundnar sprengjur. Það gerði Bandaríkjamönnum vita- skuld mun auðveldara að nota her- stöðina á stríðstímum. Spyrja má af hverju Bandaríkjamenn vildu styðj- ast við kjarnorkudjúpsjávarsprengj- ur sem ætlað var að springa á miklu dýpi, enda höfðu þeir margs konar aðrar gerðir af vopnum. Ástæðan var sú, að sovéskir kafbátar voru svo hraðskreiðir að þeir gátu ekki grand- að þeim nema með slíkum vopnum. Bandaríkjamenn tóku slík taktísk kjarnorkuvopn úr notkun eftir að kalda stríðinu lauk. En AUW-stöðin vekur upp þá spurningu hvort ráða- menn hafi gert sér grein fyrir til- gangi framkvæmdarinnar á árunum 1958-1959. Auk þess mátti spyrja hvernig hugsanlegri beitingu kjarn- orkuvopna yrði háttað héðan. Yrðu íslensk stjórnvöld að gefa leyfi fyrir notkun slíkra vopna frá íslenskri grundu? Það verður að hafa í huga að þetta vandamál var ekki bundið við Ísland. Aðrar þjóðir eins og Bretar, Frakkar og Kanadamenn reyndu að semja beint við Bandaríkjamenn um hvaða ferli yrði sett í gang í sam- bandi við ákvarðanatöku ef til stríðs kæmi. Það giltu mismunandi reglur milli ríkja um þessi mál. Forsætis- ráðherra Bretlands og Bandaríkja- forseti áttu t.d. sameiginlega að taka ákvörðun um beitingu kjarnorku- vopna frá bresku landsvæði. Banda- ríkjaforseti var einnig skuldbundinn til að hafa samráð við forseta Frakk- lands, ef franskt landsvæði yrði not- að. Þó var gert ráð fyrir þeim mögu- leika að samráði yrði ekki komið við, ef kjarnorkuvopnaárás væri yfirvof- andi. Í Danmörku gilti sú regla að Bandaríkjaforseti mátti nota kjarn- orkuvopn í samræmi við hernaðar- áætlanir NATO. Í Kanada mátti ekki beita kjarnorkuvopnum án samráðs við þarlend stjórnvöld. Um Taívan, Noreg og Ísland átti eftirfarandi við samkvæmt skjali, sem ég hef undir höndum frá árinu 1961: „Engar sérstakar kröfur gilda um notkun kjarnorkuvopna frá her- stöðvum í þessum löndum, en sam- þykki frá stjórnvöldum er nauðsyn- legt áður en nota má stöðvarnar.“ Þetta er nokkuð loðið orðalag. Á sjötta áratugnum vildu Bandaríkja- menn hafa hér frjálsari hendur gagn- vart íslenskum stjórnvöldum um samráðsferlið. Oft var vísað til varn- arsamningsins frá árinu 1951 um að Íslendingar yrðu að leggja blessun sína yfir allar hernaðarframkvæmd- ir. Ég hef ekki séð neina formlega samninga milli Íslands og Bandaríkj- anna varðandi kjarnorkuvopn. Ís- lenskir ráðamenn lögðu alltaf þann skilning í málið, að þeir hefðu loka- orðið varðandi beitingu kjarnorku- vopna. Bandarísk stjórnvöld reyndu hins vegar að túlka umboð sitt vítt og njörva ekkert niður. Þegar þeir komu sér upp AUW-stöðinni vildu þeir ekki gefa íslenskum stjórnvöld- um tryggingu fyrir að fullt samráð yrði haft við þau ef flutt yrðu hingað kjarnorkuvopn á stríðstímum. Og svo má spyrja hvort Íslendingar hefðu getað beitt neitunarvaldi ef til stríðs hefði komið. Umræðan á kald- astríðstímanum var því að nokkru leyti á villigötum. Auðvitað hefðu stærri hagsmunir, samstaða NATO- ríkjanna og sú staðreynd, að Banda- ríkjamenn höfðu víðtækar hernaðar- skuldbindingar í Vestur-Evrópu, vegið þyngra, ef til stríðs hefði kom- ið. En taka verður tillit til þess, að þetta mál var mjög viðkvæmt í ís- lenskri pólitík og snerti vitaskuld fullveldið. Svipuð umræða kom upp í öðrum ríkjum, eins og t.d. Kanada.“ Íslensk stjórnvöld vildu ekki svarta hermenn Í bókinni er fjallað um þá stefnu ís- lenskra stjórnvalda að við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli mættu ekki starfa svartir hermenn. Það hefur áður komið fram að Hermann Jón- asson forsætisráðherra setti fram slíka ósk árið 1941 þegar hervernd- arsamningur var gerður við Banda- ríkin, en í bók þinni kemur fram að aðrir stjórnmálamenn virðast hafa verið sömu skoðunar og fylgt henni eftir allt fram á sjöunda áratuginn. „Þegar varnarsamningurinn var gerður í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks var þeim tilmælum komið munnlega til bandarískra stjórnvalda að hingað yrðu ekki sendir hermenn svartir á hörund. Á dögum vinstri stjórnar- innar 1956-1958 fóru Bandaríkja- menn fram á það að hingað yrðu sendir nokkrir svartir hermenn, ekki síst vegna þess að þeir óttuðust að stefna íslenskra stjórnvalda kynni að Valur Ingimundarson um áform vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar í varnarmálum Allt gat gerst eftir að Bretar sendu herskip inn í landhelgina Valur Ingimundarson sagn- fræðingur varpar í bók um utanríkisstefnu Íslands á tímum viðreisnarstjórn- arinnar (1959–1971) og vinstri stjórnarinnar (1971– 1974) nýju ljósi á það sem gerðist í samskiptum ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda. Hann telur að árið 1973 hefðu mál getað þróast með þeim hætti að varnarsamningnum hefði verið sagt upp vegna deil- unnar um landhelgismálið og vegna átaka sem voru innan Framsóknarflokksins. 16 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.